Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 Strætisvagnafargjöldin Bréf til borgarstjórans í Reykjavík — eftir Jón Þorgeirsson Hvers vegna í einu lagi 50% hækkun á strætisvagnafargjöld- um? Þetta er stór hækkun þótt verðbólgan sé mikil og mikill halli á rekstri strætisvagnanna og sá halli greiddur niður af almannafé. Þá er það furðuleg ákvörðun hjá nýorðnum borgarstjóra, Davíð Oddssyni, að taka svona stórt stökk í einu lagi. Það slær á mann óhugur, þegar svona leiftursókn er hafin strax í upphafi nýs kjör- tímabils meirihluta í borgar- stjórn. Mér sem strætisvagnafarþega hefði fundist eðlilegra að hækka strætisvagnagjöld t.d. ca. 25% strax eins og gert var fyrir stuttu, þegar lögbann var sett, og svo 25% síðar ef með þarf. Hefur borgarstjóri reknað það út, hvað hækkunin 50% gerir mikið á hvern einstakiing yfir árið, ef hanji jiefði fengið þá hækkun í gegn? Hvað með barnmargar fjöl- skyldur, kemur ekki hækkunin illa við þær? Borgarstjórnarmeiri- hlutinn lofaði því fyrir kosningar að lækka fasteignagjöldin og hef- ur hann staðið við það loforð, en til að svo megi verða þarf einhvers staðar að ná þeim jjeningum sem því nemur. Þá virðist það fyrsta skrefið að fara fram á að hækka svona gífurlega strætisvagnafar- gjöldin. Sem dæmi get ég sýnt fram á hvernig þetfæTcemur út á KOMIÐ er út á kostnað Klaustur- útgáfunnar annað bindi Kristinna hugvekja, en Bókhlaðan hf. annast dreifingu þeirra. Á kápusíðu segir m.a.: „Hugvekj- ur þessa bindis ná yfir tímabilið frá hvítasunnu til aðventu. Fyrra bindið, sem áður er út komið, spannar yfir tímann frá aðventu (jólafóstu) til hvítasunnu. Með þessum tveimur bókum eru því í fyrsta sinn komnar út á íslensku kristnar hugvekjur fyrir hvern dag kirkjuársins og er það alger nýjung hér á landi. Höfundar þessara bóka eru alls fimmtíu og sjö íslenskir kenni- menn, sem skrifa hver um sig hug- „Nú má borgarstjóri ekki misskilja mig, að ég vilji ekki að strætis- vagnafargjöldin séu hækkuð og hallarekstur strætisvagnanna sé sem allra minnstur, og það vilja áreiðanlega flestir Reykvíkingar. Það er bara ekki sama hvernig farið er að hlutunum.“ mínu heimili. Ég og sonur minn ferðumst alltaf með strætisvögn- unum. 50% hækkunin fyrir okkur tvo gerir ca. kr. 6.000.- á ári miðað við núverandi verðlag. Á fasteignaseðlinum, sem ég fékk sendan heim, segir: Borgar- stjórn hefur lækkað fasteigna- skatt á íbúðarhúsnæði úr 0,5 í 0,421%. Eða um 548 kr. á þessum reikningi. Borgarstjórn hefur veitt 18% afslátt af brunabóta- iðgjaldi, sem að meðtöldum sölu- skatti nemur kr. 54.- á þessum reikningi. Ef ég dreg þessar kr. 548.- og kr. 54.- frá ca. 6.000.- kr. þá sjáum við hvað borgin myndi fá í mismun frá þessari einu fjöl- skyldu. Nú má borgarstjóri ekki mis- skilja mig, að ég vilji ekki að vekjur fyrir eina viku kirkjuárs- ins. Æviágrip og mynd hvers höf- undar fylgir hugvekjunum. Meðal þeirra eru bæði fyrrverandi og nú- verandi bískup íslands, margir prófastar og aðrir þekktustu prestar landsins. Breiddin meðal þessa fjölda höfunda sést meðal annars á þvi, að aldursmunur hins elsta og þess yngsta er 54 ár. óþarft er að vera með hástemd lýsingarorð um innihald þessara bóka, — þær boða fagnaðarerindið um Jesúm Krist hvern dag ársins, helga daga og rúmhelga. lestur hugvekjanna mun sannfæra les- endur um ágæti þeirra. strætisvagnafargjöldin séu hækk- uð og hallarekstur strætisvagn- anna sé sem allra minnstur, og það vilja áreiðanlega flestir Reykvíkingar. Það er bara ekki sama hvernig farið er að hlutun- um. