Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 Hluti kórs íslensku óperunnar, sem þátt tekur í verkinu. íslenska óperan: Míkadóinn eftir Gilbert og Sullivan frumsýnt í dag ÍSLKNSKA ÓPERAN frumsýnir gamansöngleikinn Míkadóinn eftir William S. Gilbert og Arthur S. Sullivan í dag, föstudaginn 11. mars, rétt tæpum 98 árum eftir að hann kom fyrst fyrir sjónir almennings, en það var í London 14. mars 1885. Jafnframt er þetta í fyrsta skipti, sem fram fer hér á landi sviðsflutningur einhvers verka þeirra Gilberts og Sulli- vans, sem má að ýmsu leyti furðu gegna, þar sem þeir eru einhverjir frægustu og vinsælustu höfundar í þessari listgrein í hinum enskumæl- andi heimi. Míkadóinn er einn þeirra vin- sælasti söngleikur. Leikurinn er látinn gerast í Japan og var í upphafi hugsaður sem grín á hugmyndir Englendinga um Japan. Hann sló þegar í gegn og á tímabili gekk nokkurs konar Míkadó-æði í London. Til marks um það er, að hann var hann sýndur alls 672 sinnum þá. Efn- isþráður leikritsins er fléttaður úr ástamáium, ýmsum misskiln- ingi og torfærum sem eru í vegi fyrir því að þau sem elskast fái að njótast, eins og algengt er í leikjum sem þessum. Þetta er sjðtta verkefni ís- lensku óperunnar. Leikstjóri þessa verkefnis er Francesca Zambello frá Colorado í Banda- ríkjunum. Þar starfar hún við óperufélagið Opera Colorado, en starfar einnig við óperuna í San Francisco. Sviðsmyndin er eftir þau hjónin Michael Deegan og Sarah Conly, sem starfa við Metropolitan-óperuna í New York. Þetta er fyrsta verkefnið sem þau vinna saman, en Sarah er fyrst og fremst leikbúninga- hönnuður og hefur starfað sjálfstætt að slíkum verkefnum. Leikstjóri og leikmyndasmiðir, talið frá vinstri: Sarah Conly, Francesca Zambello og Michael Deegan. Leikstjórinn og höfundar sviðsmyndarinnar voru tekin tali fyrr í vikunni, þegar tæki- færi gafst frá æfingum og öðrum undirbúningi sýningarinnar. Þau voru fyrst spurð um til- drögin að því að þau hefðu verið fengin hingað til lands. „Marc Tardue, sem stjórnaði uppsetn- ingunni á Töfraflautunni hér, hringdi í mig eitt kvöldið og spurði hvort ég hefði áhuga á að stjórna uppsetningu á Míkadóin- um eftir Gilbert og Sullivan," sagði Zambello. „Þá hafði ég ekki heyrt frá honum í tvö ár, svo þetta koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. En ég hafði áhuga og gerði nauðsynlegar ráðstafanir til þess að það væri mögulegt fyrir mig að koma. Síð- an hafði ég samband við Michael og Sarah og bar það undir þau hvort þau vildu koma og þau höfðu áhuga. Við erum mjög ánægð persónulega með veruna hér og með það að hafa kynnst þeirri hugsjón, sem hér er verið að hrinda í framkvæmd, með stofnsetningu þessarar óperu. Við höfum lært margt og von- andi hafa aðrir einnig lært eitthvað af okkur og við komið með eitthvað af nýjum hug- .lyndum. f þessari uppsetningu reynum við með hjálp þeirra Islendinga sem hafa verið að aðstoða okkur að undirstrika það sem getur tengst fslandi í verkinu. Við reynum að sýna gott leikrit, með íslensku ívafi. Sviðsmyndina reyndum við að hafa eins ein- falda og fallega og sviðið leyfði. fsland er hrífandi og fólk er hér mjög vingjarnlegt. Menntun- arstig virðist vera hér hátt og mikið um tónlistarunnendur. Þegar við komumst að því að 28 þúsund manns höfðu komið að sjá Töfraflautuna, datt alveg yf- ir okkur, því það þýðir að 1 af hverjum fjórum hér í borginni hefur komið á óperuna. Þó hvaða bandarísk borg sem er sé tekin, teljum við okkur heppin ef við fáum 1 af hverjum 100 á óperu þar. f New York er hlutfallið enn verra, jafnvel 1 á móti 2—300,“ sögðu þau að lokum. Alls taka 9 söngvarar þátt í sýningunni auk kórs íslensku óperunnar. Þeir eru: Elísabet F. Eiríksdóttir, Hrönn Hafliðadótt- ir, Katrín Sigurðardóttir, Soffía