Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983 7 HUGVEKM eftir Pétur Sigurgeirsson biskup Nýlega er afstaðin í Reykja- vík sýning á verkum Bertels Thorvaldsens. í Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn eru hinar frægu myndir hans af Kristi og postulunum. Séra Helgi Kon- ráðsson skrifaði merka bók um ævisögu Bertels Thorvaldsens. Þar segir svo: „Þessi dæmalausi hæfileiki Thorvaldsens að setja sinn eigin blæ á verk samstarfenda sinna kemur sennilega hvergi skýrar fram en í postulamyndunum og Kristsmyndinni í Frúarkirkj- unni og Jóhannesargaflbríkinni yfir útidyrum hennar. Ekki færri en 10 ungir listamenn unnu að þessum myndum með honum, því að verkinu var þannig hagað, að hann gerði sjálfur frumdrætti hverrar myndar og mótaði leirmyndina í smáum stíl. Síðan lét hann steypa eftir frummyndinni gipsmynd, er hann fékk sam- starfsmanni sínum að vinna eftir og gera myndina í fullri stærð, en síðan kom hann sjálf- ur og lagaði og leiðrétti og svo hissa voru samstarfsmenn hans ingalandi, er hann var að móta trúarkenningar sínar. Þegar um það er að ræða að velja milli trúarbragða, þá er það Jesús, sem ræður vali kristinna manna. Að trúa á hann er að vera kristinn. Ástæðan fyrir útbreiðslu kristindómsins er sú, að Kristur lifir. Hann hefur enn hin mót- andi áhrif. Hann gerbreytir enn mynd mannlegs lífs, að sínu leyti eins og sá, sem meitlar í steininn listaverkin sín. (Smbr. 1. Pét. 2,5.) Án Meistarans frá Nasaret væri kristindómurinn ekki til. Þegar prófessorarnir Ás- mundur Guðmundsson og Magnús Jónsson höfðu ferðast um Gyðingaland og voru komn- ir á skipsfjöl á leið heim, horfðu þeir í sjónauka til landsins helga, og þá ritaði Magnús Jónsson niður hugleiðingar sín- ar: „Þetta land! Hér fyrir austan er Betel, þar sem stigi var reist- ur upp til himna. Dálítið sunnar er Bethlehem, þar sem himn- eskar hersveitir töluðu við skrifa söfnuðum bréf (t.d. Þess- alonikubréfin) — og þá hafði kristin trú fest rætur í Evrópu. Tacitus, sagnaritari Rómverja, segir frá því er Rómaborg brann 64 e.Kr. og Neró kenndi kristnum mönnum um brunann, sem varð til þess að ofsóknir hófust og margir kristnir menn urðu píslarvottar. En ekkert gat hindrað framgang kristninnar. „Blóð píslarvottanna varð besta útsæði kirkjunnar." Guðmundur Friðjónsson rit- höfundur hugleiðir í ritverkum sínum alla þessa stórfelldu sögu um kristindóminn og áhrif hans: „Oss er kennt, að kærleik- urinn sigri allt. Kærleikurinn er góðvilji í hæsta veldi. Mesti góðvilji, sem mannkynssagan þekkir, gekk um kring, gerði gott og græddi alla fyrir nærri 19 hundruð árum. Hann leiddi í ljós lífið og ódauðleikann með því að sigrast á dauðanum og birtast sýnilegri mynd eftir andlátið. Vér, sem efumst um annað hvert orð í helgiritunum, þorum þó ekki að neita þessu atriði vegna þeirra vitna, sem Sprettur tré af ímynduðu fræi? oft á handbragði hans og næmi, því að hann gat með einum drætti gerbreytt myndinni, að þeir áttu ekki orð til að lýsa því annað en að það væri stórkost- legt. En þetta hefði auðvitað ekki nægt, nema af því að vinnubrögð starfandans voru í hans eigin stíl. Hann gat inn- blásið þá, sem með honum unnu, sínum eigin anda, þeir stefndu í verkum sínum í sömu átt og hann, og því vantaði oft ekki nema herslumuninn. Og þess vegna gátu allar þessar myndir fengið sama heildarsvip að lokum, þó að svo margir og ólíkir menn ynnu að þeim.“ (Bertel Thorvaldsen bls. 260.) Myndhöggvarameistarinn og menn hans eru mér táknræn líking um Jesúm frá Nasaret og lærisveina hans. Jesús „gat inn- blásið þá, sem með honum voru, sínum eigin anda“. Og það er þetta, sem gerir allan muninn á kristindómi og öðrum trúar- brögðum. Og því minni eg á um- mæli höfundar Hebreabréfsins: „Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúar- innar." (12.2.) Þegar hin ýmsu trúarbrögð ber á góma og við fjöllum um gildi þeirra, þá er það þetta, sem aðgreinir kristna trú frá öðrum trúarkenningum. Það er Jesús Kristur: Fæddur, kross- festur, upprisinn og uppstiginn. Þetta eru hornsteinar, sem kristin trú byggist á. Vissulega er ýmislegt sameig- inlegt með trúarbrögðum heimsins. Múhameð varð t.d. fyrir sterkum áhrifum í Gyð- hirða úti á grundunum. Nokkru austar opnaðist himinninn og andinn sté niður eins og dúfa, og nokkru norðar sté himinninn sjálfur niður á fjall, og um- myndaði Jesú fyrir augum jarðneskra manna. Það mætti halda lengi áfram að telja þetta,“ skrifar prófessorinn. „Og hvað sem spekingar efnis- hyggjunnar segja um þetta, þá er af þessu sprottið voldugasta aflið, sem sagan segir frá: Sprettur tré af ímynduðu fræi?