Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 Hart veizt að forsætisráöherra: Krefst skýrra svara um þingrof og þinglausnir — sagöi Árni Gunnarsson — Bæði Alþýðubandalag og Framsóknar- flokkur hóta úrgöngu úr ríkisstjórn, sagði Pétur Sigurðsson Við þessar aðstæður, þegar enn er eftir að afgreiða mikilvæga málaflokka, tel ég eðlilegt, að þingiö njóti aðstoðar og stuðnings forsætisráðherra, en því er ekki að heilsa, sagði Árni Gunnarsson, er hann gagnrýndi verkstjórn og vinnulag á Alþingi í gær. Hann „lætur ekki svo lítið að greina þinginu frá áætlunum sínum um þingrof og nýjar kosningar, sem nauðsynlegt er að hafa kortlagt, vegna verkstjórnar í þinginu. Forsætisráðherra hefur ekki tekið þátt í fundum með forsetum þingsins og formönnum þingflokka, þar sem reynt hefur verið í góðri samvinnu að greiða fyrir framgangi mála. Ekki einu sinni látið í té lista yfir þau mál, sem hann vill fá afgreidd fyrir þinglausnir. Þessi óvissa öll veldur gífurlegum erfiðleikum og margvíslegum óþarfa vandamálum.... Allt verður þetta til að draga upp dekkri mynd af þinginu en fyrir er — og er þó vart á bætandi." Formaður Alþýðuflokksins hef- ur ritað forsætisráðherra bréf, sagði Árni, þar sem krafizt er svara um þingrof og nýjar kosn- ingar. Þingið getur ekki lengur tekið þátt í þessu sjónarspili. Þess vegna krefst ég þess að forsætis- ráðherra skýri frá því þegar í stað, hvenær hann ætlar að senda þing- ið heim og efna til nýrra kosninga. Fáist ekki þau svör „eiga þing- menn að neita að taka þátt í af- greiðslu mála með þeim hætti, sem verið hefur síðustu daga“. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) upplýsti að þingflokkaformenn hefði ekki fengið lista frá forsæt- isráðherra yfir mál, sem hann teldi nauðsynlegt að afgreiða, hinsvegar hefði forseti Sameinaðs þings að eigin frumkvæði tekið saman slíkan lista. Sverrir Hermannsson (S) taldi rétt að bíða með umræður um málið unz forsætisráðherra væri til staðar í þinginu. Ólafur G. Einarsson (S) sagði tvo málalista fram koma. Annar væri unninn af skrifstofu Alþingis, 2ja vikna gamall, yfir óafgreidd mál og stöðu þeirra þá í meðförum þingsins. Hinn unninn af forseta þingsins. Það hefur háð störfum þingsins verulega, að ekki hafa fengizt skýr svör um, hvenær þinglausnir yrðu. Pétur Sigurðsson (S) sagði þakk- arvert af Árna Gunnarssyni að vekja athygli á pólitískri stöðu á Alþingi: • 1) Alþýðubandalagið hótar útgöngu úr ríkisstjórn ef sam- þykkt verður tillaga um þing- kjörna viðræðunefnd við Alusu- isse um orkuverð. • 2) Framsóknarflokkurinn hótar hina sama, ef samþykkt verður þingsályktun um sam- komudag þings að loknum kosn- ingum! Lög frá Alþingi: Ólafsvík verður kaupstaður — en ekki sérstakt lögsagnarumdæmi Alþingi hefur samþykkt kaupstað- arréttindi fyrir Ólafsvík, en þing- menn Vestlendinga höfðu flutt þing- mál um það efni. í frumvarpinu var gert ráð fyrir því að hinn nýi kaup- staöur yrði jafnframt sérstakt bæjar- fógetaumdæmi, en viðkomandi þing- nefnd flutti breytingartillögu, sem þingið samþykkti, þess efnis, að svo yrði ekki, heldur gegndi viðkomandi sýslumaöur áfram bæjarfógetaemb- ætti fyrir hinn nýja kaupstað. Alexander Stefánsson (F), sem var fyrsti flutningsmaður frum- varpsins, féllst á þessa breytingu í viðkomandi þingnefnd. • 3) Verði báðar tillögurnar samþykktar sitja einir eftir í rík- isstjórn Gunnar Thoroddsen og meðráðherrar hans úr Sjálfstæð- isflokki! Þetta er skondin staða, en hitt er sýnu verst, að hringlandinn kemur niður á virðingu og vinnu- brögðum Alþingis. Kjartan Jóhannsson (A) sagði tvennt þurfa að liggja ljóst fyrir: 1) Ákvörðun um þingrof, 2) Ákvörðun um þinglausnir. Þetta tvennt þyrfti ekki að fara saman. Þingrof hafi verið ákveðið 5. apríl 1963 en þinglausnir 20. april. Eins má gera nú, en hreinar línur í þessum efnum myndu auðvelda þingstörf, sem hanga öll í lausu lofti. Matthías Bjarnason (S) sagði þá starfsvenju gegnumgangandi á 20 ára þingferli sínum, þar til núver- andi ríkisstjórn hafi verið mynd- uð, að forsætisráðherra hafi haft frumkvæði að því að skapa sátt og samlyndi um afgreiðslu mála, ekki sízt á síðustu dögum þinghalds, en öfujgt væri nú að farið. