Morgunblaðið - 11.03.1983, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 11.03.1983, Qupperneq 32
^Ajiglýsinga- síminn er 2 24 80 Demantur 4® æðstur eðaisteina #ull & #>ilfttr Laugavegi 35 FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 Efri deild: Kosningalagafrum- varpið samþykkt FYRSTA grein fruravarps til stjórnskipunarlaga um breytingu á þeim ákvæð- um stjórnarskárinnar sem um alþingiskosningar fjalla, var samþykkt í efri deild Alþingis í gær að viðhöfðu nafnakalli, en þá fór fram 2. umræða um málið. Greiddu 18 þingmenn deildarinnar atkvæði með frumvarpinu, en tveir voru á móti. Voru það þeir Egilt Jónsson (S) og Stefán Guðmundsson (F). Aðrar greinar voru einnig samþykktar og málinu vísað til þriðju umræðu. Allt bendir til að atkvæði falli eins við þá umræðu, en hún fer ekki fram, samkvæmt heimildum Mbl., fyrr en þingsályktunartillögur um samkomudag Alþingis verða samþykktar. Gæti það orðið í dag, föstudag. Nokkrir deildarmanna gerðu grein fyrir atkvæðum sínum við at- kvæðagreiðsluna. Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra sagði, að hann teldi að önnur leið til leiðrétt- ingar á tilhögun kosninga til Al- þingis væri æskilegri en sú, sem þetta frumvarp fæli í sér. Hins veg- ar hefði frumvarpið náð það miklu meirihlutafylgi meðal þingmanna, að önnur leið hefði enga möguleika á því að hljóta samþykki nú. Þar sem brýn þörf væri á lagfæringu á kosningaskipan til Alþingis, þá segði hann já. Ólafur R. Grímsson (Abl.) sagði, að þetta væri áfangi í átt til leiðréttingar á atkvæðavægi. Því segði hann já. Stefán Guðmundsson (F) sagði, að ljóst væri að einhver leiðrétting á vægi atkvæða væri ekki óeðlileg, hins vegar yrði að hafa í huga að menn byggðu landið allt. Þá sagði hann að óeðlilegt væri að afgreiða málið með þessum hætti, því af- greiða ætti stjórnarskrármálið í heild. Því segði hann nei. Stefán Jónsson (Abl.) sagði, að innan þingflokks Alþýðubandalagsins hefði verið gerð sátt um þetta mál, þannig að þingflokkurinn stæði að afgreiðslu málsins. Sagði hann að sér hefði skilist að sama ætti við um aðra þingflokka. Hins vegar benti hann á að ef þeir sem væru á móti þessum breytingum á vægi at- kvæða hefðu beitt sér af fullum þunga í málinu, þá hefði engin samstaða náðst. Hann sagðist kjósa að standa með félögum sín- um í þessu máli, en ætlaði ekki að Benzínið hefur hækkað um 330% — í tíð núverandi stjórnar BENZÍNIÐ hækkaði á dögunum í 15,90 krónur hver lítri. Öll hækkunin rann í ríkissjóð. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær, hefur benzínlítrinn hækkað um 12,20 krónur frá því ríkisstjórnin tók við völdum í febrúarbyrjun 1980 eða um tæp 330%. Þegar stjórnin tók við kostaði hver lítri 370 gkr. eða 3,70 nýkrónur, en kostar í dag 15,90 krónur eins og fyrr segir. Af fyrrgreindri upphæð, 15,90 krónum, renna um 55% í ríkissjóð í formi skatta og gjalda. nota tímann til handþvottar, til þess að geta sýnt það heima í kjör- dæminu. Því segði hann já. Tómas Árnason (F) sagði, að leiðrétting á vægi atkvæða væri eðlileg, en hann væri ekki ánægður með þessa málsmeðferð. Stöðu landsbyggðar- innar yrði að tryggja við heildar- endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hins vegar virtist sem allir væru frekar óánægðir með þessa mála- miðlun og benti það til þess að náðst hefði sæmileg sátt. Því segði hann já. Egill Jónsson (S) sagði að þjóðin hefði ekki fengið ráðrúm til að ræða þessar breytingar og þær sem gerðar hefðu verið væru mjög á kostnað dreifbýlis. Hagsmunir dreifbýlisbúa væru ekki tryggðir og einnig væru reiknireglur óljósar. Því segði hann nei. Altaristafla Kjarvals frá 1914 Morgunblaöið/Ragnar Axelsson. Frosti Bjarnason, séra Gunnar Kristjánsson og Jóhannes S. Kjarval yngri, á Reykjavíkurflugvelli í gærkveldi, er hin fræga altaristafla Kjarvals úr Bakkagerðiskirkju kom til borgarinnar. Taflan verður meðal muna á kirkjulistasýningunni á Kjarvalsstöðum, sem hefst hinn 19. mars nk. Sjá á miðopnu Mbl. í dag: „Fyrsta listaverkið sem Kjarval gerði samkvæmt beiðni hérlendis." Steingrímur Hermannsson um stöðuna ef tiUögurnar verða samþykktar: Ber þá siðferðilega skylda til að taka við og stjórna landinu Liggur ekkert fyrir um að þessir flokkar séu tilbúnir til að mynda stjórn, segir Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra „ÞAÐ ER kominn þarna meirihluti og að minnsta kosti ef