Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 Þegar rokktónlistin kom fram á sjónarsviðið á sjötta áratugnum voru margir sem spáðu því að hér væri aðeins um tískufyrirbrigði að ræða sem myndi hverfa áður en varði, enda væri þessi tónlist „að- eins fyrir unglinga". Þessi spá reyndist ekki rétt því rokktónlist- in hefur haldið velli, — hefur að vísu breyst og þróast með árunum, en grunnurinn er þó alltaf hinn sami. Gamla rokktónlistin frá fyrstu árunum nýtur enn mikilla vinsælda og þeir sem voru ungl- ingar á bernskuárum rokksins taka þessa tónlist fram yfir aðrar tegundir danstónlistar. Þetta fólk á nú margt orðið börn, sem eru á svipuðu reki og þau voru sjálf þeg- ar rokkið kom fyrst, og til gamans má geta þess, að einn söngvaranna sem kemur fram á rokkhátíðinni í Broadway, Berti Möller, er faðir núverandi fegurðardrottningar fs- lands. En þótt þetta fólk sé ekki lengur neinir unglingar ólgar rokkið þó enn í blóðinu og það var greinilegt á æfingunni að það hefur engu gleymt frá því í gamla daga. Gamli rokkandinn sveif yfir vötn- um og var ekki að sjá að þarna væru margir sem hafa ekki komið fram opinberlega í mörg herrans ár, þótt sumir hafi verið viðloð- andi bransann í gegnum árin. Þetta styður þá kenningu, sem einhver varpaði fram: „Eitt sinn rokkari ávallt rokkari" og er ekki að efa, að það verður glatt á hjalla á rokkhátíðinni í Broadway, föstu- daginn 4. mars nk. Blaðamaður Morgunblaðsins tók söngvarana tali á æfingunni og rifjaði upp fer- il þeirra í stuttu máli og hér koma glefsur úr þeirri upprifjun: Berti Möller: — „Ég var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Plútó, sem seinna breyttist í Lúdó, en við vorum bara fjórir í upphafi. Síðan kom Stebbi og tók að sér sönginn og einnig bættist við Gunnar Kvaran cellóleikari. Úr Plútó fór ég í Diskó og svo Falcon og Sextett Berta Möller og hljomsveit Árna Elfar, en mér fannst hvergi eins gaman og í þeirri hljómsveit. Síðan var það svo hljómsveit Svavars Gests, sem var sú þekktasta af þessum hljómsveitum enda kom þá til plötugerð og fleira. Ég tók svo aft- ur upp þráðinn með Lúdó löngu seinna, fyrir nokkrum árum þegar við spiluðum í Átthagasalnum á Hótel Sögu.“ Þorsteinn Eggertsson: — „Ég byrjaði á Laugarvatni, í skóla- hljómsveitinni 1958. Svo gerðist það að KK efndi til söngvara- keppni 1960 og ég vann í þeirri keppni. Síðan söng ég með KK um tíma en fór svo til náms í Dan- mörku. Þar hitti ég Hauk Morth- ens og hann kom mér á framfæri sem skemmtikrafti undir nafninu „Stonie, den islanske Elvis". Eftir að ég kom heim fór ég svo að koma fram sem skemmtikraftur, mest með Elvis-númer og einnig Bítla- lög, en í rauninni var ég alltaf hrifnari af þeim. En mér hefur aldrei tekist að þvo Elvis af mér og hef því mest verið með Presley-lög þegar ég hef komið fram.“ Sigurður Johnie: — „Ég var á árshátíð Vesturbæjarskólans í gamla Sjálfstæðishúsinu þegar ég kom fyrst fram opinberlega. Þá var Björn R. Einarsson með hljómsveit þar, en þetta var árið 1955. Eftir það var ég með Age Lorange, Jose Riba og Andrési Ingólfssyni, en þessar hljómsveitir spiluðu svona alhliða dægurlög, svona „standarda" þannig að ég byrjaði í þessum „bransa" sem dægurlagasöngvari, en ekki rokk- söngvari. Fyrsta rokkhljómsveitin sem ég fór í var „Fimm í fullu fjöri“ en það var eftir að Beggi hætti. Svo var það KK um tíma og City sextett og svo aragrúi hljómsveita sem ég man varla lengur hvað hétu. Ég var um tíma með eigin hijómsveit suður á Velli