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) sagði þingforseta og þingnefndir hafa skilað góðu starfi við sér- stæðar og erfiðar pólitískar kring- umstæður, og kvað óvíst, að til hins betra horfði þó að títtnefndur ráðherra færi að skipta sér af verkstjórn í þinginu. Sighvatur Björgvinsson (A) sagði forsætisráðherra lítt hafa mætt á þingfundum undanfarið og taldi ekki við hæfi, að hann væri ekki viðstaddur í umræðu, er varðaði hann fyrst og fremst. Stefán Jónsson (Abl) tók undir orð Sverrir Hermannssonar, að dokað væri með þessa umræðu. Hann gagnrýndi þau vinnubrögð, að þingstörf stæðu lungann úr sól- arhringnum, sem gæti komið fram í verri vinnubrögðum en ella. Það á ekki að vinna hér eins og sjó- menn neyddust til að gera fyrir vökulögin, af ótta við að missa plássin, — eða er það sami óttinn sem hér ríður húsum? Ámi Gunnarsson (A) endurtók nú kröfur sínar til forsætisráðherra, sem gekk í þingsal. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, kvað grundvöll spurn- inga Árna rangan og röksemda- færslu snúið við. Nokkuð væri síð- an að samþykkt hafi verið að kosningar færu fram ekki síðar en 23. apríl. Þingrofi og ákvörðun um þinglausnir er rétt að haga eftir því, hvern veg miðaði störfum hér í þinginu, en eftir væri að afgreiða nokkur mikilvæg mál, kjördæma- málið, lánsfjárlög, vegalög og vegaskatt. Gunnar sagðist hafa rætt það við forseta, að þingstörf- um lyki á föstudag eða laugardag, og við það hefur verið miðað. En nú er talað um eldhúsumræður á mánudag (sjónvarpsumræður). Tilefni Árna Gunnarssonar til fyrirgangsins er því ekki stórt. Kjartan Jóhannsson (Abl) minnti enn á, að ekki þyrftu að fara sam- an þingrof og þinglausnir. Þing- rofsrétturinn væri í höndum for- sætisráðherra. Illt væri að hann hafi ekki talað skýrt út um það efni, sem hefði getað greitt mjög fyrir þingstörfum. Ólafur G. Einarsson (S) fagnaði þeirri yfirlýsingu forsætisráð- herra, að kosningar yrðu ekki síð- ar en 23. apríl. Ekki síður því, að þingið þyrfti ekki að starfa undir þeirri pressu, sem verið hafi, ef forsætisráðherra héldi á ákvörð- unum um þingrof og þinglausnir eftir því, hvern veg þingstörf gengju fram. Þá væri tvennt til. Hið fyrra að að ljúka þingi fyrir eða um miðja næstu viku. Hið síð- ara að forsætisráðherra tæki af skarið með því að ákveða þingrof nú en þinglausnir nokkru síðar, að því fordæmi, sem Kjartan Jó- hannsson (A) hefði réttilega bent á. En við viljum fleiri mál af- greidd en ráðherra tiltók. Svipmynd frá Alþingi: Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, og Pálmi Jónsson, landbúnað- arráðherra. Forsendur lánsfjárfrumvarps brostnar: „Þjóðarskútuna rekur stjórn- laust fyrir sjó og vindiu — segir Matthías Á. Mathiesen í þingræðu Matthías Á. Mathiesen (S) gerði grein fyrir nefndaráliti sjálfstæð- ismanna um frumvarp fjármála- ráðherra að lánsfjárlögum 1983. Gagnrýnisatriði hans vóru efnis- lega þessi: • 1) Frumvarpið var lagt fram 5 mánuðum síðar en lög standa til, vegna ósættis í ríkisstjórninni. Þetta er einsdæmi þó á ýmsu hafi oltið hjá landsstjórninni í seinni tíð. • 2) Frumvarpið er grundvallað á reiknitölu fjárlaga, þ.e. 42% verð- breytingum milli áranna 1982 og 1983, sem þýðir 