Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 48
Ruslastampar fyrir bæjarfélög & fyrirtæki. afcta 85005 SfÐUMULA 27 jWgtlttlrlllfrífe Demantur 4® æðstnr eðaisteina - (Pnitl & é>tlfur Laugavegi 35 SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983 Málþóf stjórnar- liða á Alþingi ALÞÝÐUBANDALAGS- og framsóknarmenn héldu uppi málþófi á Alþingi á fóstudag og aðfaranótt laugardags þegar umræður fóru fram um tillögu um álviðræðunefnd annarsvegar og hins vegar um samkomudag Alþingis. Eink- um voru alþýðubandalagsmenn málglaðir um tillöguna um álviðræðunefnd, en þegar forseti sameinaðs þings frestaði fundi í fyrrinótt, var klukkan langt gengin í fimm og höfðu þeir talað í um átta og hálfan klukkutíma og enn voru nokkrir á mælendaskrá. Á föstudagskvöld var hlé gert á umræðu um þingsályktunartillögu um álviðræðunefnd í sameinuðu þingi, en tekið til við að ræða til- lögu um samkomudag Alþingis í Landsliðsfyrir- liðinn til Eyja FYKIRLIÐI íslenzka landsliðsins í handknattleik, Þorbergur Aðal- steinsson, mun flytja búferlum til Vestmannaeyja í vor og dvelja þar a.m.k. eitt ár. Hann mun starfa þar sem matreiðslumeistari. Þorbergur hefur verið einn af máttarstólpum landsliðsins og ís- landsmeistaraliðs Víkings undan- farin ár. Hann hyggst leika áfram hand- knattleik, en hefur ekki ennþá val- ið milli íþróttafélaganna í Eyjum, Týs og Þórs. Hins vegar er óvíst hvort hann leikur með landsliðinu á meðan hann verður í Eyjum. deildum þingsins. Eftir umræður sem stóðu í eina og hálfa klukku- stund og þar sem framsóknar- menn lýstu hver af öðrum and- stöðu sinni við tillöguna, var hún samþykkt í efri deild með 12 at- kvæðum sjálfstæðis-, alþýðu- flokks- og alþýöubandalagsmanna gegn 6 atkvæðum framsóknar- manna. Einn greiddi ekki atkvæði, Gunnar Thoroddsen, og einn var fjarstaddur. Var síðan málinu vís- að til neðri deildar. Að afgreiðslu þessari lokinni tóku menn aftur til við umræður um tillöguna um álviðræðunefnd. Ef svo fer fram sem horfir um umræður um þá tillögu, er líklegt að málþófið tefji þinglok, sem stefnt hefur verið að á mánu- dagskvöld. Er þá allt eins búist við því að þinglausnir gætu tafist fram á miðvikudag. Þingfundir verða á mánudags- morgun, en þá verður fundað í báðum deildum þingsins. Átta á slysa- deild eftir árekstur í Svínahrauni HAKÐUR árekstur tveggja fólks- bifreiöa varö í Svínahrauni um miö- nætti aðfaranótt laugardags. Viö framúrakstur lenti bifreið framan á bíl, sem kom úr gagnstæöri átt. Átta manns voru fluttir á slysadeild, en meiösli á fólkinu voru mismikil og fékk hluti fólksins aö fara heim fljótlega. Bifreiðirnar eru mikið skemmdar ef ekki ónýtar. Um svipað leyti var ekið á gang- andi mann í Nóatúni og var hann fluttur á slysadeild Borgarspítal- ans. Forsetinn í jr Arnessýslu FORSETI íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hóf í gær heimsókn í Árnes- sýslu. Lýkur heimsókninni í dag. Tekið var á móti forsetanum við Þrengslaveg í Svínahrauni og það- an haldið til Þorlákshafnar. Frá Þorlákshöfn var haldið til Hvera- gerðis, Selfoss, Stokkseyrar og Eyrarbakka. Síðdegis í gær og í dag hugðist forsetinn heimsækja uppsveitir Árnessýslu. ÁI, sem bíöur útskipunar í Hafnarfjarðarhöfn. Morgunbladid/ ÓLK.Mag. Akranesið í iyrsta sinn til íslands Álverið í Straumsvík: Mikil og góð sala á áli um þessar mundir — ÞAÐ hefur verið rífandi sala á áli aó undanförnu og er þegar tekió aó ganga á birgðirnar, sem höfðu safnast upp hjá okkur þegar sölutregóan var, sagói Ragnar S. Halldórsson forstjóri ÍSAL, í samtali við Mbl. MS. AKRANES, sem Nesskip hf. keypti í maímánuði 1981, er vænt- anlegt til íslands í vikunni í fyrsta