Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 Arnþór ráðinn að Blindrabókasafninu Stjórn safnsins mótmælir afskiptum menntamálaráðherra „ÉG ÁKVAÐ í morgun að ráða Arnþór Helgason sem deildarstjóra lánsbókadeildar Blindrabókasafns íslands. Ég tel enga stoð fyrir niðurstöðum stjórnar safnsins. Ég er búinn að kynna mér þetta mál Húsavík: Allir bflar sem óku útaf komnir upp á veg Húsavík, 10. marz. í dag er hér bezta veður, snjór yfir öllu, en ekki djúpur. Allir bílar sem óku út af vegi í gær í hinu slæma skyggni og færi eru nú komnir á veginn aftur. Það má geta þess að sérleyf- isbíllinn er kominn á sína leið aftur alveg óskemmdur að því frátöldu að ein lukt brotnaði. Þykir sérstaklega hafa verið vel að verki staðið við það að koma rútunni aftur á veginn, því hún var reist við án þess að hún svo mikið sem rispaðist. Enga rispu fékk hún í veltunni heldur. Fréttaritari. mjög vel undanfarna daga og álít að það sem gerst hefur í stjórninni sé það að bókasafnsfræðingar hafi ráðið þarna ákaflega miklu. Það er tilhneiging hjá þessum sérfræðing- um að gera mjög mikið úr störfum sem snerta þeirra verksvið,“ sagði Ingvar Gíslason menntamála- ráðherra í gær, en hann skipaði í gærmorgun Arnþór Helgason deildarstjóra við Blindrabókasafn Islands. Mbl. barst í gær mótmælabréf fjögurra stjórnarmanna Blindra- bókasafnsins vegna ráðningar- innar, en þar segir m.a. að þeir líti svo á að hún hefði fullt úr- skurðarvald um það hverjir væru ráðnir til starfa og af þeim ástæðum mótmæla þeir afskipt- um ráðherra af stöðuveitingunni. Undir mótmælabréfið rita Elfa- Björk Gunnarsdóttir, Kristín H. Pétursdóttir, Margrét Sigurðar- dóttir og Ólafur Jensson. Ingvar Gíslason sagðist einnig telja að landsmenn þekktu Arn- þór af hans náms- og starfsferli. Hann sagði Arnþór búinn góðum og fjölþættum gáfum, hann hefði lokið háskolaprófi, þó blindur væri, einnig hefði hann unnið margvísleg störf þrátt fyrir fötl- un sína. Ingvar sagði að lokum, að hann væri sannfærður um eftir nána athugun, að starf þetta væri ekki eins vandasamt og stjórnin vildi vera láta. Smygl í Skeiðsfossi TOLLGÆZLAN fann smygl í Skeiðsfossí, 129 flöskur af áfengi, nokkra kassa af bjór og mynd- segulbandsspólur og hafa sex skip- verjar viðurkennt að vera eigendur þess. Skeiðsfoss var að koma frá Spáni, Belgíu, Austur-Þýzka- landi og hafði viðkomu i Noregi á heimleið. Við fyrstu leit í skip- inu í Grundartanga fannst smygl í áburði í lestum og í gólfi stýrishúss og í fyrrakvöld, þegar skipið var komið fannst meira smygl verkfærageymslu. Gufunes, útsíðu við o INNLENT Már seldi í Bremerhaven SKUTTOGARINN Már frá Ólafs- vík landaði 161,5 tonnum af ísfiski í Bremerhaven í gær og í fyrradag. Fyrir aflann fengust 3.053 milljónir króna eða 18,91 króna fyrir hvert kíló að meðaltali. Már er eina ís- lenzka fiskiskipið, sem landar ytra í vikunni, en nokkur skip selja eftir helgi. Herjólfur var tekinn upp í nýju skipalyftuna í Vestmannaeyjum núna í vikunni. Er hann stærsta skip, sem þar hefur verið tekið upp, enda munaði minnstu að hann væri of stór. Skipið byrjar að sigla að nýju á morgun, laugardag. A meðan hafa Eyjamenn orðið að treysta á flugið og svo heppilega hefur viljað til, að flugfært hefur verið alla dagana. Morgunblaðið/Torfi llaraldsson. Ólafsvíkurtogari í slipp frá í október: Eigendurnir fá ekki fyrir- greiðslu til að Ijúka viðgerð „Það alvarlegasta er að eigendurnir fá ekki fyrirgreiðslu til að ljúka verkinu. Allar stofnanir, sem leitað hefur verið fyrirgreiðslu hjá, hafa skellt á þá dyrum og tafið viðgerðina frá upphafi,“ sagði Stefán Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur; er hann var spurður hvern- ig viðgerð á togaranum Lárusi Sveinssyni frá Olafsvík miðaði, en togarinn hefur verið í slipp hjá stöðinni frá því í október. „Það er allt útlit fyrir að hann verði hérna fram á vor, mikil ósköp, hvort sem núverandi eig- endur taka við skipinu eða þó það verði selt. Málið er það alvarlegt með fjármögnun viðgerðarinnar, að spurning er hvort skipið verði ekki bara hreinlega selt,“ sagði Stefán. Stefán sagði að fyrst og fremst væri verið að skipta um spil í skipinu og hluti af þeim væri um þessar mundir að leggja af stað frá Noregi. En þessum breyting- um fylgdu töluverðar aðrar breytingar á skipinu. Skipt hefði verið um skutrennu, bobbinga- rennur og fleira. Þá væri að mestu lokið talsverðum tjónavið- gerðum, bolviðgerðum, sem fram- kvæma þurfti á skipinu. Hann sagði að hér væri um að ræða viðgerðir og