Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 27 Kristján Möller, íþróttafulltriíi Siglufjaröar, í skaröinu. Eins og sjá má hrjáir snjóleysi Siglfiröinga um þessar mundir. löngum haft orð á sér fyrir að vera hlynntari norrænum greinum en þeim sem við alpa eru kenndar og sagði Kristján til eldgamla skýr- ingu á því hvers vegna svo væri. „Siglfirðingar áttu toppmenn í þessum greinum hér áður, og því var meira um það hér. Þess má til gamans geta að nú eru rétt 20 ár síðan Siglfirðingar unnu alla íslandsmeistaratitla á Landsmót- inu. Nú þykjumst við aftur vera orðnir góðir í göngunni og í alpa- greinunum eigum við keppendur sem láta æ meira að sér kveða." Kristján sagði að nokkur lægð hefði komið í skíðastarfið í kring- um 1965—1970, en þá hefði það ver- ið aðstaðan sem ekki var fyrir hendi. „1968 fengum við varanlega skíðalyftu — nokkuð seinna en flestir aðrir — og eftir það lifnaði starfið á ný. Aðstaðan verður að vera góð — hún er ein af forsend- um þess að árangur náist. Hér áður fyrr þótti t.d. sjálfsagt að fólk labbaði með skíðin sín upp brekk- urnar og renndi sér svo niður aftur. Það var allt í lagi þegar allir aðrir gerðu það, en við verðum að fylgj- ast með og byggja upp — annars drögumst við aftur úr.“ Kristján sagði ennfremur að sú aðstaða sem nú væri fyrir hendi þjónaði ekki einungis Siglfirðing- um heldur hópum sem sæktu í bæ- inn. „Þegar búnings- og baðaðstað- an verður tilbúin í íþróttamiðstöð- inni teljum við okkur geta boðið hverjum sem er upp á það sem við höfum. Nokkuð mikið hefur verið um það að skóla- og vinnuhópar hafi sótt hingað — hópar frá Reykjavík, Garðabæ og Laugar- vatni svo eitthvað sé nefnt, og þeg- ar aðstaðan í íþróttamiðstöðinni verður fullkláruð getum við farið að snúa okkur meira að almenningi — bjóða upp á ferðir hingað. Eg tala nú ekki um ef einhver aðstaða yrði komin upp í Skarðinu. Ég vil meina að það sé besta skíðasvæði landsins," sagði Kristján. — SH EINKASAMKVÆMI Stórar veislur jafnt sem smáar. Sama hvert tilefnið er, brúðkaup, afmæli, fermingar, próflok, Amarhóll annar öllu._ ARNARHÓLL BÝÐUR ÁÐSTÖÐU FYRIR: Stærri samkvæmi (allt að 100 manna matarveislur og 200 manna hanastél til kl. 18.00) hádegi laugardaga og sunnudaga. Gestír utan af landi - Ópera-Leikhús ___________________ Amarhóll tekur á móti hóppöntunum óperu- og Ieikhúsgesta utan af landi. Auk hínnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og fjölbreyttum matseðli hafa aflað veitingahúsinu svo mikílla vinsælda, eykur Arnarhóll enn við umsvif sín. Við hinn almenna veítingarekstur hefur berlega komið í ljós að margir afviðskiptavínum Amarhóls hafa brýna þörf fVrir aðstöðu til lokaðra funda og samkvæma. Til þess að koma til móts við þessar þarfir gesta sinna hafa aðstandendur Amarhóls ákveðið að veita þessa þjónustu og eins og alltaf þegar Arnarhóll er annars vegar situr fjölbreytnin í fyrirrúmi. Að aflokinni hagræðingu á salarkynnum veitingastaðarins getur AmarhóII nú boðið fjölbreyttum hópi viðskiptavina sinna margvíslega þjónustu. KLÚBBAR FÉLAGASAMTÖK FYRIRTÆKI Amarhóll býður ykkur aðstöðu til fastra hádegisverðafunda jafnt sem einstakra og einnig einkasamkvæma. ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR- Smærri hópa (frá 10 manns) hádegi og kvöld alla virka dagaíí konfakssal). Aukín og aðstoða heimamenn við stað- setningu á framtíðarstökksvæði bæjarbúa. Besti staðurinn þótti í Skútudal, nálægt þeim stað sem Skútufell stóð á. Árið eftir voru hannaðar og teiknaðar tvær stökkbrautir á þessu svæði, önnur 40 metra og hin 55 metra. Framkvæmdir hófust ekki fyrr en í ágúst 1980 og var þá rutt fyrir minni brautinni. Á Skíðamóti Is- lands 1981 var brautin notuð í fyrsta skipti og lengsta stökk í henni til þessa á Valur Hilmarsson, 49 metra. 400 m skíðalyfta er sett við hlið- ina á stökkbrautunum og eykur hún notagildi brautarinnar geysimikið. Dæmi eru um að stökkvarar hafi komið eftir vinnu og stokkið tíu til fimmtán stökk á einni til einni og hálfri klukkustund. Ymis svæði í firðinum eru góð frá náttúrunnar hendi og eru þau alltaf notuð annað slagið, t.d. í Hvanneyr- arskála og á Steinaflötum. Kristján Möller sagði i spjalli við Mbl. að Siglfirðingar bindu miklar vonir við brautina við Hól og það yrði aðalbraut þeirra í næstu fram- tíð. Sú sem keppt var í á Landsmót- inu 1981 yrði þá ekki notuð fyrr en seinna, enda enginn stökkvari hér á landi sem þyrfti svo stóran pall nú, en í framtíðinni yrði hann senni- lega notaður. Það yrði væntanlega hægt að stökkva allt að 80 metra. Skíðalyftur I Hólshyrnu vestanverðri, um 400 m frá íþróttamiðstöðinni, er „alpa- skíðaland" Siglfirðinga. 1976 var sett umm 550 metra togbraut af Doppelmayer-gerð og flytur hún 415 manns á klst. Fyrir ofan er önn- ur, um 300 m löng. Þá eru á svæðinu færanlegar lyftur. Við lyfturnar hefur verið byggður 80 m2 skáli á tveimur hæðum. Þar er stjórnbúnaður fyrir lyftur og ljós, svo og veitingar og „almenn- ingur“. Einnig er þar aðstaða fyrir stjórnendur skíðamóta, tímatöku og þess háttar, svo og geymslur. Á svæðinu er mjög góð lýsing — sem nær yfir um 600 m svæði. Gjör- breyttist aðstaða fólks við tilkomu ljósanna 6, sem komu í fyrra — og er nú opið til kl. tíu á kvöldin. Prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26—27. febrúar Rannveig Tryggvadóttir • Kjósum þjóðinni frelsi og fjárhagslegt sjálfstæði. • Kjölfestan er heimilin. • Kjósum Rannveigu á alþingi. Skrifstofa Rannveigar er í Aðalstræti 4, uppi. Símar 16396 og 17366. Opið kl. 1—7 um helgina. Stuðningsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.