H. Bjarnleifsdóttir, Bessi Bjarnason, Hjálmar Kjartans- son, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristinn Hallsson og Steinþór Þráinsson. Garðar Cortes stjórn- ar hljómsveitinni og sýningar- stjóri er Guðný Helgadóttir. _ r Fyrstu tónleikar Islensku hljómsveitarinnar á síðara misseri: Meistari Kurt Weill FYRSTU tónleikar fslensku hljómsveitarinnar á síðara misseri verða í Gamla bíói nk. fimmtu- dagskvöld þann 17. mars og hefjast kl. 20.30. Bera tónleikarnir yflr- skriftina „Meistari Kurt Weill“, og eru tónleikarnir helgaðir þessum þýska tónlistarmanni, sem talinn hefur verið eitthvert mikilhæfasta leikhústónskáld sem uppi hefur ver- ið. Á efnisskránni eru 5 verk. Fyrst er frumflutningur á nýju verki Atla Heimis Sveinssonar, sem hann kallar „Kurt, hvar ertu?“. Þetta verk skrifaði Atli sérstak- lega í minningu Kurt Weill. Hin fjögur verkin eru eftir Kurt Weill sjálfan: Vom Tod im Wald, ballaða fyrir bassarödd og tíu blásara við texta Bertolt Brechts (1927); Svíta úr Túskildingsóperunni (1928); Fjögur brot úr söngleiknum Mahagonny (1927); og loks Sin- fónía nr. 2 (1933). Gefin hefur verið út vönduð efnisskrá með forsíðumynd eftir listamanninn Richard Valtingojer Jóhannsson. Thor Vilhjálmsson rithöfundur skrifar kynningu á Weill í efnisskránni og segir þar saman í sköpunarstarfi, þó hver m.a: héldi sínu. „Varla verður annar nefndur án þess að hinn komi í hugann. Bert- olt Brecht og Kurt Weill. Svo náin var samvinna þessara manna um skeið, frjó og örlagarík. ... Þótt Weill og Brecht væru að ýmsu leyti ólíkir menn að skapferli og uppruna þá féll lyndi þeirra vel Kurt Weill fylgdi öldinni og lifði hana hálfa, fæddur i Dessau árið 1900. Samstarf hans við Brecht hefst 1927 þegar þeir fóru að und- irbúa Mahagonny óperuna sem síðar leiddi til Mahagonny songspiel, áður en óperan yrði fullgerð. Því næst: Dauðinn í skóg- Forsíðumyndin á efnisskránni, en þetta er graflkmynd eftir Richard Valting- ojer-Jóhannsson. Kurt Weill inum við ljóð Brechts. Túskild- ingsóperan er frumsýnd 1928; og leikkonan Lotte Lenya, eiginkona Weill, þreytir þá frumraun sína sem söngkona, og varð síðar fræg- asti túlkari þessarar tónlistar. Óperur samdi Weill við texta fleiri skálda, og var byrjaður á annarri sinfóníu sinni þegar hann flýði eftir valdatöku nasista til Frakk- lands 1933; og semur þá tónlist við Sjö Dauðasyndir, balletverk með texta eftir Brecht. Heldur til New York 1935, og var þar til æviloka, 3. apríl 1950; Weill samdi þar ýmis verk en ég hygg að hann hafi aldr- ei notið síns atgervis sem lista- maður í Ameríku." Um verk sitt segir Atli Heimir Sveinsson: „Þetta er hugleiðing um Weill sem listamann, með tilvitnunum f hans vinsælasta lag, Makka hníf. Það er ekki endilega besta lag hans, það komu mörg betri síðar, en án efa það vinsælasta, eins kon- ar vörumerki Kurt Weills. Form verksins einkennist af, að það koma stöðugt fyrir hendingar úr Makka hníf, tilvitnanir, sem ég legg út af, nánast eins og ritning- argreinum. Hendingarnar eru ekkert endilega í réttri röð og þetta eru ekki varíasjónir; hver hending er einfaldlega notuð sem tilefni til að músísera. Þannig er formið, svona nálgast ég hann og þannig er nafnið einnig til komið: „Kurt, hvar ertu?“.“ Sala áskriftarkorta á tónleika íslensku hljómsveitarinnar stend- ur enn yfir, en eitthvað verður um lausasölumiða á tónleikana á mánudaginn. Togveiðibann í Reykjafjarðar- ál framlengt í NÓVEMBER sl. gaf sjávarút- vegsráðuneytið út reglugerð um sérstakt línusvæði í Reykjafjarð- arál, sem gilda átti til 15. marz nk. Ráðuneytið hefur nú ákveðið að framlengja gildistíma þessa sér- staka lfnusvæðis og verða þvf togveiðar bannaðar þar til 30. apr- íl nk., segir í frétt frá ráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.