Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
Malbrka!
9.850
á mann samk. gengi 20.1 1983.
fyrir 4 manna fjölskyldu
Þetta dæmi á viö 4 manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, 5 ára
og 10 ára. Tilvalið tækifæri fyrir fjölskylduna að fara saman til
Mallorka um páskana og njóta skemmtunar í fallegu umhverfi.
hverfi.
17 daga feró — 27/3 til 12/4
(mdMK
Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsínu Hallveigarstíg 1, Símar 28388-28580
Vertu meö
í opnu prófkjöri í Reykjaneskjördœmi
Gunnar G. Schram er í framboði af því að hann vlll:
- Að einn maður hafi eitt atkvœði. Fullan jöfnuð en
ekki málamiðlanir
- Að tekjuskattur af launatekjum verði afnuminn
- Nýja atvinnustefnu í sjávarútvegi og iðnaði
í stað gjaldþrota byggðastefnu
- Breytt íbúðarlánakeríi sem tryggi að þrír fjórðu hlutar
byggingarkostnaðar fáist á löngum lánum
- Að skilyrði verði sköpuð fyrir móttöku sjónvarpssendinga frá
gervihnöttum, sem hefjast munu í
haust og ná til íslands
Við hvetjum ykkur til að vera með í prófkjörinu og hafa þannig
áhrif á íramboðslista Sjálfstœðisílokksins.
Þið haíið vald til að velja
Fylgismenn
Frá æfingu á Galdra-Lofti — Þór-
hallur Vilhjálmsson og Soffía Gunn-
arsdóttir í hlutverkum sínum.
Galdra-Loftur
sýndur í Mennta-
skólanum viö Sund
TALÍA, leiklistarsvið Menntaskól-
ans við Sund, hefur nú syningar á
Galdra-Lofti eftir Jóhann Sigur-
jónsson.
Leikurinn gerist á Hólum í Hjalta-
dal snemma á átjándu öld. Þetta er
harmleikur um ungt fólk, sem reynir
að takast á við lífið. Þar fléttast inn
í ástir, draumar og vonbrigði. Þetta
eru hlutir sem við þekkjum mæta vel
í dag og á þvf leikritið erindi til nú-
tímafólks, þó að það sé samið í upp-
hafi þessarar aldar, segir í fréttatil-
kynningu frá Menntaskólanum við
Sund.
„Túlkun á verkinu er sérstæð,
enda er það nú í fyrsta sinn flutt
af menntskælingum. Reynt er að
leita nýrra leiða varðandi útlistun
á þessu stórverki Jóhanns Sigur-
jónssonar.
Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir.
Með helstu hlutverk fara: Arin-
björn og Þórhallur Vilhjálmssyn-
ir, Soffía Gunnarsdóttir, Agnar
Steinarsson og Sólveig Þórarins-
dóttir. Leikmynd hannaði Bjarni
Hinriksson, búninga Guðrún Arn-
alds og framkvæmdastjóri sýn-
ingarinnar er Kjartan Stefánsson.
Uppsetningin er einnig mjög
óvenjuleg. Sýningin fer fram á
tveim stöðum í húsnæði Mennta-
skólans við Sund. Skólinn er á
mótum Ferjuvogs, Skeiðarvogs og
Gnoðarvogs. Þangað ganga stræt-
isvagnar nr. 2, 8 og 9. Áhorfendum
er bent á að ganga inn Ferju-
vogsmegin, að austanverðu. Sýn-
ingin hefst kl. 20.30 og er áríðandi
að áhorfendur mæti stundvíslega,
því að af tæknilegum ástæðum
verður húsinu lokað á meðan á
sýningu stendur. Miðasala hefst
kl. 19.30. Miðaverð er kr. 50. Sýn-
ingar verða alla daga frá 1.—14.
mars, nema 5. og 11. mars.
Stofnfundur
áhugamanna
félags um
fullvinnslu
sjávarafurða
STOFNFUNDUR áhugamannafé-
lags um fullvinnslu sjávarafurða
og nýjar framleiðslugreinar verð-
ur haldinn í Vestmannaeyjum
næstkomandi mánudagskvöld að
frumkvæði atvinnumálanefndar
Vestmannaeyja og SASS. Fundur-
inn verður haldinn í samkomuhús-
inu og hefst klukkan 21. Erindi
flytur Jón Bragi Björnsson um líf-
efnaiðnað og Þorsteinn Garðars-
son, iðnráðgjafi, situr fundinn.
Formaður atvinnumálanefndar er
Sigrún Þorsteinsdóttir.