en endaði svo í gömlu dönsunum í Breiðfirðingabúð. Síðan hætti ég alveg nema að ég kom einu sinni fram í Austur-Þýskalandi með Það eru oft miklar sviptingar á dans gólfinu þegar rokkað er upp á gamla mátann. mm aftur á sjötta áratuginn — Litið inn á æfingu hjá gömlum rokkstjörnum Einhverju sinni átti Siguröur Johnie að koma fram á hljómleikum og haföi hann ákveðið að byrja á laginu „Danny Boy“. Hann kunni hins vegar ekki textann, en skrifaði hann á blað sem hann lagði fremst á sviðið, rétt innan við tjaldið áður en dregið var frá. Hljómsveitin byrjaði síðan að leika lagið og tjaldið var dregið frá en þá vildi ekki betur til en svo að textablaöið fór meö tjaldinu út af sviðinu og Sigurður greip því í tómt þegar hann kom inn á sviðið. Kappinn dó ekki ráðalaus heldur samdi nýjan texta við lagið um leið og hann söng og var það mál manna að hann hefði aldrei sungið með meiri tilfinningu en einmitt þá. — Þannig var ein sagan sem rifjaðist upp þegar rokksöngvarar frá sjötta áratugnum komu saman á æfingu nú í vikunni, en um næstu helgi munu þessar gömlu rokkstjörnur koma fram á rokkhátíð í Broadway. Söngvararnir sem koma fram á hátíðinni eru: Anna Vilhjálms, Astrid Jensdóttir, Berti Möller, Einar Júlíusson, Garðar Guðmundsson, Guðbergur Auðunsson, Harald G. Haralds, Mjöll Hólm, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Johnie, Stefán Jónsson og Þorsteinn Eggertsson. Segja má að þessi hópur skipi „landsliðið í rokkinu frá þessum árum“, eins og Björgvin Halldórsson orðaði það, en hljómsveit hans mun annast undirleikinn ásamt saxófónleikurunum Rúnari Georgssyni og Þorleifi Gíslasyni, en þeir tveir hófu einmitt feril sinn í bransanum á þessum árum og léku lengst af með Lúdó sextett. hljómsveit Max Greger. Ég var þá á Kötlunni og það atvikaðist ein- hvern veginn þannig, að ég var fenginn til að koma fram á þess- um hljómleikum. Ég tók „Bluberri Hill“ eins og Louis og gerði óskaplega lukku. Það var mjög gaman af þessu öllu saman ..." Astrid Jensdóttir: — „Ég byrjaði með City sextett og Sigurði John- ie. Á þessum tíma voru öll böll fyrir ungdóminn á milli klukkan 3 og 5 í Alþýðuhúskjallaranum og ég var stödd á einu slíku balli þeg- ar Sigurður stoppaði syrpuna í öðru lagi og sagðist hafa heyrt um unga söngkonu í salnum, og átti þá við mig. Það varð ekki undan því komist að fara upp á sviðið enda var ég óspart hvött af vinum og kunningjum. Þetta varð til þess að ég fór að syngja með hljóm- sveitinni, en ég var þá aðeins fimmtán ára gömul. Síðan hélt ég áfram með City sextett og við spil- uðum aðallega á Vellinum og síð- an kom Orion sextett sem einnig var á vegum Sigurðar Johnie. En það sem er kannski einna minn- isstæðast úr þessum bransa eru hljómleikarnir þar sem ég var fyrst kynnt sem söngkona. í þá daga voru allir söngvarar sér- staklega kynntir á hljómleikum áður en þeir voru taldir góðir og gildir í bransanum. Ég var kynnt á hljómleikum í Austurbæjarbíói og ég man að ég var mjög upp með mér því ég fékk tvo boðsmiða og bauð vinkonu minni Diönu Magn- úsdóttur, fyrrverandi söngkonu sem nú er búsett erlendis, og einn- ig kunningja mínum sem átti af- mæli þennan dag. Það er sennileg þessvegna sem ég man alltaf af- mælisdaginn hans, en þetta var 6. apríl. Ég var alveg ákveðin í að standa mig vel og eins og aðrar ungar dömur var ég nýbúinn að fá mér þessa fínu skó með „tipp- topp“ hælum og mjórri tá. En í angist minni þegar ég var kynnt þá varð mér á að reka tána á fínu skónum í, svo að það lá við að ég kæmi á hnjánum inn á sviðið. Ég söng aðallega á Vellinum, þar á meðal með elskunni honum „pabba", KK, en hann hefur alið flest okkar upp. