Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983 ÍSIENSK FOT/83 Kaupmenn — Innkaupastjórar Kaupstefnan íslensk föt ’83 verður haldin dagana 15. — 17. mars n.k. á Hótel Loftleióum. Minning: Kristjana Guðjóns- dóttir frá Patreksfirði Fædd 11. október 1901 Dáin 3. mars 1983 Á morgun, mánudag, verður amma okkar Kristjana Guðjóns- dóttir frá Patreksfirði, borin til grafar í Fossvogskirkju. Hún var ekkja Magnúsar Guðjónsonar sjó- manns á Patreksfirði. Þau fluttu hingað til Reykjavíkur árið 1959 og hér bjuggu þau æ síðan. Áttu þau vistlegt og vinalegt heimili á Hjallavegi 2. Afi okkar lést fyrir | rúmum 4 árum. Minningar okkar frá heimili afa og ömmu á Hjalla- veginum eru allar bjartar og / \ M , h \ I U/y \j 'OK/febid) 1 xT \ 1 t—f: w, / / fííl \k L Nú getur þú notið sólar og suðræns andrúms- lofts flesta mánuði ársins! Með nýja tvöfalda plexiglerinu frá Akron kemur þú upp notalegri garðstofu eða byggir yfir svalirnar á skjótan og ódýran hátt og skapar þér þannig sólbaðs- og blómaræktunaraðstöðu óháða nöprum kulda- gjósti norðursins. Tvöfalt plexigler er ekki ■ ^ aðeins firnasterkt og sérlega ódýrt, - það býr einnig yfir kostum sem gera það í senn spennandi og sérstætt: • Gulnar ekki • Hita og hljóðeinangrandi • Hleypir utfjolublaum geislum í gegn • Þú verður sólbrúnn í gegnum það • Blomaræktun verður leikur einn • Raunverulegum sólardógum fjolgar til muna Við snáðum eftir máli og gefum góð ráð Hafðu samband. okron .-5- W \ i/ Síðumúla 31 C33706 ple/iglerHHI einkaumboð H skemmtilegar. Við vorum oft hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Voru þau jafnan mjög áhugasöm um að miðla okkur af sinni reynslu og þekkingu. Þau voru bæði mjög fróðleiksfús og amma okkar, mjög söngelsk, kunni ein ósköp af íslenskum sönglögum og sálmum. Var hún t.d. um nokkurt skeið í kirkjukórnum vestur á Patreksfirði. Oft sagði hún okkur frá þeim árum sem þau bjuggu þar vestra og var hugur hennar ætíð mjög bundinn við Patró, eins og við kölluðum bæinn, við fólkið og mannlífið í bænum. Afi og amma söfnuðu ekki mikl- um veraldlegum auði, en aldrei var neinn skortur á því heimili, enda voru þau ætíð mjög samhent í öllu því er snerti hús og heimili. Var þá hvorki hirt um vinnutíma né annað, ef um var að ræða heill og hamingju fjölskyldunnar. Þeim varð fimm barna auðið. En afi og amma máttu sjá á eftir tveim börnum sínum. Hið fyrra dó í fæð- ingu, en seinna barnið sem var yngst, níu ára gamall drengur, Guðjón, fórst af slysförum. Var það mikil lífsreynsla fyrir þau bæði, og spurning hvort þau sár nokkru sinni greru. En þessu mótlæti mætti amma okkar með sínu mikla sálarþreki og víst er að hér hefur hjálpað henni mikil og einlæg trú hennar. Börn þeirra eru öll búsett hér á höfuðborgarsvæðinu: Þórir verka- maður, en hann var fyrirvinna ömmu og bjó hjá henni, Hrefna húsmóðir í Garðabæ og Ragna húsmóðir í Reykjavík. Afi heitinn var tvíkvæntur og voru hans börn öll vel á legg kom- in þegar leiðir þeirra ömmu lágu saman. Var ætíð hlýtt á milli þeirra og ömmu. Við bræðurnir minnumst Sjönu ömmu okkar, með þakklæti. Það var ánægjulegt að eiga samleið með henni í svo mörg ár. Hún var orðin 81 árs er hún lést 3. mars. En hún átti góða lífdaga fram til þess síðasta, var jafnan hress og viðræðugóð er okkur bar að garði á Hjallaveginn. Fyrir allt það sem hún var okkur getum við að sjálf- sögðu aldrei fullþakkað. Við erum þess fullvissir að hún hefur þrátt fyrir allt verið búin að undirbúa sig sjálfa undir ferðina yfir móðuna miklu. „W Ijós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og vodasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fdgru dyr og engla þá, .sem barn ég þekkti fyrr.“ Guðjón, Þorvaldur Ingi og Valdimar. Fer inn á lang flest S heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.