Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 48
^skriftar- síminn er 830 33 munið trúlofunarhringa litmvndalistann fffl) <§ull Sc á>iUttr Laugavegi 35 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 Air India samn- ingnum sagt upp Gæti þýtt uppsagnir flugliða næsta haust FLUGLEIÐIR hafa sagt upp hinum svokallaða „Air India“-samningi, en samkvæmt honum hefur félagiö mannað tvær DC-8-þotur bandaríska flugfé- lagsins Flying Tigers, fyrir Indverja. Að meðaltali hafa 12 áhafnir fé- lagsins sinnt þessu verkefni, eða 36 flugliðar, flugmenn og flugvél- stjórar. Síðan gerðist það, að Cargolux var fengið til að manna aðra vélina frá 1. febrúar sl., þannig að Flugleiðir hafa verið með 8 áhafnir, eða 24 flugliða, í störfum undanfarnar vikur. Samningnum hefur undanfarna mánuði aðeins verið framlengd í mánuð í senn, sem hefur skapað mikla óvissu í rekstri Flugleiða, m.a. varðandi niðurröðun áhafna. Flugleiðir höfðu síðan gert' ráð fyrir að geta leigt inn erlenda flugmenn í verkefnið næsta sumar, þegar mest er að gera hjá félaginu í áætlunarfluginu. Þessu höfnuðu Indverjar og gerðu kröfu um, að Flugleiðir þjálfuðu ein- faldlega fleiri menn til starfans. Slík þjálfun heföi raskað mjög allri starfsemi Flugleiða, auk þess að vera mjög dýr, þannig að endir- inn varð sá, að Flugleiðir sögðu samningnum upp frá 1. marz nk. Áhrif verkefnamissisins fyrir Flugleiðir nú verða ekki tilfinn- anleg fyrr en að jokinni sumaF- vertíð, en þá gæti komið til upp- sagna flugliða, ef ekki verður hægt að finna ný verkefni. Laxveiðin sumarið 1982: 35% lakari en meðaltal 10 ára LAXVEIÐIN sumarið 1982 var 35% lakari en árlcgt meðaltal 10 ára þar á undan og 21% lakari, ef borið er sam- an við meðaltal 20 ára þar á undan. Heildarveiðin í fyrra var 41.118 laxar, en heildarþungi er 146.835 kíló, þannig að meðalþunginn var um 3,6 kíló, eða rúm 7 pund. Þetta var þriðja árið sem laxveiðin var í lægð og var aflinn nú minnstur, ef borið er saman við tvö árin á undan, en þá minnkaði veiðin verulega, að því er fram kemur í skýrslu frá Veiðimálastofnun. Þrátt fyrir minnkandi veiði var árið 1S82 hið 13. í röð bestu veiði- ára hér á landi og ef aflinn er bor- inn saman við árlegt meðaltal ár- anna 1965-1970, þá var veiðin mun betri í fyrra en þá var. Hlutur stangveiði i heildaraflanum var um 60% og því svipaður og tvö undan- farin ár. Hlutur netaveiði var 27%, en hafbeitarstöðva 13% af aflanum og er það hæsta hlutfall sem þessi starfsemi hefur náð í heildaraflan- góð og vel yfir meðaltali síðustu 20 ára, en þar veiddust 1.600 laxar. Á vatnasvæði Hvítár í Borgarfirði veiddust 8.045 laxar, þar af veidd- ust 3.341 lax í net en 4.704 í stöng. Á vatnasvæði Ölfusár-Hvítár veiddust 6.945 laxar, þar af fengust 5.350 í net, en 1.595 á stöng. Sjá „Laxveiði á stöng 1975-1982“ á bls. 83. Um hádegisbil í gær gerði allt í einu slyddu. f slíku veðri er gott að vera vel búinn. Þessi litli borgari virtist tilbúinn að mæta hvaða veðri sem var og lét því ekki snjóflygsurnar neitt á sig fá. MorgunbiaðiA/ KÖK Steingrímur Hermannsson: Fernt slasastí bílveltu við Eski- fjörð EMkifirdi, 26. febrúar. í GÆRKVÖLDI fór fólksbif- reið út af veginum innan við Eskifjörð. Fernt var í bílnum og slasaðist fólkið allt, en ekki lífshættulega. Var það flutt í sjúkrahúsið í Neskaupstað. Bifreiðin hefur verið á mik- illi ferð og eru um 70 til 80 metrar þaðan, sem hún fór út af veginum, og þangað sem hún liggur nú. Bifreiðin, sem er nýleg BMW, sýnist gjör- ónýt og má teljast kraftaverk að fólk skuli sleppa lífs úr svona ferðalagi og ekki er ólíklegt, að það hafi bjargað lífi þeirra, sem frammí voru, að þau voru ekki í bílbeltum og köstuðust út úr bílnum, því þak bílsins er alveg klesst niður að framan. — Ævar. Ólíklegt að Long John Silver hefði hætt kaupum á okkar fiski „ÉG HELD AÐ það