Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 „Skarðið besta skíðasvæði landsins“ — segir Kristján Möller, íþróttafulltrúi á Siglufirði Skíöalyfta þeirra Siglfiröinga er mikið notuð, enda mikill skíðaáhugi jafnan verið á staðnum. Skíðalyftan er við Hól. Þegar vorar hverfa Siglfirðingar f Siglufjarðarskarð með gönguskíðin sín og baðfotin. Þessi mynd er tekin á góðviörisdegi í skarðinu. „Það liggur við að nær væri að opna golfvöllinn en skíðasvæðið núna. Hér er alls staðar svo marautt að við þekkjum þetta varla. Það hefur snjóað úr „vitlausum“ áttum hér í vetur, þannig að sáralítill snjór hefur verið í skíðalandinu sem við höfum verið að útbúa undanfarin ár. í bænum hefur aftur á móti verið dálítill snjór í vetur, en nú er hann allur farinn líka,“ sagði Kristján Möller, íþróttafulltrúi í Siglufirði, í samtali á dögunum. Árið 1968 gaf Siglufjarðarkaup- staður íþróttabandalaginu öll mannvirki á Hóli ásamt afnotum af öllu því landi sem þurfti. Þar í kring er nú skíðaland bæjarins og golfvöllurinn, og sagði Kristján, að vegna húsnæðisins væru þeir nokk- uð bundnir af því að hafa skíða- svæðið þeim megin í dalnum. Ann- ars væru uppi hugmyndir um að koma upp lyftu í „Skarðinu" — það væri draumasvæði Siglfirðinga. „Það gæti jafnvel orðið í sumar sem færanlegum lyftum yrði komið fyrir í Skarðinu. Hér í bænum eru nokkrir aðilar sem hafa áhuga á að taka sig saman um að koma þessu upp — frekar að setja upp færan- legar lyftur heldur en langa lyftu sem næði alveg niður á jafnsléttu. Ef við settum upp eina lyftu í Skarðið yrði hún sú lengsta hér á landi — hún þyrfti að vera um 300 metrum lengri en sú sem nýlega var sett upp í Skálafelli," sagði Kristján. Hann benti á að ef til vill væri ekki grundvöllur fyrir því að setja upp svo stóra lyftu í 2.000 manna bæ, en yrði hún sett upp yrði hún „ekki ónýtt“. Aðstaðan biði þá eftir fólkinu. „En menn eru hræddir við framkvæmdir í Skarðinu vegna svartsýnistals í landinu — tals um að allt sé á hausnum. Rétt er að ástandið er ekki allt of gott og þá kemur það alltaf fyrst niður á íþróttastarfinu og annarri félags- starfsemi. Hér á landi eru það oftast bæj- arfélögin sem fjármagna uppbygg- ingu skíðasvæða, en það þyrfti að vera eins og erlendis — að flugfé- lög, ferðaskrifstofur og hótel rækju þessa starfsemi. Þá væri hægt að koma þessu upp hér.“ Kristján sagði, að mjög mikið væri um það að fólk færi í Skarðið á sumrin enda væri ætíð nægur snjór þar. „Eldra fólk labbar mikið þarna á gönguskíðum á sumrin — og einnig er mikið um að fólk sé þar á svigskíðum. Nú, í Skarðinu eru viss svæði þar sem óskrifuð lög segja að enginn megi koma inn á nema konur. Og þegar gott er veður á sumrin eiga þær það til að fækka fötum þarna upp frá til að njóta veðurblíðunnar enn frekar, og til eru sögur um þær sem ekki hafa fundið flíkurnar aftur. Þær hafa þá dvalið þarna upp frá, þar til farið hefur verið að skyggja og laumast þá heldur léttklæddar út fjallið og heim til sín.“ Eins og önnur byggðarlög festi Siglufjörður eigi alls fyrir löngu kaup á snjótroðara, og sagði Kristján að með tilkomu hans hefði orðið gjörbylting á aðstöðu fyrir skíðafólk. „Slysahætta er nú mun minni og göngustökk- og greinamenn búa allir við mun betri aðstöðu. Brautirnar verða allar mun jafnari og betri þegar þær eru unnar með troðaranum. Svo er það líka miklu fljótlegra — nú tekur t.d. ekki nema tiltölulega skamma stund að útbúa stökkpall með troð- aranum — verk sem tók fjölda manns langan tíma hér áður.