Morgunblaðið - 11.03.1983, Síða 30

Morgunblaðið - 11.03.1983, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 Bikarmót SKÍ í Skálafelli Akureyrarstúlkurnar eru í sérflokki UM síðustu helgi var haldið í Skálafelli bikarmót Skíðasambands íslands. Keppt var í svigi og stórsvigi. Ágætt veður var báöa keppnis- dagana, en brautir erfiðar og féllu nokkrir keppendur úr keppni af þeim sökum. Um einstaka árangur má segja aö sá hópur sem Skíöasamband íslands hefur valiö sem landslið er aö skilja sig aö nokkru frá öðrum keppendum meö undantekningum þó í karlaflokki þar sem er Kristinn Sigurðsson, R., en hann varð þriðji í báöum greinum, einnig virðist Erling Ingvason, A., vera að ná öryggi í sínar ferðir og hefur skilað sér vel niður í vetur. í kvennaflokki eru Akureyrarstúlkurnar algerlega einráðar, en berjast innbyröis um fyrstu sætin. Skiptust þar á fyrstu sætum Tinna Traustadóttir og Nanna Leifsdóttir. Helstu úrslit eru þessi: STÓRSVIG: Karlar: 1. ferð 2.ferö Samtals 1. Elías Bjarnason, A. 68.79 66.53 135.32 2. Árni Þ. Árnason, R. 68.46 69.03 137.49 3. Kristinn Sigurðss., R. 69.74 67.98 137.72 4. Björn Víkingsson A. 69.89 68.28 138.17 Konur: 1. Tinna Traustadóttir, A. 60.99 60.67 121.66 2. Nanna Leifsdóttir, A. 61.82 60.90 122.72 3. Ásta Ásmundsdóttir, A. 61.24 62.88 124.12 4. Hrefna Magnúsdóttir, A. 62.80 62.38 125.18 SVIG: Karlar: 1. Björn Víkingsson, A. 60.42 49.79 110.21 2. Daníel Hilmarsson, D. 60.09 50.79 110.88 3. Kristinn Sigurösson, R. 60.88 50.69 111.57 4. Erling Ingvason, A. 61.58 50.86 112.44 SVIG: Konur: 1. Nanna Leifsdóttir, A. 55.64 39.97 95.61 2. Tinna Traustadóttir, A. 56.60 40.88 97.48 3. Guðrún J. Magnúsdóttir, A. 57.12 40.90 98.02 4. Hrefna Magnúsdóttir, A. 56.71 41.60 98.31 • Hin snjalla skíðakona Nanna Leifsdóttir frá Akureyri sem hér sést á fullri ferð í brautinni, er nú langefst að stigum í Bikarkeppni SKÍ, hefur hlotið 140 stig. Nanna sigraði í svigkeppni kvenna í Skálafelli. Staöan í bikarkeppni SKI STAÐAN í bikarkeppni Skíða- sambands íslands er nú þessi: KARLAR: stig 1. Elías Bjarnason A. 90 2. Björn Víkingsson A. 79 3. Guðmundur Jóhannss. í. 70 4. Daníel Hilmarsson D. 59 5. Erling Ingvason A. 57 KONUR: 1. Nanna Leifsdóttir A. 140 2. Guðrún H. Kristjáns. A. 103 3. —4. Hrefna Magnúsd. A. 67 3.-4. Guðrún J. Magnús. A.67 5. Tinna Traustadóttir A. 60 • Elías Bjarnason, ungur og bráðefnilegur skíðamaöur frá Ak- ureyri, hefur nú forystu í karla- flokki í bikarkeppni SKÍ, hefur hann hlotið 90 stig. • Hið sigursæla lið Þróttar — sem tryggði sér íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð í fyrrakvöld með sigri á ÍS. Liðið skipa, aftari röð frá vinstri: Leifur Harðarson, Lárentsínus H. Ágústsson, Böðvar H. Sigurðsson, Gísli Jónsson, Guðmundur Kjærnested, Valdimar Jónasson þjálfari. Fremri röð: Jón Friðrik Jóhannsson, Jón Árnason, Gunnar Árnason, Skúli U. Sveinsson og Sveinn Hreinsson. Ljótmynd: Krwljin Einarsson Þróttur íslandsmeistari í blaki ÞRÓTTARAR tryggðu sér ís- landsmeistaratitilinn í blaki þriðja áriö í röð með því að sigra IS á miðvikudagskvöldið. Eins og venja er þegar þessi liö eigast við var um langan og skemmtilegan leik aö ræða. Alls þurfti fimm hrinur og 109 mín. til aö gera út um hann. Stúdentar voru yfir alla fyrstu hrinuna og unnu hana 16—14. í þeirri næstu komust þeir í 9—6 en Þrótti tókst aö jafna, 10—10, og sigra 15—12. Þriöja hrinan sem stóö í tæpar 30 mín. var æsispenn- andi. ÍS komst yfir 8—2 en Þróttur jafnar aftur í 10—10 og komust yfir, 12—10. Síöan er jafnt 12—12, 13—13 og 14—14 en þá tókst ÍS loks aö fá tvö stig og vinna, 16—14. í næstu hrinu komst Þróttur í 7—0 en stúdentar voru grimmir, og ákveönir í að gefa ekkert eftir. Tókst þeim aö jafna 