Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983 47 daga, ekki þó hættunnar, heldur siðseminnar sem ríkti þá. Hann er hneykslaður á hinni nýju löggjöf um sílsana sem getið er um að framan, auk þess sem hann lastar hvorutveggja, „hina fáránlegu skipulagningu" og „óheiðarlegar brellur", sem menn nota óspart og í sífellt meira mæli. Hann ásakar einnig ökumennina fyrir þann vana að nota seiga hjólbarða, sem eru afar viðkvæmir, til þess eins að ná sem mestum hraða þegar þeir eru á æfingum. „Keppnisbíll," segir Dreyfus, „á alltaf að vera bú- inn þeim sömu hlutum og hann kemur til með að keppa með.“ Það sem Dreyfus saknar mest frá sín- um Grand Prix-dögum hjá nútíma kappakstursmönnum er vinskap- urinn. „Lífið gekk öllu hægar fyrir sig, og við höfðum tíma til að skemmta okkur sjálfum. Við tók- um þátt í færri keppnum yfir tímabilið, svona 10 til 12, og á milli þeirra ókum við frá einu landi til annars og var ávallt kom- ið við á veitingahúsum eða hótel- um á leiðinni. Menn klæddu sig upp og mættu í sínum bestu flík- um til kvöldverða og tóku þátt í mikilfenglegum boðum er haldin voru þeim til heiðurs. Nú er þessu þannig háttað að kappaksturs- mennirnir æða í hendingskasti á milli staða í gallabuxum og sport- jökkum." Stirling Moss skýrir þessa neikvæðu þróun mála með fáum orðum: „Ökumenn nútímans eru atvinnumenn og ekkert annað, sem setjast í bíla sína, aka þeim hring eftir hring sem best þeir geta, — sem sagt vinna sitt starf og það er nóg.“ Ökumenn eru um- setnir kvenfólki Þetta eru breyttir tímar í kapp- akstursheiminum, en þó þarf ekki að vera að hann sé með öllu fjör- laus. Þrátt fyrir allt tal um að Grand Prix hafi misst alla róm- antík eru bílar og ökumenn um- setnir kvenfólki. Það eru ekki nema fáir ökumenn sem ná langt á kappakstursbrautinni, en þegar á ástarbrautina er komið eru allir stjörnur. Hinar svonefndu „pit- píur“ sitja um þá eins og mý á mykjuskán, og það eru ansi marg- ir ökumenn sem taka tilboðum, enda er greinilegur persónulegur ágreiningur á milli ökumanna þegar þeir reyna að færa sönnur fyrir því að þeir séu grimmir ein- staklingshyggjumenn í hverjum einstökum leik. Hinn hrjúfi og fámáli Reute- mann er sérlega útsjónarsamur og góður ekill, en er á sinn hátt léleg fyrirmynd þar sem hann reynir á yfirvegaðan og kænlegan hátt að reikna andstæðingana út, þannig að hann vinni titilinn á stigum. Maður einn í Wiiliams-liðinu hef- ur gagnrýnt Reutemann fyrir að reyna að hreppa heimsmeistara- titilinn án þess að berjast fyrir honum. En eins og Grand Prix er byggt upp í dag er ekkert sem bannar mönnum að vinna á þann hátt. Alan Jones, sem samanbor- inn við Reutemann er afar lífs- glaður og fjörugur, er maður sem vill vinna verk sitt vel og örugg- lega. „Carlos Reutemann sækist eftir góðu sæti,“ segir Jones. „Ég er hins vegar áleitnari, þar sem ég vil vinna og ekkert annað. Vanda- málið er bara það að þeir sem eru næstir Reutemann, t.d. ég og Piquet, lenda alltaf í óhöppum, árekstrum eða þvíumlíku." Kannski er ástæðan fólgin í nær- buxunum en á góðum tímabilum segist Jones ætla sér að ganga í sínum rauðu nærbuxum þangað til þær hreiniega detta utan af hon- um, en þetta er hans vörumerki. Þá verður næsta skref að taka bút af þeim gömlu, sauma hann á ein- hverjar nýjar til að viðhalda lukk- unni. „Ég er ábyggilega eini öku- maðurinn í heiminum sem gengur í bættum nærbuxum," segir Alan Jones. Keppni upp á líf og dauöa Williams stillir liði sínu þannig upp: Reutemann — Jones, þar sem þeir muni slást um fyrsta sætið, enda hefur þessi barátta vakið mikla athygli. í Grand Prix- keppninni í Brasilíu 1981 sneri Frank Williams hins vegar dæm- inu við og hafði uppstillinguna: Jones — Carlos. Þetta var ætlað sem merki til Reutemanns þar sem honum var gert að taka upp fyrri samning sem annar öku- maður og láta