Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 27 SKYNDmÉTTUB Hamborg(*rt ritT'ri pottréttar^ í hadeginu, á kvoldin - heima, á vinnunni, á ferðalögum, og hvar sem er. «3 **•> uJPylsur atið dósina standa í 5 mín.í heitu vatni í potti eða vaski, áður en hún er opnuð, og rétturinn er tilbúinn. Lykkjulok - enginn dósahnifur. Fæst 1 næstu verslun! Niðursuðuverksmiðjan ORA hf. Þakkarávarp Alúðarþakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu m ér vináttu og virðingu á 80 ára afmæli mínu 23. febrúar sl. Ég þakka blóm, skeyti, gjafir og hlýjar kveðjur. Sérstakar þakkir vil ég færa sóknarpresti, séra Hjálmari Jónssyni; formanni sóknarnefnd- ar, Sveini Friðvinssyni og söfnuði Sauðárkróks fyrir þá vinsemd og þann sóma, sem mér var sýndur með því að halda mér samsæti þetta kvöld í Safnahúsi bæjarins. Ég þakka þá viðurkenningu, sem mér var veitt af söfnuðinum. Einnig þakka ég Kirkjukór Sauð- árkróks samstarf, hlýhug og gjaf- ir. Kirkjukórum Glaumbæjar- og Reynistaðarsóknar ásamt sóknar- nefndum og söfnuðum þakka ég samstarf og veglegar gjafir. Ég þakka einnig séra Gunnari Gísla- syni, Glaumbæ, vinsamleg og gott samstarf í 40 ár. Sýslumanni, Halldóri Þ. Jónssyni og Sýslu- nefnd Skagafjarðarsýslu þakka ég viðurkenningu, sem mér var veitt við þetta tækifæri. Einnig þakka ég Skagfirsku söngsveitinni i Reykjavík hlýjar kveðjur. Ég þakka Tónmenntasjóði kirkjunnar heiður og góða viðurkenningu. Ég þakka ættingjum öllum og venslafólki innilega fyrir höfð- inglegar gjafir. Að lokum þakka ég öllum þeim mörgu, sem þarna voru staddir fyrir eftirminnilega kvöldstund. Guð blessi ykkur öll. Jón Björnsson frí Hafsteinsstöðum, Lindargötu 15, Sauð- árkróki. Að hugsa eða framkvæma Normanefndar, sem hér hefur ver- ið vitnað til, sem ætla má að líti til framtíðar í þessu sambandi, gera í raun ráð fyrir óbreyttu ástandi, hvað varðar aðgengi fatlaðra. Kunnugir hafa sagt mér að Öskjuhlíðarskólinn í Reykjavík, sem reistur er sem skóli fyrir fjöl- fötluð börn, sé á margan hátt gall- aður og þar er erfitt fyrir fatlaða að komast um. óneitanlega furðu- legt. Hvað gert verður til lausnar vanda Hlíðaskóla er víst óráðið enn. Annaðhvort verður að breyta skólanum sjálfum, ef hann á að þjóna fötluðum börnum á næstu árum sem hingað til, eða veita þeim aðstöðu til náms í öðrum skóla, sem hentar betur. Fatlaðir nemendur Hlíðaskólans þurfa nú að skríða um stiga og ganga. Ekki einstaka sinnum, heldur hvern einasta skóladag. Er það ekki næg ástæða til úrbóta? Hér þarf að ganga hreint og ákveðið að verki. Ganga þarf úr skugga um, hvað hægt sé að gera í skólunum til úrbóta, kanna að- stæður á hverjum stað. Taka síðan ákvarðanir í samræmi við það og framkvæma. Ef hugsunarháttur „Norma- nefndar" og annarra „hönnuða" fær að ráða verður engu breytt. Þá verður aðeins hugað að. — eftir Tryggva Þór Aðalsteinsson Nýlega mátti sjá frétt í Morgun- blaðinu um aðstæður, sem fötluð- um börnum eru búnar í Hlíðaskól- anum í Reykjavík, en þar er ein- mitt sérstök deild ætluð fötluðum börnum. Frétt um sama mál var í sjónvarpinu um svipað leyti. Þá var einnig lýst ástandinu í Menntaskólanum í Hamrahlíð í þessu efni. Trúlega hefur þessi frétt vakið athygli og marga til umhugsunar um það, hver sú aðstæða er, sem fötluðum bömum er búin við nám sitt. Þær spurningar hafa vafa- laust leitað á ýmsa, sem þetta lásu. Hvers vegna er þetta svona? Og hvers