Morgunblaðið - 11.03.1983, Síða 29

Morgunblaðið - 11.03.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 29 Minning: Hersilía Sveinsdótt- ir frá Mœlifellsá Fædd 30. nóvember 1900 Dáin 2. mars 1983 Frænka mín Hersilía Sveins- dóttir lést á heimili sínu, Hjarð- arhaga 32 hér í borg, miðvikudag- inn 2. mars sl. Hersilía var fædd á Mælifellsá á Efribyggð í Skagafirði, dóttir þeirra hjónanna Sveins Gunnars- sonar og Margrétar Þórunnar Árnadóttur. Hún var yngst 15 systkina sem öll eru nú látin utan tvö. Á æskuheimili Hersilíu var oft margt um manninn og glatt á hjalla því Mælifellsárhjónin voru þekkt um allan Skagafjörð fyrir greiðasemi og gestrisni. Ekki skortir þar heldur náttúrufegurð- ina. í suðri rís Mælifellshnjúkur af hvers toppi sést í sjö sýslur landsins í góðu skyggni. í austri teygja sig til himins Blönduhlíð- arfjöll og Glóðafeykir en í norðri trónar Tindastóll og eyjarnar Drangey og Málmey blasa við. í vestri eru síðan Efribyggðarfjöll en Mælifellsá er einmitt við suð- austurrætur þeirra. Af kamba- brúnum í austurhlíðum þeirra fjalla getur, um sólarlagsbil þegar horft er yfir Skagafjörð, að líta náttúrufegurð sem lætur fáa ósnortna og gleymist aldrei þeim er litið hefur. Þær aðstæður sem hér er lýst hafa efalaust haft djúpstæð áhrif á Hersilíu allt hennar líf og haft sín áhrif til að móta bjartsýnina og viljastyrkinn sem einkenndi hana. Hersilía útskrifaðist úr Kvennaskólanum á Blönduósi 1921. Að því loknu stundaði hún um skeið barnakennslu í Lýt- ingsstaðahreppi. Búskap stundaði hún í nokkur ár á jörðinni Ytri-Mælifellsá sem hún eignaðist um 1930. Kennslan átti vel við Hersilíu og til að nýta hæfileika sína sem best fór hún í Kenhara- skóla íslands og lauk þaðan burt- fararprófi 1936. Að því loknu stundaði hún forfallakennslu í Reykjavlk þar til hún var settur kennari í Ásahreppi í Holtum 1941. Skólastjóri varð hún ári síð- ar í heimasveit sinni, Lýtings- staðahreppi, og var þar skólastjóri allt til ársins 1965 er hún lét af störfum af heilsufarsástæðum. Á starfsferli sínum i Lýtings- staðahreppi vann Hersilía ötull- ega að ýmsum félags- og menning- armálum Lýtinga. Hún var m.a. í fylkingarbrjósti þeirra er börðust fyrir byggingu skólahúss í hreppnum, er Steinsstaðaskóli, fyrsti heimavistarskólinn í hérað- inu, komst undir þak 1948. Þá beitti hún sér fyrir stofnun barna- stúku og stjórnaði henni á meðan hún var skólastjóri, jafnframt var hún virkur félagsmaður í kvenfé- lagi og ungmennafélagi sveitar- Minning: Dottý Þórunn Dag- mar Siguröardóttir 2. febrúar sl. fór fram útför vin- konu minnar, Dottýar, Þórunnar Dagmar Sigurðardóttur. Hún veiktist um miðjan janúar sl. en þá gat engan grunað að svo skammt yrði til endalokanna. Hún er vinum sínum harmdauði og ávallt mun ég minnast hennar er ég heyri góðrar konu getið. Dottý fæddist 18. október 1916 og var einkabarn hjónanna Guðrfðar Ólafsdóttur, sem lengi starfaði hjá Eimskipafélagi Islands og Sig- urðar Einarssonar timburmanns á m/s Gullfossi. Þau eru bæði látin. Á heimili þeirra að Bergstaða- stræti 8 hér í borg, ólst hún upp sem augasteinn foreldra sinna, umvafin ást og umhyggju. Dottý var fríð sýnum, ljóshærð, bláeygð og einstaklega aðlaðandi. Snemma urðu foreldrarnir að sjá af Dottý, eins og það var kallað, því að 18 ára að aldri giftist hún breskum veíkfræðingi, Alexander William Doúst að nafni og settu þau saman bú í hans heimalandi. Þau eignuð- ustu saman einn son, Michael Al- exander Þór, en slitu samvistum eftir nokkur ár. Eftir það bjó Dottý sér heimili með sýni sínum í hlýlegu einbýlishúsi í litla þorpinu Datchet, í nánd við Windsorkast- ala og var það heimi hennar þar til yfir lauk. Son sinn missti Dottý, þegar hann var f blóma lífsins, tæplega þrítugur að aldri, en hann lést við skyldustörf í bresku lögreglunni í Hong Kong. Það var hennar sorg. Michael var með myndarlegustu mönnum og hafði aflað sér góðrar menntunar enda batt Dottý miklar vonir við framtíð hans. Þrátt fyrir fjarlægð frá heima- högum, sem auðvitað dró úr með árunum bættum samgöngum, hélt Dottý nánu sambandi við foreldra sína og vini. íslenskum vinum hennar fjölgaði verulega með ár- unum gegnum ættartengsl og vin- áttubönd. Hún reyndist mörgum löndum sfnum