Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 eftir Elinu Pálmadóttur Á efsta bóli — ekki byggðu að vísu — á íslandi hefur síðan vorið 1981 trónað fjög- urra metra hár stálgrindarturn með loftneti og í sendir, sem með köflum hef- ur sent upplýsingar til byggða. Turninn stendur þarna á Grímsfjalli í miðjum Vatnajökli í nánd við skála Jöklarannsókna- félagsins í 1725 m hæð yfir sjávarmáli. Og er tiiraun og vísir að væntanlegri fastri rannsóknastöð á þess- um hæsta stað lands- ins. í sumar hyggjast prófessorarnir Þorbjörn Sigurgeirsson, Svein- björn Björnsson og Eggert Briem, sem að þessu standa, láta bora þarna í heimkynnum elds og ísa á Vatnajökli í þeim tilgangi að fá á staðnum orku fyrir sendinn, svo hann megi starfa af sjálfu sér og senda merkar vísindaupplýsingar til byggða allt árið, þótt enginn maður sé þar staðsettur. Kostnað- inn af þeirri framkvæmd ber sjóð- urinn „Eggert" Briem, sem á und- anförnum árum hefur lagt mikið til vísinda þeirra raunvísinda- manna í formi fjár óg aðstoðar. Ætlar Eggert sjálfur, sem nú er 87 ár? gamall, með á jökulinn í vor- ferð Jöklarannsóknafélagsins, þegar borunin fer fram á Gríms- fjalli. Þessa þrjá hitti fréttamaður Mbl. í Raunvísindastofnun Há- skólans, þar sem þá er alla jafna alla að finna, og fræddist um þessi merku og stórhuga áform. Reglubundin upplýsingaöflun í fastri rannsóknastöð við Gríms- vötn í Vatnajökli er ekkert smá- mál, má marka af því að ljóst er orðið að þarna undir jöklinum er mesta jarðhitasvæði á íslandi, kannski mesta jarðhitasvæði jarð- ar, að því er þeir Þorbjörn og Sveinbjörn upplýsa. Benda m.a. á rannsóknir Helga Björnssonar, jöklafræðings, sem hefur verið að rannsaka sambandið milli íss, flóða og eldvirkni og er kannski rétt að tilfæra hér hans orð í inn- gangi að grein um varmamælinn í Grímsvötnum í ritinu Eldur í norðri, til að skýra fyrir lesendum aðstæður og það sem þarna er á ferð. Helgi segir: „Inni í miðjum Vatnajökli leynast Grímsvötn hul- in þykkri íshellu. Tilveru sína eiga þau að þakka öflugu jarðhitasvæði sem flytur varma til yfirborðsins frá hraunkviku undir jöklinum. Vatn sígur niður að kvikunni um sprungur og ber varma upp að jök- ulbotninum, bræðir þar ís, kólnar og sekkur á ný. Slíkt hringstreymi vatns og varma hefur staðið um aldaraðir. Jarðhitinn veldur því að ís bráðnar stöðugt við jökulbotn. Lægð hefur því myndast á yfir- borði Vatnajökuls, ís streymir inn að henni og bráðnar. En bræðslu- vatnið nær ekki að renna burt, heldur safnast það saman undir jöklinum í kvosinni vegna þess að ísfargið umhverfis heldur að því. Þannig hafa Grímsvötn orðið til, 30 ferkm stöðuvatn undir 200 m Vísir að rann- sóknastöð á Vatna- jökli Ljósm. E.Pá. l’egar jökulhettan á Grímsvötnum sígur við að vötnin tæmast í Skeiðarár- hlaupum, verður mikið umrót. Þarna heíur, eftir slíkan athurð, jökull setið eftir uppi á einhverri fyrirstöðu á hotninum og myndast stór gjá. frá þessu bárust því ekki sending- ar nema á hálftíma fresti og þá andartak í einu. En hvað sáu menn svo á mæliblöðunum? spyrj- um við vísindamennina. — Meðan sendirinn gekk stöð- ugt var mjög líflegt á staðnum. Fékkgt fróðlegt línurit. Þar má sjá snjóflóð á jöklinum, frostbresti og jarðskjálfta. Jarðskjálfta má þekkja frá jökulskjálftum, út- skýra vísindamennirnir og fara með fréttamann yfir í næsta her- bergi til Páls Einarssonar, jarð- Á Grímsfjalli í Vatnajökli hefur ver- ið reistur fjögurra metra hár stál- grindarturn með kistu ofan á. Þar í eru senditæki til að senda til