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé happadrýgst að flýta sér hægt, við getum eigi að síður náð að sama marki fyrir því. Ég vil benda borgarstjóra á, að það er ekki talið heppilegt að aka yfir gatnamót á móti rauðu ljósi, ég á við að það er ekki heppilegt að hækka strætisvagnafargjöldin í 50% og bera ekki þá hækkun und- ir verðlagsstjóra. Hvers vegna er verið að hafa verðlagsráð? Er það ekki það opinbera sem skipar það? Á ekki að fara eftir þeim reglum sem landslög segja til um? Er það ef til vill stefna borgarstjóra að gera Reykjavík að sérstöku ríki í ríkinu? Ég er ekki að segja það, að sveitarfélögin eigi ekki að ráða sínum málum sem mest sjálf, en það verður að vera innan þess ramma sem þeim er settur og fara eftir þeim reglum sem gilda hverju sinni. Hefur borgarstjóri ekki hugleitt neina aðra leið til að létta á tap- rekstri strætisvagnanna? Ég hef heyrt hann fleygja því fram í fjöl- miðlum, að jafnvel fækka leiða- kerfum strætisvagnanna og fleira í þá átt. Ég held að þær sparn- aðarleiðir yrðu mjög óvinsælar meðal fólks, maður hefði nú frek- ar haldið að það ætti að bæta þjónustu strætisvagnanna og laða þannig fólkið til að ferðast með þeim, og væri ekki úr vegi að strætisvagnarnir auglýstu þjón- ustu sína í fjölmiðlum og sendu leiðakort inn á heimili Reykvík- inga til þess að fólkið geti kynnst þessari ágætu þjónustu og geti farið að læra að notfæra sér hana. Ég er viss um það að borgar- stjóri er sammála mér. Því fleira fólk sem ferðast með strætisvögn- unum því betra fyrir borgarsam- félagið í heild. Þetta gæti stórlega dregið úr umferðarþunga á götum borgarinnar, sem er þegar orðinn 'æÍTtolf mikilH og leysa um leið mik- ið ur bílastæðavandamáli gamla miðbæjarins. Ég get viðurkennt, að það er hægara sagt en gert að fá fólkið til þess að íeggja bílum sínum heima og ferðast með strætisvögnunum í vinnuna. Ég Kristnar hugvekjur Fagna ber lögunum um þjóðsönginn — eftir Önnu Þórhallsdóttur Hinn 28. febrúar sl. voru sam- þykkt lög á Alþingi um þjóðsöng íslendinga, „Ó, guðs vors lands“, eftir Matthías Jochumsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Því ber að fagna og þökk sé þeim sem stóðu að framgangi þessara laga. Nafn forsætisráðherra, Gunn- ars Thoroddsen, ber þar hæst. En ekki er nægilegt að þjóðsöngurinn fái sín eigin lög, þó miklum áfanga hafi verið náð. Almenningur í landinu þarf að vernda hann. Vel- þóknun á honum orkar ekki tví- mælis yfirleitt. Það rennir stoðum undir það að á „Sögueyjunni" búi menningarþjóð. Þjóðsöngurinn inniheldur siðmenntun og trú- hneigð. Frá upphafi íslandsbyggð- ar hafa íslendingar trúað á æðri máttarvöld. Menn vörpuðu út önd- vegissúlum frá fyrstu hafskipun- um. Flestir vita hvað það þýddi. Eins og ég hefi áður greint frá hér í Morgunblaðinu, ráðlagði dr. Páll ísólfsson mönnum að nota hið fallega og auðvelda lag „ísland ögrum