Morgunblaðið - 11.03.1983, Síða 28

Morgunblaðið - 11.03.1983, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 Minning: Jóna Sœfinna Ásbjörnsdóttir Fædd 24. nóvember 1904 Dáin 28. febrúar 1983 „Ijetft ég nú bæði iíf og önd Ijúfí Jesú í þína hönd, síðaat þegar ég sofna fer, sitji jfuðs cnglar yfir mér.“ (H.P.) Mín kæra vinkona, Jóna S. Ás- björnsdóttir er fallin frá. Mig setti hljóða þegar maðurinn hennar hringdi til mín og sagði að hún væri látin, hún hefði sofnað útaf í rúmi sínu. Jóna var oft búin að vera mikið þjáð, en hún kvartaði aldrei. En það er nú svo að við erum sjaldn- ast viðbúin dauða vina okkar, og þannig fór um mig. Fyrstu kynni ökkar Jónu voru þau, að ég átti mjög erfitt, stóð uppi með son minn eins árs og vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taka. Þá var eins og forlögin leiddu okkur Jónu saman. Hún tók að sér drenginn og ól hann upp með mikilli sæmd. Þegar hann var ungur fluttist Jóna til Akureyrar þar sem hún kynntist manni sínum, Kristjáni Jóni Sigurðssyni, skipstjóra, önd- vegismanni sem reyndist drengn- um eins og besti faðir. Eins var + Eiginmaöur minn, VALTÝR BJARNASON, fyrrv. yfirlæknir, Stigahlíð 85, lézt að morgni 10. marz. Fyrir hönd barna og annarra aöstandenda, Sigríður Jóhannsdóttir. t Jaröarför hjartkærrar eiginkonu minnar, GUÐRÚNAR PÁLSDÓTTUR, Rauöholti 11, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju, laugardaginn 12. mars, kl. 14.00. Egill Guöjónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + JÓNA SÆFINNA ÁSBJÖRNSDÓTTIR, lést aö heimili sínu, Rauöalæk 69, Reykjavík, 28. febrúar. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aöstandenda, Kristján J. Sigurösson, Kristrún Ása Kristjánsdóttir, Svavar örn Höskuldsson, Jóhann Jóhannsson, Audry Jóhannsson, Guömundur Rúnar Svavarsson, Særún Ingvadóttir, Svavar Örn Svavarason, Kristján J. Jóhannsson. + Eiginkona mín, GUÐBJÖRG Þ. GUNNLAUGSDÓTTIR frá Gjábakka, sem andaöist þriöjudaginn 1. marz sl., veröur jarösungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, laugardaginn 12. marz kl. 16.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd eöa Slysa- varnadeildina Eykyndil. Fyrir hönd dætra og annarra vandamanna, Björn Kristjánsson. + Sonur minn, BRYNJAR ÞÓR INGASON, veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 12. mars kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Guömunda Bergvinsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, STEINN INGVARSSON, Múla, Vestmannaeyjum, veröur jarösunginn frá Landakirkju, laugardaginn 12. mars, kl 14.00. Þorgeröur Vilhjálmsdóttír og dætur. með foreldra hans og þar eignað- ist hann afa og ömmu. Þau hjónin fluttust til Reykja- víkur árið 1953 og bjuggu þar síð- an. Upp frá því var mikill vinskap- ur milli heimila okkar. Ég á margs að minnast og margs að þakka, sem leitar á hugann við fráfall vinkonu minnar. Það er geymt en ekki gleymt. Ég ber hér fram hjartans þakk- ir og kveðju fyrir allt, sem þessi elskulegu hjón voru syni mínum, Jóhanni Helga ísfjörð Jóhanns- syni, sem býr erlendis og getur ekki verið viðstaddur útför sinnar umhyggjusömu fóstru. Hann bað mig að láta versið, sem Jóna mamma kenndi honum, fylgja með kveðjunni frá sér: „Illa dreymir drenginn minn Drottinn sendu engil þinn vöggu hans að vaka hjá, vondum draumum stjaka frá. Láttu hann dreyma líf og yl, Ijós og allt, sem gott er til, ást og von og traust og trú. Taktu hann strax í fóstur nú. Langa og fagra lífsins braut leiddu hann gegnum scld og þraut Verði hann besta barnið þitt. Bcnheyrðu nú kvakið mitt, svo ég megi sætt og rótt sofa dauðans löngu nótt.“ P.ÓL Að endingu kveð ég kæra vin- konu mína með hjartans þökk fyrir allt og allt. Eiginmanni hennar og dóttur, Kristrúnu og fjölskyldu, sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja þau og styðja í sorg þeirra. Við vitum að hún fær góða heim- komu handan móðunnar miklu. „Far þú í friói friður guðs þig blessi.