hafi aldrei verið hægt að útiloka þá hættu, að | einhver fyrirtæki í Bandaríkjunum hættu að kaupa af okkur fisk, hefðum við mótmælt hvalveiðibanninu. Hins vegar held ég að það | hefði verið allt annað fyrir Long John Silver að hætta að kaupa af okkur en Norðmönnum. Við erum miklu stærri aðili hjá þeim en Norðmenn," sagði sjávarútvegsráðherra, Steingrímur Hermanns- son, er Morgunblaðið innti hann álits á stöðu fisksölumála í Banda- ríkjunum í kjölfar riftunar LJS á samningi sínum við norska fyrir- tækið Frionor. um. Þó laxveiðin hafi verið lakari í fyrra en árin 1981 og 1980, þá var veiðin betri en þá í tólf ám á Vest- urlandi og einnig gáfu nokkrar ár annarsstaðar á landinu betri veiði veiði en 1981 og 1980. Hins vegar var veiðin á Norðaustur- og Aust- urlandi lökust. Þá var netaveiðin í Hvítá í Borgarfirði og á Ölfusár- Hvítársvæðinu minni en mörg und- anfarin ár. Heildarverði á þessum vatnasvæðum var 40% minni en meðaltal 10 ára fyrir árið 1982. Hins vegar var netaveiðin í Þjórsá „Þá vaknar einnig sú spurn- ing hvert þeir sneru sér, hættu þeir að kaupa af okkur, þeir verða auðvitað að fá fisk. Staða okkar er því mun sterkari en Norðmanna, en ég get að sjálfsögðu ekkert um það sagt, til hvaða ráða Long John Silver hefði gripið, hefð- Frá og með 1. mars nk. kostar mánaðaráskrift Morgunblaðsins kr. 180,- og í lausasölu kr. 15,- eintakið. Grunnverð auglýsinga verður frá og með sama tíma kr. 108,- pr. dálksentimetra. I um við mótmælt, en ég tel ólíklegt að þeir hefðu treyst I sér til að hætta að kaupa af okkur. Þessi tíðindi ættu að styrkja stöðu okkar á Bandaríkja- markaðinum, en það er bara ekki nóg, því okkur vantar fisk. Það er skortur á fiski hjá íslenzku fyrirtækjunum vestra og því gætu þau varla annað aukinni eftirspurn kæmi hún til,“ sagði Steingrímur. Victor Borge í Þjódleikhúsinu? „ÞAÐ ER ekki alveg fullfrágengið, en nú virðast allar horfur á því að svo geti orðið," sagði Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri er hann var inntur eftir því hvort danski grínistinn Vict- or Borge væri um það bil að koma hingað til lands í boði Pjóðleikhúss- ins. „Það hefur staðið til í ein tvö ár að hann kæmi og horfur eru góðar á að hann komi hingað í maí í vor, en það er ekki alveg komið á hreint. Hann hefur lýst áhuga sín- um og það er unnið að þessu máli,“ sagði Sveinn. Að sögn Sveins Einarssonar mun Victor Borge halda eina skemmtun í Þjóðleikhúsinu ef af komu hans verður. Victor Borge Vísindastöð á Vatnajökli Borað eftir orku í sumar í SUMAR er áformað að bora eftir gufu á Grímsfjalli á miðjum Vatna- jökli, í þeim tilgangi að fá orku fyrir sendi, sem þar hefur verið komið upp ofan á fjögurra metra háum turni. En þetta er visir að rann- sóknastöð þarna á jöklinum ofan á mesta jarðhitasvæði á íslandi og lík- lega á jörðinni. Var mastrið reist sumarið 1981 og í fyrrasumar komust á stöðug- ar upplýsingasendingar til vísindamanna þarna ofan úr 1725 metra hæð á jöklinum.Voru þær skráðar á síritandi mæla í Skafta- felli. Voru stöðugar sendingar til byggða frá júlí til september, þeg- ar gufuorkan brást. Og því er nú ætlunin að bora eftir öruggum orkugjafa. En á meðan sendingar voru reglulegar, hafði komið í ljós að mjög líflegt var þarna á og undir jökiinum, jarðskjálftar tíð- ir, og mældir jökulbrestir og snjóflóð. Minna má á að undir Vatnajökli eru eldfjöll, þaðan kom Skeiðarárhlaupin og hugsa má til nýtingar á þessu mikla jarðhita- svæði. Það eru prófessorarnir Þorbjörn Sigurgeirsson og Sveinbjörn Björnsson sem standa fyrir þess- um aðgerðum, auk Eggerts Briem, sem kostar borunina og er viðtal við þá þrjá á bls. 46—47 í blaðinu í dag um hvað þarna er um að ræða. Bor frá Jarðhitadeild verður flutt- ur upp eftir með vorleiðangri Jöklarannsóknafélagsins í júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.