skorið" eftir Eggert ólafs- son og Sigvalda Kaldalóns sem viðaukalag við þjóðsönginn. Nú er ný stjórnarskrá í meðferð og mótun á Alþingi. Hin gamla er frá 1874 og var endurbætt lýðveld- isárið 1944. Árið 1918 er fánaár íslands. Þá var hann fyrst drenginn að húni á Stjórnarráðshúsinu í Reykjavík, 1. desember. Það var fyrst 1944 að flaggið okkar var lögbundið. Það vakti athygli þegar nýja stjórn- arskráin var kynnt í fjölmiðlum að íslenski fáninn var ekki þar til- greindur. Ég leyfi mér að æskja þess við háttvirta alþingismenn, að þeir íhugi hvort ekki væri rétt að bæði þjóðfáninn og þjóðsöngurinn verði þar skráðir með lög sín. Það mundi ennfremur festa lagalegan rétt þeirra og minna á að þjóðar- táknin þurfa varfærni og aðgæzlu í meðferð. Anna Þórhallsdóttir Eftir að hafa kynnt mér að. flestar Evrópuþjóðir hafa þjóð- fána sina í stjórnarskránum og Frakkar hafa einnig þjóðsönginn, í henni eru tilgreindir litir, lögun og að hlutföll séu rétt, hvet ég ein- dregið til skjótrar aðgerðar. í myndasafni fjölskyldu minnar hefir varðveizt merk mynd sem talin er vera frá árunum kringum 1920. Um listamanninn veit ég ekki en nafnið N. Einarsson stend- ur þar. Þessi afar fallega mynd skýrir sig sjálf. persónulega hvet fólk eindregið til þess að notfæra sér sem allra mest strætisvagnana í vinnuna og nota sína einkabíla einungis utan vinnutíma. Það myndi spara mörg óþægindin sem oft geta fylgt því að vera á sínum eigin bfl, svo sem óþarfa slit, bensíneyðsla og oft mikil leit að bilastæði. Borgarstjóri, það eru til fleiri sparnaðarleiðir. Hvernig með alla bílastyrki, leigubila og bíla í eigu borgarinnar? Hvað kostar það allt borgina? Er ekki hægt að spara eitthvað á þessum vettvangi? Jú, það er vissulega hægt. Fólk í störfum hjá borginni, sem þarf að ferðast vegna vinnu sinnar um Stór-Reykjavíkursvæðið, getur hæglega ferðast með strætisvögn- unum og hefði með sér sérstök kort sem það sýndi í vögnunum. Gæti það orðið til þess að leggja mætti margan bílastyrkinn niður og stórlega fækka bílum sem borg- in leggur til í allskonar snúninga og snatt. AIls ekki að teknir séu leigubílar nema í neyðartilfellum. Væri ekki úr vegi hjá borgarstjórn að kanna hvort ekki sé dæmi þess að bílastyrkir séu sumstaðar not- aðir sem kaupauki. Það yrði eng- inn aukakostnaður fyrir strætis- vagnana, þótt fólk í vinnu hjá borginni ferðaðist með þeim, því vagnarnir þurfa að halda sínum áætlunum hvort sem er, og það ferðast mjög fáir með vögnunum á þeim tíma á daginn sem borgar- starfsmenn þurfa að fara erinda sinna vegna vinnunnar. Það væri mikið gleðiefni, að okkar ágætu borgarstjórnarmenn, með borgarstjóra í broddi fylk- ingar, riðu nú á vaðið í þessu, og ferðuðust í strætisvögnum vegna vinnu sinnar. Þetta er enginn vandi, það fást svo ágætar skjala- töskur, sem eru mjög handhægar til að ferðast með, jafnframt er það mjög heilsusamlegt fyrir okkur kyrrsetufólkið að skokka niður á næstu biðstöð strætis- vagna og taka sér far með næsta vagni. Þesskonar ferðamáti getur tekið miklu styttri tíma en að fara á sér bíl og eyða löngum tíma í að finna honum bílastæði, auk þess að skapa meiri umferðarþunga, sem þegar er nógu mikill fyrir. Ég vona að þessi mál verði