Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983
Ferðaskrifstofan Útsýn:
Portúgalskynn-
ing á Broadway
FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn og ríkisferðaskrifstofa Portúgals efna til
Portúgalskynningar í veitingahúsinu Broadway í kvöld, sunnudagskvöld. í
fréttatilkynningu, sem Mbl. hefur borizt frá Útsýn, segir:
Ferðaskrifstofan (Jtsýn og ríkis-
ferðaskrifstofa Portúgals efna til
fjölbreyttrar kynningar í Broadway
á sunnudagskvöld, 13. marz.
Portúgal er eitt helzta viðskipta-
land okkar, og rómað sem ferða-
mannaland af þeim sem til þekkja.
Aðbúnaður þykir í háum gæðaflokki,
strendurnar hreinar og fallegar og
verðlag eitt hið lægsta í álfunni, t.d.
á mat og vínum, sem þykja með þeim
beztu. Portúgalar eru orðlagðir fyrir
gestrisni og Portúgalskynningin
hefst með fordrykk í boði portú-
gölsku ríkisferðaskrifstofunnar, en
meðan framreiddur er ljúffengur
kvöldverður, fara fram fjölbreyttar
sýningar og skemmtiatriði á hinu
stóra sviði Broadway. Vinsæll
söngvari, Joao Silva, kenrur sérstak-
lega til landsins og flytur þjóðlega
portúgalska tónlist, stórsöngvarinn
Kristján Jóhannsson tenór flytur ís-
lenzk og ítölsk sönglög og aríur.
Model 79 sýna nýju vor- og sumar-
tízkuna og 24 módel koma fram með
nýjustu hártízkuna frá Rakarastof-
unni Klapparstíg.
Portúgal er mikið íþrótta-, úti-
vistar- og heilsuræktarland, enda
aðstaða óvíða á borð við það sem
gerist á suðurströndinni í Algarve.
Þeirri aðstöðu verður lýst í upphafi
kvöldsins með skemmtilegri opnun,
þar sem m.a. koma fram íslands-
meistarar í vaxtarrækt. Sýnd verður
ný kvikmynd frá Portúgal og for-
stjóri stærstu ferðaskrifstofu Al-
garve, Fernando Hipolito, verður
staddur á kvöldinu ásamt Carlos
Teiexeira frá ríkisferðaskrifstofu
Portúgals, og munu þeir ásamt
starfsfólki Útsýnar sitja fyrir svör-
um í ferðaþjónustu Útsýnar, sem
opin verður í neðri sal, en þar verður
einnig í gangi kvikmyndasýning frá
hinum fjölbreyttu sólarlandaferðum
Útsýnar. Spilað verður bingó um sól-
arlandaferðir m.a. til Portúgal og
aðalhappdrættisvinningur kvöldsins
er ókeypis Portúgalsferð. Annar
vinningur verður veittur fyrir get-
raun um Portúgal, en milli skemmti-
atriða og í lokin verður dansað.
Portúgal er komið í tölu vinsæl-
ustu sumarleyfislanda Evrópu vegna
hins frábæra loftslags, sérkenni-
legra þjóðhátta og hagstæðs verð-
lags. Það er eina nýjungin í sólar-
landaferðum fslendinga í ár, og
mælist mjög vel fyrir, því að aðsókn
er það mikil, að nær uppselt er í
sumar ferðirnar. Og öruggt er, að
farþegarnir þurfa ekki að leigja sér
sólarlampa í Algarve, því að þar skín
sólin 10—12 stundir daglega.
Útsýn býður 3ja vikna ferðir til
Algarve, suðurstrandar Portúgals,
frá 18. maí nk., í beinu leiguflugi og
tekur flugið aðeins tæpar 4 klst.
Dvalizt verður í hinum þekkta
baðstrandarbæ Albufeira.
(Fréttatilkynning.)
Tónleikar
Kammersveitar
Reykjavíkur
ATHYGLI er vakin á því, að tónleik-
ar Kammersveitar Reykjavíkur, sem
samkvæmt vetrardagskrá áttu að
verða í dag, sunnudaginn 13. marz,
verða haldnir 10. aprfl nk.
Tónleikarnir verða nánar aug-
lýstir síðar.
Brezka þotan nýja, BAe 146, á Reykjavíkurflugvelli á Föstudag. Myndina tók Kristján Einarsson, ljósmyndari. Inn á
myndina hægra megin teygir Gulfstream One skrúfuþota trjónuna.
Leita enn að ísingu
BREZKA tilraunaþotan BAe 146
er enn komin hingað til lands til
tilraunaflugs í ísingarskilyrðunt.
Flugvélin kom hingað til lands í
þessu skyni í aprílmánuði í fyrra,
og einnig í lok febrúar sl. en í
hvorugt skiptið fundu brezku til-
raunaflugmennirnir ísingu hér við
land, og því eru þeir nú komnir
hingað þriðja sinni.