7—7 og komast í 11—8. Þróttarar fengu næstu fjögur stig, 12—11, ÍS jafnar og komst yfir, 13—12, en þá fannst Þrótti nóg komiö og tóku þeir á öllu sem þeir áttu og sigruðu 16—14. í oddahrinunni gekk allt á afturfótunum hjá ÍS á sama tíma og Þróttarar léku mjög vel, og lauk þeirri hrinu meö léttum sigri Þrótt- ar, 15—3. Hjá Þrótti var Sveinn Hreinsson bestur, bæöi í sókn og vörn, auk þess sem hann hvatti samherja sína vel þegar á þurfti aö halda. Lárentsínus Ágústsson var einnig góöur og Leifur Haröarson átti góöa kafla. Hjá ÍS voru þeir Sig- uröur Þráinsson, Friöbert Trausta- son og Friöjón Bjarnason bestir. Dómarar voru Páll Ólafsson og Skjöldur Vatnar', og dæmdu þeir ágætlega nema hvaö þeir leyföu of mikiö af óhreinum fingurslögum. Kvennaliö Þróttar sigraöi stúd- ínur 15—12, 6—15, 15—7 og 15—9 í frekar slökum leik. Lokaspretturinn á islandsmót- inu veröur,í Hagaskóla um helgina og hefst í kvöld kl. 18.30 og leika þá í 1. deild, Víkingur og UMSE, ÍS og Bjarmi og loks ÍS og KA í kvennaflokki. Á Selfossi leika kl. 20 í 2. deild Samhygð og Þróttur Nes. Á morgun veröa síöan fimm leikir í Hagaskólanum og hefst sá fyrsti kl. 11 um morguninn meö viðureign Fram og Þróttar Nes í 2. deild. Síöan koma leikirnir hver af öörum: Þróttur — UBK 1. d.kv., Víkingur — KA 1. d.kv., Vikingur — Bjarmi 1. d. og loks Þróttur — UMSE í 1. deild karla. SUS HM lögreglumanna á skíðum Einar Ólafsson varð í öðru sæti Skíðagöngugarpurinn kunni frá ísafirði, Einar Ólafsson, náði mjög góöum árangri í 15 km göngu á heimsmeistaramóti lög- reglumanna á skíðum sem fram fór á Ítalíu fyrir skömmu. Einar varö annar í 15 km göng- unni af 35 keppendum sem tóku þátt. Og það sem meira var, hann var rétt sekúndu á eftir sigurveg- aranum. í 3x5 km boögöngu keppti sveit frá íslandi og varö íslenska sveitin VALSMENN unnu ótrúlega stóran sigur á liði Þórs á Akureyri í gærkvöldi er liöin léku í bikar- keppni KKÍ. Valsmenn sigruðu með 106 stigum gegn 54. Yfir- í fimmta sæti. Einar náöi bestum tíma allra keppenda í boögöng- unni. 30 sveitir tóku þátt í boö- göngunni, sem var mjög tvísýn og spennandi. Alls kepptu fjórir íslenskir lög- reglumenn í mótinu. Auk Einars kepptu þeir Valur Jónatansson, Kristján Rafn Guðmundsson og Einar Kristjánsson. Valur varö í 14. sæti í svigi, en Einar Karl í 40. sæti. í stórsviginu varð Valur í 16. sæti en Einar Karl féll og var úr leik. burðir Vals voru algerir í leiknum eins og tölurnar bera með sér. Spurning var bara hversu mikill munurinn yröi á liðunum þegar leikurinn væri flautaður af. — þr • Einar Ólafsson stóö sig vel á Ítalíu. Golfhópur til Spánar ÍSLENSKI golfhópurinn sem setti stefnuna á golfferð til Portúgal nú um páskana eins og viö sögðum frá, hefur nú tekiö miðið á golf- ferð til Spánar í staðinn. Veröur fariö á vegum Ferða- skrifstofunnar Útsýn þann 30. mars nk. og dvalið á Atalaya Park, sem eru höfuöstöðvar EURO GOLF á Marbella á Spáni. Veröur dvalið þar í 12 daga og spilað á flestum af bestu golfvöllum Spánar á þeim tíma. Góð þátttaka mun vera í ferö- inni, enda veröiö hagstætt og ekki tapast nema fimm vinnudagar á þessum tíma. Ásgeir skoraði tvö mörk í vináttuleik STUTTGART, lið Ásgeirs Sigurvinssonar, lék sögulegan vináttuleik gegn austur-þýzka liðinu Dynamo Dresden í Stuttgart á þriöjudaginn. Varamarkmaður Stuttgart fékk aö spreyta sig en var ekki í stuði, enda var staöan orðin 0:3 Dresden í hag eftir 14 mínútur. En þetta átti eftir að breytast, Stuttgart vann að lokum 4:3. Ásgeir (2), Olicher og Reichart skoruðu mörkin. Annaö mark Ásgeirs var aukaspyrna af löngu færi í bláhornið uppi, hitt var skoraö úr vítaspyrnu. Bikarkeppni KKÍ: Stórsigur Valsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.