Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR 60. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Erlent herlið frá Líbanon: Shultz reynir að höggva á hnútinn YVashington, 12. mars AP. GEORGE P. SHULTZ, utanríkisrádherra Bandaríkjanna, tekur nú í fyrsta sinn beinan þátt í viðræðunum um brottflutning erlendra herja frá Líbanon í von um meiri árangur af þeim en hingað til. Hann ætlaði að hitta að máli utanríkisráðherra Líbana, Elie Salem, í dag og ísraelskan starfsbróður hans, Yitzhak Shamir, á morgun, sunnudag. Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með gang viðræðnanna en þær eru komnar í sjálfheldu vegna þeirrar kröfu ísraela, að þeir fái að koma upp eftirlitsstöðvum í Suður- Líbanon til að tryggja að ekki verði aftur á þá ráðist úr þeirri átt. Líbanir krefjast hins vegar óskoraðra yfirráða yfir landi sínu og taka ekki í mál neins konar erlenda íhlutun. Viðræður Shultz við utanríkis- ráðherra fsraela og Líbana munu fara fram í Washington og er haft eftir bandarískum embættis- mönnum, að miklar vonir séu við þær bundnar. Brottflutningur er- lends herliðs frá Líbanon verður aðalumræðuefnið en einnig verður rætt um SAM-5-eldflaugarnar, sem Sovétmenn hafa að undan- förnu verið að senda til Sýrlands. Austursamningarn- ir ekki endanlegir Kulda, Y I’ýzkalandi, 12. marz AP. EINN helzti leiðtogi kristilegu flokkanna (CDU/CSU) í Vestur- Heimsmethafi í giftingum Blythc, Kaliforníu, II. mars. AP. SJÖTÍU og fjögurra ára gamall mað- ur, sem hefur kvænst löglega oftar en nokkur annar maður í heiminum, hef- ur nú ákveðið að segja skilið við 25. eiginkonu sína eftir aðeins þriggja mánaða hjónaband vegna þess að hún vill bara „drekka og skemmta sér eins og unglingur". „Ef allt fer að óskum getur skiln- aðurinn gengið í garð fyrir 1. apríl nk.,“ sagði Glynn H. Wolfe í dag og bætti því við að það sé mun skárra að vera álitinn gamall kjáni en gam- all saurlífisseggur. Þessa heimsmethafa í giftingum er getið í heimsmetabók Guinness árið 1983, en hann gekk að eiga síð- ustu eiginkonu sína, Eileen Sheilu Shelton, sem er 23 ára gömul, í des- ember síðastliðnum. Lengsta hjónaband Wolfe stóð í fimm ár, en hið stysta í 38 daga. I heimsmetabók Guinness kemur fram að hann á ávallt til staðar tvo brúðarkjóla fyrir verðandi eiginkon- ur sínar, í tveimur stærðum. Wolfe er ekki af baki dottinn og segist þegar hafa fundið þá næstu réttu, sem sé 26 ára gömul leikkona er hann hefur þekkt í nokkur ár. Þýzkalandi hefur borið fram tillögu um, að ríki bandamanna úr síðari heimsstyrjöldinni gangi frá friðar- samningum við Þýzkaland, þar sem endanleg landamæri þess yrðu ákveðin. „Það á sér ekkert fordæmi í sögunni og er skaðsamlegt fyrir Evrópu, að 38 árum eftir að stríðinu lauk, hefur enginn allsherjar friðar- samningur verið gerður,“ sagði Al- fred Dregger, leiðtogi þingflokks kristilegu flokkanna á Sambands- þinginu, í ræðu, sem hann flutti í borginni Ulm á fóstudag. Dregger er fyrrverandi borgar- stjóri í Ulm. Hann viðhafði þessi ummæli í ræðu, sem hann flutti á ráðstefnu manna úr hópi kristi- legra demókrata, sem eiga upp- runa sinn að rekja til þeirra landsvæða, sem tilheyrðu Þýzka- landi fyrir stríð, en nú eru Aust- ur-Þýzkaland eða hluti af öðrum kommúnistalöndum Austur- Evrópu. Þá sagði Dregger enn- fremur, að líta bæri á svonefnda austursamninga á þann veg, að þeir væru formlegs efnis um að hafna allri valdbeitingu en væru ekki samningar, „þar sem landa- mærum væri breytt". Átti Dregg- er þar við þá samninga, sem Willy Brandt, þáverandi kanslari, gerði við stjórnvöld í Moskvu og Varsjá á árunum upp úr 1970. í sól og snjó á ísafirði. Ljósm. Haukur Snorrason. Mikil spenna í kosn- ingunum í Frakklandi París. 