Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 Ég nota aldur minn og ár — franska leikkonan Simone Signoret segir frá PARÍS. Frúin opnar sjálf fyrir mér og virðir mig fyrir sér með augnaráði sem óskhyggja mín leyfir sér að leggja þannig út að ég sé velkomin. íbúðin, sem er rétt fyrir ofan Justitstorgið, gæti næstum talist kjallaraíbúð. Fólk sem gengur framhjá getur horft inn um gluggana alveg inn í stofu — og fólk gerir það óspart. Það horfir inn til átrúnaðargos síns um áratugi — Simone Signoret, „Fallegu Maríu“, sem á þessu augna- bliki líkist helzt gildvöxnum starfsmanni á mjólkurbúi: hnjásíð hvít skyrtulöf hanga niður yfir síðar buxur úr sama þykka, skemmtilega efninu. Grásprengt ljóst hárið myndar umgjörð um hið tígurlega og sterka andlit — andlit sem ber dálítið merki þeirra löðrunga sem örlögin hafa veitt. Fegurð, ástríður og greind er ábúðar- mest í svip hennar. 1S;» Kvikmyndir hennar hafa öðlast sess meðal sígildra mynda fyrri áratuga: „Nornaveiðar", „Svika- skipið", „Framadraumar" og „Kötturinn". Sjónvarpsmyndin „Kvenndómarinn" er ennþá sýnd víða um heim við miklar vinsæld- ir. Hin bitra ádeilda „Þú hefur jú lífið fyrir þér“, er aðeins brot af þeim hlutverkum sem Signoret hefur skapað. Og á síðustu árum hefur hún skapað sér nýtt hlut- verk sem endurminningahöfundur — sem hefur fært henni álíka mikinn heiður og hinar mörgu kvikmyndir hennar. Eldurinn lifir í arninum. Það gera líka hinar fjölmörgu ljós- myndir, stórar og smáar, af fjöl- skyldu og vinum, sem hanga hvarvetna um veggina. Flestar þeirra eru af eiginmanninum Yves Montand — stundum ungur, stundum aldraður (hann og kona hans eru jafnaldrar, 61 árs), stundum brosandi og stundum alvarlegur, yfirvegar hann samtal okkar frá sínum margvíslegu sjón- arhornum. Rótsterkt kaffi og kannski dálítið of margar síga- rettur örva Signoret á meðan á viðtalinu stendur. „Ég get víst alveg viðurkennt það strax: Ég er rómantísk, ég er tilfinningasöm & ég er endur- minningadýrkari, ég elska fortíð- ina, hið liðna, söguna. Við erum allt það sem við höfum gengið í gegnum, sem persónur, sem fólk, sem þjóð. Ég hef skrifað um barn- æsku mína, ítarlega en við skulum láta það æviskeið eiga sig núna fyrir utan eitt atriði; að það var þá sem ég komst í kynni við hugtakið list. Það hefur kannski verið ein- hver saga sem mamma sagði mér, það hefur kannski verið þegar ég kynntist ævintýrum H.C. Ander- sens, hinum mikla, ógnarmikla, skáldskap, en ég var bara sjö ára telpa og varð óttaslegin. „Prins- essan á bauninni", það var fagurt ævintýr. En nornin og hermaður- inn í „Eldfærunum", „Snjódrottn- ingin" — það er upplifun sem ég losna aldrei að fullu við. Hið deyj- andi barn með eldspýturnar er grimdarleg saga, einnig „Litla hafmeyjan", það er list — en svo- leiðis skildi ég það ekki þá, ég dró bara að mér af allri minni athygli það sem yfir mér var lesið. Ég get ekki sagt, að ég hafi allt- af óskað mér að verða leikari, þó að mér finnist svo þegar ég lít yfir liðna æfi. En ég gat í öllu falli aldrei skilið þær vinkonur sem sögðu að þær vildu ekki verða leikkonur — ég trúði þeim ein- faldlega ekki. Mér fannst alltaf að það væri hinn eini draumur er maður gæti alið með sér; að verða fræg, að drukkna í ást og auðæv- um. Þessi draumur varð hluti af mér, en ég viðurkenndi hann ein- ungis fyrir sjálfri mér allt þar til ég stóð næstum mitt í sjálfum draumnum — þá fyrst þorði ég að láta hann í ljós og segja: Já, þetta er einmitt það sem mig hefur allt- af dreymt um. Hin myrka nótt Maður var svo ótrúlega óþrosk- aður. Ég gekk upp í því að eiga full herbergi af fallegum skóm og tízkuklæðnaði — töskum sem pössuðu við kjólana, kjóla sem pössuðu við kápurnar, hatta sem pössuðu við þetta allt. En allt þetta fatadekur fór af eftir nokk- urt tímabil, það hvarf hreinlega þegar maður hafði nóga peninga til að kaupa þetta alltsaman — og uppgötvaði að það hafði ekki nokkurt gildi. Það er mikil lúxus að hafa efni á að láta það eiga sig að verzla. Því það sem raunverulega ein- hverja þýðingu hafði var að vera komin út úr hinni myrku nótt — að vera komin i gegnum þessi dauðagöng sem hétu stríð, og vera þar að auki heil og ósködduð. Og eitt hafði maður lært: að það eina sem raunverulegt gildi hefur er ást og vinátta — ást gagnvart allri veröldinni. Því maður getur ekki lifað eiginlegu lífi án þess að vita hvað er að gerast, og það