“ Ástríður Hannesdóttir Minning: Helgi T. K. Þorvalds- son skósmíðameistari Fæddur 2. aprfl 1923 Dáinn 4. mars 1983 í dag verður til moldar borinn frá Bústaðakirkju ástkær frændi minn og vinur Helgi T.K. Þor- valdsson. Við andlát hans er góður drengur genginn, sem margir munu minnast með söknuði og eft- irsjá. Ég og kona mín erum ein þeirra, sem misst höfum góðan vin við andlát hans. Foreldrar Helga voru þau sæmdarhjónin Kristín Susanna Elíasdóttir húsmóðir og Þorvaldur Helgason skósmíðameistari. Heimili þeirra hjóna var alla tíð á Vesturgötu 51b og þar eignuðust þau fimm mannvænleg börn og var Helgi næstelstur þeirra. Helgi var ungur að árum er hann fór að vinna fyrir sér og man ég eftir því að hann vann sem sendill hjá efnalauginni Glæsi, en síðan fer hann að vinna hjá föður sínum, þar sem hann lærði sína iðngrein, skósmíðar. Ásamt því að vinna hjá föður sínum fór hann aðeins 15 ára gamall í Iðnskólann í Reykjavík. Helgi kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, ólafíu Hrafnhildi Bjarnardóttur, þann 15. mars 1952. Hann var einstakur eigin- maður, faðir og afi. Leyndi sér ekki hin gagnkvæma virðing og ást sem þau báru hvort til annars. Saman sköpuðu þau sér og börn- um sínum glæsilegt heimili í Langagerðinu. Þau hjónin eignuð- ust fjórar dætur sem eru: Elín Kristín, fædd 21. september 1952, gift Benedikt Garðarssyni; Anna Svandís, fædd 9. september 1955, gift Snæbirni Stefánssyni; Erla Hrönn, fædd 28. febrúar 1957, býr í heimahúsum; Margrét, fædd 29. janúar 1963, við nám í Bandaríkj- unum. Helgi rak sit* eigið skósmíða- verkstæði á Baronstíg 18 í um 30 ár, en síðastliðin átta ár hefur hann einnig rekið skósmíðaverk- stæðið í Fellagörðum. Þar sem Helgi var fæddur og uppalinn í Vesturbænum var hann auðvitað KR-ingur í húð og hár og keppti á sínum yngri árum með + Sonur minn, unnusti og bróðir, LÁRUS HÖRÐUR ÓLAFSSON fró Kaflavík, veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 12. mars kl. 3 e.h. Fyrir hönd barna og fósturbarna. Guörún Hannesdóttir, Norma MacCleave og systkini hins lótna. KR í knattspyrnu. Helgi var í stjórn Landssambands skósmiða um árabil og einnig var hann í stjórn Bræðrafélags Bústaða- sóknar í nokkur ár. Helgi var með- limur Oddfellow-reglunnar í Reykjavík. Helgi hafði næmt skopskyn, var gamansamur og léttur í lund en tilfinninganæmur. Hann var drenglyndur og heiðarlegur, og var hrókur alls fagnaðar á meðal vina og kunningja. Fals og ódrengskapur voru honum víðs fjarri. Við Helgi áttum margar góðar og skemmtilegar samverustundir í æsku, þar sem mikill samgangur var á milli heimila okkar. Ég var mikið á Vesturgötunni hjá Súsu og Dengsa, þar var alltaf mikið líf og fjör, og voru þau mörg strákapör- in sem við strákarnir frömdum þar í götunni. Sumarbústaðir for- eldra okkar lágu hlið við hlið. Á sumrin var því alltaf mikið um að vera hjá okkur strákunum uppi I bústað, við spiluðum fótbolta, syntum mikið í sjónum og stund- um fengum við að vera með við að veiða laxinn úr Grafarvoginum. Margra gleðistunda eigum við hjónin að minnast með Helga og Ollu bæði á heimilum okkar beggja og frá þeim tíma er við vor- um uppi í bústað saman. Þau hjónin voru nýbúin að skipuleggja frí á fjarlægar slóðir og hugur þeirra beggja beindist að undirbúningi þeirrar ferðar. Eng- inn má sköpum renna og margt fer öðruvísi en ætlað er. Ferðin til Bandarfkjanna verður aldrei far- in. í stað þess er hann nú lagður upp í aðra og meiri ferð. Látum verða okkur huggun í harmi viss- una um, að við ferðalok á hann von góðrar heimkomu. Við hjónin sendum eiginkonu, móður, börnum og öllu tengdafólki hans okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð styrki þau öll á þessum sáru og erfiðu tímum. Blessuð sé minning hans. + Alúöar þakkir til allra sem auðsýndu okkur vlnáttu og samúö vlö andlát og jaröarför sonar okkar, ELVARS GÍSLA. Guörún Gfsladóttir, Siguröur Runólfsson. Lokað í dag vegna jaröarfarar HELGA ÞORVALDSSONAR, skósmföameistara. Skóvinnustofa Helga, Fellagörðum. Sigurður S. Waage Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.