tillögurnar verða samþykktar þá ber þeim siðferðilega skylda til að taka við og stjórna landinu fram yfir þessar tvennar kosningar sem þeir eru að boða,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, er hann gekk af ríkisstjórn- arfundi um kl. 13 í gær. „Það liggur ekkert fyrir um það að þessir þrír flokkar sem þarna er um að ræða, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur, séu tilbúnir til að mynda stjórn nú. Mér sýnist það harla óliklegt að slíkt komi til greina,“ sagði Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, er hann var spurður álits á yfirlýsingum Steingríms um að tillöguflutn- ingur flokkanna þriggja þýddi að myndast hefði nýr meirihluti á Alþingi. Steingrímur Hermannsson og Svavar Gestsson sátu fund með forsætisráðherra fyrir ríkisstjórn- arfundinn í gærmogun. Ríkis- stjórnarfundur hófst kl. 11 og lauk um kl. 13. Ráðherrarnir voru spurðir er þeir komu af fundinum, hvort dregið hefði til tíðinda í framhaldi af yfirlýsingumn for- ustumanna Framsóknar í fyrra- kvöld um að þeir væru fyrir löngu orðnir þreyttir á stjórnarsam- starfinu og að samþykkt þings- ályktunartillagna, sem fjalla um að Alþingi komi saman eigi síðar en 18 dögum eftir næstu kosingar, geti þýtt það að þeir gangi úr rík- isstjórn. „Ekki minnst á málið," sagði einn ráðherrann. Annar sagði: „Þetta var afskaplega ljúfur og tíðindalaus fundur." Þingfundirnir á Alþingi í gær voru langt frá því að vera „ljúfir og tíðindalausir". Spennan milli þingmanna Framsóknar og Al- þýðubandalags birtist þar í mörg- um myndum, m.a. réðust þing- menn og ráðherra Alþýðubanda- lags að forseta sameinaðs Alþing- is, Jóni Helgasyni, er hann reyndi að taka þingsályktunartillöguna um að álmálið verði tekið úr hönd- um iðnaðarráðherra á dagskrá. Tókst alþýðubandalagsmönnum að þæfa um þingsköp í u.þ.b. eina klukkustund, þannig að skammt var eftir af fundartíma þegar mál- ið var loks tekið fyrir. Hvort dreg- ur til tíðinda í stjórnarherbúðun- um virtist í gær byggjast á því, hvort þingsályktunartillögurnar verða teknar til afgreiðslu, en með samþykkt þeirra hóta stjórnar- flokkarnir tveir úrsögn úr ríkis- stjórn, eða hvort stjórnarliðar ná samkomulagi um að „svæfa“ til- lögurnar til að geta setið áfram í ríkisstjórninni. Forsætisráðherra var einnig spurður álits á yfirlýsingu Steingríms Hermannssonar um að framsóknarmönnum hefði lengi langað til að losna úr ríkisstjórn- inni og hvort hann teldi að fram- sóknarmenn og/eða alþýðubanda- lagsmenn myndu ganga úr ríkis- stjórninni ef þingsályktunartillög- urnar yrðu samþykktar. Hann svaraði: „Ég held að allir menn í öllum ríkisstjórnum verði ein- hvern tíma þreyttir, enda vitað að í samsteypustjórnum er þreytandi að leysa mál. En þessi mál sem snerta rikisstjórnina nú munum við reyna að leysa." Forsætisráð- herra kvað nei við er hann var spurður hvort hann væri þá einnig orðinn þreyttur á stjórnarsam- starfinu. Árin 1961 til 1981: 4.500 fóstureyðingar hér á landi Um 4.500 fóstureyðingar voru gerðar hér á landi á árunum 1961 til 1981, samkvæmt upplýsingum er fram koma í grein í Læknablaðinu, sem er nýútkomið. Til samanburðar má geta þess að hinn 1. desember 1981 voru fbúar Vestmannaeyja samtals 4752. f sömu grein segir einnig, að hlutfall fóstureyðinga hér á landi sé mun lægra en á hinum Norðurlöndunum, eða 11% á móti 24 til 41% þar. f Læknablaðinu segir: „Frá 1961 til 1981 hafa verið gerðar um 4.500 fóstureyðingar á Islandi. Lausleg athugun á þessum tölum síðustu ár bendir ekki til þess að fóstur- eyðingar séu notaðar sem getnað- arvörn, nema ef vera skyldi á aldr- inum yfir fertugt, en árin 1976—80 fæddu konur á þeim aldri 297 börn en fengu 220 fóstr- um eytt. Hlutfall fóstureyðinga af fæðingum er lágt á íslandi. Árið 1980 var hlutfallstalan 11% hér en 24—41% á hinum Norðurlöndun- Arnór til Ipswich — ef atvinnuleyfi fæst ENSKA stórliðið Ipswich hefur nú mikin áhuga á að kaupa Arn- ór Guðjohnsen frá Lokeren. Ips- wich sem er núna í 8. sæti í ensku deildinni ætlar að selja Al- an Brazil og á Arnór að taka stöðu hans. Arnór sagði í viðtali við Mbl. í gærdag að samningar hefðu tekist á milli sín og Ipswich, en að hann væri ekki búinn að skrifa undir. Ipswich gengi illa að fá atvinnuleyfi fyrir sig í Englandi, en það væri forsenda fyrir því að úr sölu yrði. Sjá nánar á íþróttasíðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.