Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið aö notfæra sér viötalstíma bessa. V Laugardaginn 12. marz verða til viötals Hulda Valtýs- ^ dóttir og Vilhjálmur G. Vilhjálmsson. Lmmmmmmm-----------------------------I Suharto end urkjörinn forseti Jakarta, Indónesíu, 10. mars. AP. SUHARTO Indónesíuforseti var í dag endurkjörinn í embætti á ráögjafar- samkundu þjóöarinnar og mælti eng- inn honura í mót. Er þetta fjóröa kjörtímabil hans en hvert kjörtímabil stendur í fimm ár. Á ráðgjafarsamkundunni sitja 920 menn og þurftu þeir ekki nema 30 mínútur til að ræða ráðningu Su- hartos, sem einnig var sæmdur titl- inum „Faðir framfaranna" í þakk- arskyni fyrir að hafa „forðað Indón- esíu frá gjaldþroti", sem við blasti vegna óráðsíu Sukarnos, fyrrum for- seta. Suharto komst til valda árið 1965 eftir að kommúnistar höfðu gert uppreisn í landinu. Hann var þá hershöfðingi og bældi niður upp- reisnina af mikilli hörku og hefur ríkt síðan sem allsráðandi til sjós og lands. Mauno Koivisto, forseti Finnlands, kom sl. þriðjudag í tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs og hitti þá m.a. Ólaf konung V að máli. Var þessi mynd tekin við það tækifæri af þeim Kovistio-hjónunuin og Noregskonungi, en ásmat þeim eru á myndinni Haraldur krónprins og Astríður prinsessa. Sonja, kona Haralds, er nú í Bandaríkjunum. Hjalparstörf erlendis Rauði kross Islands efnir til námskeiðs fyrir fólk, sem hefur áhuga á að taka að sér hjálparstörf á vegum félagsins erlendis. Námskeiðiö verður haldið í Munaðarnesi dagana 10.—15. maí nk. Umsækjendur þurfa að upþfylla skilyrði sem sett eru af Alþjóöa rauöa krossinum og RKÍ og eru m.a. 1. Aldur: 25—50 ára 2. Góð menntun og almenn reynsla. 3. Góö enskukunnátta. 4. Gott heilsufar. 5. Reglusemi. 6. Nauðsynlegt er aö viökomandi vilji fara til starfa með stuttum fyrirvara ef til kemur. Leiöbeinendur á námskeiðinu verða starfsmenn frá Alþjóðasambandi Rauöa kross félaga, Alþjóðaráði Rauða krossins og Rauöa krossi íslands. Kennsla fer fram á ensku. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Rauða kross ís- lands, Nóatúni 21. Nánari upþlýsingar veitir Jakobína Þórðardóttir á skrifstofu RKÍ kl. 14—16 daglega, sími 26722. Ath! Umsóknarfrestur er til 18. mars. Rauði kross íslands. Bæja- og sveitarstjórna- kosningar boðaðar á Spáni Madrid, 10. mars. AP. RÍKISSTJÓRNIN á Spáni til- kynnti í dag, að efnt yrði til bæja- og sveitarstjórnakosninga í land- inu þann 8. maí nk. Þetta er að- eins í annað sinn frá því 1931, að „Hefnd“ gegn tóbaksreyk Milwaukee, Bandar., 10. mars. AP. Slökkviliösmaöur í Milwaukee hefur blandaö daunillt efni, nokk- uð sem hann framleiöir nú í smá- brúsum. Efnið kailar Thomas Templin, en svo heitir maðurinn, „Revenge", eöa „Hefnd“ á ís- lensku. Það er ætlaö fólki sem reykir ekki og hugmyndin er að það sprauti efninu að reykingafólki sem blæs tóbaksreyk í allar áttir öörum til ama og óþæginda. „Efninu er ekki ætlað að drepa í vindlingum reykingafólksins og sannarlega er ekki hugmyndin að því sé sprautað í augu þess, hugmyndin er einfaldlega að svara reykingafólkinu í sömu mynt, þ.e.a.s. sem illþefjandi viðbjóði," segir Templin. Brúsinn kostar 3,99 dollara, en 25 sent af hverri dós sem selst fara beint 1 krabbameinsrannsóknarsjóði. RHJAT8 ARQMI8 Fyrirliggjandi í birgðastöð VELASTAL Fjölbreyttar stæröir og þykkti • ----------------------- sívalt ferkantaö flatt istöð I I • • • I sexkantað spænskum kjósendum gefst kost- ur á að greiða atkvæði í kosning- um um yfirvöld í bæjum og sveit- um í lýðræðislegum kosningum. Áður hafði ríkisstjórnin sam- þykkt tilskipun að halda sam- hliða þessum kosningum kosn- ingar til héraðsþings í 13 af 17 sjálfstæðum héruðum Spánar. Fjögur héraðanna búa þegar við sjálfsstjórn: Katalónía, Baska- land, Galísea og Andalúsía. Litið er á þessar kosningar, sem fyrsta tækifæri spænskra kjósenda til þess að láta álit sitt á ríkisstjórn Gonzalez í ljósi, en hún hefur setið að völdum í hálfan fjórða mánuð. Vestur-Þýskaland: írani flýr réttvísina Diisseldorf, 10. mars. AP. FYRRUM aðstoðarforsætisráðherra írans flýði til Teheran í nótt er leið til að koma sér undan hugsanlegri fangelsisvist fyrir eiturlyfjasmygl til Vestur-Þýskalands. Eftir handtökuna 8. janúar sl. sagði ríkisstjórn klerkanna í íran, að hann væri sendimaður í leynilegum erindagjörðum og nyti því friðhelgis en á það vildi dómstóllinn ekki hlusta. Iraninn, Sadegh Tabatabai, 39 ára gamall lífefnafræðingur, fjar- skyldur ættingi Khomeinis og mágur sonar hans, mætti ekki við réttarhöldin í dag og sagði lög- fræðingur hans, að hann hefði tekið sér far með flugvél til Teher- an þá um nóttina. Vestur-þýska utanríkisráðuneytið mælti í gær með því, að Tabatabai yrði látinn laus en rétturinn hafnaði þeirri bón og kvað á um framhald máis- ins. Þegar Tabatabai var handtek- inn fundust 1,7 kg af ópíum í far- angri hans en þá var hann að koma til Þýskalands frá Teheran. íranstjórn hélt því strax fram, að hann væri sendimaður og ætti að njóta réttinda þeirra en engin slík skilríki fundust í fórum Tabataba- is. SSSVS imi8 re inúíiegioa I erlent Franskt íyrirtæki festir kaup á AEG-Telefunken París, 10. marz. AP. FRANSKA fyrirtækjasamsteypan Thomson-Brandt hefur tilkynnt að hún hafi ákveðið að kaupa hluta í AEG-Telefunkcn-samsteypunni þýzku, sem rambað hefur á barmi gjaldþrots um langt skeið. Thomson-Brandt, sem lengi hefur áformað að ná betri tökum á markaði fyrir rafeindavör- ur í Evrópu í samkeppni við japanska framleiðendur, hefur fest kaup á sjónvarps- og útvarpsdeild Telefunken, en hún ræður yfir víðtækri tækniþekkingu og hefur einkaleyfi á ýmsum hugmyndum á þessu sviði. Thomson-Brandt hafði áður reynt að kaupa meirihluta í Grundig-samsteypunni, en þýzka einokunarstofnunin hafði lagt bann við þeim fyrirætlun- um. Stofnunin fær nú til með- ferðar ráðagerðir Thomson- Brandt um kaup á AEG-Tele- funken.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.