Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 11 Stykkishólmun Fjörugur febrúar Stykkishólmi, 2. mam 1983. FEBRÚAR hefír nú kvatt, umhleypingasamur var hann, mikið um snjó og einnig mikil rigning, svo autt varð annað slagið. Það var oft erfítt á vegum og um skeið þurfti rútan að fara Heydal þar sem ekki þótti borga sig að opna Kerlingarskarð fyrir umferð. Félagslíf var með mesta móti og fyrst var hjónafagnaður sem þótti takast vel, en nefnd kosin að afloknu prógrammi á hverj- um hjónafagnaði stýrir og stjórnar þeim næsta og er mikill undirbúningur fyrir hvern fagn- að og yfirleitt reynt að hafa inn- anbæjarefni. Helgfellingar efndu til þorrablóts í hinu veg- lega og nýja félagsheimili þeirra, að Skildi. Var þar margt manna eins og á hófinu í Stykk- ishólmi. Þótti þetta þorrablót Vesturlandskjördæmi: Alþýðubanda- birtir lagið lista sinn KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðubanda- lagsins á Vesturlandi samþykkti framboðslista fíokksins til næstu Al- þingiskosninga sl. sunnudag, að undangengnu forvali um fjögur efstu sætin. Listann skipa: 1. Skúli Alexandersson, alþingis- maður, Hellissandi. 2. Jóhann Ársælsson, skipasmiður, Akranesi. 3. Jóhanna Leópoldsdóttir, verzl- unarstjóri, Vegamótum. 4. Ríkharð Brynjólfsson, búfræði- kennari, Hvanneyri. 5. Kristrún Óskarsdóttir, sjómað- ur, Stykkishólmi. 6. Einar Ólafsson, bóndi, Lamb- eyrum. 7. Þórunn Eiríksdóttir, húsmóðir, Kaðalstöðum. 8. Jóhannes Ragnarsson, sjómað- ur, Ólafsvík. 9. Sigurður Lárusson, formaður Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar, Grundarfírði. 10. Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir Kópareykjum. 'HEFÖRÍU HU6LEITT HVERNI6 V® 6ÆTUM SÖPffi SRMRN 6ULLINU Ef ÞIN&LOK BÆRU UPPR ÓLVMPÍULEIKRNR?" takast vel og þurftu Helgfell- ingar ekki að sækja dagskrá út fyrir sveitina. Þá kom leikflokkur hingað úr Grundarfirði og sýndi sjónleik- inn „Stjórnleysingi ferst af slysförum" eftir Dario Fo. Var hann vel leikinn hjá þeim og fengu þeir hina bestu dóma að honum loknum. Einnig kom hér leikhópur frá fjölbrautaskólanum á Akranesi með sjónleikinn „Klerkar í klípu“ og var þeim vel fagnað og vel tekið á móti. Voru áhorfend- ur sammála um að bæði leik- mynd og leiksýningin öll hefði tekist mjög vel. Þó hefðu mátt vera fleiri áhorfendur á báðum þessum sýningum. En hafi þeir þökk fyrir komuna. Klúbbarnir hér hafa starfað með reglubundnum hætti og á fundum hafa verið margvísleg efni rædd, dægurmál og fleira. Bridgefélagið hefir haft sín kvöld einu sinni í viku og er áhugi talsverður eins og áður. Kvenfélagið hélt upp á sitt 76. afmæli og fleira mætti tíunda svo á þessu má sjá að Hólmarar höfðu nóg að una við í febrú- armánuði. (FrétUrtUri.) Lýst eftir ökumönnum og vitnum UMFERÐARDEILD lögreglunnar f Reykjavík lýsir eftir tveimur öku- mönnum og vitnum að ákeyrslu á mann á Kleppsvegi 6. marz si. Ákeyrslan hefur sennilegast átt sér stað síðdegis og bilnum, sem ekið var á manninn, lýsir hann sem brúnum litlum fólksbíl. Mað- urinn rifbeinsbrotnaði og hlaut fleiri áverka. Skömmu síðar kom annar bíll að og tók ökumaður hans hinn slasaða upp í og ók hon- um á Landspítalann. Lögreglan biður ökumennina að gefa sig fram og lýsir eftir vitnum að þessum atburði. TTöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! Viö frystum veröið á Philips fiystikistunum Það er eins og verðið á Philips frystikistunum hafi verið fryst síðan í haust. Að minnsta kosti er það nokkurn veginn óbreytt. Ástæðan er reyndar sú að okkur hefur tekist að fá fram 2.410.00 króna verðlækkun á 260 lítra kistum og 2.320.00 króna verðlækkun á 400 lítra kistum. Frysta verðið er sem hér segir: 260 lítra Philips frystikista kr. 11.990.00 400 lítra Philips frystikista kr. 13.990.00 Útborgun er aðeins 3.000.00 krónur og við erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistæki hf Sætúni 8 Hafnarstræti s. 15655 - s. 20455 ... i^L Lagerinn Smiðjuvegi 54 Kópavogi Ótrúlega mikið af nýjum vörum í dag Opin mánudag kl. 12—18, þriðjudag kl. 12—22, miðvikudag kl. 12—18, fimmtudag kl. 12—18, föstudag kl. 12—22, laugardag ki. 10—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.