Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 35 Sigurdur Johnnie í góAu stuði á sín- um yngri árum. Stefán Jónsson er enn vióloóandi bransann. Þessi mynd er tekin þeg- ar frægðarferill Lúdósextettsins var aö byrja fyrir 25 árum. inu því aö mínum dómi var rokk- tónlistin best fyrstu árin. Síðan kom framleiðslubragur á þetta og þar á eftir komu svo Bítlarnir, sem gjörbreyttu öllu, en þá var ég hættur." Mjöll Hólm: — „Minn söngferill byrjaði þannig að KK auglýsti eft- ir söngvurum og vinkona mín plataði mig út í þetta. Við vorum tíu byrjendur, sem komum svo fram á þessum nemendahljóm- leikum KK og einhvern tíma eftir það kom Berti Möller til mín og bauð mér að koma fram með Fal- con sextett, sem þá var ein af vin- sælustu rokkhljómsveitunum. Síð- an kom ég fram án þess að vera með fastri hljómsveit þar til ég fór í sextett Berta Möller. Eftir það hef ég verið viðloðandi brans- ann með hléum inn á milli og er ekki hætt enn.“ Guöbergur Auöunsson: — „Ég byrjaði 1957 eða ’58 og kom fyrst fram með KK sextettinum í Iðnó. Síðan var ég með hljómsveit sem hét Sterió og ég held að þeir sem voru með mér þar séu flestir komnir í sinfóníuna núna. Svo var það „Fimm í fullu fjöri" og aftur llarald G. Haralds söng meó KK-sextett síóasta árið sem hljóm- sveitin starfaöi. Hann sneri sér síó- an að leiklist og leikur nú í Iðnó. Mjöll Hólm hóf ferii sinn á nemendahljómleikum KK. Hún hef- ur síðan verió í eldlínunni meö hlé- um og syngur enn. KK sextett gerði ég fyrstu plötuna „Lilla Jóns“. Eftir það fór ég í listaskóla í Kaupmannahöfn og söng þá inn á tvær plötur í Noregi. Ég söng svo eitthvað hér heima í fríum en hætti svo að mestu, en hef þó komið nokkrum sinnum fram þótt varla sé orð á því ger- andi.“ Það var einhvernveginn svo sjálfsagður hlutur að sjá Stefán Jónsson í þessum hópi að undirrit- aður gleymdi hreinlega að ræða við hann um ferilinn, enda er hann öllum kunnur; beinn og breiður og svo til óslitinn ferill allt frá því Stefán byrjaði með Plútó hér um árið. Plútó breyttist í Lúdó, og Stebbi hefur sungið með Lúdó allar götur síðan, ef frá eru skilin nokkur ár sem Lúdó hætti, en þá söng Stefán með hljómsveit Jóns Sigurðssonar. Lúdó var án efa einhver skemmtilegasta og vinsælasta rokkhljómsveit lands- ins á sínum tíma og hljómsveitin hefur starfað svo til allt til þessa dags, með vissum breytingum þó og núna seinni árin með fækkun liðsmanna. En þeir félagar eru nú hluta af árinu í „lausabransanum“ og Stebbi er enn í fullu fjöri „allt- Guðbergur Auóunsson var einn af vinsælustu rokksöngvurum sjötta áratugarins og sló í gegn á hljóm- plötum með lögum eins og „Lilla Jóns“ og „Úti á sjó“. af jafn hlýr og skemmtilegur" eins og einhver orðaði það. Þeir Kinar Júlíusson og Sigurdór Sigurdórsson voru ekki staddir á æfingunni þetta kvöld, svo að við verðum bara sjálf að rifja upp þeirra feril í stuttu máli. Sigurdór gerði garðinn frægan með hljómsveit Svavars Gests og gerði „Maríu" ódauðlega í sögu íslenskr- ar dægurtónlistar. Einar byrjaði kornungur að syngja í Krossinum í Keflavík og var síðan lengst af með hljómsveitinni Pónik þar til hann hætti fyrir nokkrum árum. Eins og áður segir verður rokkhátíðin haldin í Broadway föstudaginn 4. mars nk. og hefst með borðhaldi. Skemmtunin byrj- ar svo fljótlega eftir matinn, en að sögn Björgvins Halldórssonar, sem hefur haft veg og vanda af undirbúningi, hafa verið æfð 28 lög frá þessum tíma. Sæmi og Didda verða á sínum stað með rokksýningu og Björgvin bætti því við, að ekkert væri því til fyrir- stöðu að gestir mættu í gamla „rokkgallanum" enda verða söngv- ararnir klæddir samkvæmt rokk- tískunni fyrir 1960. - Sv.G. Berti Möller kom víöa við á ferli sínum og söng inn á plötur sem nutu mikilla vinsælda. Garðar Guömundsson — Tommy Steele kom honum á bragðið. Anna Vilhjálms er enn í fullu fjöri og syngur nú um helgar í Þórscafé. Þessi mynd er tekin árið 1962 í gamla Sigtúni. ERLENT NÁMSKEIÐ ÁHRIFARÍKAR STJÓRNUNARAÐFERÐIR Stór hluti af starfi stjórnandans felur í sér samningastörf og sölu hugmynda til samstarfsmanna sinna og viðskiptaaðila. Hæfileikar hans til þess að hafa áhrif á, hvetja og fá aðra til að skila sem bestum árangri eru aðalþættirnir sem ráða því hvort sett markmið nást. Markmið námskeiðsins er að auka hæfni stjórnandans í samskiptum hans viö annaö fólk og gera honum kleift að ná fram markmiðum gegnum aöra. Á námskeiðinu verður fjallað um: — vald sem stjórnunartæki — hvernig má hafa áhrif á niður- stöður funda — hvernig þú getur aukið hæfni þína sem stjórnandi og leið- togi — hvernig má beita hvatningu til að auka afköst starfsfólks — að ná markmiðum í gegnum aðra — áhrifaríkar stjórnunarað- ferðir Námskeið þetta er ætlað öllum stjórnendum sem hafa mannafor- ráð og bera ábyrgð á vinnu ann- arra. Leiðbeinandi námskeiðsins er Thomas Thiss. Hann hefur sl. 10 ár leiðbeint á námskeiðum fyrir mörg stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. s.s. IBM, Chase Manhattan, Bank of Amer- ica, Hewlett Packard Co. og Motorola. Hann rekur nú eigið ráðgjafarfyrirtæki í USA. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. STJQRNUNARFÉLA6 ISLANDS SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 82930 Staður: Krist- alssalur Hótels Loftleiða. Tími: 10. og 11. mars. Leiðbeinandi: Thomas Thiss. TÖLVUSÍMAR Tíu númera minni (16. sata). Endur- hringir síöasta núm- er sjálfvirkt, ef þaö er á tali. Biötakki o.s.frv. Verö frá kr. 1550.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.