Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
ADROTIKnSCI
JUMSJÓN:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Gunnar Haukur Ingimundarson
Séra Ólafur Jóhannsson
Um frið við fjöllum
Sr. Agnes M. Sigurð-
ardóttir er æskulýðs-
fulltrúi kirkjunnar. Við
báðum hana að segja frá
því um hvað fjallað yrði á
æskulýðsdaginn, 6. mars
nk. og hvernig og hvers-
vegna.
„Uppeldi til friðar“ verður við-
fangsefni æskulýðsdagsins að
þessu sinni. Það efni var eitt af
ályktunarefnum prestastefnu á
síðastliðnu ári, en „Friður á
jörðu" var einmitt yfirskrift
hennar. f kjölfar hennar þótti
æskilegt að hefja skoðanaskipti
um þessi mál í hverjum söfnuði
fyrir sig, því kristnir menn eiga
að hafa áhrif á umhverfi sitt,
jafnvel ögrandi.
Hvað með undirbúning?
Útbúinn hefur verið efniviður
til notkunar í hinu margvíslega
safnaðarstarfi, þar sem vakin er
athygli á friðarmálum, þannig:
1) Að vera sáttur við Guð.
2) Að friður ríki innan safnað-
arins.
3) Að friður ríki við náungann.
4) Að friður ríki á jörðu.
Efni þetta sem ber yfirskrift-
ina „Við viljum frið, núna“, er
þýtt úr sænsku og hefur þegar
verið sent prestum til notkunar í
sinni kirkju á samverustundum
fram að æskulýðsdeginum.
Efnið krefst þá einhvers undir-
búnings?
Já, þar sem margir eru áhuga-
samir um efni, er tilvalið að
skipta því milli smærri hópa,
ræða og vinna úr því svo flytja
megi það við messu á æskulýðs-
daginn. Þannig gætu hóparnir
t.d. skipt með sér að sjá um
söngva, bænir, stuttar hugvekjur
og helgileiki, en predikunin
byggir á samantekt aðalatrið-
anna, 1—4. Þar sem þannig er
unnið, eru miklar líkur til þess,
að bæði ungir sem aldnir finni
sig sameinaða í því að flytja er-
indi Krists um frið.
Hvað með efni í fjölmiðlum?
í Stundinni okkar í sjón-
Sr. Agnes M. Sigurðardóttir
varpinu, verður friðarumræðan í
þeim dúr, að krakkar úr Fella-
skóla í Breiðholti munu teikna
myndir er fjalla um frið almennt
og þær sýndar með hugvekjunni.
Þá mun einig sönghópur ungl-
inga úr Árbæjarsókn koma
fram. í útvarpi sjá nemendur
Skálholtsskóla um messu til-
einkaða friðarumræðunni.
Hvert er þá markmiðið með frið-
arumræðunni?
Það er fyrst og fremst það, að
vekja fólk til umhugsunar um að
sameiginlegt átak þarf til þess
að komast fyrir meinið og upp-
ræta það. Þá er ekki eingöngu
verið að benda á að friður sé
andstæða hernaðar, heldur einn-
ig að friður þurfi að ríkja í öllum
samskiptum milli manna. Friður
ríkir þar sem hver einstaklingur
fær að njóta sín á heimili, í
skóla, í vinnu, þó án þess að
skaða náungann. Virkur friður
er lif, jafnvægi, samræmi. Þar er
eitthvað að gerast mönnum til
góðs.
Er þá kirkjan sjálf stærsta frið-
arhreyfingin?
Já, tvímælalaust! Þegar mað-
urinn er heill í afstöðunni til
Guðs, þá ríkir friður, jafnvægi.
En breyskleiki manna, eigin-
girni, einangrun og einstakl-
ingshyggja veldur sundrungu,
sem er afleiðing syndarinnar. En
Jesús kemur til móts við mann-
inn og kallar hann til samféiags
við sig í trú býður honum sættir.
Ef hann þiggur náð Jesú, ætti
hitt að koma af sjálfu sér, að lifa
eins og Guð vill.
Þá opnast margar dyr?
Já, kirkjan er kölluð til þess að
fara út í kuldann með engin
vopn önnur en ylinn af kærleika
Krists. Það getur oft verið erfitt
að lifa í trú sinni og taka afleið-
ingum hennar. Það er ekki vel
séð af öllum. En það að lifa og
starfa sem kristinn einstakling-
ur hefur áhrif á umhverfið og
þau stundum ögrandi. Þátttaka
og líf er hluti trúarinnar.
Úr ályktun prestastefnu 1982,
um uppeldi til friðar.
III. liður.
8. Vér hvetjum söfnuöi landsins
til aö leggja aukna áherslu á
uppeldi tilfriðar með því að:
a) Astunda slíkt uppeldi inn-
an fjölskyldunnar sjálfrar
og í samskiptum milli
heimila á þann hátt m.a.
að sýna sáttfýsi, sanngimi,
hógværð og umburðar-
lyndi,
b) vekja menn til vitundar um
skaðsemi ofbeldis í fjöl-
miðlum, myndböndum,
leikföngum, og á fleiri
sviðum,
c) vekja til umhugsunar um
sáttaleiðir i deilumálum,
stórum og smáum og minn-
ast gildis hins fómandi
kærleika,
d) byggja upp gagnkvæmt traust
milli einstaklinga og hópa
og vinna gegn fordómum
með því að hvetja menn til
þess að virða skoðanir
annarra.