sinn. Skipið er meö farm fyrir ís- lenzka járnblendifélagið, en það hef- ur verið í leiguverkefnum víðs vegar um heiminn undanfarin misseri. Akranes hefur komið víða við á ferðum sínum síðustu tvö árin. Farið um Panamaskurðinn. til Equador, Perú, auk þess að sigla um Karabíska hafið. Þá er Akranes sérstaklega búið til að sigla á Vötnunum miklu milli Kanada og Bandaríkjanna, en miklar kröfur eru gerðar til skipa, sem sigla þar, vegna meng- unarhættu. Skipstjóri á Akranesi er Gunn- ar Magnússon og yfirvélstjóri er Haraldur Sigfússon. Að sögn Ragnars er nú betra hljóð í álframleiðendum en verið hefur um langan tíma. — Verðið hefur farið hækkandi að undan- förnu. Það er nú skráð 1.300 doll- arar tonnið en fór niður fyrir 1.000 dollara þegar verst lét. Bú- ist er við frekari hækkunum og kaupendur vilja því tryggja sér málm áður en meiri hækkanir verða, sagði Ragnar. Eins og fram kom í fréttum á dögunum, varð að draga úr fram- leiðslu í Straumsvík vegna blautra forskauta. Þeir erfiðleik- ar verða senn að baki og verður framleiðslan aukin að nýju. Þegar sölutregðan var mest höfðu safnast fyrir 25.000 tonn af áli við Álverið í Straumsvík. Birgðirnar voru fjármagnaðar af fjárfestingarfélagi álframleið- enda, Alufinance. Ragnar sagði að vonir stæðu til að þessar birgðir yrðu komnar niður í 15.000 tonn í lok marz. Afskipanir hafa verið tíðar og í næstu viku kemur skip til Straumsvíkur, sem lesta mun 3.600 tonn af áli. Fá hrogn- kelsi á laxa- krókana ÞAÐ ER ileira, sem gín við beitu færeysku laxveiðimannanna á út- hafinu, heldur en laxinn, sem þó er verið að egna fyrir. Gísli Ólafsson, sem fylgdist með veiðum Færeyinga á dögun- um, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að það hefði vakið mikla athygli og margar spurningar er hrognkelsi veiddust einnig á þennan hátt. Gísli sagði, að í fyrsta lagi hefðu menn haldið að grásleppan og rauðmaginn héldu sig vestur og norður af landinu áður en haldið væri á hrygn- ingarstöðvarnar. Einnig þætti það forvitnilegt, að hrognkelsin skyldu bíta á öngulinn, en Færey- ingar nota brisling sem beitu við laxveiðarnar, því hrognkelsi eru veidd í net. Sjá viðtal við Gísla á bls. 3: „Færeyingar mest innan eigin lögsögu." Ærulaunapeningur kemur í leitirnar NÝLEGA fréttist af einum hinna svonefndu Ærulaunapeninga. Heiðurspeningar, sem á síðustu öld voru gefnir af Danakonungi ör- fáum íslendingum, er þóttu skara fram úr, aöallega um bætta búnað- arhætti. Til eru 5 mismunandi gerðir af pcningunum, en eftir eru í dag einungis 11. Þar af eru 7 í eigu Þjóóminjasafnsins, 1 á Minja- safninu á Akureyri, 2 í einkaeign og einn í safni Dana í Friðriks- borgarhöll. í rönd peninganna var grafið nafn eigandans. Á peninginn var lóðuð lykkja, sem rauður borði með hvítum krossi var festur í. Ærulaunapeningar voru fyrst veittir árið 1833 og þá 5 íslend- ingum, en síðast líklega árið 1869, Magnúsi Jónssyni hrepp- stjóra á Vilmundarstöðum. 60 Ærulaunapeningar voru slegnir en margir hafa glatast eða verið bræddir upp og smíðað úr þeim, því silfrið var gott. Þeir lesendur Morgunblaðsins, sem vita um tilvist fleiri Ærulauna- peninga eru beðnir að gjöra Ragnari Borg, formanni Mynt- safnarafélagsins aðvart, því nú er verið að rita bók um útgáfu þessara peninga. Peningurinn, sem nýlega kom í leitirnar, veittist Filippusi Þorsteinssyni bónda á Bjólu árið 1859, af Friðriki 7. Danakonungi. Ingólfur Jónsson á Hellu, fyrr- um ráðherra, minnist þessa langafa síns í nýútkominni ævi- sögu sinni. Ærulaunapeningur Filippusar Þorsteinssonar á Bjólu, í útskorn- um ramma úr Ijósu íslensku birki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.