Morgunblaðið - 11.03.1983, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.03.1983, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 ANDERSHANSEN AFINNLENDUM VETTVANCI V Islendingar íslendingar velja sjálfum sér oft ýmis virðingarheiti á tyllidögum, svona eins og til að minna hverjir aðra á sérstöðu og sjálfstæði þjóðarinn- ar og til að vekja athygli á því hve einstök íslensk menning er í sinni röð. „Bókaþjóðin" er líklega sú nafngift af þessum toga sem oftast hcyrist, og af svipuðum toga er heitið „Sögueyjan", sem vitnar til þess að hér búi þjóð sem á sér rætur í fornri og nýrri sagna- og bókmenningu. Víst er um það, að virðingar- eða sæmdarheitið „bóka- þjóðin" geta íslendingar borið með sóma, sé til dæmis litið til þeirrar staðreyndar, að meðal 230 þúsund manna þjóðar eru gefnar út milli 400 og 600 nýjar bækur. Slíkt er ekki lítið, og hlýtur að benda til þess að á öll- um þorra heimila í landinu sé allgott safn bóka. Margar aðrar þjóðir munu að sönnu gefa út viðlíka margar bækur miðað við fólksfjölda, eða jafnvel fleiri svo sem Bandaríkjamenn, en leiða má að því nokkur rök að hér- lendis skipi bókin meiri virð- ingarsess en meðal annarra mik- illa bókaþjóða. Það sést meðal annars á því, hve bækur hér eru alla jafna gefnar út í vönduðum útgáfum, og einnig á því hve bóksala er bundin við jólin, þeg- ar fólk leitar gjafa til að gleðja vini og sína nánustu. — Um hitt er hins vegar erfiðara að segja, hversu mikið allar þessar bækur eru lesnar, en minna má á ný- lega skoðanakönnun sem erlend- ir aðilar gerðu hér, sem benti til þess að efni fornsagnanna væri í auknum mæli að verða íslend- ingum framandi. Þeir gunnreifu kappar, Gunnar, Héðinn og Njáll, standa mönnum ekki eins lifandi fyrir hugskotssjónum og var, samkvæmt könnuninni. Vonandi er ekki sömu sögu að segja um allt annað efni sem hér er gefið út, af nútímabókmennt- um, fræðiritum og sögulegum fróðleik. Svo mikið er að minnsta kosti víst, að þar til annað verður sannað, og þar til einhverjir „vondir menn“ leiða það í ljós með óumdeilanlegum hætti, munu íslendingar halda áfram að berja sér á brjóst, og kalla sig „bókaþjóð" með nokkru yfirlæti í röddinni. Hér er síður en svo ætlunin að gera lítið úr íslenskum bóka- og bókmenntaáhuga, öðru nær. En freistandi er að vekja athygli á öðrum þætti íslenskrar menningar, sem virðist vera ekki síður fyrirferðarmikill en bóka- þátturinn, en það er íslensk myndlist. Alla þessa öld hafa fs- lendingar átt sína „stóru menn“ á sviði myndlistarinnar, sem borið hafa ægishjálm yfir aðra, og jafnframt gert það að verkum að hvert mannsbarn þekkir nokkuð til þessarar listgreinar og kann skil á nokkrum lista- mönnum og list þeirra. Menn á borð við Kjarval, Ásgrím, Þórar- in B. Þorláksson, Mugg, Einar Ásmundsson, Ríkharð, Sigurjón Ólafsson og Ásmund Sveinsson u kannast allir íslendingar við, og tugi annarra yngri og eldri mál- ara og myndgerðarmanna. Þess- ir brautryðjendur hafa orðið til þess að skapa hér á landi hefur orðið til myndlistaráhugi, ís- lensk myndlistarhefð hefur skapast, og listsmekkur þjóðar- innar hefur þroskast i áranna rás. Nú er svo komið að mjög mikill myndlistaráhugi ríkir hér á landi, og margir listmálarar fullyrða, að óvíða sé betra að vera starfandi mynd- listarmaður en hér. Fjöldi góðra sýningarsala er fyrir hendi, fólk fjölmennir á sýningar, og alla jafna er mikil og jöfn mál- verkasala í gangi. Fróðlegt var til dæmis að sjá í frétt í Morgun- blaðinu fyrir skömmu, að á ári hverju sækja ekki færri en 100 þúsund manns málverkasýn- ingar á Kjarvalsstöðum einum. Sé litið til landsins alls er vafa- laust hægt að hækka þessa tölu upp í 200 þúsund, ef ekki enn hærra. Til samanburðar má geta þess, að á síðasta ári komu sam- tals 64.859 áhorfendur á íþrótta- vellina í Laugardal, og á alla úti- íþróttaleikvanga Reykjavíkur komu 71.652 áhorfendur árið 1982, börn og fullorðnir, sam- kvæmt upplýsingum Björns Kristóferssonar á skrifstofu Laugardalsvallar. Hafa verður í huga að Laugardalsvöllurinn er opinn mun skemmri tíma ársins en Kjarvalsstaðir, og hafa þyrfti við hendina tölur um aðsókn í íþróttahús einnig, til að gera raunhæfan samanburð. Þær lágu hins vegar ekki fyrir í gær, er eftir þeim var leitað. Þessar tölur tala þó sínu máli; 100 þús- und manns koma á Kjarvals- staði, en tæp 65 þúsund á Laug- ardalsvellina. Greinilegt er að hér er gífurlegur mannfjöldi sem áhuga hefur á myndlist hverskonar, sem aftur skýrir þá grósku sem er um þessar mundir í íslenskri málaralist, þó vissu- lega sé þar mismerkileg list á ferð sem annarsstaðar. 