Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983
43
það, sem hann hafði lofað? Fáir
svara þessari spurningu líklega
játandi eftir rúmlega sextíu ára
reynslu af stjórn marxsinna. En
ekki nægir að benda á reynsluna
eina, því hana má alltaf afsaka
með einhverju. Ég ætla því að
benda á tvennt um stjórnmála-
stefnu Marx. Annað er það, að
Marx harðneitaði að lýsa því, sem
ætti að taka við af séreignarskipu-
laginu, sagðist í Fjármagninu ekki
semja matseðla í framtíðareld-
húsið. Hann var með öðrum orð-
um eins og spámaður, sem segir
við lýðinn: „Fylgið mér út úr sér-
eignarskipulaginu" — en segir
honum ekki, hvert hann eigi að
fara. Svo virðist sem Marx hafi
alls ekki skilið mesta vanda
mannlegs samlífs, sem er sá,
hvernig ólíkir einstaklingar með
ólík markmið geta unnið saman í
heimi sífelldra breytinga, óvissu,
vanþekkingar og skorts. Þessi
vandi er leystur í séreignarskipu-
laginu með samkeppninni á mark-
aðnum og með skráðum og óskráð-
um leikreglum lífsins. öllu þessu
ætlaði Marx að bylta í einu, mál
skyldu leysast af sjálfu sér í fram-
tíðarskipulagi hans (og akrar lík-
lega vaxa ósánir eins og í Völu-
spá).
Hitt, sem ég bendi á, er, að
Marx var byltingarmaður. Hann
hafði ekkert á móti blóðsúthell-
ingum, eins og ráða má af skrifum
hans um Parísarkommúnuna, til-
gangurinn helgaði öll tæki. Og
byltingar lúta eigin lögmálum,
eins og sagan sýnir. Fangaverðir,
böðlar, lögreglumenn, njósnarar
og skriffinnar fylgja þeim eins og
nóttin deginum. Það hefur sjaldan
gerst, að byltingarmenn hafi
sleppt því valdi, sem þeir hafa
fengið. Allt vald spillir, og gerræð-
isvald gerspillir, er haft eftir Act-
on lávarði. Það hefði Marx mátt
muna.
Spámaðurinn Marx
Lökustu einkunnina fær Marx
líklega sem spámaður:
Marx sagði, að öreigarnir í iðn-
ríkjunum yrðu fátækari og fátæk-
ari. Reyndin hefur orðið önnur.
Launþegar á Vesturlöndum hafa
orðið efnaðri og efnaðri.
Marx sagði, að byltingin yrði í
iðnríkjunum. Svo hefur ekki orðið.
Séreignarskipulagið stendur enn í
þeim, en svo virðist sem sameign-
arskipulagið sé að falli komið í
austri.
Marx sagði, að iðnverkamenn
ættu eftir að gera byltinguna. En
Maó og Hó Tsí Min gerðu bylt-
ingar sínar með bændaher.
Marx sagði, að .„frelsun öreiga-
stéttarinnar" yrði að vera verk
hennar sjálfrar. En Lenín og aðrir
sameignarsinnar gerðu byltingar
sínar ekki með stuðningi fjöldans,
heldur fámenns úrvalshóps.
Fleira má nefna, þótt þetta
skipti mestu máli. Það er fróðlegt
að lesa Sameignarávarpið frá 1848
og líta síðan á veruleikann í kring-
um okkur. í Sameignarávarpinu
segir, að vofa gangi ljósum logum
í Norðurálfu, sem allir valdsmenn
óttist — vofa sameignarinnar. En
á okkar dögum gengur vofa Ijósum
logum í Norðurálfu austanverðri,
sem allir valdsmenn þar óttast —
vofa frelsisins. Þeir grípa til allra
tiltækra ráða til að kveða hana
niður, senda menn í vinnubúðir
eða á vitfirringahæli, reka þá úr
landi, reisa múra, ritskoða bækur
og trufla útvarpssendingar frá
Vesturlöndum, en allt kemur fyrir
ekki. { Sameignarávarpinu segir, að
öreigarnir á Vesturlöndum hafi
engu að týna nema hlekkjunum.
En verkamenn hafa litsjónvarp-
stækinu, bílnum, sólarlandaferð-
inni og óteljandi öðrum þægindum
að týna, og allir vita, hvar hlekk-
irnir eru — fyrir austan.
Einstaklingurinn Marx
Marx hefur ekki fremur en öðr-
um mönnum verið alls varnað. En
nógir hafa orðið til þess að mæra
hann, svo að ég nefni það einkum
sem mér finnst miður fara, þótt í
stuttri blaðagrein verði ekki kom-
ist hjá einföldunum og úrfelling-
um. En hvað um einstaklinginn
Karl Marx? Getur ekki verið, að
hann hafi verið sannur mannvin-
ur, þótt hann hafi haft ranga
skoðun? Enn efast ég. Menn þurfa
ekki annað en lesa einkabréf hans
og Engelsar til þess að komast að
því, að þeir vinirnir voru reknir
áfram af hatri, jafnvel stækri
mannfyrirlitningu. Kynþáttahat-
urs gætti með þeim báðum, þeim
var illa við gyðinga (þótt Marx
væri sjálfur gyðingur), blámenn
og menn af slavnesku bergi
brotna. Og ég hef áður rakið efni
greinarinnar nafnlausu, sem Eng-
els reit í Nýja Rínarblaðið (Neue
Rheinische Zeitung), á meðan
Marx var ritstjóri þess, en í henni
hellti hann fúkyrðum yfir allar
Norðurlandaþjóðirnar, einkum fs-
lendinga, sem hann taldi frum-
stæða og drykkfellda. Mennta-
hroka gætti og með Marx, hann
notaði sér það, að hann var einn af
fáum háskólamönnum í hópi rót-
tæklinga og þoldi öðrum ekki and-
mæli.