er ekki hægt að lifa án þess að vera annað hvort með því eða á móti. I striðinu voru hlutirnir einfald- ir — það var svart og hvítt, ekkert grátt eða óljóst, það var allt mjög, mjög skýrt. Allir sem komust í gegn um þetta stríð hafa lifað af — og það er alltaf kraftaverk að lifa af, það er gjöf. Ég mun aldrei gleyma þeim viðhorfum sem við mættum þegar ég hóf störf i Hollywood fyrir 22 árum síðan. Við komumst þá að raun um að allt sem líf okkar hafði snúist um í stríðinu, allt sem vinir okkar höfðu verið uppteknir af, fólk eins og Simone De Beauvoir, Sartre — að árin ’43, ’44, ’45 höfðu enga sér- staka þýðingu fyrir þá. Eða í öllu falli þau þýddu ekki það sama. Hvað við höfðum lesið, hvað okkur hafði verið sagt, hvað málverk þýddi í huga manns; maður gat ekki tjáð það fyrir þeim. Við sem höfðum lifað af — frá Frakklandi, frá Leningrad, frá Danmörku, frá Noregi — við vor- um öll hluti af sömu heild sem risið hafði upp í kringum söngv- ana sem við sungum, skáldskapinn sem við lásum og þær frásagnir Artisaanit Myndlist Bragi Ásgeirsson Sýningarsali Norræna húss- ins gistir nú og fram að fyrsta marz finnsk handíðasýning samtakanna Artisaanit í Hels- ingfors. Þetta er auðsjáanlega sérstakur hópur finnskra handiðnaðarmanna á breiðu sviði, því að á sýningunni eru hlutir, sem teljast hreinn heimilisiðnaður, og svo aðrir, er líta verður á sem nýskúlpt- úra og svo mjög margt þar á milli. Vil ég nefna annars vegar prjónles .Sirkku Könönen, sem er af háum og fjölbreyttum gæðaflokki og hins vegar leir- listar-skúlptúra Önnu-Maríu Osipow, sem eru með hug- myndafræðilegu ívafi. Milli þessara tveggja andstæðu póla getur svo að líta breitt svið margvíslegra handíðahönnuða. Mjög mikið ber á vefjarlist hvers konar, — vefnaði, tau- þrykki, batík, textílum og prjónlesi og í áberandi mis- jöfnum gæðaflokki. Maður staðnæmist með velþóknun fyrir framan hinn stóra og ein- falda vefnað Maisu Tikkanen og hið formhreina og klára veggteppi Normu Heimola. Leirlistin gegnir viðamiklu hlutverki á sýningunni og þar vekur athygli hið ástþrungna taflborð Chaterinu Kajander, — skúlptúrar Ritvu Tuolen svo og áðurnefndir hlutir Önnu- Maríu Osipow, en hún virðist gegna miklu hlutverki á sýn- ingunni með mörgum stórum leirskúlptúrum. Fyrir utan þetta getur og að líta listsmíði- hluti og glerlist. Svo sem ráða má af ofanskráðu er þetta marglitur hópur og um leið er YfirliLsmynd frá sýningunni. hann helst til ósamstæður í fjölbreytni sinni. En hér skal tekið tillit til þess, að um er að ræða listhóp, aðallega sam- settan af hinu fagra kyni, er stofnaður var í þeim tilgangi að koma á framfæri við al- menning fjölþættum listíðum atvinnumanna. Svipar honum mjög til hópsins á bak við Gallerí Langbrók hér í borg. Listhópurinn sem var stofnað- ur árið 1974 telur nú 85 með- limi, hvaðanæva úr ríki þús- und vatna landsins. Tæplega helmingur eða 38 meðlimir hópsins taka þátt í sýningunni og fyrir ókunnugan er ekki gott að dæma um hve vel valið hefur tekist Eðlilega er nokk- ur verslunarbragur yfir sýn- ingunni og það finnst mér per- sónulega vera helsti galli hennar auk þess hve hlutirnir eru ósamstæðir í uppsetningu. En margt er um vandaða gripi og er meira en óhætt að mæla með innliti á þessa sýningu til að kynnast finnsku handverki frá nýrri hlið. Áður höfum við aðallega getað dáðst að hinum snjöllu glerlistarhönnuðum þjóðarinnar, kjólum frá Mar- imekko ásamt list Sama. Þetta er ágæt viðbót. Karpov efstur í Linares Linart s, Spáni, 26. febrúar. AP. ANATOLY Karpov, heimsmeistari í skák, er enn í efsta sæti stór- mcistaramótsins í Linares á Spáni aó 10 umferrtum loknum með 5,5 vinninga eftir jafntefli við landa sinn Boris Spassky, fyrrum heims- meistara. Önnur úrslit í tíundu umferðinni urðu þau, að Arthur Yusupov vann Jan Timman í 40 leikjum, Hort og Andersson skildu jafnir í 26 leikjum, Sax frá Ungverjalandi vann Larsen í 40 leikjum. Skák Seirawan og Geller var frestað. Miles sat yfir. Staðan er þá þannig, að Karpov er, sem fyrr segir, efstur, með 5'/2 vinn- ing en næstir honum koma Spassky og Yusupov með 5 vinninga. Miles, Timman, Andersson og Hort eru all- ir með 4‘A vinning, Hort 4, Geller 3'A og þeir Larsen og Seirawan 2 vinninga hvor. Tefla átti frestaðar skákir Miles og Andersson, Larsen og Geller, Spassky og Seirawan og Sax og Geil- er í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.