9. Vér bendum söfnuðum lands-
ins á eftirfarandi leiðir til
þess að vinna að uppeldi til
friðar:
a) Með því að leggja rækt við
guðsþjónustu safnaðarins
og biðja fyrir friði,
b) með því að efna til umrœðu-
funda í kirkjum og safnað-
arheimilum um málefni til
friðar og afvopnunar,
c) með friðarsamkomum, frið-
arvökum, guðsþjónustum,
þar sem meginefnið er
friður, sáttagjörð eða skyld
efni.
Gerast kraftaverk?
2. sunnudagur í föstu
Markús 10. 46—52
Guðspjallið í dag er um Bartímeus, blindan beininga-
mann í Jeríkó, sem Jesús læknaði.
Börn, sem hlustuðu á frásögur um kraftaverk Jesú í
sunnudagaskólanum sínum á sunnudaginn, sögðu að mörg
hinna barnanna í kristinfræðitímunum í skólanum tryðu
ekki á kraftaverkin. En trúið þið sjálf á kraftaverkin?
spurði presturinn. Auðvitað, svöruðu börnin, Jesús var
Guð, þess vegna gat hann gert kraftaverk.
Við, sem erum fullorðin, hugleiðum líka frásögur
kraftaverkanna. Sum okkar hafa orðið vitni að krafta-
verkum, lækningum fyrir trú á Jesúm, hjálp í hættu,
huggun í sorg. Þeim er það vissa að Jesús gerir enn krafta-
verk. Þótt margir séu blindir og fái ekki aftur sjón sína
eins og Bartímeus gerast samt önnur kraftaverk í lífi
þeirra, kraftaverk hjálpar og huggunar og hið mikla
kraftaverk þegar syndugur maður eignast fyrirgefningu
syndanna, lifandi samfélag við Jesú.
Okkur er það öllum ljóst að sjúkdómar eru fleiri en
sýnileg veikindi. Angistin, kvíðinn, treginn og hið óljósa,
nagandi öryggisleysi eru ekki léttbærir sjúkdómar en al-
gengir. í dag heyrum við að við megum hrópa til Drottins
og biðja hann um hjálp. Við megum leita til vina hans,
sem ekki munu þagga niður í okkur heldur hjálpa eftir
beztu getu, hlusta, gefa þau ráð sem þau geta og biðja
fyrir okkur og með okkur. Leitum til Jesú. Við fáum þá
líka að heyra þessi orð: Trú þín hefur bjargað þér.
Biðjum með fólki
um víða veröld
Aðgreind félög karla og
kvenna eiga misjafnlega upp
á pallborðið hjá ýmsum.
Samt eru þau til og þótt sum
félög sameinist verða líka til
ný kvenfélög — ný félög
karla.
Okkur kann að vera það
spurning hvers vegna þau
kristnu kvenna- og karlafé-
lög, sem við þekkjum, halda
áfram að starfa aðskilin,
hvers vegna eru konur ekki í
Gídeonfélaginu heldur starfa
í sérstöku félagi eiginkvenna
Gídeonmanna, hvers vegna
starfar KFUK fyrir sig og
KFUM fyrir sig, hvers vegna
starfa kvenfélög í kirkjunum
og önnur félög, bræðrafélög,
fyrir karla?
Hvað sem þessum vanga-
veltum líður get ég, sem
þessar línur skrifa, ekki neit-
að því, og kæri mig hreint
ekkert um það, að dável hef
ég skemmt mér fyrr og síðar
í kvenfélögum og þótt veru-
lega notalegt þegar mér hef-
ur verið boðið í heimsóknir
til karlafélaga.
Ég er að skrifa, kæri les-
andi, þessar vangaveltur,
vegna þess að á föstudaginn
kemur er Alþjóðlegur bæna-
dagur kvenna. Svo er nú
reyndar mál vaxið að þótt sá
dagur sé enn dagur kvenna
og öflug kvennahreyfing um
heiminn allan starfi undir
merki hans, þá hefur nafni
hans sums staðar verið
breytt. Sums staðar heitir
hann núna bara Alþjóðlegur
bænadagur.
Samt eru það konur, sem
halda hann og annast hann,
annast af áhuga og miklum
kærleika um það að þau, sem
taka þátt í honum, fái að vita
um hin, sem líka hittast til
að biðja og syngja og heyra
Orð Drottins á þessum degi.
A föstudaginn þegar þú
vaknar hér norður undir pól
færðu að bætast í hóp
kvenna — og karla — sem
hafa byrjað bænir sínar þeg-
ar dagurinn vakti þau hvert í
sínu landi. Og þegar þeirra
dagur er liðinn og þau eru
stofnuð stendur þín bæna-
vakt enn yfir.