Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983 Þegar slys verður í formúlu eitt kappakstri þá er voðinn vís. Enda er íþróttin oft kölluð leikurinn við dauðann. Þeir eru orðnir margir kappakstursmenn- irnir sem látið hafa lífið á brautinni. Á myndunum hér má sjá hvernig fer þegar bifreið ekur utan í á 240 km hraða. sætið á Long Beach í Kaliforníu, Argentínu og Bretlandi: Brasilíski ökumaðurinn Nelson Piquet frá Brabham kom honum næstur með 26 stig, en síðan kom heimsmeist- arinn frá árinu áður, Alan Jones frá Williams, en hann var með 24 stig. Frank Williams, stjóri Willi- ams Grand Prix-liðsins, var efstur keppinauta sinna með þá Reute- mann og Jones í fyrsta og þriðja sætinu með samtals 67 stig. Árið 1980 vann hann fyrsta sætið með samtals 120 stig. (Stigafyrirkomu- lagið í Grand Prix-keppnum hefur verið eins allar götur frá árinu 1950. Sigurvegari hverrar keppni fær 9 stig, annað sætið gefur 6 stig, þriðja 4, fjórða 3, fimmta 2 og sjötta sætið gefur 1 stig.) Hvert lið, sem gerir oftast nær út tvo bíla, fær samanlagðan fjölda stiga ökumanna sinna. Fyrir hvert stig fær liðið síðan 100 dollara á næsta keppnistímabili (svonefnt start- gjald). Árið 1981 fékk Williams því 12.000 dollara í sinn hlut eða tæpar 240.000 krónur. Það fór að færast spenna fyrir alvöru i heimsmeistarakeppnina 1981 eftir þýsku Grand Prix- keppnina i Hockenheim, en þá varð Reutemann fyrir því óhappi að vélin í bíl hans sprakk og hann þar með úr keppni. Félagi hans, Jones, hélt merki Williams á lofti og stefndi ótrauður á fyrsta sætið, en vélin gaf sig og Jones hafnaði í tólfta sæti. Nelson Piquet frá Brabham hreppti fyrsta sætið og þar með níu stig, og 35 stig sam- tals. Jaques Laffite á Talbot Ligi- er með 12 cylindra Matra-vél fékk 4 stig fyrir þriðja sætið og því kominn með 24 stig, eða jafn mörg og Alan Jones. Næsta keppni var haldin í Zeltweg og færði hún Laffite níu stig fyrir fyrsta sætið, og hann því kominn með 34 stig samtals. Alan Jones náði fjórða sætinu og því 27 stig, en Reute- mann leiddi ennþá með 45 stig, fékk sem sé 2 stig fyrir fimmta sætið. Nelson Piquet krækti hins vegar í þriðja sætið og hafði því 39 stig, 6 stigum minna en Reute- mann. „Nelson kemur til með að vinna heimsmeistaratitilinn," sagði stjóri Brabham-fyrirtækisins, Ecclestone. „Það eru enn eftir fjórar keppnir og allt getur gerst." Vissulega voru fjórar keppnir eftir, eða í Hollandi, Italíu, Montreal og Las Vegas, en mönnum þótti Ecclestone taka fullmikið upp í sig þegar hann hélt þessu fram. En allt kom fyrir ekki, Nelson tókst með harðfylgi að komast fram fyrir Reutemann og verða heimsmeistari 1981, og þar með undirstrika þessa gullnu setningu: Aðeins sigur veitir þér aðgang að peningakassa Grand Prix. í Grand Prix, eins og svo mörg- um öðrum keppnum nútímans, verða þeir efnuðu alltaf efnaðri og þeir snauðu snauðari — en oft með meiri og sorglegri hraða en þeir sýna á brautinni sjálfri. Það hefur oft komið fyrir að ábyrgð- armenn og fjársterkir áhangendur keppninnar hafi hætt stuðningi á miðju keppnistímabili þegar illa er komið fyrir liðunum. Það hefur jafnvel gerst að fyrrum heims- meistarar hafa sagt skilið við lið sín þegar tekið hefur að halla und- an fæti. Þau lið sem hafa orðið fyrir slíkri blóðtöku eiga sér vart viðreisnar von nema með tilkomu fjársterkra stuðningsmanna eða einhverri álfka himnasendingu. Það virðist nokkuð sama hver á í hlut, t.d. á Emerson Fittipaldi, heimsmeistari 1972 og 1974, afar erfitt með að halda fyrirtæki sínu, Fittipaldi Automotive Ltd., gang- andi. Ástæðan er einkum sú að erfitt hefur verið að fá fyrirtæki til að auglýsa á bílum hans, sem sýnir að bersýnilega er ekki nóg að hafa frægt nafn á bak við