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir honum enda er hann þannig maður að það er ekkí hægt annað en bera virðingu fyrir honum. Ég vil líka endilega koma á framfæri þakklæti til Björgvins og hljómsveitar og svo Olafs Laufdal veitingamanns fyrir það að láta þennan draum okkar ræt- ast og ég vona að gestir hússins eigi eftir að eiga jafn ánægjulega stund og við sjálf." Garðar Guðmundsson: — „Það var Tommy Steele sem kom mér á bragðið og ég stældi hann aðallega til að byrja með, en þetta var árið 1957. Ég byrjaði með því að koma fram með Age Lorange í Silfur- tunglinu en síðan fór ég í Flam- ingo kvintett. Pónik kom svo á eft- ir og svo Tónar, en þar voru Cliff Richard og Shadows allsráðandi. Síðan var það hljómsveitin Gosar og svo JJ kvintett, en eftir það hætti ég alveg nema að ég kom einu sinni fram á Hótel Borg árið 1976, á skemmtikvöldi sem Hauk- ur Morthens sá um. Það var það síðasta þangað til núna.“ Anna Vilhjálms: — „Minn söng- ferill byrjaði í Hafnarfjarðar- strætó, en þar hitti ég einn sinn kunningja minn, Jón Egil Sigur- jónsson, og hann sagði mér að hann væri búinn að stofna hljómsveit og spurði hvort ég vildi verða söngkona hjá þeim.Ég hélt það nú, en satt að segja datt mér ekki í hug að maðurinn meinti þetta. Svo var það að mamma vakti mig á sunnudagsmorguninn og sagði að ég ætti að mæta á æfingu niður í Gúttó. Þessi hljómsveit var JE kvintettinn og þetta var í kringum 1960. Eftir það söng ég með Óskari Guð- mundssyni á Selfossi og Gunnari Ormslev á Borginni og svo hljómsveit Svavars Gests. Seinna flutti ég svo til Ameríku og söng þar í fjögur ár af þeim sjö, sem ég bjó þar. Eftir að ég kom heim byrjaði ég að syngja í Leikhús- kjallaranum í eitt og hálft ár en hætti svo alveg þangað til ég byrj- aði í Þórscafé núna í september. Það má því segja að ég hafi verið viðloðandi þennan bransa allan tímann með smá hléum, frá því ég hitti Jón Egil í strætó." Harald G. Haralds: — „Ég byrj- aði þrettán ára gamall með Skafta Ólafssyni í Gúttó og var þá undir áhrifum frá Presley og Little Richard. Næsta sem gerðist var að ég tróð upp á hljómleikum með Hauki Morthens og Noru Broksted og ég var þarna með lög Presley og Little Richard, svo að þetta var svolítið skrýtin blanda, Haukur, Nora og ég. Veturinn sem ég var í landsprófi byrjaði ég að syngja með hljómsveitinni Diskó, sem var mjög „futuriskt" nafn í þá daga, þar sem diskótek voru þá ekki til og hugtakið því óþekkt. í þeirri hljómsveit voru meðal annars Þórir Baldursson og Björn Björnsson, sem seinna gerðu garð- inn frægan í Savana-tríóinu. Nú svo var það KK sextettinn og það má eiginlega segja að með því hafi maður „komist á toppinn" því að í þá daga þótti það hápunkturinn í bransanum að komast í þá hljómsveit. Ég var með KK síð- asta árið sem hljómsveitin spilaði og eftir það fór ég í hlómsveit Andrésar Ingólfssonar, sem tók við KK sextettinum svo til óbreyttum eftir að KK sjálfur hætti. Ég endaði svo með Finni Eydal í Leikhúskjallaranum og skildi mjög sáttur við þennan bransa. Hins vegar var mér farið að leiðast svolítið tónlistin sem þá var komin fram, en það var mest framleiðslutónlist, sem fremur lít- ið var lagt í. Ég sé alltaf svolítið eftir því að hafa ekki haft tæki- færi til að ná í fyrstu árin í rokk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.