breytingar upp á milljónir króna. „Menn hafa verið að taka önn- ur skip til samanburðar og til dæmis má nefna að ekki stóð á fyrirgreiðslum vegna viðgerða á Rauðanúp í Slippstöðinni um daginn. Þar stóð ekki á leyfum fyrir erlendu láni til að afgreiða þá viðgerð, en þeir virðast njóta sérréttinda," sagði Stefán. Er Stefán var spurður að því hvort eigendur Lárusar Sveins- sonar hefðu reynt að fá leyfi til að taka erlent lán fyrir viðgerð- inni, sagði hann þá hafa reynt allar mögulegar leiðir til að fjár- magna viðgerðina og breyting- arnar á togaranum, m.a. hefðu þeir leitað ásjár hjá þingmönn- um, bönkum, sjóðum og öðrum fyrirgreiðslustofnunum. „Þeir hafa alls staðar komið að luktum dyrum. Þó hafa þeir fengið að taka erlent lán fyrir spilunum. Annað hefur ekki fengist," sagði Stefán. Breyting á lögum um tekju- og eignarskatt samþykkt: Helmingur tekna þeirra sem hætta störfum fyrir aldurs- sakir er frádráttarbær SAMÞYKKT hefur verið á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt, en efni breytingarinnar er það að við ákvörðun tekjuskattsstofns skal draga frá helming tekna þeirra manna sem láta af störfum vegna aldurs. Einnig er skattstjóra heimilt að taka til greina umsókn þess sem svo stendur á um, um lækkun eignarskattsstofns. Fyrsti flutningsmaður að laga- frumvarpi þessu var Albert Guð- mundsson (S), en þingmenn úr öllum þingflokkum voru með- flutningsmenn að frumvarpinu. í frumvarpinu kemur fram að hér sé átt við þær tekjur sem afl- að hafi verið á síðustu tólf mán- uðum starfsævi. Þeir menn sem náð hafa 60 ára aldri. eða öðlast rétt til eftirlauna eða ellilífeyris úr lífeyrissjóði á tekjuárinu, skulu á framtölum sínum til- greina hvenær þeir telji sig láta af störfum vegna aldurs og skal frádrátturinn vera við það miðaður, enda komi hann ekki til greina nema einu sinni fyrir hvern einstakling. í greinargerð með frumvarpinu kemur m.a. fram, að óþarfi sé að tíunda þá erfiðleika sem oft blasi við þeim launþegum, sem láta af störfum fyrir aldurs sakir. Sú breyting hafi oft sálræn áhrif sem seint verði bætt. Því til við- bótar kæmu greiðslur opinberra gjalda, sem lögð eru á með fullum þunga á fyrsta ári eftir að starfsævi lýkur. Þessu frumvarpi sé ætlað að koma til móts við launþega sem þannig sé ástatt fyrir, enda hafa þeir greitt skatta sína og gjöld á langri starfsævi, og það beri að meta þegar á leið- arenda sé komið. Listi Sjálfstæðis- flokksins í Austur- landskjördæmi ákveöinn 10. Reynir Zoega, skrifstofumað- ur, Neskaupstað. Albert. Níu sækja um embætti sýslu- manns á Isafiröi ÚT ER runninn umsóknarfre.stur um embætti sýslumanns og bæjarfógeta á ísafirði, og sóttu níu menn um starfið. Umsækjendur eru Barði Þór- hallsson bæjarfógeti, Finnbogi Axelsson fulltrúi, Freyr Ófeigsson héraðsdómari, Guðmundur Krist- jánsson aðalfulltrúi, Guðmundur Sigurjónsson aðalfulltrúi, Hlöðver Kjartansson fulltrúi, Ingvar Björnsson héraðsdómslögmaður, Már Pétursson héraðsdómari og Pétur Kr. Hafstein fulltrúi. Fáskrúðsfirói, 10. mars. STJÓRN kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Austurlandskjördæmi og kjörnefnd hafa gengið frá fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu til næstu alþingiskosninga. Listin er þannig skipaður: 1. Sverrir Hermannsson, alþing- ismaður, Reykjavík. 2. Egill Jónsson, alþingismaður, Seljavöllum, A-Skaft. 3. Tryggvi Gunnarsson, skip- stjóri, Vopnafirði. 4. Gunnþórunn Gunnarsdóttir, skrifstofumaður, Seyðisfirði. 5. Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri, Fellabæ. 6. Albert Kemp, vélvirki, Fá- skrúðsfirði. 7. Hrafnkell A. Jónsson, verk- stjóri, Eskifirði. 8. Sigríður Kristinsdóttir, hús- móðir, Eskifirði. 9. Hjörvar Ó. Jensson, banka- starfsmaður, Neskaupstað. „Svo eru veður hér válynd“ HELGI Seljan forseti efri deildar Al- þingis baó um að eftirfarandi væri birt í Mbl. vegna fréttar á baksíðu í gær: „í dag er eftir mér haft í Morg- unblaðinu, að þrátt fyrir þingrofs- rétt forsætisráðherra séu aðrar leiðir til þess að slíta þinghaldi. Ekki þekki ég nú þetta orðalag, en ég sagði nánast það „að hver vissi í raun um það hvenær og hvernig þessu þingi lyki. Getur því ekki verið slitið fyrr en nokkurn varir miðað við stöðuna?" Þetta má skiljast á ýmsan veg, en svo eru veður hér válynd, að enginn undr- ast það, þó erfitt sé um allt að spá hér um þinglok. En forsætisráðherra á vissulega þingrofsrétt og ég þekki ekki aðr- ar leiðir til að slíta þinghaldi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.