Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983 Halldór Blöndal alþingismaðun Mennirnir skipta máli og stefhan sem þeir fylgja Andrúmsloftið er lævi blandið í stjórnarráðinu á þessum vetrar- dögum. Steingrími Hermannssyni Ieiðist óskaplega í ríkisstjórninni og kveðst hafa viljað losna fyrir löngu. Svavar Gestsson hefur sungið á sömu nótum. f rauninni þarf þetta ekki að koma neinum á óvart. Ríkisstjórninni hefur mis- tekist í öllum höfuðatriðum. Ástandið er verra nú en þegar hún settist að völdum. Það er kjarni málsins. Punktar úr stjórnarsáttmála Ég sé það næstum því á hverj- um degi í Dagblaðinu, að stjórn- málamenn séu vondur pappír. Það er náttúrlega ekki notalegt að fá slíkan sleggjudóm í því blaði, eins og fréttaflutningur þess er. En það bætir vonbrigðin upp, að á fimmtudaginn skýrði það frá því, að upp væri fundinn nýr Brama, kvöldvorrósarolía, sem í fimm dálka fyrirsögn var gefið í skyn að væri „svarið við menningarsjúk- dómum“ eins og þeir leggja sig og sagt: „Fólk jafnvel læknast af krabbameini með notkun olí- unnar“. Ábyrgt blað eins og Dag- blaðið tekur að sjálfsögðu ekki of djúpt í árinni, — allra síst í fyrir- sögnum — eða hvað. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen var kallaður kvöldvorrósarolía í Dagblaðinu á sínum tíma. Við skulum rifja upp nokkur fyrirheit, sem þar voru gefin: 1. Meginverkefni ríkisstjornar- innar er að treysta íslenskt efnahags- og atvinnulíf, enda er það ein helsta forsenda fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. 2. Ríkisstjórnin mun vinna að hjöðnun verðbólgu, þannig að á árinu 1982 verði verðbólgan svipuð og í helstu viðskipta- löndum íslendinga. 3. Komið verði á verðtryggðum lífeyrissjóði fyrir alla lands- menn. 4. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því, að hraðað verði endurskoðun vísitölugrundvall- arins. 5. Verðbótaþáttur vaxta hækki ekki 1. mars og fari síðan lækk- andi með hjöðnun verðbólgu. 6. Erlendar lántökur verði tak- markaðar eins og kostur er og að því stefnt, að greiðslubyrði af erlendum skuldum fari ekki fram úr u.þ.b. 15% af útflutn- ingstekjum þjóðarinnar á næstu árum. 7. Tekin verði upp staðgreiðsla skatta innan tveggja ára. 8. Athugað verði að breyta sölu- skatti í skatt með virðisauka- sniði innan tveggja ára. Ég læt þessa átta punkta duga. Þeir skýra sig sjálfir og sýna a.m.k., að ríkisstjórnin sagðist vilja koma að gagni, þegar hún var mynduð. Ábyrgð eða ábyrgðarleysi Magnús Bjarnfreðsson er mikill framsóknarmaðurog fastur dálka- höfundur í Dagblaðinu. Sl. fimmtudg fórust honum svo orð: „Ég er löngu kominn á þá skoðun, að meginorsök þess vanda, sem við erum stödd í, sé stjórnleysi. í raun og veru hefur þessu landi ekki verið stjórnað undanfarin ár. Stjórnmálamenn hafa keppst við að koma sér í mjúkinn hjá kjós- endum sínum með alls kyns gylli- boðum, og þótt þeir hafi í öðru orðinu talað um að nú þurfi að grípa til róttækra aðgerða þá hafa þeir ekki þorað það því ávallt hafa aðrir verið reiðubúnir til að ljúga því að fólki að ekkert sé að, það eina sem gera þurfi sé að skipta um menn í fínum stólum þá falli allt í ljúfa löð.“ Magnús Bjarnfreðsson trúr sín- um flokki setur þessar hugleið- ingar auðvitað fram til þess að réttlæta ríkisstjórnina og gerðir hennar. Aðferð hans er að segja, að ríkisstjórnin sé að vísu vond, en það stafi einfaldlega af því, að all- ir stjórnmálamenn séu vondir. Þess vegna hljóti stjórnarandstað- an að vera það líka! Það má auðvitað gera lítið úr því í blaðagrein, hvaða þýðingu það hefur „að skipta um menn í fínum stólum". Samt vita allir, að það skiptir máli, hverjir hafa stjórn landsins með höndum og hvaða sjónarmið og markmið þeir hafa. Meira að segja meðal millj- ónaþjóða er þetta talið skipta sköpum. Eða skipti það ekki máli, hver tók við af Breshnev í Sovét- ríkjunum eða hvor sigraði í Þýskalandi, Kohl eða Schmidt. Vitaskuld skipti það máli og vita- skuld skiptir það máli, hver verð- ur næsti forsætisráðherra Islands og hvernig ríkisstjórn hans verður skipuð. Eg leyfi mér meira að segja að taka svo djúpt í árinni að fullyrða, að á því geti oltið hvort við komumst með sæmilegum hætti út úr efnahagskreppunni nú eða ekki. Hún er í höfuðdráttum sjálfskaparvíti. Til þess að rjúfa vítahringinn er nauðsynlegt að nýir menn taki við aðrir en þeir sem villtust inn í hann. Það er bjargföst skoðun mín. Nú er að taka á Sjálfstæðismenn hittast nú um helgina og ganga þar frá kosn- ingastefnuskrá sinni. Eftir því er beðið, því að flestir gera sér grein fyrir, að þjóðin hlýtur að íhuga vel, hvert Sjálfstæðisflokkurinn vill stefna og hvaða leiðir hann vill fara úr kreppunni. Áður í þessari grein hef ég drep- ið á þá undarlegu röksemda- færslu, að allir stjórnmálamenn séu vondir af því að ríkisstjórnin sé vond. Blaðaskrif af þessu tagi eru auðvitað laus við allan móral. Ef þau hafa einhver áhrif yfirleitt, draga þau úr ábyrgðartilfinningu og valda því, að menn setja sig síður inn í málin en ella. Kannski er það iíka tilgangurinn með skrif- unum. saman í gjöf sem slær í gegn! EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995 Tækið er með 2 fullkomnum kassettutækjum, en þú borgar bara fyrir annað. 1 1 04 2 fullkomin tæki. kassettu- [DU gBS Utvarpstæki meö FM, langbylgju, miðbylgju, stuttbylgju. Verð með öllu kr. 8.410. Útborgun kr. 2.500, eft- irstöðvar á 3 mánuð- um. Fermingargjöfin sem slær í gegn... Stórkos*lö«* forAairaccpttuhiinmtaeki frá SILVER SHm-SHIRASUNA ELECTRIC CORP JAPAN Rósa- fundur á Hótel Borg sunnudaginn 13. mars 1983 kl. 3 Alþýöuflokkurinn í Reykjavík kynnir fram- bjóöendur í Alþingis- kosningunum 1983. Dagskrá: Fundarstjóri: Bjarni Guöna- son, prófessor. Ávörp: Jóhanna Siguröar- dóttir, alþingismaöur, Maríanna Friöjónsdóttir, Dagskrárgeröarmaöur, Guöríöur Þorsteinsdóttir, form. jafnréttisráös Ragna Bergmann, form. Verkakv.fél. Framsókn- ar, Jón Baldvin Hannl- balsson, alþingismaður. Skemmtiatriöi: Graham Smith, fiöluleikari og Jónas Þórir, organleik- ari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.