Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
41
farin að þrá og líkamskraftarnir
að þrotum komnir.
Jóhanna Guðný Pálsdóttir var
fædd á Kirkjubóli, Korpudal á ön-
undarfirði, 14. september 1892,
dóttir hjónanna Skúlínu Hlífar
Stefánsdóttur og Páls Rósin-
kranssonar er þar bjuggu. Jó-
hanna var önnur í röðinni í stór-
um systkinahópi. Það hefur því oft
verið þörf fyrir að rétta hendi til
við heimilisstörfin, bæði innan
dyra og utan.
Jóhanna fór ung að heiman til
að vinna fyrir sér. Hún giftist Jóni
Brynjólfssyni, önfirskrar ættar.
Hann stundaði sjóinn mestan
hluta ævi sinnar. Þau bjuggu í
Reykjavík sín fyrstu búskaparár,
fluttu síðan til Flateyrar, byggðu
þar hús og bjuggu þar í 7 ár. Síðan
flytja þau aftur til Reykjavíkur.
Jón lézt fyrir tæpum þremur ár-
um.
Það voru bæði mér og fjölskyldu
minni kærkomnir gestir þegar Jó-
hanna og fjölskylda kom í heim-
sókn í sveitina. Hún elskaði sveit-
ina sína og þegar blessuð berin,
eins og hún orðaði það, voru orðin
nógu sprottin, þá kom hún í berja-
mó og oftast fengum við börnin að
fara með. Jóhanna átti líka marg-
ar ferðirnar á grasafjall og hún
naut þeirra stunda sem hún gat
verið í sveitakyrrðinni.
Jóhanna og Jón tóku fóstur-
barn, kornunga stúlku sem heitir
Anna Guðrún. Þau reyndust henni
sannir foreldrar. Hún hefur líka
endurgoldið þeim ástúð þeirra og
umhyggju ríkulega og annast þau
af svo mikilli ástúð og nærgætni
að öðrum mætti vera það til eftir-
breytni. Anna er gift Georg
Scheving. Þau eiga þrjú börn og
eitt barnabarn. Georg hefur einn-
ig reynst tengdamóður sinni sér-
staklega vel, einnig dótturbörnin.
Ég á Jóhönnu og hennar fjöl-
skyldu margt að þakka. í fyrsta
sinn sem ég dvaldi vetrarlangt að
heiman, var ég í fæði hjá þeim og
alla tíð var ég heimagangur á
þeirra heimili.
Jóhanna var hógvær kona og
einstaklega hlýtt viðmót hennar
ásamt bjargfastri trú á góðan Guð
eru eftirminnilegir eiginleikar hjá
henni. Jóhönnu var bænin líf og
styrkur sem hún veitti öðrum svo
ríkulega af.
Að leiðarlokum viljum við móð-
ir mín og fjölskylda mín þakka
henni af alhug alla þá hjálp og
fórnfýsi sem hún hefur sýnt okkur
og biðjum góðan Guð að launa
henni og leiða um ókunnar slóðir.
Skúlína S. Stefánsdóttir
Reiðskóli
fyrir börn á aldrinum 8—14 ára tekur til starfa 1. marz.
Kennari veröur Hrönn Jónsdóttir.
Innritun veröur mánudag 28. febrúar og þriöjudaginn 1.
marz kl. 14—18 í síma 33679.
Hestamannafélagið Fákur.
RÍKISÚTVARPIÐ - SJÓNVARP
gengst fyrír söngkeppni í
Sjónvarpssal 23.-25. mars og
30. apríl nk.
Keppt verður í Ijóða- og aríusöng.
Til keppninnar er boðið söngvurum,
konum og körlum, á aldrinum 18-35 ára.
Aðalverðlaun eru boð til þátttöku í
alþjóðakeppni ungra söngvara, sem
breska sjónvarpið BBC heldur næsta sumar.
Umsóknareyðublöð og keppnisreglur fást hjá
Sjónvarpinu, Laugaveg 176, Reykjavík,
og þurfa umsóknir um þátttöku að hafa borist
þangað fyrir 15. mars.
Með drifi á öllum hjólum!
XAWAT A UMBOÐIÐ
■ 1 (II #% NÝBÝLAVEGI8
■ KÓPAVOGI
P. SAMÚELSSON & CO. HF. SÍMI 44144