1 sumar var frá því sagt að listmálari seldi tæplega 300 verk á einni sýningu á Kjarvalsstöð- um. Fregnir berast af mjög góðri aðsókn á flestar sýningar, og þegar málverkauppboð eru hald- in komast færri að en vilja í stærstu samkomusölum lands- ins. Málverk eru keypt á meira en tíföld mánaðarlaun verka- manns, og fólk vílar ekki fyrir sér að kaupa listaverk kunnustu málara til að hengja upp á vegg hjá sér. rátt fyrir þennan mikla áhuga, þessi hundrað þús- und manna, sem sækja mál- verkasýningar, er myndlistinni gert lægra undir höfði en mörg- um öðrum listgreinum hér á landi á ýmsan hátt. Sjaldgæft er til dæmis að sjónvarp geri myndlist skil, og fátítt er að þar birtist viðtöl við myndlistar- menn, nema þá sem örstutt skot í stærri þáttum. Útvarp gerir myndlist nánast engin skil, og dagblöðin eyða margfalt meira rúmi í að segja frá íþróttavið- burðum en málverkasýningum. Gagnrýni og fréttir í dagblöðun- um fá þó mikið og vaxandi pláss, sem og viðtöl við listamennina. Hér virðist því stefna í „rétta" átt hvað þetta snertir, en þó mun væntanlega langt þar til mynd- listaráhugamenn fá sína reglu- legu þætti í sjónvarpi á laugar- dögum eins og aðdáendur ensku knattspyrnunnar, og ár og dagar munu líða þar til átt-, tólf- eða sextánblöðungar fylgja mánu- dags- og þriðjudagsútgáfum dagblaðanna líkt og „iþrótta- kálfarnir" nú. Hér er ekki verið að hvetja til þess að fjölmiðlar hætti að segja frá íþróttum, né heldur að enska knattspyrnan verði tek- in út af sjónvarpsdagskránni. Þvert á móti, þá eiga þessir þættir fullan rétt á sér, og eru hluti menningar okkar ekki síð- ur en eitthvað það sem sumum kann að virðast „fínna“. Hér var á hinn bóginn ætlunin að vekja athygli á þeirri miklu grósku sem er í íslenskri myndlist, grósku sem þrífst því aðeins að hún finnur hljómgrunn meðal almennings. Hér þurfa ekki að koma til neinir ríkisstyrkir eða auglýsingaherferðir. Áhuginn er fyrir hendi, og fólk fer á sýn- ingar og kaupir málverk án þess að vera á nokkurn hátt þvingað til þess. Með talsverðum rétti geta íslendingar nefnt sig „mál- verkaþjóðina Islendinga". Bolungarvík: Þýzk bókagjöf til bókasafnsins Bolungarvík 2. mars. SÍÐASTLIÐINN sunnudag af- henti þvzki ræðismaðurinn á ísa- firði, Ulfur Gunnarsson læknir, Bókasafni Bolungarvíkur mynd- arlega bókagjöf fyrir hönd þýzka ríkisins, en þýzka sendiráðið á ís- landi hafði milligöngu um að koma þessari gjöf á framfæri ásamt ræðismanninum á ísafirði. Þessi bókagjöf samanstendur af 53 bókum á þýzkri tungu, að- allega barna- og unglingabók- um og skáldsögum. Kristín Magnúsdóttir, formaður stjórn- ar bókasafnsins, veitti gjöfinni viðtöku og færði gefendum beztu þakkir. í Bókasafni Bolungarvíkur eru nú rúmlega 7 þúsund titlar. Útlán úr safninu á síðasta ári voru 7.581, sem þýðir að hvert mannsbarn í bæjarfélaginu hef- ur fengið að láni sex bækur í safninu yfir árið. Bókasafnið er til húsa í gamla skólahúsinu og hafa undanfarin ár staðið yfir ýmsar breytingar á húsnæði þess, þannig að húsnæðið nýtist bókasafninu mun betur nú en áður. Nú er farið að sjá fyrir endann á þessum endurbótum, að öðru leyti en því, að eftir er að búa lesstofu húsgögnum. Stefnt er að því að það verði gert á þessu ári. Safnið hefur verið í stöðugri uppbyggingu undanfarin ár og er unnið markvisst að þeirri stefnu. Meginmarkmið bóka- safnsstjórnar er að vinna að fjölgun bókatitla og auknu úr- vali ritverka. Þessi gjöf þýzka ríkisins er því einkanlega kær- komin með það í huga. Bóka- vörður safnsins er Guðmundur Magnússon. _ Gunnar Frá afhendingu bókagjafarinnar: Úlfur Gunnarsson, ræóismaður, Kristín Magnúsdóttir formaður bókasafnsnefndar og Guðmundur Kristjánsson bæj- arstjóri. Morgunblaitó/ (.unnar Bókamarkaóurinn HÚSGAGNAHÖLLINNI, ÁRTÚNSHÖFÐA Góóar bækur Gamalt veró ’ ’‘U'? Opió í dag kl9-19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.