Morgunblaðið - 11.03.1983, Page 1

Morgunblaðið - 11.03.1983, Page 1
56 SÍÐUR 58. tbl. 70. árg. FOSTUDAGUR 11. MARZ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Walesa boðar meiri hörku Varsjá, 10. marz. AP. LECH WALESA, leiðtogi Samstöðu, samtaka hinna frjálsu verkalýðsfélaga í Póllandi, var í dag í annað sinn í þessari viku viðstaddur réttarhöld, sem haldin eru yfir félögum í Samstöðu. Við það tækifæri lýsti hann því yfir að framvegis yrði gripið til „harðari aðgerða" af hálfu Samstöðu en verið hefði. „Ég mun halda fram ákveðnari stefnu," sagði Walesa á miðviku- dag við upphaf réttarhalda yfir Önnu Walentynowicz, sem fram fara í borginni Grudziadz, en Anna var í hópi helztu stofnenda Samstöðu og hefur verið mjög virk í þessum samtökum síðan. „Við verðum að skipuleggja mótmæla- aðgerðir, hungurverkföll og venju- leg verkföll," sagði Walesa enn- fremur. í dag var Walesa viðstaddur, er haldið var áfram réttarhöldum yf- ir sex mönnum, sem ákærðir hafa verið fyrir að skipuleggja aðgerð- ir, sem brutu í bága við herlög þau, sem í gildi voru í landinu. A eftir sagði hann, að gripið yrði til „harðari aðgerða" af hálfu Sam- stöðu, en verið hefði. „Annaðhvort fara fleiri okkar í fangelsi eða við munum ná þeim út úr fangelsi, sem þar eru,“ sagði Walesa. Sex skipum írana sökkt — segir fréttastofa íraks Nicosia, 10. raarz. AP. FLOTI íraks sökkti í dag 6 írönsk- um skipum, er þau voru á siglingu QPEC-fundurinn: Samkomulag í vændum segir olíumálaráðherra Venezúela London, 10. marz. AP. Olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna 13 hófu í dag samningaviðræður sín í milli um framleiðslumagn innbyrðis, en áður höfðu þau lýst því yfir, að náðst hefði samkomulag um olíuverð. Eftir fund þeirra í dag var sagt, að enn hefði ekki náðst samkomulag um framleiðsluskiptinguna. „Við stigum samt stórt skref í samkomulagsátt," sagði Humberto Calderon Berti, olíumálaráðherra Venezúela, eftir fundinn. nyrzt í Persaflóa. Skýrði frétta- stofa íraks frá þessu í dag. Skip þessi voru í hópi fleiri skipa, sem sigldu í skipalest áleiðis til hafnar- borgarinnar Bandar Khomeini. Var sagt, að mikill eldur hefði komið upp í skipunum, áður en þau sukku, en herskip íraka hefðu öll snúið til baka eftir árásina heil á húfi. Af hálfu írana var ekkert sagt um þessa atburði. Þetta var í þriðja sinni í þess- um mánuði samkvæmt frásögn fréttastofu íraks, sem herskip þaðan gera árás á írana. Flug- vélar og herskip frá írak hefðu gert árás í sameiningu 1. marz sl. á mikilvæg mannvirki og skip írana og næsta dag þar á eftir hefðu herskip frá frak ráðist á og sökkt fimm írönskum skip- um, þar á meðal olíuflutninga- skipi. Samtímis hefði verið gerð mikil loftárás á olíusvæði Irana við Nomruz. Páfinn á Haiti Jóhannes Páll II. páfi sést hér ásamt Jean Claude Duvalier, forseta Haiti, og konu hans, er páfinn kora í opinbera heimsókn til Haiti á miðvikudag. Páfi sneri í gær heim til Rómar eftir 8 daga ferðalag um lönd Mið-Ameríku. Verkföll dynja yfír í Svíþjóð 15.000 í verkfall í allsherjarverkfalli dag — hætta á í næstu viku Stokkhólmi, 10. marz. Frá C>ud(1nnu Ragnarsdóttur, fréttaritara Morgunblaósins. VERKFÖLL, yfirvinnubann og verkfallshótanir dynja nú yfir sænskan vinnumarkað. Kl. 6 f fyrramálið, föstudag, leggja 15.000 manns niður vinnu. Verkfóllin Bretland: Kolanámumenn á móti verkfalli London, 10. marz. AP. KOLANÁMUMENN í Bretlandi, sem eru yfir 200.000, hafa hafnað áskorun frá Arthur Scargill, leiðtoga þeirra, um að fara í verkfall. Voru úrslit atkvæðagreiðslu um málið kunngerð í dag og var þar sagt, að % af námu- mönnum hefðu verið andvígir