Brezka þotan er framleidd af
British Aerospace-flugvélaverk-
smiðjunum í Hatfield á Eng-
landi. Framleiddar hafa verið
sjö flugvélar af þessari tegund,
þar af eitt lengra afbrigði, 146-
200, og hafa aðallega þrjár
þeirra verið notaðar við til-
raunaflugið, þar á meðal flug-
vélin sem hér er stödd, en hún er
eintak númer tvö.
Frumeintakið af BAe 146
flaug fyrst 3. september 1981 og
hafa tilraunaflugvélarnar flogið
rúma 1500 stundir síðan. Fyrstu
flugvélarnar verða teknar í
notkun í farþegaflugi í vor í
Bretlandi og Bandaríkjunum.
Hafa þegar 14 flugvélar verið
seldar og pantanir í 16 til við-
bótar verið staðfestar, auk
óstaðfestra pantana.
BAe 146 þotan er sérstaklega
hljóðlát og hún þarf mjög stutt-
ar brautir til að athafna sig á.
Þotan tekur frá rúmlega 70 og
upp í 110 farþega, eftir því hvort
FIMMTÍU danskar stúlkur eru nú
vjð vinnu í frystihúsum hérlendis.
Það er Vinnumálasamband sam-
vinnufélaganna, sem milligöngu hef-
ur haft um ráðningu stúlknanna, sem
flestar koma frá bæjum á norðan-
verðu Jótlandi með milligöngu norr-
ænna atvinnumiðlana í Álaborg.
Sjö stúlknanna eru í Grundar-
firði, fjórar á Patreksfirði, sex á
Bíldudal, ein á Þingeyri, átta á
Vopnafirði og fimmtán á Breið-
dalsvík. Þar er einnig einn danskur
piltur í vinnu. Á Eskifirði eru
um er að ræða 146-100 eða 146-
200 afbrigðið, og einnig eftir
hvernig innréttingum er háttað.
Þotan er neyslugrönn á elds-
neyti og hefur reynst hagkvæm-
ari en gert hafði verið ráð fyrir.
Tilraunaflugið er á lokastigi.
starfandi níu danskar stúlkur í
fiskvinnu og er frystihúsið þar eina
húsið utan Sambandsins í þessari
upptalningu.
Á þriðjudag var skýrt frá því í
blaðinu að 83 stúlkur væru nú
hérlendis í fiskvinnu, frá Suður-
Afríku, Ástralíu og fleiri löndum.
Þær hafa komið hingað með milli-
göngu Sölumiðstöðvarinnar. Sam-
tals eru 133 erlendar stúlkur í
fiskvinnu hérlendis. Það er minna
en undanfarna vetur.
50 danskar stúlk-
ur í fiskvinnslu
Kirkjulist á Kjarvalsstöðum:
Listin og trúin hafa ver-
ið samferða frá öndverðu
— segir herra Pétur Sigurgeirsson biskup
UNIMRBÚNINGUR sýningarinnar „Kirkjulist á Kjarvalsstöóum" er í
fullum gangi eins og áður hefur verið greint frá hér í Morgunblaðinu, og
eru hundruð gripa og listaverka þegar komnir á sýningarstaðinn. í tilefni
sýningarinnar ræddi blaðamaður við herra Pétur Sigurgeirsson biskup,
og spurði hann hvert hann teldi hlutverk listar í kirkjulegu og trúarlegu
starfí hér á landi.
MorminblaAiA/Kristján Einarsson.
Gamalt altari með óvenjulega sögu, sem verður meðal sýningargripa á Kjar-
valsstaðasýningunni. Altarið er ævafornt, svonefnt skápaltari, og gert úr reka-
viði. Það var I Gufuneskirkju þar til árið 1886 eða 1887, er Gufuneskirkja og
Mosfellskirkja voru lagðar undir Lágafellskirkju. Þá fór altarið á flakk, og var
meðal annars notað sem fæðingarborð, en hafnaði loks hjá húsfreyju einni í
Mosfellssveit, sem notaði það sem búrskáp. Þaðan fór það svo að Reykja-
lundi, þar sem það er nú notað til síns upphaflega brúks, og hefur verið málað
upp af Magnúsi Ingvarssyni, sem lært hefur rósamálun í Noregi.
Kirkjan og listin
verið samferða
„Það leikur ekki vafi á því að
kirkjan og trúarlíf í landinu eins
og í öllum öðrum löndum, hefur
notið góðs af listinni, og eins og
ekki síður hefur kirkjan haft já-
kvæð og örvandi áhrif á list-
sköpunina," sagði herra Pétur.
