Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983 Stjómarskrármálið: fremst upplýsingabanki um hag- stjórn. En þetta var útúrdúr. Stjórnleysi — stjórnfesta Misskilningur á franska kerfinu — Patentlausn verður að platlausn Opið bréf til áhugamanna um jöfnun atkvæðisréttar 3. grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson, alþm.: Ef lýsa á stjórnmálaástandinu í þjóófélaginu þessi misserin með einu orði, er vandfundið orð, sem lýsir því betur en þetta: stjórnleysi. Það er algert stjórnleysi í efna- hagsmálum. Mælikvarðinn á stjórnleysið er senn 100% verð- bólga. Verðbólgan fer eldi um máttarstoðir þjóðfélagsins, at- vinnulífið og afkomuöryggi heim- ilanna. Engin minnsta tilraun er framar gerð til þess að ráða niður- lögum eldsvoðans, hvað þá slökkva hann. Okkur rekur undan veðri og vindum, eins og stjórnlaust rek- ald. Framundan eru brotsjóir og blindsker, en skipið hrekst að standstaðnum, vélarvana og stefnulaust. * Arekstur fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds Hvers vegna? Það er m.a. vegna þess að upp er kominn alger árekstur milli hand- hafa framkvæmdavaldsins, ríkis- stjórnarinnar og Alþingis. Ríkisstjórnin er í reynd eins konar starfsstjórn, þar sem hún styðst ekki lengur við neinn þing- meirihluta, og kemur þar af leiðandi engum málum fram. Þetta ástand kallar forsætis- ráðherra starfsstjórnarinnar „stjórnskipulega sjálfheldu". Stjórnin hefur setið í allan vet- ur án þingmeirihluta og þar af leiðandi pólitískt getulaus. Stjórnarandstaðan hefur ekki heldur afl atkvæða til að koma stjórninni frá eða til að mynda annan þingmeirihluta. Stjórnkerfið er lamað. Þetta ástand hefur verið viðvar- andi allt frá því að Alþingi var sett á sl. hausti. Hugsandi menn í öllum flokkum hryllir við þeirri tilhugsun, að þetta ástand haldi áfram að kosningum loknum. Lík- urnar á því aukast þó dag frá degi, eftir því sem framboðsaðilum fjölgar og hin pólitíska upplausn vex. Líkurnar á því, að unnt verði að mynda starfhæfa meirihluta- stjórn, þingræðisstjórn, að kosn- ingum loknum, minnka að sama skapi. Hér höfum við fyrir augunum í hnotskurn afleiðingarnar af alvar- legum árekstri framkvæmdavalds og iöggjafarvalds. Afleiðingin er í einu orði sagt: stjórnleysi. Misskilningur á „franska kerfinu“ Það fer ekki hjá því, á upplausn- artímum nú sem endranær, að fram á sjónarsviðið stigi innblásn- ir mannkynsfrelsarar, sem tala tungum og sjá sýnir og boða lýð- num patentlausnir á öllum vanda. Ein slík hefur verið lögð fram á Alþingi. Það er þingsályktunar- tillaga Vilmundar Gylfasonar um „franskt" kerfi og þjóðkjörinn for- sætisráðherra. Um hvað er þessi tillaga? Hún er um það að taka upp for- setaveldi og afnema þingræði, i þeim skilningi, að ríkisstjórn verði að styðjast við meirihluta þings eða vera umborin af því. Flutningsmaður kennir þessar hugmyndir við „franskt" kerfi. Þegar nánar er að gáð, kemur á daginn, að þetta er misskilningur hans á franska kerfinu. Lagt er til að forsætisráðherra verði kosinn beinni kosningu um land allt. ólíkt því sem er í franska kerfinu, á að kjósa for- sætisráðherrann með allt annarri aðferð en þingið. Vægi atkvæða á að vera jafnt, reglan er einn mað- ur — eitt atkvæði. þar sem meirihluti þjóðarinnar, um 60%, býr í þéttbýli, „þá gefur auga leið að framkvæmdavaldið mun heldur hall&st inn á þéttbýli", eins og viðurkennt er í greinar- gerð með tillögunni. Þetta er enn betur tryggt með því að forsætis- ráðherrann á að kjósa f tveimur umferðum, sem þýðir að hann verður að ná