Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 19 Samvinnuferðir — Landsýn í stærra húsnæði SAMVINNUFERÐIR — Landsýn hefur nú lokið við breytingar og stækkun á húsnæði sínu að Austurstræti 12. Fer starfsemin nú fram á um 600 fm á fjórum hæðum sem allar hafa verið endurskipulagðar og aðlagaðar að þörfum ferðaskrifstofunnar. Öll hönnum og skipulagning framkvæmda var í höndum Valdimars Harðarsonar, arkitekts. Húsnæði Samvinnuferða — Landsýn hefur stækkað til muna við þessar breytingar. Öll almenn afgreiðsla fer fram á 1. hæð en á 2. hæð er úrvinnsla hópferða og af- greiðsla erlendra ferðamanna. Á 3. hæð er sérstakt aðsetur fyrir starfsfólk í félagstengslum, fund- arherbergi og fjármáladeild og á 4. hæð eru skrifstofur fram- Úr afgreiðslusalnum. kvæmdastjóra og sölustjóra auk annarrar aðstöðu. Hinn nýi afgreiðslusalur er ekki hvað síst hannaður með aukna tölvuvæðingu að leiðarljósi og er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir bókunartölvurnar Alex og Corda og um leið bætta aðstöðu til af- greiðslu farseðla í áætlunarflugi fyrir einstaklinga á leið í við- skipta- eða orlofsferðir. (Úr fréttatilkyniiingii) Starfsmannafélag Blindrafélagsins: Undrast ákvörðun meirihluta stjórnar Blindrabókasafnsins MORGUNBLAÐINU hcfur borist eftirfarandi frá Blindrafélaginu: Kundur í Starfsmannafélagi Blindrafélagsins haldinn aö Hamrahlíð 17, Töstu- daginn 5. mars 1983, lýsir undrun sinni á þeirri ákvörðun meirihluta stjórnar Blindrabókasafns íslands að hafna umsókn Arnþórs Helgasonar um stöðu deild- arstjóra Námsbókadeildar safnsins, sem jafnframt var eina umsóknin sem barst. Fundurinn átelur vinnubrögð meirihlutans og að hann skuli ganga þvert á markmið og stefnu Blindra- félagsins sem er m.a. að stuðla að því að blindir og sjónskertir fái vinnu við sitt hæfi. I auglýsingu um starfið er krafist ákveðinnar menntunar, og er öll stjórn Blindrabókasafnsins sam- mála um að Arnþór Helgason hafi allt það til að bera sem þarf til að gegna þessu starfi, en meirihlutinn hafnar honum á þeirri forsendu að hann sé blindur. Benda má á, að sjá- andi manneskja með sömu menntun þyrfti margt að læra áður en hún gæti tekið við starfi sem þessu. Með ákvörðun þessari skapast hættulegt fordæmi þar sem stofnun sem á að stuðla að hagsmunamálum fyrir blinda og sjónskerta, og ætti því um leið að hafa forgöngu um at- vinnu fyrir þá, hafnar blindum ein- staklingi án þess að gera sér nokkra grein fyrir hæfni hans í starfi. Fundurinn skorar á háttvirtan menntamálaráðherra að hnekkja þessari ákvörðun, sbr. 4. gr. laga um Blindrabókasafn fslands, en þar seg- ir m.a.: „Hún (þ.e. stjórn safnsins) ræður starfslið stofnunarinnar að fengnum tillögum forstöðumanns Blindrabókasafns og með samþykki menntamálaráðuneytisins." Fundurinn minnir á að mál þetta getur haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar í atvinnumálum blindra hér á landi, auk þess sem þetta er skýlaust brot á 16. gr. laga um endurhæfingu nr. 27/1970. Stjórn Blindrafé- lagsins styður afsögn Halldórs Rafnar MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi bréf frá Blindrafélaginu, en bréf sama efnis var sent Ingvari Gisla- syni, menntamálaráðherra. Undir bréf- ið rituðu Sverrir Karlsson, Guðmundur Stefánsson, Halldór S. Rafnar, Björg Kinarsdóttir og Björn Sveinbjörnsson Á stjórnarfundi í Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra á íslandi, haldinn mánudaginn 7. mars sl. í Blindarheimilinu, Hamrahlíð 17, var einhuga studd ákvörðun félags- formanns, Halldórs Rafnars, um af- sögn hans sem formanns stjórnar Blindrabókasafns íslands, vegna skoðanaágreinings við meirihluta safnstjórnar um ráðingu blinds manns til starfa sem deildarstjóra námsbókadeildar safnsins. Stjórn Blindrafélagsins harmar og mótmælir harðlega afstöðu meiri- hluta stjórnar Blindrabókasafnsins til þessa máls og vonast eindregið til að þurfa ekki að endurskoða fyrri tilboð um samstarf á sviði húsnæðis, bókakosts og tækjaafnota fyrir safn- ið. Stjórn Blindrafélagsins beinir þeirri eindregnu ósk til menntmála- ráðherra að hann hnekki ákvörðun meirihluta stjórnar Blindarbók- safns. Háskólafyrir- lestur um heim- speki og sögu ARNÓR Hannibalsson, dósent í heim- speki, flytur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla ís- lands laugardaginn 12. mars 1983 kl. 14 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Heimspeki og saga“ og er annar fyrirlesturinn í röð fyrirlestra um rannsóknir á veg- um heimspekideildar á vormisseri 1983. Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Háskóla Islands) MetsöluUcid á hverjum degi! Þó að reynslan hafi sýnt, að MAZDA bílar hafi lágmarksbilana- tíðni og mjög góða endingu, þá geta alltaf skeð óhöpp, eða smábilanir, þannig að varahluta sé þörf. Frá því að Bílaborg hf. hóf innflutning á MAZDA bílum fyrir rúmum 10 árum hefur ávallt verið kappkostað eftir bestu getu að eiga jafnan til nægar birgðir af varahlutum í allar gerðir MAZDA bíla. Við fullyrðum að fáir bjóði betri þjónustu á þessu sviði og að verð á okkar orginal varahlutum stenst fyllilega verðsamanburð við óorginal varahluti. Því skaltu hafa í huga, að ef varahluta er þörf í MAZDA bílinn þinn — þá skaltu leita fyrst til okkar. MAZDA gæði — öryggi — þjónusta rnazoa Smiöshöföa 23 sími 812 65 Mazda eigendur! Ohöppin gera ekki boð á undan sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.