byggða ýmiskonar upplýsingar og mæl- ingar, m.a. um jarðskjálfta. Eggert Briem stendur þarna við turninn. þykkri íshellu. Þar sem ís streym- ir sífellt inn að Grímsvötnum rís yfirborð þeirra stöðugt hærra uns vatnið nær að þrengja sér inn undir jökulinn og brjótast í jök- ulhlaupum 50 km leið undir ís niður á Skeiðarársand. Að loknu hlaupi lokast útrásin úr Vötnun- um og vatn safnast í þau á ný. Alls hafa um 40 Skeiðarárhlaup verið skráð, hið fyrsta á 14. öld. En jafn- framt því að geyma öflugt jarð- hitasvæði leynist við Grímsvörn ein virkasta eldstöð landsins, sem talin er hafa gosið um 50 sinnum frá upphafi íslandsbyggðar. Við Grímsvötn hefur jökull lagst yfir og hulið jarðhitasvæðið svo að nær enginn varmi sleppur frá því út í andrúmsloftið. Að- stæður skapa því hinn ágætasta varmamæli. Vatnsmagnið sem jarðhitinn bræðir er mælikvarði á varmann sem berst frá jarðhita- svæðinu. Raunar sýnir vatns- magnið eitt lágmarksgildi, þar sem ætla má að vatnið hitni örlít- ið eftir að það hefur bráðnað." Stööugar upplýsingar frá Grímsfjalli Þetta er sá staður með jarðhita undir jökli, þar sem þeim félögun- um Þorbirni, Sveinbirni og Eggert finnst svo miklu skipta að koma upp fastri rannsóknastöð, sem fá- ist frá samfelldar upplýsingar. — Aðgerðir hófust með vorleið- angri Jöklarannsóknafélagsins 1981, þegar flutt var á jökulinn efni í mikinn stálgrindaturn og hann reistur og komið fyrir í hon- um sendi, sem ætlað var að senda til byggða, útskýrðu þeir félagar. — Upphaflega var hann stilltur til að senda vestur og niður á Veiðivatnasvæðið, en það gekk ekki. Jökullinn reyndist mun hærri en talið var og merkt á kort. Næsta skref var svo tekið í fyrra- vor, þegar loftnétinu í kistunni á mastrinu var snúið þannig að sent er til suðurs niður á Skeiðarár- sand. Þar voru í fyrrasumar reist tvö möstur. í öðru er móttöku- loftnet, en í hinu vindrafstöð og sendiloftnet, sem sendir upplýs- ingar áfram í Skaftafell, þar sem er siriti til að skrá þær. — í byrjun voru sendingar stöðugar. Á jöklinum var sett upp hitarafstöð, knúin af jarðhitanum. En í hnúknum sem skálinn stend- ur á er jarðhiti, svo sem jöklaför- um er kunnugt, og hafa myndast hellar milli heits bergsins og jök- ulsins. Þarna var notað termoele- ment, efni sem framleiðir raf- magn við að mishitna. Þarf til þess flókinn rafbúnað en frágang- ur hans er á hendi Jóns Sveinsson- ar, tæknifræðings Raunvísinda- stofnunar. Turninn stendur á föstu bergi, sem af bráðnar á sumrin, milli Hellanna og svonefnds Saltara og var settur upp í júní þannig að byrjað var að skrá daglegar mælingar í Skafta- felli í júlí. Nú í byrjuninni er aðal- lega verið að sjá hvernig tækin starfa best og er mældur lofthiti, hitinn í kælifletinum, spennan í stöðinni og þessháttar. Vegna jarðskjálftamælinganna þarf sendirinn að senda stöðugt til að gagn verði að. Það gerði hann frá því í júlí og fram í september. En þá hefur gufan þorrið. Hafði rör verið sett yfir gufuauga, en það eitthvað breytt sér. Eftir það voru sendingar ekki stöðugar. I tækinu hafði verið komið fyrir örtölvu, sem hafði þau viðbrögð að stilla sjálfkrafa á sparnaðargang. Upp •>» __ M * mim \n Sveinbjörn Björnsson, Eggert V. Briem, Þorbjörn Sigurgeirsson. En í þessu viðtali segja þeir frá hugmyndum sínum og aðgerðum til að koma í gang stöðugum mælingum frá GrímsfjaHi, þar sem undir jökli er mesta jarðhitasvæði á Islandi og líklega á jörðinni. Ljósm. ól.K Ma* Borað í sumar vegna orkuöflunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.