meirihlutakosningu. Forsætisráðherrann skiparsíðan ríkisstjórn. Og það er tekið fram að þingrofsréttinn á að afnema. Olíkt því sem er í Frakklandi, á hins vegar, skv. þessum tillögum, að kjósa löggjafarvaldið, Alþingi, með allt annarri kosningaaðferð. Tillagan gerir ráð fyrir óbreyttri kjördæmaskipan og kosningalögum. Stjórnarskrárbundið misrétti Hvað þýðir það? Það þýðir það, að minnihluti þjóðarinnar, í hinum fámennari kjördæmum, mun áfram hafa yf- irgnæfandi meirihluta á Alþingi. Það þýðir, að meirihluti Alþing- is verður allt öðruvísi samansett- ur, en sá meirihluti sem kýs for- sætisráðherra. Það þýðir að tillögumaður sem kennir sig við jafnaðarstefnu, ætl- ar um ófyrirsjáanlega framtíð að bjóða meirihluta þjóðarinnar í tveimur fjölmennustu kjördæm- unum, Reykjavík og Reykjanesi, að fara með aðeins fjórða eða fimmta part úr atkvæði, þegar kosið er til Alþingis. Það má orða á annan veg: Skv. tillögunni á að- eins fjórði eða fimmti hver kjósandi í þessum kjördæmum að hafa at- kvæðisrétt í þingkosningum. Þetta misrétti, þetta misvægi atkvæðisréttar, á að binda í stjórnarskrá, eins og nú er. Og með svipaðri búsetuþróun og verið hefur, má slá því föstu að þetta misvægi atkvæðisréttarins muni fara enn vaxandi. Til hvers konar ástands mun þetta „stjórnkerfi" að öllum lík- indum leiða? Það blasir við augum. Hin „stjórnskipulega sjálfhelda" núv. forsætisráðherra er innbyggð í þetta kerfi. Þetta kerfi mun fyrirsjáanlega leiða til óleysanlegra árekstra milli framkvæmdavalds og löggjafar- valds. Það mun fyrirsjáanlega leiða til lömunar stjórnkerfisins. í einu orði sagt: Það mun leiða til stjórn- leysis, sem varanlegs ástands. Þessi tillaga er enn eitt sorglegt dæmi um það, aðlæknisráðið er lak- ara en sjúkdómurinn, sem það átti að lækna. Það er rétt að undirstrika það, að þessi tillaga er ekki um „franska kerfið" heldur er þetta misskilningur flutningsmanns á „franska kerfinu". í Frakklandi er sama kosningaaðferðin notuð, hvort heldur verið er að kjósa til þings, eða forseta. Aðferðin er meirihlutakosning í tveimur um- ferðum í einmenningskjördæm- um. í forsetakosningum er landið allt eitt kjördæmi. Þar að auki hefur forsetinn þingrofsrétt í Frakklandi. Ef til áreksturs kem- ur milli forseta og þings, getur forseti sent þingið heim. Því til viðbótar hafði de Gaulle hershöfð- Jón Baldvin Hannibalsson „Eftir á að hyggja sýnist mér að Bandalag jafn- aðarmanna sé vitlaust vörumerki fyrir þessa hugmyndasuðu. Væri ekki nær lagi að kalla þetta fyrirbæri: Stjórn- leysingjasamtökin — SS?“ ingi sinn öryggisventil, þar sem er 16. gr. frönsku stjórnarskrárinnar sem heimilar forseta að taka sér alræðisvald, og senda þingið heim, hvenær sem honum þóknast. Enn er að vísu eftir að telja hersveitir Vilmundar, og eftir er að sjá, hvernig skikkja hershöfð- ingjans hæfir honum, þegar hann ber kápuna á báðum öxlum. Aðskilnaður fram- kvæmda- og löggjafar- valds; önnur aðferð. Meiningin er nokkuð góð hjá Vilmundi, þó að aðferðin sé vit- laus og leiði til þveröfugrar niður- stöðu, á við það sem ætlað var. Meiningin er að tryggja aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmda- valds. Niðurstaðan verður hins vegar a'ger árekstur framkvæmda- valds og löggjafarvalds. Hið ómótstæðilega afl framkvæmda- valdsins mun brotna á óbifanlegu bjargi landsbyggðarmeirihlutans. Afleiðingin verður að öllum lík- indum sú, að það upplausnar- og stjórnleysisástand, sem við höfum fyrir augunum nú, sem flestir for- dæma, nema þeir sem fitna á því eins og púki á fjósbita — þetta stjórnleysisástand