„Hér á íslandi hafa þessi hug-
tök, trúin og listin, verið sam-
ferða og nátengd í trú og kristni
íslensku þjóðarinnar allt frá
öndverðu. — Þetta sýna meðal
annars þeir fornu helgigripir,
sem við eigum og varðveitum, og
munu margir hverjir verða til
sýnis á Kjarvalsstöðum um
páskana.
Þessi tvö hugtök hafa í gegn-
um aldirnar verið svo samtvinn-
uð og svo nátengd hvort öðru, að
þar verður varla greint á milli,
hvað er trú og hvað list.“
— Það er því síður en svo
neitt nýtt fyrirbæri að kirkjan
hafi áhuga á list og öfugt, það á
sér langa sögu?
„Nei, það er ekki aldeilis nýtt
fyrirbæri. Listin og kirkjan hafa
alla tíð átt samleið í húsa-
gerðarlist, myndlist og tónlist,
svo dæmi séu tekin, sem allir
kannast við.“
Herra Pétur Sigurgeirsson
Mikilvægi listarinnar fyrir
kirkjuna og öfugt
— Hefur listin enn miklu
hlutverki að gegna í trúarlegu
og kirkjulegu tilliti hjá okkur í
nútímanum?
„Já, ég tel að svo sé, og held
raunar að það sé óumdeilt. List-
in hefur verið trúnni afar mik-
ilvæg, til dæmis í því að sýna
hvernig trúin birtist mönnum
og hvað hún framkallar með
fólki, sú list sera göfgar mann-
inn og auðgar andann hlýtur að
vera kirkjunni gagnleg. Orðabók
Menningarsjóðs skýrir orðið
„list“ þannig, að það sé að búa
til fagra hluti, og hér er að
sjálfsögðu ekki aðeins um að
ræða áþreifanlega hluti, heldur
einnig og ekki síður í tónlistinni.
Innan listarinnar skipar trúar-
listin hvar vetna veglegan sess,
og mörg hin fegurstu listaverk
hafa orðið til er listamenn eru
að túlka hin ýmsu mikilvægu
atriði trúarinnar, svo sem
krossfestinguna, upprisuna og
fleiri atriði mikilvæg í kristinni
kenningu.
Enn get ég nefnt það, sem er
okkur allra nærtækast nú á
föstunni, en það eru Passíu-
sálmarnir, þar sem séra Hall-
grímur gerir trú að list og list að
trú. Passíusálmarnir eru til
dæmis mikilvægir fyrir það, að
vegna listarinnar í þeim hafa
menn leiðst inn á það trúarlega
í þeim. Já, listin er kirkjunni
mikilvæg, eins og kirkjan hefur
örvað listamenn til dáða."
Bætt og aukin sam-
skipti við listamcnn
— Ertu ánægður með sam-
skipti og samstarf þjóðkirkj-
unnar og íslenskra listamanna
undanfarin ár og áratugi?
„Ég tel að til þess að talist
geti að tilgangurinn með listinni
að búa til fagra hluti, hafi náðst,
sé nauðsynlegt að listin sé í
þjónustu kristindómsins og þess
sem hann stendur fyrir. í flest-
um tilvikum er ég ánægður með
samskipti íslenskra listamanna
og kirkjunnar, og kirkjan stend-
ur í þakkarskuld við marga
þeirra, sem hafa lagt mikilvæg-
an skerf fram til trúarlífs í
landinu. Margir listamann hafa
á mjög smekklegan og listrænan
hátt túlkað það trúarlega og sið-
ræna í kristinni trú, sem við
metum mest. Það finnst mér
persónuiega vera aðalatriði list-
arinnar, að hún nái að göfga
hugsanir og tilfinningar manns-
ins. Um leið verður svo einnig að
segja það, að ekki fer þetta allt-
af saman, listsköpun og þessi
túlkun, og slík list finnst mér
ekki þjóna þeim tilgangi er hún
ætti að þjóna, hvað þá þegar um
er að ræða afskræmingu á
manninum eða trúnni."
— En samband kirkju og
listamanna hefur orðið nánara
síðustu ár hér á landi eða hvað?
„Já, ég tel að svo sé, þróunin
virðist áberandi vera í þá átt, og
kirkjulistarsýningin er meðal
annars upp sett til að örva lista-
menn þjóðarinnar til að tjá sig,
tjá kristna trú í gegnum sína
list. Þessi sýning er að mínum
dómi mjög merkt framtak, og að
undirbúningi hennar hefur verið
unnið í mörg ár. Þetta virðist
ætla að takast mjög vel, lista-
menn hafa sent inn verk, og við
höfum átt þeirri gæfu að fagna
að hafa í forsvari fyrir sýning-
unni menn, sem vita hvað þeir
eru að gera og hafa þekkingu á
viðfangsefninu," sagði herra
Pétur Sigurgeirsson biskup að
lokum. — AII