tekin fyrir sem fyrst hjá borgarstjórn og hún sjái sóma sinn í því að spara stóran pening sem væri hægt að nota til að minnka halla- rekstur strætisvagnanna og fleiri stofnana hjá borginni. Virðingarfyilst, Jón Þorgeirsson, Hrafnhólum 2, R. Bók dr. Sigurðar Pálssonar vekur athygli í Finnlandi I „KYRKPRESSEN", sem er kirkju- blad sænskumælandi Finna í lúth- ersku kirkjunni, ritar Jóhannes Metropolitan Orþódoxu kirkjunnar grein í blaðið 10. febrúar sl. og segir þar m.a.: „Hinn aldraði íslenski vígslu- biskup, Sigurður Pálsson, sem er góður vinur Finnlands og einnig beggja þjóðkirkna okkar, hefur nýlega gengist fyrir útgáfu á 300 blaðsíðna verki um messuna, — sögu og efni hennar. Útgáfa bók- arinnar ber vott um mikilvægan og vakandi áhuga á tslandi á lít- úrgísku lífi og erfðavenjum kirkj- unnar. Á grundvelli efnisgeymdar kirkjufeðranna og yfirgripsmik- illa lítúrgískra rannsókna frá Englandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Vatíkaninu, USA, Noregi og Danmörku, veitir höfundurinn fjölbreytta innsýn í sögu og hefð lítúrgíunnar allt frá dögum frum- kirkjunnar. Ennfremur gefst ís- lendingum, sem ekki lesa guð- fræðileg rit á öðrum þjóðtungum, gullið tækifæri til að kynnast hinu þýðingarmesta, hvað snertir lít- úrgískar reglur og framkvæmd kvöldmáltíðarsakramentisins í hinum gömlu höfuðstöðvum, Jer- úsalem, Antíokkíu, Alexandríu og Konstantínópel. Frá Róm liggur leiðin til Lúthers, og skýrt er frá þróun og sögu messunnar í ís- lensku kirkjunni. Einstökum lið- Dr. Sigurður Pálsson. um íslensku messunnar, eins og hún er í dag, eru gerð áhugaverð og upplýsandi skil, þar sem tekið er tillit til lítúrgískra siðvenja. Auk þess eru í bókinni margar blaðsíður með kirkjulegum tákn- um ásamt orðalista og lítúrgískum orðskýringum. Sigurður vígslubiskup hefur leyst af hendi mjög þýðingarmikið verk, ekki aðeins fræðilega séð, heldur einnig frá hagnýtu sjónar- miði.“ Punkturinn endur- sýndur í Regnboganum KVIKMYNDIN „Punktur punktur komma strik" eftir Þorstein Jónsson er nú endur- sýnd í nokkra daga í Regnbog- anum. Kvikmyndin var frum- sýnd fyrir 2 árum og sáu hana þá um 80 þúsund manns, segir í frétt frá kvikmyndafélaginu Óðni. „Punktur punktur komma strik" hefur víða verið sýnd á kvikmyndahátíðum erlendis, segir í fréttinni, t.d. í Cannes, Lubeck og Dublin. I desmber sl. var hún fulltrúi Islands á nor- rænni kvikmyndaviku í London og hefur nú verið valin ein ís- lenskra mynda á Filmex-hátið- ina í Los Angeles í apríl. Myndin hefur þegar verið sýnd í sjónvarpi í Hollandi og Noregi. Auk þess hefur verið samið um sýningar í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Myndin var framleidd af Kvikmyndafélaginu Óðni, sem undirbýr nú töku nýrrar mynd- ar sem byggð er á skáldsögu Halldórs Laxness „Atómstöð- inni“. Ráðgert er að „Atómstöð- in“ verði tilbúin til sýningar um næstu áramót. Bréf týndust í miðbæ Reykjavíkur FIMM bréf týndust í miðbæ Reykjavíkur þriðjudaginn 8. marz síðastliðinn. Öll voru merkt Michael W. Marlies, Háskóla ís- lands. Finnandi er vinsamlegast beðinn að koma bréfunum til símastúlku háskólans eða hringja í símanúmer háskólans, 25088.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.