Morgunblaðið - 11.03.1983, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.03.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 Alþjóðleg viðhorf Myndlist Bragi Asgeirsson Góðan gest hefur rekið á fjörur Nýlistasafnsins þar sem er franski myndlistar- maðurinn Felix Rozen. Hann er fæddur í Moskva árið 1938 en af pólsku foreldri. Rozen stundaði nám við fagurlist- arskólann í Varsjá en yfirgaf landið árið 1966 og settist að í Frakklandi. Ári seinna hélt hann sína fyrstu einkasýn- ingu og hefur allar götur síð- an unnið ósleitlega að myndlist, ferðast mikið og sýnt víða. Hann hefur tekið sérstöku ástfóstri við Skand- inavíu, sem hann gistir reglulega en hingað mun hann kominn fyrir tilstuðlan Guðmundar Erró. Er inn á sýningu þessa listamanns kemur í Nýlista- safninu sér maður fljótlega, að hér er um vel menntaðan heimsborgara í listinni að ræða. Er t.d. allur umbúnað- ur sýningarinnar til mikillar fyrirmyndar ásamt því að upphengingin er hin marg- breytilegasta. Væri jafn vel vandað til allra sýninga á þessum stað tel ég öruggt að starfsemin myndi taka mik- inn fjörkipp og aðsókn að honum margfaldast. List Felix Rozen er skil- merkilega skilgreind í veg- legri sýningarskrá. Þar segir m.a.: „Mynstur og skraút eru mikilvæg í myndlist hans. Mynstrið er kannað sem skipulag, sem vottur viðhorfs tiltekinnar menningar. Það felur í sér umhverfið sem það spratt úr. En könnunin á einnig við skraut sem skrift, spor athafna á mörgum svið- um og hér heldur verk Felix Rozens áfram, skriftin sem slík, skrautskrift, skriftmynd — í beinu framhaldi af verk- um COBRA-listamannanna. Frá mynd sem rekur feril til ferilsins sjálfs, athafna og gerninga; þeir líkjast oft helgisiðum hjá Felix Rozen en fjalla um leið um frum- reynslu, ljós/ myrkur, kuldi/ hiti og tengjast náið náttúruöflunum. Athafnir koma fram sem skýrir ferlar, sem munnlegar staðhæfing- ar og tengjast meginstefi verka Felix Rozen. Kannanir þess hvernig móta megi stað- hæfingu, skapmynstur, læs- ar myndir andlegra og líkamlegra athafna". Þessi afstaða er greinilega sprottin upp úr áhrifum frá kalligrafíunni og viðhorfum hins heimsþekkta myndlist- armanns Henri Michaux en sá er m.a. tengdur Cobra- hreyfingunni að nokkru leyti. Mætti máski frekar tala um víxláhrif milli Cobra og Michaux. Það er auðséð á verkum Rozens í Nýlistasafninu, að hann reynir að skapa sér sinn eigin heim og viðar í því skyni að sér áhrifum víða að. Hér endurspeglast menning margra þjóða. Þar blandast saman áhrif rússneskra gyð- inga í bernzku, æskuár í V-Evrópu á eftirstríðsárun- um og mikil þekking á í senn háþróaðri franskri myndhefð sem hinni bandarísku, sem einkennist af athöfnum. Þessi tegund myndlistar- viðhorfa hefur einnig verið nefnd „II voyage contra", sem merkir ferðalag, sem ekki er skýrt afmarkað held- ur splundrað. Hér er einnig talað um „holdtekju tákn- anna" og teljast aðalfulltrú- ar vettvangsins vera þeir Jaroslav Serpan, Hans Hart- ung, Mark Tobey, Shiryu Morita auk áðurnefnds Mich- aux. Það er auðséð á verkum Rozen í Nýlistasafninu að áhrifin koma víða að en hann kann að hagnýta sér þau og beisla undir eigin persónu- leika. Fyrir utan hreinar litógrafíur og myndir unnar í einni litatækni eru myndir, sem hann vinnur í blandaðri tækni svo sem: vax, tré, eld, lit, kaðal. Ósjaldan eru þetta lóð- eða láréttar ræmur og hlykkjast jafnvel um loft og veggi. Listamaðurinn nefnir myndir sínar eftir hughrif- um sem hann hefur orðið fyrir hverju sinni t.d.: „Janu- ary 29, 1981 (208x9x20 cm), August 19, 1981 (6x207 sm), Desember 20, 1980 (14x353 cm). Menn taki eftir hinum sérkennilegu stærðum. Þetta er sterk og hrifmikil sýning hjá Felix Rozen og vonandi kemur hann aftur hingað með fleiri sýningar í framtíðinni. Veri hann velkominn. Pastelmyndir Myndlist Bragi Ásgeirsson Erla B. Axelsdóttir, sem þessa dagana sýnir nær fimmtíu myndir í Ásmundarsal við Mím- isveg (og Freyjugötu) kemur fyrir sumt á óvart. Hún er að vísu ekki atkvæðamikill málari og gerir heldur ekki tilkall til að teljast það. Öll er sýningin sett upp af mikilli hógværð og fölskvaleysi að því er séð verð- ur. Erla mun hafa fengist við málaralist frá barnæsku, en faðir hennar var Axel Helga- son, sem var kunnur forystu- maður tómstundamálara og ein helsta driffjöðurin að stofnun Myndlistarskólans. Sá var at- hvarf frístundamálara, svo sem þeir nefndust í gamla daga, sem fengust við myndlist í tóm- stundum sínum. Því miður vilja víst fæstir gangast undir það heiti nú á tímum þótt obbinn af íslenzkri myndlist sé einmitt tómstundavinna þótt í annari merkingu sé. Erla hefur numið í Myndlist- arskólanum í sex ár og sótt námskeið hjá Einari Hákonar- syni listmálara. Hún er talsvert háð myndheimi annarra ís- lenzkra málara og þá einkum Gunnlaugs Blöndals og á það einkum við um meðferð pastel- litanna. Einnig koma fram áhrif frá Ásgrími Jónssyni og þá aðallega í myndinni „Beðið eftir betri tíð“ (15). En Erla virðist einnig eiga til persónu- legan tjáningarmáta er kemur fram í léttum og artistískum strikum og sér þess glögg merki í myndum svo sem „Selskapur** (17), „Orkukreppa“ (28), „Hana- nú“, (30), „Ekið heim“ (31) og Miðdegislúr (35). Þessar myndir skera sig úr öðrum myndum á sýningunni um létta og óþving- aða útfærslu. Myndir sterkra litasamsetninga eru naumast jafn sannfærandi en þó gengur dæmið upp í myndinni „I gróð- urhúsi“ (37), sem mér fannst hrifmest slíkra mynda. í heild tel ég Erlu mega vel við una um árangurinn og eftir þessa sýningu verða meiri kröf- ur gerðar til hennar, — eins og allra, sem mark er tekið á. Asknftcirsiminn er 83033 TAKTU TAKTU FITUMINNA! MAYONNAISE ©GARÐSSALAT HE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.