Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 37 Seiðaslepping í Miðfjarðará virðist hafa tekizt vel Sladarhakka, 20. febrúar. SÁ HÁTTUR hefur verið hafður á hjá Veiðifélagi Miðfírðinga að félag- ið annast beint útleigu á veiðileyfum til einstaklinga. Nú hefur útleigu- „Anægður með þessa skipan“ — segir Hannes Bald- vinsson sem færður var úr 2. sæti í það 4. á lista Alþýðubanda- lagsins í Norður- landskjördæmi vestra „Ástæðan fyrir því að ég er í fjórða sæti á framboðslista Al- þýðubandalagsins í Norður- landskjördæmi vestra við næstu kosningar er ákaflega eðlileg samvinna okkar í kjördæminu,“ sagði Hannes Baldvinsson fram- kvæmdastjóri á Siglufirði er hann var spurður hvað ylli því að hann væri nú í fjórða sæti á lista Alþýðubandalagsins nyrðra. Hannes hefur við undanfarnar kosningar skipað annað sæti list- ans og oft setið á þingi í fjarveru Ragnars Arnalds. „Ég er ekki óánægður með þessa ráðstöfun, síður en svo, ég er mjög ánægður með þessa skipan. Mér finnst listinn vera mjög vel skipaður svona," sagði Hannes. Hannes sagði að alþýðu- bandalagsmenn í Vestur- Húnavatnssýslu hefðu á kjör- dæmisþingi í haust óskað eftir því að þeir fengju að setja mann í annað sætið. Hann sagði að hér væri ekki um að ræða aðferðir til að koma í veg fyrir hugsanlegan klofning í kjördæminu eins og komið hefði upp hjá framsóknar- mönnum. „Þetta var ákveðið áður en vitað var um óánægju hjá framsókn," sagði Hannes. Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra skipar efsta sæti lista Alþýðubandalagsins. í öðru sæti er Þórður Skúlason sveitarstjóri á Hvammstanga, í þriðja sæti Ingibjörg Hafstað Vík í Skagafirði og Hannes í fjórða. resid af meginþorra þjóóarinnar daglega! J$1 orjpmMííifoi nefndin samið verðskrá fyrir næsta sumar, sem send er væntanlegum viðskiptavinum, ásamt nokkrum upplýsingum um ána og framtíðar- horfur. Þar segir meðal annars: „Síðastliðið sumar veiddust í Miðfjarðará um 930 laxar. Er þetta miklu minni veiði en verið hefur undanfarin ár. Veiðifélagið hefur brugðist við þessum vanda með framkvæmdum á sviði fiski- ræktar, m.a. hefur félagið byggt fiskeldisstöð í samvinnu við önnur veiðifélög í Norðurlandskjördæmi eystra að Hólum í Hjaltadal, Hólalax hf. Klaklax hefur verið tekinn úr Miðfjarðará og hrognin klakin og alin í Hólalaxstöðinni. Fyrstu seiðum af Miðfjarðarár- stofni var sleppt í ána fyrir ofan ólaxgengna fossa sumarið 1981. Voru það alls 50.000 sumaralin seiði. A síðastl. sumri var sleppt 25.000 gönguseiðum úr búrum, en þau höfðu verið á fóðrum í ánni í um það bil einn mánuð fyrir slepp- ingu. Einnig var sleppt á síðastl. sumri 25.000 seiðum fyrir ofan ólaxgengna fossa. Með þessum framkvæmdum hafa starfsmenn Veiðimálastofnunar fylgst og gef- ið góð ráð. Einnig hafa þeir gert könnun á árangri af seiðaslepp- ingu í Miðfjarðará og er niður- staðan sú, að í heild hafi þær tek- ist vel. Áðurnefndar og áfram- haldandi framkvæmdir gefa vonir um að í framtíðinni þurfi við- skiptamenn Veiðifélags Mið- firðinga ekki að þola stórar sveifl- ur í veiði, en jöfn og góð veiði er sameiginlegt áhugamál allra þeirra er um veiðimál fjalla. Af þeim 25.000 gönguseiðum sem sleppt var í sumar voru ca. 5.000 merkt með örmerkjum. Mjög er mikilsvert að góð samvinna takist við veiðimenn sem veiða merkta fiska að þeir gefi starfsmönnum Veiðifélags Miðfirðinga kost á að taka kjarna úr