Morgunblaðið - 11.03.1983, Page 3

Morgunblaðið - 11.03.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 3 Veldur vanda í þingstörfum Árni Gunnarsson (A) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær og krafði forsætisráð- herra svara um, hverjar væru dag- setningar þingrofs, þinglausna og nýrra kosninga. Árni staðhæfði að forsætis- ráðherra hefði ekki tekið þátt í fundum forseta þingsins og for- manna þingflokka, þar sem reynt hafi verið í góðri samvinnu að greiða fyrir gangi þingmála. Hann hafi heldur ekki lagt fram lista yfir mál, sem hann vildi fá afgreidd fyrir þinglausnir. „Þessi óvissa veldur gífurlegum erfið- leikum og margvíslegum óþarfa vandamálum. Stjórnarflokkarnir reyna að skapa sér hvert tæki- færið á fætur öðru til að slíta stjórnarsamstarfinu, hæstvirtur forsætisráðherra reynir að niður- lægja formenn flokkanna í stjórnarskrármálinu, á meðan hann sinnir eigin framboðsmál- um. Allt verður þetta til að draga upp dekkri mynd af þinginu en fyrir er, og er vart á bætandi," sagði Árni Gunnarsson. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði grundvöll spurn- ingar Árna rangan og röksemda- færslu snúið við. Kjördagur væri löngu ákveðinn ekki síðar en 23. apríl nk. Þingrof og þinglausnir væri rétt að ákveða með hliðsjón af því, hvern veg þingstörf gengju fram, en koma þyrfti kjördæma- máli, lánsfjáráætlun, vegaáætlun og vegaskatti gegnum þingið. Sjá nánar af þessari utan- dagskrárumræðu á þingsíðu Mbl. í dag. Leiðrétting ÞAU LEIÐU mistök urðu f baksíðufrétt í Morgunblaðinu í gær að hin unga langamma var sögð heita Sigurlína, en hún heitir réttu nafni Sigurborg Jakobsdótt- INNLENT Barnafatnaður í sérflokki tldi KARNABÆR BARNADEILD AUSTURSTRÆTI 22, SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐi 85055. Þorgeir Jósepsson, forstjóri Þorgeirs og Ellerts hf., afhendir Rafni Svans- syni, 1. stýrimanni og stjórnarmanni hjá Hraðfrystihúsi Breiödælinga, skipiö. Morgunblaðió/Jón Gunnlaugsson. Hafnarey SU 110 á siglingu. Morgunblaóió/Snorri Snorrason. Þorgeir og Ellert hf. afhenda Hafnarey SU Akranesi, 10. marz. SKIPASMÍÐASTÖÐIN Þorgeir og Ellert afhenti í dag nýtt skip, Hafnar- ey SU 110. Skipið, sem var sjósett 5. janúar sl„ er nýsmíöi númer 36 og er 249 brúttólestir að stærð. Eigandi þess er Hraðfrystihús Breiðdælinga hf. á Breiðdalsvík og skipstjóri verður ísleifur Gíslason, 1. stýrimaður Rafn Svansson og vélstjóri Kristján Steingrímsson. Öll iðnaðarvinnan við skip- ið var unnin á Akranesi. Kaupverð skipsins við samning var 47 milljónii króna frá skipasmíðastöðinni, en nærri lætur að það jafngildi 62 milljón- um í dag, miðað við gengi Bandaríkjadollars. Hafnarey er stálskip og styrkt til siglinga í is samkvæmt kröfum Det Norske Veritas. Mesta lengd er 35,28 metrar, breidd 8,12 metr- ar og dýpt 6,25 metrar. Skipið er hannað sem alhliða fiskiskip til veiða með línu, net og botntroll, og í lestinni er rými fyrir um 2.400 fiskikassa af 70 lítra stærð. Aðal- vél er 990 hestafla Bergen-diesel, útbúin til brennslu á svartolíu. Skrokkur skipsins var módelpróf- aður í tilraunatanki til að fá sem hagkvæmast skrokklag. Á aðalþilfari er fiskaðgerðar- rými, beitufrystir, íbúðir fyrir 14 manna áhöfn, eldhús, snyrtiher- bergi