Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 13 Loðnuveiðar Norðmanna í Barentshafi: Góður afli og gott verð fyrir mjölið Fiskimjölsframleiðsla íslendinga 50 þúsund tonn í fyrra en um 200 þúsund tonn árin 1979 og 1980 AFLALEYSI Perúmanna leiddi til hærra verðs á fiskimjöli í lok síðasta árs og hefur verðið á próteineiningu mjöls verið í kringum 7 dollara sfð- ustu mánuði. Búist er við, að verðið haldist á þessu bili á næstunni, en þó eru spurningarmerki vegna minnkandi notkunar mjöls og kann það að leiða til birgðasöfnunar jafn- vel þó svo að framleiðsla sé ekki mikil í heiminum. Gagnvart Islendingum horfir málið þannig við, að þó verðið sé allgott, þá er framleiðslan lítil vegna loðnuveiðibannsins. Að sögn Jóns Reynis Magnússonar, framkvæmdastjóra Síldarverks- miðja ríkisins, var framleiðslan í fyrra aðeins um 50 þúsund tonn hérlendis í fyrra, en 147 þúsund tonn árið 1982. Það þótti lítið og var þá borið saman við árin 1980 og 1979, en þau ár nam mjölfram- leiðslan um 200 þúsund tonnum hvort ár. Jón Reynis sagði, að vissulega hefði mjölverðið hækkað verulega og væri orðið allgott, en þó hefði það ekki enn náð því verði, sem mest af framleiðslu ársins 1981 var seld á eða um og yfir 7,15 dollara fyrir próteinein- ingu. Þegar mjölverðið var lægst á síðasta ári fór það niður i tæplega 5 dollara fyrir próteineiningu. í norska blaðinu Fiskaren er greint frá stöðunni á mjölmörkuð- um og þar segir, að loðnuveiðar Norðmanna í Barentshafi hafi gengið mjög vel. Þegar sé búið að selja 80—90 þúsund tonn af mjöli fyrirfram, en búist er við að fram- leiðslan verði um 120 þúsund tonn af mjöli. Norðmenn og Rússar skipta loðnuveiðum í Barentshafi með sér og eru Norðmenn langt komnir með að veiða upp í kvóta sinn. Engin tengsl eru á milli loðnustofna í Barentshafi og við ísland. Húsavík: Stórir bílar og litlir út af vegi Húsavfk, 9. mare. Sérleyfisbifreiðin Húsavfk — Ak- ureyri lenti í morgun út af veginum skammt frá Ljósvetningabúð í Köldukinn. Snjókoma var og vegur- inn blindaður, sem kallað er, mikil hálka, en engar leiðbeiningastikur þarna, sem þó eru víða. Engan sem í bifreiðinni voru sakaði og hún er talin lítið skemmd. Rétt áður en fyrrnefnt óhapp skeði fór stór vöruflutn- ingabifreið frá KÞ út af veginum skammt sunnan við þann stað sem rútan fór og fleiri bílar sáust utan vegar á svipuðum slóðum i dag, því þarna voru mjög erfið ökuskil- yrði. Fréttaritari Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! í Fiskaren er greint frá mjöl- sölu á helztu mörkuðum og þar segir, að helzta orsök hækkaðs mjölverðs sé alfabrestur í Perú. Ástæða þess er hlýr hafstraumur, E1 Ninoen, sem á tímabili hækkaði hita sjávarins við strönd Perú úr tæpum 20 gráðum upp í 25—26 gráður. Þetta leiddi til þess, að fiskurinn leitaði niður meira dýpi og í desember og framan af janúar var enginn afli. Síðustu vikur hef- ur orðið breyting á þessu. Svalur síðdegisvindur hefur kælt yfir- borðið og fiskurinn um leið leitað i stórum torfum nær yfirborði. Síð- ustu vikur fór vikuaflinn upp i 30—40 þúsund tonn. Fiskurinn var hins vegar mjög magur og lýsis- hlutfallið innan við 1%. Jón Reynis Magnússon sagði, að lýsisverð á heimsmarkaði hefði undanfarið verið mjög lágt eða i kringum 315 dollarar fyrir tonnið. Árið 1982 var lýsisframleiðslan hérlendis tæplega 9 þúsund tonn, en 78 þúsund tonn árið 1981 og enn meiri árin tvö á undan. I Fiskaren segir, að lýsisverð sé á uppleið og bæði verð á mjöli og lýsi sé nú hærra en viðmiðunarverð i Nor- egi. Afkoma þessarar greinar sé þvi góð og það sé meira heldur en hægt sé að segja um flestar aðrar þýðingarmiklar atvinnugreinar i Noregi. Hljómbær opnar smávöruverslun HLJÓMBÆR opnaði f síðustu viku gjafavöruverslun að Hótel Esju. Verslunarstjóri er Anna Karen Sverrisdóttir og sagði hún í viðtali við Mbl.: „Með þessari verslun opnum við fólki nýja möguleika varðandi gjafavörur en verslunin verður opnin frá 2—10 bæði virka daga og um helgar. Þær vörur sem við verðum með eru frá okkur, lítil heimilistæki, hljómtæki, útvörp, segulbönd, klukkur, einnig heimilistæki eins og ristavélar og straujárn, klukk- ur, tölvur og úr, rakvélar og fleira. Þá verða einnig vörur frá fleiri aðilum og má þar nefna silfurvör- ur frá Hreini M. Jónssyni, hljómplötur frá Fálkanum og Steinari, matvörur í skemmtileg- um pakkningum frá fslenskum fyrirtækjum, filmur og fleira frá Kodak og munum við hafa hér bæði ljósritunar- og framköllun- arþjónustu." Hús & Híbýn ®am úel Gest SMfinn Er nokkur furða þó við séum svolítið stolt hjá Sam-útgáfunni? í fjölmiðlakönnun Hagvangs fyrir samtök auglýsingastofa kemur fram að blöð- in okkar, Hús & Híbýli og Samúel, eru í fyrsta og þriðja sæti yfir mest lesnu tímaritin. Hús & Híbýli er lesið af rúmlega 40% landsmanna, og Samúel af rúmlega30%. Hús & Híbýli og Samúel keppa við mörg ágætis tímarit um hylli les- enda, þannig að við getum ekki annað en verið ánægð með árang- urinn. Eða er annað hægt en vera svolítið upp með sér þegar bæði blöðin sem Sam-útgáfan gefur út eru á toppnum? Starfsfólk Sam-útgáfunnar. Áskriftarslmi 83122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.