Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
Minning:
Jóhanna Guðný
Pálsdóttir
Fædd 14. september 1982
Dáin 19. febrúar 1983
Útför Jóhönnu Pálsdóttur verð-
ur gerð frá Neskirkju mánudaginn
28. febrúar kl. 15. Mæt kona hefur
kvatt jarðlíf sitt og er horfin sjón-
um okkar yfir móðuna miklu.
Jóhanna Guðný Páisdóttir var
Önfirðingur að ætt, fædd 14. sept-
ember 1892 og var því á 91. aldurs-
ári er hún lést.
Hún var dóttir hjónanna Skúl-
ínu Stefánsdóttur og Páls Rós-
inkranssonar, en þau hjón bjuggu
rausnar- og myndarbúi á Kirkju-
bóli í Korpudal í Önundarfirði.
Þau eignuðust 14 börn og lifa nú
aðeins fjögur af þeim Kirkjubóls-
systkinum, Sigríður, Málfríður,
Skúli og Páll.
Jóhanna var næst elst og á
Kirkjubóli steig hún sín fyrstu
bernskuspor. Þar ólst hún upp í
glaðværum hópi við leik og störf.
Systkinin voru mjög samrýmd og
gagnkvæm virðing og hjálpsemi
var þeim í blóð borin.
Á þrítugsaldri fór Jóhanna til
Reykjavíkur og réðist þá til starfa
á nokkrum þekktum heimilum hér
í borg. Má þar nefna heimili
Steindórs Björnssonar frá Gröf,
þar starfaði hún í þrjú ár. Mér er
kunnugt um að Steindór mat störf
hennar mikils og var ávallt þakk-
látur fyrir það, sem hún vann hon-
um og börnum hans.
Jóhanna giftist 16. nóvember
1934 Jóni Brynjólfssyni. Jón var
Vestfirðingur að ætt og uppruna,
traustur dugnaðarmaður. Þau
hófu búskap sinn í Reykjavík, en
árið 1942 fluttu þau heim til átt-
haganna, að Flateyri við Önund-
arfjörð og bjuggu þar til ársins
1949, en þá leið þeirra aftur til
Reykjavíkur og eftir það bjuggu
þau Iengst af í Austurkoti við
Faxaskjól.
Ekki eignuðust Jóhanna og Jón
börn, en snemma í hjúskap sínum
tóku þau til sín stúlku á fyrsta ári,
Önnu Guðrúnu Hannesdóttur og
gengu henni í foreldra stað og var
hún ávallt sem þeirra eigið barn.
Jón lést fyrir þremur árum.
Mikið ástríki var milli Önnu og
þeirra og sýndi Anna það best með
því hve vel hún hugsaði um þau á
efri árum. Anna er gift Georg
Stefánssyni Scheving skipstjóra
og eiga þau þrjú börn. Georg var
þeim umhyggjusamur og góður
tengdasonur og barnabörnin
veittu mikið yndi.
Ávallt við andlátsfregn setur
okkur hljóð. Nú fær hvíld fullorð-
in kona, sem lifað hefur langa ævi.
Eðlisþættir hennar voru slíkir að
mér finnst sem yfir lífi hennar
öllu hafi ríkt birta og fegurð. Hún
átti mikla fórnarlund og hlýju og
var alltaf tilbúin að veita og gefa
öðrum af hjartagæsku sinni. Jó-
hanna var móðursystir mín og ég
er ein af þeim sem naut ástúðar og
hlýju þessarar góðu konu. Kemur
þá fyrst í huga minn þegar ég var
barn heima á Kroppsstöðum í Ön-
undarfirði. Þá varð faðir minn og
við systkinin ung að árum, fyrir
þungu áfalli. Elskuleg eiginkona
og móðir, Ágústa Pálsdóttir, féll
frá í blóma lífsins, aðeins 42 ára
gömul. Þessar ljóðlínur frá föður
mínum lýsa því vel hvernig Jó-
hanna frænka mín reyndist okkur
þá.
„l*ú liÁsinntir og gladdir þegar lífsin.s kröppu
fjöll lögðust eins og mara á hug okkar og
sinni.“
Góð og einlæg vinátta var alla
tíð með föðurfólki mínu og Jó-
hönnu og féll aldrei skuggi þar á.
Frænka mín var mjög trúhneigð
kona og í þeim efnum sem öðrum
var hún heil og sönn. Hún trúði á
æðri og betri mátt, en við menn-
irnir búum yfir og það var eins og
trúin væri henni meðfædd, svo rík
var hún í vitund hennar.
Jóhanna var sviphrein og ljúf í
framkomu, brosið hennar var
milt. Oft var hún glaðvær og gat
þá slegið á létta strengi. Hún var
mikil hannyrðakona á sínum
yngri árum og hafði gott fegurð-
arskin, fáguð í öllum sínum verk-
um og myndarleg húsmóðir. Ég
sem barn og unglingur man vel
hve ég hreifst af fallega heimilinu
hennar frænku minnar á Flateyri.