Marx var ekki dyggðugur mað-
ur, enda kunna dyggðir að hafa
verið of borgaralegar fyrir hann.
Hann gat á árum sfnum í Lundún-
um son með vinnukonunni á heim-
ilinu, Helene Demuth, þótt kvænt-
ur væri Jenny von Westphalen.
(Marx-hjónin höfðu alltaf vinnu-
konu.) Hann vann ekki fyrir fjöl-
skyldu sinni, heldur lifði á snöpum
og gjöfum. (Marxsinnar gera mik-
ið úr því, að auðmenn hafi áhrif á
þá menntamenn, sem þeir styrki.
En hvað um samband Marx og
Engels samkvæmt því? Hafði
Engels, sem styrkti Marx, ekki
annarleg áhrif á hann?) Marx var
hugrakkur maður og harðskeytt-
ur, gáfaður og vel að sér og hafði
marga aðra kosti, en ég get ekki
annað en hikað við að segja, að
hann hafi verið góður maður.
Oxford í mars 1983
Besta yfirlitsritiö yfir kenningu Marx er
líklega þriggja binda rít Leszeks Kolak-
owskis, Main Currents of Marxism. Einnig
eru rit Karl Poppers, The Open Society and
Its Enemies í tveimur bindum, og Sholom
Avineris, The Social and Political Thought
of Karl marx, mjög fróðleg. Friedrich A.
Hayek gagnrýnir þá aðferðarfræÖi, sem
Marx og aðrir heildarhyggjumenn hafa í
bókinni The Counter-Revolution of Science.
Tvö bestu ritin um samhyggju, sem ég hef
lesið, eru Socialism eftir Ludwig von Mises
og The Socialist Phenomenon eftir Igor
Shafarevich. íslenskir marxsinnar hafa
gefið út Urvalsrit Marx og Engels í tveim-
ur bindum og reynt að reifa kenningu
Marx í tveimur stuttum bókum, Marxism-
anum eftir Ásgeir Blöndal Magnússon og
Uáttum úr sögu sósíalismans eftir dr.
Jóhann Pál Árnason. Einnig hafa þeir
gefið út ritgerðasafnið Hagfræðikenningar
Karls Marx eftir ýmsa höfunda, svo sem
Maurice Dobbs og Paul M. Sweezy. Tveir
íslenskir hagfræðingar hafa gagnrýnt
kenningu Marx, dr. Benjamín Eiríksson í
ritgerð í bókinni Verkalýdnum og þjóðfélaginu
og ólafur Björnsson prófessor í ritgerð í
bókinni Einstaklingsfrelsi og hagskipulagi.
BtWT DaGFIUG ISOISKIHH) A
PÁSKAFERÐ 30. MARZ:
Eins og áöur býóur FERÐAMIÐSTÖÐIN þessa
vinsælu feró á suóurströnd Spánar til borgar-
'nn.?r BENIDORM. Þaö vorar snemma á Hvítu
ströndinni og meðalhitinn á þessum árstíma er
um 24 stig. Vegna hins þægilega loftslags og
vorhlýinda nýtur þessi staóur mikilla vinsælda
Evrópubúa sem stytta veturinn meö dvöl um
Páskana á BENIDORM ströndinni. Njótió þess í
fimmtán daga ferð 30. marz. Dvalió í íbúóum
eöa hótelum meó fæði.
Verð frá: 11.900 í íbúöum.
BENIDORM ELDRI BORGARA 13. APRÍL:
Sérstaklega þægileg ferð fyrir eldriborgara i
fylgd hjúkrunarfræóings. Dvalið í góöum íbúö-
um eöa á hótelum meö fæói. Vorió er sannar-
lega komió á þessum tíma og hitinn ákaflega
þægilegur. Brottför 13. apríl. heimkoma 11. mai
(28 dagar) Verö frá 12.900 í (búðum.
Fjögurra vikna ferð fyrir þriggja vikna verð.
SUMARÁÆTLUN:
Alls veröa farnar níu ferðir til BENIDORM í sum-
ar, flogiö er í beinu leiguflugi. Lengd feróa er 3
vikur. Gistimöguleikar eru allmargir, íbúðir eóa
hótel og mismunandi verðflokkar. Gerið sjálf-
stæðan samanburó á verói og greiðslukjörum.
Sumaráætlun: 30. marz (páskaferð) 13. apríl. 11.
maí, 1. júní, 22. júní, 13. júlí, 3. og 24. ágúst, 14.
sept. 5. okt.
BEINT DAGFLUG
mn
Wmm,
■ni
PANTIÐ TÍMANLEGA
IFERÐAMIÐSTÖDIIM
AÐALSTRÆTI9
SÍMI28133 11255