“ (Jórsalaför bls. 322.) Ástæðan til þess, að þetta voldugasta afl fékk svo mikla „fjölmiðlun", eins og útbreiðsla kristindómsins í dag ber vott um, er, að orð Jesú féllu i svo góðan jarðveg hið næsta honum sjálfum. Til þess liggja sömu forsendur og fram koma í svari Benedikts Sveinssonar sýslu- manns, þegar Einar skáld sonur hans spurði, hverju það sætti, að ræður hans hefðu svo mikil áhrif. „Það skal eg segja þér, Einsi minn,“ svaraði faðir hans. „Það, sem kemur frá hjartanu, það nær til hjartans." „Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritningunum," — sögðu samverkamennirnir tveir á göngunni til Emmaus, er þeir höfðu rætt við Jesúm meistara sinn upprisinn, án þess að vita að það var hann. (Lúk. 24,32.) Kraftur orðsins var mikill og fór hratt um lönd og álfur á mælikvarða þeirra tíma. Ald- arfjórðungi eftir að Kristur var krossfestur er Páll farinn að þorðu að lifa og deyja fyrir þennan sannleika." (Ritsafn VIII. bls. 22.) Enginn þarf að láta sér bregða, þótt efinn verði mörg- um þungur í skauti og áleitinn. Þessi mannlegi eiginleiki kom upp í hópi lærisveinanna. En dæmið þaðan og önnur áþekk sýna það, að baráttan við efann getur leitt til mikillar sannfær- ingar og fullvissu. Þegar sálina þyrstir og manninn hungrar eftir réttlæti, — eftir Guði. Þá er það honum eitt og allt að verða mettur. Jesús sagði: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur og þann mun aldrei þyrsta, sem á mig trúir.“ (Jóh. 6,35.) Hugur mannsins þolir ekki tómarúm. Dýpsta þrá mannsins felst í þessum orðum: „Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð. (Davíðssálm. 42,1.) Þessari þrá hefur Jesús svarað — og því er Jesús sjálfur mesta mettunarkraftaverkið, — og það er sterkasta sönnunin fyrir tilveru hans. — Þegar Jesús hefur mettað mannssál- ina kærleika sínum, fórn og fyrirgefningu, þá hefur hann breytt manninum, eins og myndhöggvari steininum. — Sagt er að hinn mikli listamað- ur Michaelangelo hafi eitt sinn verið staddur uppi í fjöllum ít- alíu til þess að leita sér að marmara í nýja mynd. Hann nam staðar og horfði lengi á marmaraklett — og menn spurðu hann á hvað hann væri að horfa. Hann svaraði: „Ég sé engil í þessum steini!" eða 8% ? Verötrygging veitir vörn gegn veröbólgu — en hefur þú hugleitt hversu mikla þýöingu mismunandi raunvextir hafa fyrir arðsemi þína? Yfirlitið hér aö neöan veitir þér svar viö því. VERÐTRYGGÐUR SPARNAOUR - SAMAN6URDUR A AVOXTUN Verötrvggmg m v lánskjara v í sítóiu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjökfi ára til aö tvöf raungildi höfuðstóls Raunaukning höfuöst eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparisk. rikissj. 35% 3.7% 19ár 38.7% Sparisjóðsreikn 1% 1% 70ár 9.4% 100% Verðtryggð veðskuldabréf Dæmi um raunaukningu höfuðstóls eftir 9 ár. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs :;;S: Verðtryggður sparisjóðsreikningur Veröbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins hefur víötæka reynslu í verðbréfaviöskiptum og fjármálalegri ráögjöf og miðlar þeirri þekk- ingu án endurgjalds. GENGIVERÐBRÉFA 13. MARS VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI CX1 RÍKISSJÓOS: pr.kí^w® 1983: VEÐSKULDABRÉF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. ftokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur 1982 2. flokkur 11.701,45 10.197.20 8.841,98 7.493,24 5.356,04 4.933,42 3.405,87 2.800,27 2.109,70 1.999,49 1.595,85 1.480,59 - 1.236,38 1.003,89 789.84 665,80 515,19 385,89 303,45 259.85 193,03 175,53 131,23 M«dalávöxtun umfram varötryggingu ar 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sölugengi m.v. nafnvexti (MLV) Sölugangi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./ári (HLV) varötr. 1 ár 96,49 2% 7% 2 ár 94.28 2% 7% 3 ár 92,96 2'/i% 7% 4 ár 91,14 2’/r% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7'/.% 7 ár 87,01 3% 7'/»% 8 ár 84,85 3% 7’/2% 9 ár 83,43 3% 7’/2% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLAN , RlKISSJÓDS prÆ C — 1973 3.340,09 D — 1974 2 872.15 E — 1974 2.021.38 F — 1974 2.021.38 G — 1975 1.339.92 H — 1976 1 224.53 I — 1976 971.46 J — 1977 867.10 1. fl. — 1981 186.83 12% 14% 16% 18% 20% 47% 1 ár 63 64 65 66 67 81 2 ár 52 54 55 56 58 75 3 ár 44 45 47 48 50 72 4 ár 38 39 41 43 45 69 5 ár 33 35 37 38 40 67 Ofanskráð gengi er m.v. 5% ávöxtui p.A. umfram verötryggingu auk vinn ingavonar. Happdraettisbréfin aru gef in út é handhafa. VeröbréfamarKaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsh' • Sími 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.