trjónu laxins þar sem merkið er falið. Þeir iaxar sem bera örmerki í trjónu eru merktir með veiðiuggaklippingu." Við þetta má svo bæta, að veiði- tíminn byrjar á þessu vöri 20. júní og stendur til 3. sept. Verð á stöng er kr. 2.300 pr. dag til að byrja með, en fer svo hækkandi fram til 10. ágúst en lækkar aftur úr því og er kr. 1.700 síðast. Þeir sem óska eftir frekari upp- lýsingum eða að fá veiðileyfi skulu snúa sér til Böðvars Sigvaldason- ar, Barði, V-Hún. Sími 95-1932. Benedikt KJORSEÐILL < prófkjbrl Sjilfstæðlsflokksins i fíeykjansskjbrdmmi 26.-27. I TOIuMt|tt hér NAFN STAOA HEIMIU^/1^ Alb«rt K. Sanders bæjarstjóri Hraun^vógi 19. Hjiróvlk Bragi Michaelsson framkvaemdastjóri BW^Ígrun^aóTKópavogi Ellert Elrlksson sveitarstjóri Melþríut 3, Geróahreppi Gunnar G Schram prófessor yS /^rostaskjóli 5. Reykjavfk Krlstiana Milla Thorsteinsson vlóskiptafrpedmgur Haukanesi 28. Garóabœ Matthlas A. Mathiesen a l þlptffsm aó uy' Hringbraut 59. Hafnarfirói ólafur G. Einarsson Stekkjarflöt 14. Garóabae Rannveig Tryggvadóttir keprfari Vallarbraut 20, Seltjarnamesi Salome ÞorkelsdóJMt / alþingismaður Reykjahlló, Mosfellssveit SlgurgeirSkHífósson baejarstjóri Mióbraut 29. Seltjarnarnesi Cfósa skpfs frambjóöendur, hvorkl flolrl né taarrl, ■'meó þvl^m tölusetja /þelrrl röö sem óskaó er aó þfitfskipi framboóslistann. örseóill merktur flelrl eóa faarrl nöfnum en 5 ar óglldur. Sýnishorn af prófkjörsseðli í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi. Númera skal framan við nöfn frambjóðenda með tölustöfunum 1—5, hvorki má númera við fleiri eða færri, þá er seðillinn ógildur. Sjálfstæöismenn í Reykjanesi: Prófkjörinu lýkur í dag PRÓFKJÖRI Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi lýkur í dag, sunnudag, en kosið er frá kl. 10 til 20. Kjörstaðir hafa verið auglýstir. Atkvæðisrétt í prófkjörinu hafa allir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem búsettir eru í Reykjaneskjördæmi og kosninga- rétt munu hafa þar í alþingiskosn- ingunum svo og hafa atkvæðisrétt þeir félagsmenn sjálfstæðisfélag- anna, sem náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana og búsettir eru í kjördæminu. sólina á Kanarí Kanaríeyjafarþegar okkar þurfa ekki að hafa áhyggjur af þungum töskum, úttroðnum af regnkápum, kuldaúlpum og öðrum hlífðarfatnaði, því við fljúgum beint í sólina á Kanarí. Það er allt klárt á Kanarí. Það er búið að snurfusa her- bergin, bóna dansgólfin, pússa glösin og semja við veðurguðina. íslendingarnir á Kanarí hafa látið mjög vel af gististöðunum okkar og í ár höfum við enn bætt við 3 glæsilegum stöðum. íbúar Kanaríeyja kunna að taka á móti gestum og vita hvað þarf til þess að gera vetrarfríið að samfelldri sumarhátíð: Endalausar sólarstrendur, skemmtistaðir, golf- og tennis- vellir, matstaðir, diskótek, næturklúbbar, kappaksturs- braut og síðast en ekki síst, þægilegt viðmót. töskoR' fB4ar- gSS" prtJkf. feeflS efT,p Fararstjórarnir okkar á Kanarí- eyjum, þær Auður og María þekkja eyjuna eins og lófann á sér enda hafa þær að baki margra ára reynslu af störfum þar niður frá. Svo vita allir um skrifstofuna okkar á besta stað á Broncémar. Síðustu brottfarir: 9. marz 30. marz 20. apríl Allar ferðir eru 3ja vikna langar - á Kanarí Verð frá 17.347. krónum. Sjáumst í sólinni. URVAL ÚTSTTN Samvinnuferðir-Landsýn FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.