sig. Gífurlegar auglýsingatekjur Sigurvegarar í keppnunum hljóta ekki aðeins peningafúlgur frá auglýsendum sínum heldur og frá framkvæmdastjórum hverrar keppni — og þá aðeins fyrir það eitt að taka þátt í keppninni. Fyrir frönsku Grand Prix-keppnina 1981 þurftu skipuleggjendur henn- ar t.d. að reiða fram 500.000 doll- ara (10.000.000) til FOCA sem skilatryggingu fyrir fullskipaðri ráslínu. „Áf þessum 10 milljónum kr. fara um 40% i verðlaun," segir Frank Williams, „en afgangurinn í svonefnda startupphæð. Við fáum vissa upphæð fyrir það að koma, nokkurs konar ferðapeninga, sem eru nokkur þúsund dollarar fyrir hvern bíl. Síðan fáum við mismun- andi mikið eftir því hvar við höfn- um í keppninni. Sæti númer 7 og 9 á Dijon-brautinni gefa um það bil 200.000 kr., en á Spáni fær maður fyrir annað og þriðja sætið um eina milljón króna. Þessum pen- ingum er jafnvel úthlutað áður en keppnin hefst," segir Williams. Ef ökumaður svo sigrar i keppni get- ur það gefið honum um eina millj- ón króna í aðra hönd en annað sætið 600.000 kr. og síðan koll af kolli. Ökumenn, sem skara fram úr hverju sinni og þykja líklegir til stórræða, raka að sér miklum auði með því að birtast í sjónvarpi, eða öðrum fjölmiðlum, en óneitanlega hlýtur að bera mest á þeim. Alan Jones, heimsmeistara 1980, voru greiddar fimm milljónir kr. fyrir að bera merki frá japönsku AKAI-verksmiðjunum á hjálmi sínum. Þar með er ekki öll sagan sögð, því Marlboro-sígarettufyr- irtækið fékk að skella einum miða framan á hjálminn fyrir litlar fjórar milljónir kr. Fatahönnuður að nafni Boss borgar Jones síðan 100.000 kr. fyrir að bera lítið merki fyrirtækis síns á keppnis- gallanum, nánar tiltekið á brjóst- kassanum. Það eru peningar sem þessir sem átt er við þegar sagt er að heimsmeistaratitillinn sé met- inn á um 30 milljónir króna. Það er því eftir miklu að sækjast, enda eru margir um hituna. Frank Williams, sem gerir sér það fyllilega ljóst að heimsmeist- aratitilinn er gífurlega erfitt að vinna, og því nauðsynlegt að halda auglýsendum við efnið, stjórnar liði sínu af mikilli röggsemi og heldur vel utan um þá peninga er renna í kassann. Þeir eru notaðir til rannsókna, en þó er alltaf gert ráð fyrir „mögru árunum" og því geymt aðeins undir koddanum góða, ef svo illa færi. Af 84 manna liði Williams eru um 60 manns sem „vinna skítverkin" eins og hann orðar það. Þar á hann við þá menn er hanna og framleiða hina ýmsu hluta, sérstaka menn er hanna bílana og aðra sem prófa þá m.t.t. loftmótstöðu. Siðast en skki síst er unnið hörðum höndum að smíði á nýjum bíl sem á að vera á sex hjólum. Framleiðslan er algert leyndarmál innan höfuðstöðva Williams, þó svo að hugmyndin að honum sé það ekki. Patrick Head skýrir þetta nánar: „Mesta loft- mótstaðan á keppnisbíl eru aftur- dekkin. Ef hægt er að minnka aft- urdekkin niður í sömu stærð og framdekkin, en það er einmitt það sem við höfum gert, hefur maður um leið minnkað loftmótstöðuna hvað dekkin varðar. Fjögur dekk að aftan gefa bílnum meiri spyrnu, auk þess sem líkurnar á því að hann fari að snúast stór- minnka. Með slíkan bíl i höndun- um getum við keppt við turbo- bílana, og enn notað gömlu Ford Cosworth-vélina. Á meðan Williams hefur miklar áhyggjur af hinu nýja afkvæmi sínu eiga margir af keppinautum hans nóg með að halda einum bíl gangandi. Hinir 14 meðlimir Theodore-liðsins, sem árlega fá styrk frá fyrirtæki í Hong Kong, hafa náð að smiða sæmilegan keppnisbíl, en það er aðeins vegna vélvirkja að nafni Tony Southgate sem er talinn einn sá besti i sínu fagi. Þegar svo bíllinn er tilbúinn eru litlir peningar eftir handa ökumanninum, og því undraði það engan þegar ekillinn Tony Tam- bay kvaddi Theodore árið 1981. „Ég er alls ekki