og borðsalur. íbúðir eru hit- aðar upp með loftræstikerfi. Á efra þilfari eru togvindur, tvöfald- ar bobbingarennur og ýmsar hjálparvindur fyrir trollið. Efsta þilfar nær frá stafni og aftur fyrir brú. Brú skipsins er framan við miðju og er búin öllum nýjustu siglinga- og fiskileitartækjum sem völ er á. Má þar nefna tvær Atl- as-fisksjár með litaskermi, en Hafnarey mun vera annað skipið í flotanum með þann útbúnað, tvær Decca-ratsjár, gýró-áttavita og sjálfstýringu, tvö Lóran-staðsetn- ingartæki ásamt skrifara, miðun- arstöð og olíueyðslumæli frá ör- tölvutækni hf. Kalikerfi er frá brú í allar íbúðir. í brú er sjónvarps- kerfi þar sem hægt er að fylgjast með vinnu á milliþilfari og grand- araspili. Hafnarey er fyrsta skipið í svonefndu raðsmíðaverkefni sem undirbúið var af Félagi dráttar- brauta og skipasmiðja í samráði við stjórnvöld. Sams konar skip er í smíðum á Akureyri og Þorgeir og Ellert og Stálvík bíða tilskilinna leyfa til að hefja næstu smíði. Vonast er til að þessi leyfi komi næstu daga. Stjórnvöld hafa gefið vilyrði fyrir því að smíðuð verði fjögur svona skip á ári. J.G. „Rangt að við höfum lagt blessun okkar yfir lögbannsaðgerðirnar“ — segir Skúlí Jónsson fulltrúi VSÍ í Verðlagsráði vegna ummæla í ritstjórnargrein Tímans „Ég er mjög undrandi á þess- um leiðara Tímans. Það var haft viðtal við mig í Morgunblaðinu í gær þar sem fram kom að ég var ekki hrifinn af þessum lögbanns- aðgerðum verðlagsstjóra, en í leiðaranum er því haldið fram að fulltrúar Vinnuveitendasam- bandsins og Verzlunarráðs hafi lagt blessun sína yfir þessar að- gerðir. Það hefur margsinnis komið fram, að við höfum ekki verið hlynntir þessum aðgerðum, en það hefur aldrei farið fram nein atkvæðagreiðsla um þær í ráðinu, enda ekki á verksviði ráðsins að fjalla um þær,“ sagði Skúli Jónsson, fulltrúi VSÍ í Verð- lagsráði, er hann var inntur álits á ritstjórnargrein Tímans í gær, þar sem því var haldið fram, að fulltrúar VSÍ og Verzlunarráðs ís- lands hefðu lagt blessun sína yfir aðgerðir Verðlagsstofnunar gagn- vart borgaryfirvöldum vegna ein- hliða hækkunar á fargjöldum Strætisvagna Reykjavíkur. „Vegna þessa leiðara í Tím- anum fórum við fram á fund í Verðlagsráði í dag þar sem við skýrðum öðrum ráðsmönnum frá því að við ættum ekki ann- arra kosta völ en leiðrétta þessi skrif Tímans, þar sem okkur eru þar gerðar upp skoðanir sem ganga þvert á það sem við höfum haldið fram í ráðinu. Við höfum lýst því yfir í ráð- inu oftar en einu sinni að þessar aðgerðir væru ekki okkur að skapi. En verkaskipting Verð- lagsráðs og Verðlagsstofnunar leiðir af sér að Verðlagsráð þarf ekki að samþykkja lögbannsað- gerðir stofnunarinnar, enda hefur ekki verið eftir slíkri samþykkt leitað. Það er nú mergur málsins. Ég vil leggja áherzlu á að þótt verðlagsstjóri hafi starfað á grundvelli laga og meirihluta- samþykktar Verðlagsráðs í þessu máli, er ekki hægt að skoða það sem stuðning okkar við meðferð málsins. Við drög- um ekki í efa að verðlagsstjóri hafi haft fullan lagalegan rétt til að grípa til lögbannsins, en við erum einfaldlega ósammála þessum aðgerðum," sagði Skúli. Arni Gunnarsson um forsætisráðherra:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.