það fyrst í hendur Jones. Reutemann, sem þóttist ekki hafa tekið eftir þeirri vís- bendingu sem fólst í þessari breyt- ingu, tók frá og með þeim degi upp gamlar venjur og reyndi að berj- ast til sigurs, en ekki aðeins til nægjanlegra margra stiga eins og áður segir. Þeim, sem finnst þegar nóg um allt það sem á gengur í Grand Prix-keppnum, þ.e. þá keppni, og oft upp á líf eða dauða, sem kepp- endur há sín á milli, finnst líklega lítið til íþróttaandans koma sem ungu ökumennirnir bera í brjóst- um sínum. Ameríkumaðurinn Eddie Cheever, 25 ára gamall, sem keppir fyrir Tyrrell, er eitilharður og hvass atvinnuökumaður sem byrjaði í svonefndum „go-kart“- keppnum 12 ára að aldri. („Go- kart“ fer fram í lokuðum hring á litlum bílum sem geta náð geysi- miklum hraða.) Eddie er því ekki alger nýgræðingur á kappakst- ursbrautinni og óhræddur segir hann að „fáguðu mennirnir komi ekki fyrstir í mark í „Formula I“. Það er starf þitt að komast eins hratt og þú getur og passa vel upp á það að bílar fyrir framan þig endi þér að baki og þeir fyrir aftan þig séu þar, en komist ekki fram- fyrir. Þú myndir leggja allt í söl- urnar til þess að svo færi. Þú get- ur svo sannarlega misst lífið, það er á hreinu, en ef ekki, þá græð- irðu líka mikla peninga." Cheever er langt frá því að vera einn um þessa skoðun. Innan um eru samt menn, sem hugsa ekki á þennan hátt, og eru þeir oftast í efri kantinum hvað aldur varðar. Meðal þessara öku- manna var maður að nafni Gilles Villeneuve sem gat reyndar hvorki talist ungur né gamall, náði 29 ára aldri og háfði unnið nokkrar keppnir þegar hann lést. Hann ók fyrir Ferrari og meðal liðs síns er hann kallaður Tazio Nuvolari númer tvö, eða „sá ökumaður sem hefur verið í hvað mestu uppá- haldi áhorfenda Grand Prix allra tíma“. Villeneuve var hinn mynd- arlegasti maður og hvað bíla- íþróttina snertir var hann mikill ákafamaður og áhugi hans og ákafi á íþróttinni smitaði út frá sér. Hann var maður sem vildi gjarnan sigra, en á heiðarlegan hátt og án allrar spillingar og vígahugs. Samt sem áður var hann örlítið bráðlátur, t.d. þegar hann kom brunandi inn í bækistöðvar Ferrari og tók að snúa bílnum og skransa til með miklum látum, gaf síðan í, með miklu dekkjavæli og spólförum, um leið og hann renndi burtu. „Ég elska lyktina af brenn- andi dekkjagúmíi." Hann talaði endalaust um Grand Prix, en hann sagði að Grand Prix væri best lýst á þennan hátt: „Fyrirmyndarkeppnin ætti að hanga á bláþræði, þar sem maður á fimmta hring verður var við að dekk er ónýtt, fer inn og skiptir, fer aftur út sem tólfti í röðinni, æðir eftir brautinni, tekur fram úr öllum hinum bílunum, — og vinn- ur.“ Villeneuve var einn af fjölmörg- um frægum og vinsælum öku- mönnum, sem lét lífið í Grand Prix-keppni. Þýtt og endursagt BJ. Reisum saman sjúkrastöð m Ógl naí \ af áfengi! ssýkinni? | Eða ert þú einn hinna heppnu? Á þúsundum íslenskra fjölskyldna hvílir fargiö sem fylgir ofneyslu áfengis og ann- arra fíkniefna. Enda er talið að tíundi hver einstaklingur missi tökin á drykkjuvenjum sínum — festist í neti vímugjafanna. Allir þekkja afleiðingarnar, þótt þær bitni kannski ekki á eigin fjölskyldu. Væntanlega veistu líka að til eru árangursríkar aðferðir í baráttunni við vandann. Það hefur m.a. sannast í starfi SÁÁ sem rekur nú fjórar stofnanir sem hafa varðað leið þúsunda áfengissjúkl- inga til nýs lífs. Brýnasta verkefnið í hjálparstarfinu er bygging nýrrar súkrastöðvar sem á að þjóna öllu landinu. Kröftum hennar verð- ur beint að því að bjarga lífi — bæta líf - breyta lífi þeirra sem leitast við að rífa sig lausa úr greipum alvarlegasta sjúkdóms sem glímt er við á íslenskum heimilum nú á dögum. Sýnum samhug í verici, undirritum og sendum gjafabréfin sem SÁÁ hefur sent hverju heimili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.