verður varanlegt og mun að lokura leggja lýðveldið í rúst. Ég er innilega sammála þeirri skoðun, að draga verði skarpari skil og skýrari mörk milli löggjaf- arvalds og framkvæmdavalds. Til þess að svo megi verða þarf ekki að afnema þingræðið. Til þess þarf reyndar ekki annað en þingmeiri- hluta fyrir löggjöf, sem skilgreini og takmarki verksvið og valdsvið hvors aðilans um sig. Þetta paragraf gæti hljóðað svo: „AlþingÍNmanni er óheimilt ad hafa meó höndum launud ntörf í þájfu opinberra Htofn- ana eóa einkaatvinnufyrirtækja, meóan kjör- tímabil hanN endist.“ Þetta er reyndar 9. gr. gildandi stjórnarskrár. Eina breytingin er sú, að í staðinn fyrir „forseti" hef ég sett alþingismaður. Skv. nýjum stjórnarskrártillögum er hæsta- réttardómurum óheimilt að gegna umboðsstörfum. Þeir eru heldur ekki kjörgengir. Þannig er verk- svið þeirra tilgreint og takmarkað. Þetta þarf að gera. Hins vegar er mér til efs, að fyrir slíkum til- lögum sé meirihluti á Alþingi. Þá ber að vinna að því að skapa slík- an meirihluta, með pólitískri bar- áttu. Þeirri baráttu vil ég gjarnan leggja lið. Þess er krafist af forseta Bandaríkjanna t.d. að hann afsali sér hlutabréfum I fyrirtækjum, sem hann kann að hafa átt aðild að, meðan hann gegnir embætti forseta. Sömu kröfu ber að gera til alþingismanna. Það á að vera haf- ið yfir grun, að þeir láti einka- hagsmuni ráða afstöðu sinni eða gerðum i löggjafarstarfi. Um pólitíska skömmt- unarstjóm og atkvæðaveiðar Alþingi á að fara með löggjaf- arvald, fjárveitingavald og eftir- litsvald með framkvæmdavaldinu. Um þetta eru allir alþýðuflokks- menn sammála. Þrátt fyrir skæt- inginn, sem Vilmundur hefur gert að kæk að senda sfnum fyrri sam- herjum, þegar hann opnar munn- inn, sem er helzt til oft, þá hefur hann varla haft undan í vetur á Alþingi að mæla fyrir tillögum, sem ýmsir þingmenn Alþýðu- flokksins hafa flutt með honum. Dæmi: Tillögur um aukið vald og verksvið þingnefnda til eftirlits með framkvæmdavaldinu. Annað dæmi: Tillaga um að takmarka verksvið framkvæmdavaldsins, með því að svipta það valdi til út- gáfu bráðabirgðalaga. Fleiri tillög- ur má nefna sem fulltrúar Al- þýðuflokksins í stjórnarskrár- nefnd hafa þar komið á framfæri og miða að því, að efla sjálfstæði Alþingis gagnvart löggjafarvald- inu, og draga skýrari mörk milli þess og framkvæmdavaldsins. Um þetta hefur enginn ágrein- ingur verið innan Alþýðuflokks- ins. Um þetta er heldur enginn ágreiningur við Vilmund Gylfa- son. Tökum Framkvæmdastofnun ríkisins, þessa „gróðrarstíu spill- ingarinnar", sem dæmi. Formaður þingflokks Alþýðuflokksins flutti á seinasta þingi frumvarp til laga, um að leggja þá stofnun niður en færa þess í stað áætlunargerð um byggðamál inn í ráðuneyti. Við Jó- hanna Sigurðardóttir fluttum um daginn „sólarlagsfrumvarp" um að Framkvæmdastofnun verði lögð niður eigi síðar en um næstu áramót. Þetta er yfirlýst stefna Alþýðuflokksins. En á ekki Alþýðuflokkurinn fulltrúa í stjórn þar, eins og aðrir flokkar? Að vísu. Sú var tíð, að Reykjaneskjördæmi var með geð- þóttaákvörðun útilokað frá því að sitja við sama borð og aðrir lands- hlutar að því er varðar lánafyr- irgreiðslu til atvinnufyrirtækja. Fulltrúi þess kjördæmis situr nú f.h. Alþýðuflokksins í stjórn Framkvæmdastofnunar. Það breytir engu um það, að það er ítrekað og yfirlýst stefna flokks- ins, að leggja stofnunina niður og að að stokka upp allt stjórnkerfi fjárfestingar í landinu. Við það verður staðið, ef á reynir. Vel á minnst. Þingflokkur Al- þýðuflokksins hefur ekki