vegna hefur ekkert verð gert til úrbóta, þrátt fyrir að Fræðsluráð Reykjavíkur hafi árið 1981, á ári fatlaðra, gert einróma samþykkt um að koma fyrir lyft- um og öðrum búnaði, sem auðveld- að getur fötluðum að komast um húsið, einkum stiga. Já, það er ekki að undra að slík- ar spurningar leiti á hugann. Þessi frétt rifjaði upp í mínum huga nokkur atriði, sem ég hafði lesið þá skömmu áður í plaggi, sem hefur yfirskriftina „Tillögur Normanefndar að reglum um byggingu skólahúsnæðis á grunnskólastigi" og er frá árinu 1982. „Normanefnd" starfar á veg- Tryggvi Þór Aðalsteinsson um menntamálaráðuneytisins og hefur unnið að endurskoðun reglna um húsnæði grunnskóla og samið tillögur að nýjum regltim. Ennfremur er að finna í plagginu ábendingar og leiðbeiningar um frágang skólabygginga með tilliti til hreyfihamlaðra. Tókuð þið eftir þessu: ábendingar og leiðbeiningar, ekki ákveðnar reglur eða fyrir- mæli, aðeins ábendingar og leið- beiningar, þegar um þá hreyfi- hömluðu er að ræða. Og þegar litið er nánar á umræddar ábendingar þá kveður einmitt við svipaðan „í Ijósi hugsunarháttar af því tagi, sem hér er rætt um, er ekki að undra að íslenskir skól- ar séu þannig að fatlað fólk, nemendur setn kennarar, á enga mögu- leika á að fara þar um með góðu móti.“ gera ekki ráð fyrir því, að skólar hér á landi uppfylli sjálfsagðar og eðlilegar kröfur um aðgengi fatl- aðra. Einnig er eftirtektarvert að svo virðist sem aðeins sé gert ráð fyrir að nemendur geti verið fatl- aðir, ekki kennarar. Skólinn getur samkvæmt því ekki verið vinnu- staður þar sem fatlaður maður starfar. Því samanber: „þær vist- arverur og umferðarleiðir, sem ætla má að fatlaðir nemendur þurfi að nota ...“. Það væri at- hyglisvert að vita hvaða vistarver- ur það eru í skólunum, sem ekki er gert ráð fyrir að faltað fólk eigi erindi í, aðeins þeir ófötluðu. í ljósi hugsunarháttar af því tagi, sem hér er rætt um, er ekki að undra að íslenskir skólar séu þannig að fatlað fólk, nemendur sem kennarar, á enga möguleika á að fara þar um með góðu móti. Látum vera þó skólahúsnæði, sem komið er til ára sinna, sé áfátt í þessu efni. Öllu alvarlegra er, þeg- ar nýtt skólahúsnæði er þannig hannað, að það er lítið sem ekkert betra. Tillögur svokallaðrar tón. Sem dæmi skal tekið: „Þær vistarverur og umferðarleiðir, sem ætla má að fatlaðir nemendur þurfi að nota...“ Annað dæmi; „Huga þarf að gerð handriða með tilliti til gripfestu og hæðar.“ Þriðja dæmi: „Huga skal að stærð salernis, gerð og staðsetningu hreinlætistækja og hjálparbúnað- ar.“ Þessi dæmi ættu að sýna einkar skýrt, að hönnuðir skólahúsnæðis Kirkjur á landsbyggöinni Messur á sunnudag Jóh. 6.: Jesús mettar 5 þúsund manns. VÍKURPREST AKALL: Kirkju- skólinn í Vík á morgun, laug- ardag, kl. 11. Guösþjónusta í Reyniskírkju á sunnudag kl. 14. Organisti Sigríöur Olafsdóttir. Sóknarprestur. d| GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa á sunnudag kl. 14. ag Sóknarprestur, sr. Auöur Eir d Vilhjálmsdóttir og kirkjukór )S Hábæjarkirkju koma í heim- s. sókn. Organisti Sigurbjartur Guðjónsson. Sóknarprestur. RAUFARHAFNARKIRKJA: Bænastund í kirkjunni í kvö föstudag kl. 20. Barnasar koma í skóianum á sunnud kl. 11 og messa í kirkjunni 14. Organisti Stephen Yatt Sr. Guömundur Örn Ragnar son. ALDA: þvottavél og þurrkari Ótrúlegt verö, kr. 13.200.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.