12. marz AP. GASTON Defferre, innanríkisráðherra Frakklands, hefur lýst því yfir, að hann muni fara úr rikisstjórninni, ef hann bíður lægri hlut í borgarstjóra- kosningunum í Marseille á morgun, sunnudag. Þá hafa miklar bollalegg- ingar átt sér stað um það í frönskum blöðum — jafnt þeim, sem styðja ríkisstjórnina og hinum, sem eru henni andvíg — að dagar Pierre Mauroy forsætisráðherra í embætti séu taldir, jafnvel þó að vinstri flokkarnir verði ekki fyrir verulegum skakkaföllum í síðari umferð frönsku bæja- og sveitar- stjórnakosninganna á sunnudag. í fyrri umferð kosninganna á sunnudaginn var töpuðu vinstri flokkarnir verulegu fylgi. „Njósnarinn, sem dó í kuldanum“ Miklar vangaveltur í Frakklandi um dularfullan dauddaga háttsetts leyniþjónustumanns París, 12. mars. AP. DULARFULLT morð á frönskum njósnara er nú mjög til umræðu í frönsku blöðunum og ýmsar get- gátur uppi um tildrögin. „Njósnar- inn, sem dó úti í kuldanum" er málið kallað í Frakklandi en njósnarinn umræddi, Bernard Nut, fannst skotinn í höfuðið fyrir utan bíl sinn á afskekktum vegi í Suð- ur-Frakklandi. Sovésk-búlgarskur njósnahring- ur, fölsk sjálfsmorðsskýrsla, njósn- ari, sem lék tveim skjöldum, og líbönsk ástkona Nuts koma öll við sögu í vangaveltum frönsku dag- blaðanna. „Svo virðist sem Nut hafi að undanförnu einbeitt sér að bar- áttunni gegn njósnurum komm- únistaríkjanna á Ítalíu," sagði í því vinstrisinnaða dagblaði Le Matin í gær og stórblaðið Le Parisien sagði, að „sennilegasta tilgátan er, að Nut hafi farið til fundar við morðingja sinn — njósnara, sem lék tveim skjöld- um, og sem Nut hafi ætlað að fletta ofan af“. Blaðið bætti því vð, að Nut hafi líklega verið „sá, sem ljóstraði upp um aðild Búlg- ara að banatilræðinu við páfa í maí 1981“. Blöðin vitna í engar heimildir en um nokkurt skeið hefur það verið hljóðbært, að Nut átti ein- hvern þátt í því, að starfsmaður sovéska flugfélagsins Aeroflot í Róm var fyrir skömmu handtek- inn og sakaður um njósnir. „Eitt er víst og það er, að Nut var að störfum á Ítalíu," sagði Le Mat- in. Bernard Nut þótti um margt mjög líkur George Smiley, njósnaranum í sögu John Le Carres. Hann lifði mjög hófsömu lífi og barst svo lítið á, að ná- grannar hans héldu, að hann væri einhvers konar iðnaðar- maður eða verkfræðingur. í raun var hann yfirmaður frönsku leyniþjónustunnar í Suðaustur- Frakklandi. Dagblöð hafa skýrt frá því, að Nut hafi átt ástarfund með dótt- ur líbansks milljónamærings, sem á hótel á Rivierunni, og telja sumir, að morðið kunni e.t.v. að tengjast því. Sjö ráðherrar úr ríkisstjórninni biðu ósigur í fyrri umferð kosn- inganna og tíu — þeirra á meðal Mauroy — neyddust til þess að taka þátt í síðari umferðinni. Defferre, sem hefur stjórnað Marseille — næststærstu borg Frakklands — í 30 ár, má hafa sig allí n við, ef hann á ekki að tapa í síðari umferðinni. Blaðið Le Monde, sem er óháð, skýrði frá því í gær, að Mitterand forseti væri þegar farinn að h.vggja á breytingar á ríkisstjórn- inni og stjórnarandstöðublaðið Le Figaro sagði, að mannaskipti eða breytingar á stjórnarstefnunni væru óhjákvæmilegar, þar sem síðustu hagtölur og efnahagsspár í landinu væru svo neikvæðar. Franski frankinn stendur nú mjög höllum fæti, verðbólgan vex stöð- ugt og viðskiptahalli Frakklands við útlönd er mikill. Þessar kosningar eru f.vrsti prófsteinninn á fylgi frönsku stjórnarinnar, frá þvi í kosningun- um vorið 1981, þar sem jafnað- armenn unnu sigur og bundu að sinni enda á stjórn hægri manna í landinu, en þeir höfðu verið við stjórn í Frakklandi í 23 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.