reiður út í hann,“ segir Southgate. „Við borguðum honum hreiniega ekki krónu." Við sæti Tambay tók Marc Surer sem áður hafði misst pláss sitt hjá Ensign-Iiðinu. „Við borgum aðeins útgjöld hans og prósentuhlutfall af verðlaununum," segir fram- kvæmdastjóri Theodore, Jo Ram- irez. „Við áttum enga peninga og hann ekkert starf sem ekill, svo þetta var góður endir fyrir báða aðila, þ.e. ef við lítum framhjá því að hann keyrði bílinn í klessu í síðasta hring Hockenheim-keppn- innar 1981 og það kostaði mikla peninga að gera við bílinn." Ökumenn léttast um 3 kíló og eiga erfitt með að stunda ástaleiki „Það er einn hlutur sem þekkist ekki á kappakstursbrautinni, en það er áhugamennska," segir gam- all keppandi. Þegar betur er að gáð eru þeir fáir sem öfunda kepp- endurna meðan á keppninni stend- ur. Að koma í bíl í gegnum „For- mula I“-keppni með öllum þeim djöfulgangi sem til þarf, löður- sveittir og innilokaðir, er slík þol- raun fyrir ökumennina, að þeir léttast um tæp 3 kg, og eiga erfitt með að njóta lífsins, nema svefns og næringar. Hjartsláttur öku- manns Ferrari-verksmiðjanna, Didier Pironi, var eitt sinn mæld- ur fyrir og á meðan á keppninni stóð. Kom í ljós að hjartslátturinn var frá 190 slögum og allt upp í 210 slög á mínútu. Þegar allt var í stakasta lagi á meðan á akstrinum stóð var hjartslátturinn 190 slög, en hækkaði snarlega upp í 210 slög þegar árekstrrar virtust í aðsigi. Með meiri hraða getur ástand ökumanns orðið enn verra, eins og t.d. undir lok keppni þegar fáir ökumenn bítast um fyrsta sætið. Þá má segja að líkami þessara manna afmyndist í orðsins fyllstu merkingu, teygist á hálsinum og axlarvöðvar standa ekki undir nafni, svo krepptir eru þeir. Marg- ir ökumenn segja að þeim sé það lífsins ómögulegt að stunda ásta- leiki fyrr en mörgum dögum eftir keppni, — og þá er það nú orðið slæmt. Það sem er kannski verra er að í nútíma kappakstursbílum hafa ökumenn kvartað yfir eymsl- um í baki sem virðast varanleg. Hvað þrek manna til ástaleikja varðar eftir keppni, myndi líklega einhver harka af sér ef vel væri boðið. Hins vegar eru þeir án efa fáir nú til dags ökumennirnir, sem mundu leika það eftir argentínska heimsmeistaranum Juan Manuel Fagio sem hann gerði eitt sinn ár- ið 1952. Eftir að hafa tekið þátt í keppni á írlandi deginum áður keyrði hann alla nóttina frá París til Mílanó þar sem hann keppti í Monza. Fagio hefði betur sleppt þessu ferðalagi, því örmagna af þreytu eftir allt þetta erfiði lenti hann í árekstri á brautinni og lét nærri lífið. Fagio náði sér þó að mestu og flytur nú inn Mercedes Benz-bíla í Argentínu. Fyrrum heimsmeistari, Phil Hill, nú 54 ára að aldri, er mun hreinskilnari en samtíðarmenn hans og játar það fúslega að ógn dauðans var meðsköpuð — jafnvel tælandi — hluti íþróttarinnar. „Það þótti almennt hættulegt að tala um öryggi, sérstaklega á með- al félaga sinna, af hættu við að þeir færu að tala um Sviss. Hætt- an er hluti af þessu öllu.“ (Árið 1955 var Mercedes Benz-sportbíl ekið inn í áhorfendaþvögu á Le Mans-brautinni með þeim afleið- ingum að 80 manns létu lífið. Eftir það var kappakstur bannaður með öllu í Sviss.) í raun og veru eru þessi orð Phil Hill ekkert annað en staðreynd. Tveimur hættugildrum verður þó að víkja úr vegi: illa hönnuðum viðgerðastöðum eins og t.d. hjá Belgíumönnum í Zolder þar sem nýlega lést vélvirki er hann var ekinn niður. Hitt atriðið er síðan rásmarkið sem sífellt veldur stór- slysum. René Dreyfus, 76 ára gamall, er vann 10 Grand Prix-keppnir á ár- inu 1930, saknar hinna gömlu Kappakstursmennirnir fagna sigri jafnan með því að sprauta kampavíni yfir áhorfendur er verðlaunin eru afhent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.