Þegar ég kveð Jóhönnu frænku
hinstu kveðju er mér efst í huga
þakklætið fyrir allt sem hún var
mér og mínu fólki. Ég lýk þessum
línum með erindi eftir föður minn,
Halldór Þorvaldsson, úr kvæði
sem hann orti til Jóhönnu er hún
varð sextug.
„Og svona er öll þín saga með sólarhlýjum yl.
I'ú svalað getur öllum, sem hönd þín nær að
hlúa.
I*ú ert ein af konunum, sem kærleik eiga til
að kveikja Ijós og hjálpa þeim er skuggamegin
búa.“
Önnu, Georg og börnum þeirra,
svo og eftirlifandi systkinum,
votta ég dýpstu samúð. Guð blessi
minningu Jóhönnu.
Kristín Halldórsdóttir
Hún Jóhanna frænka er dáin,
búin að fá hvíldina eftir langa
lífsgöngu, hvíldina sem hún var
Nyjar
endurbætur
varanlegri gluggar
Enn bætum við gluggaframleiðslu
okkar með breytingum, sem miða
að meiri endingu og vandaðri frá-
gangi.
Allt frá upphafi höfum við kapp-
kostað að nota eingöngu valið efni
sem hefur í sér mikla fúavörn auk
þess sem það er baðað í fúavamar-
efnum. Nýi þéttilistinn er einnig
framför og stuðlar að enn betri
framleiðslu.
Nýju gluggarnir okkar standast
bæði þínar kröfur og þær kröfur sem
íslenskt veðurfar gerir.
Við gemm verðtilboð þér að
kostnaðarlausu.
Sendið okkur teikningar eða komið
og sannfærist um framleiðslugæðin
- hjá okkur færðu meira fyrir
hverja krónu.
Endurbættar samsetningar karmS og pósta
eru sem áður kembdar og tappaðar saman.
Þær tryggja enn meiri stöðugleika sam-
skeytanna.
M191>'«
öll undirstykki eru með hallandi falsi sem tryggir örugga framrás vatns og varnar þannig fúamyndun.
xVxxxxxxxvvVxVvvVvxVVv'VvVVxVxVVVvv'
NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14
Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERK H.F.
Nóatúni 17, sími 25930 og 25945
Nýr, kröftugur þéttilisti tryggir bestu
fáanlegu þéttingu gegn vindi og vatni.
Listinn er festur í spor f karmstykkinu. Hann
má taka úr glugganum, t.d. við málun eða
fúavörn.
Eiginmaöur minn,
KRISTJÁN BJARNASON
fyrrverandi sóknarprestur,
Nýbýlavegi 49, Kóp.,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. febrúar kl.
13.30.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Guörún Guömundsdóttir.
t
Útför
HULDU DANÍELSDÓTTUR,
sem lést þann 16. febrúar sl., hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk
hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúö.
Jónmundur Ólafsson,
Siguróur Rúnar Jónmundsson,
Einar Hilmar Jónmundsson,
Björk Siguröardóttir
og barnabörn.
Alúðarþakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför
GRÓU M. ANDRÉSDÓTTUR,
Hraðastöðum, Mosfellssveit.
Sérstakar þakkir viljum viö senda starfsfólki Reykjalundar fyrir
góöa aöhlynningu á liönum árum.
Jóhanna Kjartansdóttir,
Herborg Kjartansdóttir,
Sigríður Kjartansdóttir,
Kjartan Jónsson,
Gestur Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn
Bernharöur Guömundsson,
Sigurbjörn Alexandersson,
Þorsteinn Guöbjörnsson,
Guörún Kristjánsdóttir,
t
Útför mannsins mins, fööur okkar, tengdaföður og afa,
ÓLA SIGURJÓNS BARDDAL
forstjóra,
Depluhólum 7, Reykjavík,
fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 1. marz kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnarfélag íslands.
Sesselja Guönadóttir,
Jón A. Barödal, Björk Björgvinsdóttir,
Hörður Barödal, Soffla K. Hjartardóttir,
Reynir Barðdal, Helena Svavarsdóttir,
Þórir Barödal, Sigrún Pálsdóttir,
Ragnheiður K. Erlendsd., Pátur Bolli Björnsson
og barnabörn.
t
Utför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu
ÓLAFAR MAGNÚSDÓTTUR,
Digranesvegi 74, Kópavogi,
veröur gerö frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 2. marz kl. 13.30.
Blóm afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er vin-
samlega bent á líknarfélög.
Höröur Sigurjónsson,
Magnús Haröarson, Sigurdis Haraldsdóttir,
Kristján Haröarson, Helga Jóhannesdóttir,
Sigríöur Harðardóttír, Magnús Magnússon,
Elisabet Haróardóttir, Einar Tómasson,
Höröur Haröarson, María Davíösdóttir,
Skúli Magnússon, Jean Magnússon,
Guömundur Á. Magnússon, Svava Scheving Jónsdóttir
og barnabörn.