tilnefnt alþingismann í bankaráð í 3 eða 4 er Benedikt Gröndal, sem sat í bankaráði Seðlabankans skamma hríð. En Seðlabankinn er ekki viðskiptabanki, heldur fyrst og Patentlausn — platlausn Réttlæting Vilmundar Gylfa- sonar á þeirri tillögu, að halda áfram að svipta meirihluta þjóð- arinnar atkvæðisrétti til Alþing- iskosninga, er kynleg í meira lagi. Hún er sú, að ef þingmenn sitji ekki lengur í „sjóðakerfinu", þá skipti atkvæðisrétturinn ekki lengur máli. Fyrst er nú að koma þeim lögum í gegnum þingið, að þingflokkar og þingmenn afsali sér valdi skömmtunarstjóra allra heimsins gæða í sjóðakerfinu. Til þess þarf fullgild atkvæði þéttbýlisbúa á Al- þingi. Svo er á hitt að líta að Alþingi á eftir sem áður að fara með löggjaf- arvald og fjárveitingavald. Alþingi mun eftir sem áður ráðstafa fjár- munum til sjóðakerfisins, og bein- um framlögum til verklegra fram- kvæmda í kjördæmum gegnum fjárlög og lánsfjárlög. Þetta þýðir að kjördæmatogstreitan mun halda áfram á fullu. Naumt skammtaður atkvæðisréttur sem Vilmundur Gylfason vill áfram skammta meirihluta þjóðarinnar, muna áfram tryggja minnihlutan- um úrslitavöld á Alþingi og for- ræði yfir fjárveitingum og fram- lögum. Þetta gengur heldur ekki upp í tillögum VG. Sjálfur viðurkennir tillöguhöfundur svo í greinargerð, að „á Islandi eigi misvægi atkvæða og þar með mismunandi geta byggð- arlaga til þess að koma ár sinni fyrir borð gagnvart almannasjóðum, þyngsta sök á því er varðar efna- hagslega óstjórn“. — Sé þetta rétt, þá verður því ástandi ekki breytt, meðan misvægi atkvæðisréttarins kemur í veg fyrir, að Alþingi endurspegli raunverulegan meiri- hlutavilja með þjóðinni. Rifjum upp: Forsætisráðherr- ann, með sína sjálfskipuðu rfkis- stjórn, mun að líkindum styðjast við raunverulegan þjóðarmeiri- hluta. Þar með eru allar líkur á því að hann muni leita eftir laga- heimildum fyrir gerbreyttri stefnu í efnahagsmálum og hag- stjórn. Setjum sem svo, að hann vilji varpa oki landbúnaðarkerfis- ins af herðum neytenda í þéttbýli t.d. verja þeim tíunda hluta rikis- útgjalda sem nú fer í niðurgreiðsl- ur og útflutningsbætur, á þjóð- hagslega hagkvæmari hátt. Þetta er eitt af eilífðarmálunum í ís- lenskri pólitík. Er trúlegt, að massívur meirihluti landsbyggð- arþingmanna veiti slíkar laga- heimildir? Reynslan kennir okkur, að þær líkur eru hverfandi. Þjóðaratkvæði? „Þeir verða að semja," segir VG. Þeim hefur ekki tekist að semja sl. áratugi. „Þjóðaratkvæði," segir VG. Þjóðaratkvææðagreiðslur eru góðar til síns brúks, í stórum og einföldum málum. En á að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um öll þau óteljandi árgreiningsmál, sem lík- legt er að komi upp milli fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds, sem kosið er til með svo gerólíkum hætti? Þjóðaratkvæðagreiðslur um fjárlagafrumvarp í heild og alla þætti þess, um erlendar lán- tökur, um einstök framkvæmda- framlög, í það endalausa? Þetta dæmi gengur heldur ekki upp. Misskilningur Vilmundar Gylfasonar á franska kerfinu gengur ekki upp. Patentlausnin er ennþá vitlausari en núverandi ástand, og er þá langt til jafnað. Patentlausnin sem átti að binda endi á stjórnleysið endar í stjórn- arskrártillögum um „stjórnskipulega sjálflieldu“ og gerir böl stjórnleysis- ins að varanlegu ástandi. Eftir á að hyggja sýnist mér að Bandalag jafnaðarmanna sé vit- laust vörumerki fyrir þessa hug- myndasamsuðu. Væri ekki nær lagi að kalla þetta fyrirbæri: Stjórnleysingjasamtökin — SS?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.