30—32% verð- bólgu frá upphafi tii loka líðandi árs. Efnahagsspár standa hins- vegar til 70—80% verðbólgu, að öllu óbreyttu. Forsendur frum- varpsins er því brostnar og það löngu úrelt orðið. • 3) Innlend fjáröflun er ofáætluð í frumvarpinu, sennilega um 350—400 m.kr. Þessi ofáætlun kemur bæði fram í áætlaðri sölu spariskírteina og áætluðum skuldabréfakaupum lífeyrissjóða, ef tekið er mið að reynslu líðandi árs. • 4) Búast má við að erlend lán Matthías Á. Mathiesen verði yfir 50% af þjóðarfram- leiðslu 1983 og greiðslubyrðin rúmlega 25% af þjóðartekjum. Hér er um hærra hlutfall að ræða en nokkru sinni fyrr — og skulda- staða þjóðarbúsins er komin yfir hættumörk. Engu að síður er um vanáætlun í frumvarpinu að ræða, varðandi erlenda lánsfjárþörf. Ef tekið er mið af skuldbindingum og ákvörðunum stjórnvalda er talið að skorti nærri 600 m.kr., einvörð- ungu vegna þess þáttar. Allt hjal fjármálaráðherra um niðurskurð erlendra lána eru blekkingar ein- ar. Benda má á að áætlaðar af- borganir erlendra lána 1983 eru 2.300 m.kr. • 5) Staða fjárfestingar- og at- vinnuvegasjóða 1983 er mjög varhugaverð, varlega áætlað, og styrkir ekki veika stöðu einstakra atvinnuvega. • 6) Af framansögðu má sjá að lánsfjárlagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar er slælega undirbúið, óraunhæft með öllu og er ekki með nokkrum hætti til þess að leyst verði þau fjölmörgu vandamál sem við er að glíma, sagði Matthí- as Á. Mathiesen. Hann sagði ennfremur: „Nú situr í landinu ríkisstjórn, sem stefnulaus og úr- ræðalaus, sem Iætur þjóðarskút- una reka stjórnlaust fyrir sjó og vindi. Afleiðingar þessa eru þær að eftir 3ja ára starfsferil núver- andi ríkisstjórnar er útlit í þjóð- málum dekkra en nokkru sinni fyrr.“ Matthías Bjarnason: Ófremdarástand í lækn- isþjónustu á Hólmavík MATTHÍAS BJARNASON (S) kvaddi sér hijóðs utan dagskrár í neðri deild Alþingis nýlega og vakti athygli á ástandi læknis- þjónustu á Hólmavík, en þar sagði hann að mikill skortur væri á læknum. Sagði Matthías að frá 6. desember sl. hefðu 7 læknar verið settir í læknishéraðinu og alltaf hefði viðdvöl þeirra verið í skamman tíma, og dæmi væri um að dvölin hafi ekki staðið nema í 3 daga. Benti Matthías á að oftar væri um stúdenta að ræða, eða í 6 til- fellum af 10. Með þeim hætti sem á væri hafður, væri lítil læknis- þjónusta í héraðinu og lítið öryggi. Þetta væri ófremdarástand sem þarna hefði skapast. Bað Matthías heilbrigðisráðherra um að taka þetta mál sérstaklega til athugun- ar. Málið væri mjög brýnt og fjöldi fólks vonaðist til þess að unnt yrði að finna á þessu lausn. Matthías vakti athygli á því að mikill fjöldi lækna væri starfandi á höfuðborgarsvæðinu og benti á þá leið, hvort hægt væri, í samráði við samtök lækna, að sjá til þess að læknar færu út á land til starfa um nokkurn tíma. Svavar Gestsson heilbrigðisráð- herra sagði, að Hólmavík væri eitt þeirra læknisumdæma sem erfið- ast hefði verið að manna. Síðast- liðin 2 ár hefði heilsugæslustöðin verið setin, en með tíðum manna- skiptum, og væri ljóst að það væri ekki sú læknisþjónusta sem fólk í héraðinu ætti rétt á. Hins vegar hefði ráðuneytið tekið þá stefnu að betra væri að hafa lækna þar í skamman tíma hvern, heldur en að enginn læknir væri á staðnum. Ferjuskip á Breiðafiröi: 10 m.kr. framlag byrjunar- Matthías Bjarnason og 9 aðrir þingmenn Vestfjarða og Vestur- lands hafa lagt fram breyt- ingartillögu við frumvarp að lánsfjárlögum, þess efnis, að fjármálaráðherra skuli heimilt að taka lán að upphæð 10 millj. kr. sem verja skal sem byrjunar- framlagi til byggingar á ferju- skipi sem ætlað er að starfrækja á Breiðafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.