verkfalli. Margaret Thatcher íorsætis- ráðherra lýsti yfir ánægju sinni með niðurstöðum atkvæðagreiðsl- unnar. „Ég tel þetta vera beztu úr- slitin fyrir kolaiðnaðinn í landinu með tilliti til framtíðar hans og þeirra, sem í honum starfa," sagði hún í brezka þinginu í dag. Scar- gill aftur á móti sagði við frétta- menn í dag, að úrslit atkvæða- greiðslunnar væru „augsýnilega mikill hnekkir fyrir samband kolanámumanna“. Þá sagði Scarg- ill ennfremur, að sambandið myndi nú breyta stefnu sinni og hefja viðræður við yfirvöld um, hvaða námum skuli lokað, en það vandamál var tilefni atkvæða- greiðslu þeirrar, sem fram fór á þriðjudag. Scargill varaði hins vegar frú Thatcher við því að líta á niður- stöður atkvæðagreiðslunnar sem heimild um að loka óhagkvæmum kolanámum, en hann heldur því fram, að brezka stjórnin hyggist loka allt að 70 af 192 kolanámum, sem í landinu eru. Þetta var í þriðja sinn, sem brezkir kola- námumenn snúast öndverðir við tilraunum Scargilis til þess að efna til verkfalls. Síðasta verkfall brezkra kolanámumanna, sem náði til alls landsins, átti sér stað 1974 og var því að nokkru leyti kennt um fall ríkisstjórnar Ihaldsflokksins þá, en í henni var Edward Heath forsætisráðherra. munu hafa alvarlegar afleiðingar í lor með sér fyrir flutninga m.a. á matvælum en einnig á hráefnum til iðnaðarins og vörum til ýmissa byggingaframkvæmda. Yfirvinnubann gekk í gildi á miðvikudag fyrir hjúkrunarkon- ur, ljósmæður, fóstrur og fleiri stéttir og afleiðingarnar af því eru strax komnar í ljós. Deildir á sjúkrahúsum hafa lokað og sjúkl- ingarnir verið sendir heim. Sömuleiðis hefur dagheimilum verið lokað. Á föstudag í næstu viku hafa opinberir starfsmenn boðað til verkfalls og eru í þeirra hópi allir brúarverðir í Stokk- hólmi, miðasölufólk á járnbraut- arstöðvum og þeir starfsmenn, sem aðgreina póstinn. Ef samn- ingar nást ekki á næstu dögum milli verkalýðssambandsins og vinnuveitendasambandsins og sömuleiðis milli opinberra starfsmanna og ríkis og bæja, er hættan á allsherjarverkfalli mik- il. Aðfaranótt fimmtudagsins benti allt til þess, að samningar myndu takast milli verkalýðs- sambandsins og vinnuveitenda. Það fyrrnefnda hafði sagt já við samningatillögum sáttasemjara um 2% kauphækkun og launa- uppbætur hjá þeim, sem ekki fá þær sjálfkrafa hjá fyrirtækjun- um. Vinnuveitendasambandið hafði líka samþykkt allt nema launauppbæturnar, en það er ein- mitt um þær, sem styrinn stend- ur. Verkalýðssamtökin segjast aldrei munu falla frá kröfum sín- um um launauppbætur fyrir lág- launastéttirnar, en þessar upp- bætur eru kauphækkanir, sem launþegar fá utan samninganna, ef fyrirtækin eru rekin með gróða. Undanfarin ár hafa bæði hjá einkaaðilum og hjá því opin- bera verið ákvæði um að veita slíkar launauppbætur á borð við þær, sem greiddar eru í iðnaðin- um. En nú vilja vinnuveitendur losna við launauppbæturnar fyrir fullt og allt. Vinnuveitendasambandið sak- ar nú verkalýðssambandið um lagabrot, ef það skellur á verkfall á morgun, föstudag, en verka- lýðssambandið hafði lagt inn verkfallsboðun í síðustu viku. Hana neita vinnuveitendur að taka gilda og var svonefndur at- vinnudómstóll kallaður saman í flýti í kvöld til þess að dæma um það, hvort verkfallið sé löglegt eða ekki. Vinnuveitendasam- bandið hefur enn ekki gripið til mótaðgerða, en búizt er við, að það grípi til verkbanns í næstu viku, ef samningar nást ekki. Olof Palme forsætisráðherra sagði í dag, að ríkisstjórnin hefði að svo komnu ekki í hyggju að blanda sér í deiluna. „Ábyrgðin hvilir á samningsaðilum," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.