hjálparhella, er þeir gengu erfiðra erinda í Eng- landi og var ekki sfður ánægjulegt að sækja hana heim vegna ein- stakrar gestrisni hennar á sfnu elskulega og látlausa heimili, sem svo vel lýsti persónuleika hennar sjálfrar. Til þessa heimilis þar sem við vinir hennar nutum svo margra ánægjustunda, beinum við hugum okkar nú og þá til vinar okkar, Leslie Tunk ritstjóra og eiganda vikublaðsins Slough Observer, sem um áratugi var hennar nánasti vinur og stoð hennar og stytta í lffinu og á síð- ari árum sambýlismaður. Með þessum orðum fylgir kveðja til Dottýar með þakklæti fyrir ómetanlega vináttu við mig og fjölskyldu mína. Sonarsyni Dottý- ar, James, sem nú býr í Ástralíu, votta ég samúð mína og einnig þér, Leslie, sem hélst í hönd henn- ar til síðustu stundar og vona að minningin um góða konu megi verða þér huggun í raun. Björn Vilmundarson innar. Þrátt fyrir að Hersilfa fluttist til Reykjavíkur af heilsu- farsástæðum 1965 leit hún alltaf á Lýtingsstaðahrepp sem heima- byggð sfna, hélt tengslum við hreppinn og fylgdist með þvf sem þar var að gerast. Þótt Hersilfa væri heilsuveil mörg ár lét hún það ekki á sig fá. Eitt af því sem hún kenndi mér var gildi jákvæðra hugsana. Hún bar góðan hug til allra manna og gat aldrei nógsamlega brýnt fyrir fólki hversu mikils virði góðar og jákvæðar hugsanir væru fyrir lfk- ams- og sálarheill manna enda beinlfnis geisluðu slfkar hugsanir frá henni. Sérstaklega lagði hún áherslu á þetta hin sfðari ár. í samræmi við þetta hugarfar kvaddi Hersilfa þennan heim að loknu miklu og löngu ævistarfi á friðsælan hátt í svefni 2. mars sl. Ég votta ættingjum og vinum Hersilfu samúð mfna og Guð blessi ykkur öll. Jóhann Pétur Sveinsson, Varmalæk. SVAR MITT eftir Billy Graham Handleiðsla Guðs Ég er sífellt að stríða við alvarlegt vandamál. Mig langar til að leysa það í samræmi við vilja Guðs, en ég sé enga leið til þess. Getið þér liðsinnt mér? Minnizt þess fyrst, að Guð veit um þetta, og líka að hann lætur sér umhugað um, að þér finnið réttu lausnina. Að lokum mun hann hjálpa yður að kom- ast að réttri niðurstöðu. í þessum vanda er tvennt mikilvægt. Annað er, að þér séuð fúsir, að vilji yðar og löngun lúti vilja Guðs, og hitt að þér leyfið honum að leiða yður eins og honum þóknast. Þér fullnægið hinu fyrra, er þér komið til hans í nafni Krists, biðjið hann að fyrirgefa yður syndir yðar og gefa yður nýtt hjarta, sem hlítir algjörlega vilja hans. Síðan biðjið þér þess sérstaklega, að Guð gefi yður skýra vísbendingu um það, hvernig leysa eigi þetta mál. Þessi leiðbeining getur veitzt yður, meðan þér er- uð á bæn, eða þegar þér eruð að lesa í Biblíunni. Guð getur líka sent einhvern á fund yðar, fyrir leiðbein- ingu anda síns, og hann vísar yður veginn. Kannski finnst yður þetta heldur fræðilegt og vélrænt. En í raun réttri breytum við samkvæmt orði Guðs á þennan hátt. Með þessu vegsömum við hann og orð hans. í Orðskviðunum segir svo: „Treystu Drottni af öl|u hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum vegum þín- um. Þá mun hann gjöra stigu þína slétta," (3,5—6). Heiðrið Guð með því að viðurkenna orð hans og breyta í samræmi við það. Þá mun hann vissulega heiðra trú yðar. Nú geta allir eignast stórkostlegan örbylgjuofn frá TOSHIBA og sparaö tíma og verulegar fjárhæöir í mat og orkukostnaöi. Toshiba ER-562 kr. 7.500.< Toshiba er stærsti framleiöandi heims á örbylgjuofnum og búnaöi fyrir þá. Tækninýjungarnar koma frá Toshiba, — þaö nýjasta DELTAWAVE dreifing, gefur þér bestan fáanlegan árangur í matseld og bakstri. Þjónusta sem þér býöst ekki betri. Þú færö íslenskan leiðarvísi aö ofninum, matreiöslubók, og þér er boðið á matreiöslunámskeiö hjá Dröfn H. Farestveit, hússtjórnarkennara menntaöri í tilraunaeldhúsi Toshiba í Englandi. Á námskeiö- inu færöu fullkomin kennslugögn og uppskriftir á íslensku. — Já, þetta allt stendur þér til boöa án aukakostnaðar. Verö og kjör bjóöast ekki betri: Toshiba ER-562 kr. 7.500 — útborgun kr. 2.000 og eftirstöðvar kr. 1.500 á mánuöi (aö viöb. kostnaöi). Sláðu nú til og vertu velkominn í hóp ánægðra EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstadastrœti 10 A Sími 16995

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.