“ En troðarinn góði kom þó ekki að miklum notum nú. Hann hvíldi í geymslu sinni og fyrir utan að það var ekki snjókorn á jörð, þannig að hann komst ekki út. En þó hægt hefði verið að ná honum út með einhverjum ráðum er ekki víst að hann hefði nýst, þar sem lítill sem enginn snjór var til að moka og útbúa brautir. Kristján sagði að snjótroðarinn nýttist meira en bara við skíða- starfið, t.d. hefðu hitaveitan, vatnsveitan og rafveitan getað nýtt sér hann við ýmis störf. „Bæjarfyr- irtækin lögðu í púkk við kaup troð- arans, og nota hann því einnig." Rekstur skíðalandsins hefur undanfarin ár verið í höndum íþróttabandalagsins og skíðafé- lagsins, en í vetur rekur skíðafélag- ið starfsemina eitt. Bærinn gerir það sem sagt ekki beint, eins og víða annars staðar. Lyfturnar eru opnar alla daga nema mánudaga og um helgar er opið kl. 10.00—17.00. Þá eru lyftur í gangi og íþrótta- miðstöðin opin, þar sem rekin er veitingasala. Kristján sagði að um hverja helgi væru skíðamenn frá Siglu- firði á mótum. Annað hvort heima við eða þá einhvers staðar í burtu. „Það er harðduglegt fólk í forsvari fyrir skíðafélagið. Heimamenn þjálfa allar greinar, og næsta vetur fáum við sennilega norskan þjálf- ara fyrir stökk og göngu," sagði Kristján. Hann sagði að bjart væri fram- undan í göngunni fyrir Siglfirð- inga: þeir ættu mikið og gott lið barna og unglinga sem þeir binda miklar vonir við. Siglfirðingar hafa íþrótta- og útivistar- svæði Siglfirðinga Eins og fram kemur í viðtalinu við Kristján Möller gaf Siglufjarðarkaupstað- ur íþróttabandalaginu öll mannvirki að Hóli árið 1968 — á afmæli kaupstað- arins. Á Hóli var áður rekið kúabú bæjarins, nýbúið var að byggja upp íbúðarhúsið, en útihúsinu voru léleg. Strax eftir þessa góðu gjöf hófst vinna við lagfæringar og breytingar og hefur íbúðarhúsinu verið breytt mikiö. Þar er nú m.a. veitingasalur fyrir 60 manns í sæti, eldhús, for- stofa og salerni og sjö gistiherbergi með rúmum fyrir 40 manns. Þá er lokið við setustofu og golfskála, sem notaður er fyrir mótstjórnir skíða- móta á vetrum, eða sem svefnpoka- pláss. Nú er verið að ganga frá því að innrétta búnings- og baðher- bergi á neðri hæð hússins og þar verður einnig gufubað. Utihúsin, fjósið og hlaðan, voru rifin og er nú bílastæði þar sem þau stóðu. Áhaldageymsla er notuð sem íþróttatækjageymsla. f janúar til maí er þarna mikill rekstur, veitingasala og gisting og m.a. kemur skólafólk víða af land- inu þangað til skíðaiðkana. Veit- ingasala og lyftur eru opnar alla daga nema mánudaga fyrir al- menning og eru tveir til fjórir menn þá við fulla vinnu á svæðinu. Siglfirðingar nota þessa aðstöðu allmikið og eykst aðsóknin stöðugt. Börn og unglingar eru mest í brekk- unum og lyftunum en fullorðnir á gönguskíðum í firðinum. Frá íþróttamiðstöðinni eru lagð- ar göngubrautir jafnt fyrir keppn- ismenn sem almenning, og þá er um 3—4 km. langur upplýstur hringur umhverfis Hól. Á þessu svæði verður framtíðar- íþrótta- og útivistarsvæði Siglfirð- inga og er nú níu holu golfvöllur á svæðinu kringum Hól. Verið er að hanna og staðsetja grasvöll, mal- arvöll og malbikaðan völl fyrir knattleiki. Þá verður einnig gert ráð fyrir skautasvelli og skokk- brautum svo eitthvað sé nefnt. Skíðastökk Árið 1973 kom til Siglufjarðar norskur sérfræðingur til að kanna Siglfirðingar hafa átt góða skíðamenn í norrænum greinum. Á þessari mynd má sjá þrjá vaska göngumenn af yngri kynslóðinni, sem hafa staðið sig vel á skíðamótum og eiga vafalaust eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.