Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983 Viðtal við Lóu Kristjánsdóttur Hún skal heita Rausn og risna, úr því að þið eigið hana, sagði Kjarval á sínum tíma við hjónin Lóu Krist- jánsdóttur og Friðstein Jónsson, þegar hann á fimmtugs- afmæli hins síðarnefnda færði þeim glænýtt málverk og enn blautt á striganum. Hann hitti sannarlega naglann á höfuðið. Þau orð fóru gegn um huga blaðamanns Morgun- blaðsins fyrir framan þetta málverk í stofunni hennar Lóu á Reynimelnum, meðan hún var að bera fyrir okkur kaffið. Þeir eru raunar margir góðu grípirnir þarna á heimilinu, ef að er gáð, sem Lóu hafa verið færðið í þakklætisskyni af einstökum listamönnum eða samtök- um, sem sýnir að hún hefur víða lagt lið af óeigingirni. Þarna er vatnslitamynd frá Barböru Árnason, málverk frá Sveini Björnssyni listmálara, myndskreytt fjöl frá Sólveigu Eggerts, Kodakalmanak helgað Snæfellsnesi frá höfundum, silfurskál frá orlofskonum á árinu 1965 og vasar frá öðrum orflofshópum, stytta frá Kvenréttinda- félaginu, áletraður bakki frá starfsstúlkunum á Lauga- vegi 28, þegar Lóa hætti veitingarekstri, gjöf frá sam- starfsfólki við fangahjálp hjá Vernd o.s.frv. „Með inni- legu þakklæti" er samnefnarinn fyrir alla þessa muni. Lóa Kristjánsdóttir í stofunni sinni. Á veggnum er málverkið sem Kjarval færði þeim hjónum. Svo og Ijósmyndir af manni hennar, Friðsteini Jónssyni, og dóttur hennar og sonarsonum. Ljósm. ól.K.Mag. Listamennirnir höfðu margir dvalið í góðu yfirlæti á Búðum a þeim 15 árum, sem Lóa rak þar sumarhótelið. Það var á árunum 1955—1970. Hún er raunar sjálf Snæfellingur að uppruna, frá Dalsmynni í Eyjahreppi, dóttir Kristjáns Eggertssonar, sem þar bjó í 24 ár, og Guðnýjar Guðna- dóttur. Bræður hennar voru þekktir menn í Reykjavík, Eggert Kristjánsson stórkaupmaður og Valgeir Kristjánsson klæðskeri. Þetta var því hennar sveit, þótt hún færi að heiman og til Reykja- víkur 14 ára að aldri. Að sjálf- sögðu var hún því félagi í Snæfell- ingafélaginu. Og því var það að hún tók að sér reksturinn á Hótel Búðum, þegar nokkrir Snæfell- ingar tóku sig saman um að reka þar sumargistihús, þegar erfið- leikar steðjuðu að. Fleira kom til en uppruni og átt- hagaást. Eiginmaður Lóu, Frið- steinn Jónsson frá Skjaldfönn í Nauteyrarhreppi, sem nú er lát- inn, var bryti og höfðu þau hjónin rekið veitingastarfsemi í Reykja- vík. Lóa hjálpaði þá manni sínum, en hann var hennar stoð og stytta við reksturinn á Búðum. Frið- steinn hafði fyrst verið á bátum og skipum, síðast í 10 ár á Skelj- ungi, áður en hann kom í land. Þá tók hann að reka veitingastofuna Central í Hafnarstræti 18 ásamt Sverri Sigurðssyni og var þar með matsölu í nokkur ár. 1946 tóku þeir á leigu húsnæði á Skólavörð- ustíg 3 og komu upp skemmtilegri veitingastofu, Vega, sem margir muna eflaust eftir. Hana ráku þau til 1957. Beint á móti þeim var stórt hús, Breiðfirðingabúð, sem Breiðfirðingafélagið átti, þau tóku það á leigu og voru þar á annað ár. Keyptu svo Gildaskálann í Aðal- stræti, en voru búin að selja hann hálfu ári áður en húsið brann. Þegar þessi ár eru rifjuð upp með Lóu Kristjánsdóttur, kemur í ljós að hún hefur ekki legið á liði sínu við veitingareksturinn þótt hún væri með stórt heimili og mörg börn. „Ég vann mikið, það er rétt,“ segir hún. „Sérstaklega meðan við vorum með Vega. Hljóp í skarðið og leysti fólkið af í fríum. Börnin voru að vísu fimm, en langt á milli þeirra, það síðasta fætt 1951.“ „Á Vega var skemmtilegt hús- rými,“ segir Lóa. „Þar kom mikið sama fólkið. Við höfðum heitan mat í hádeginu, en buðum upp á Rausn kalda rétti á kvöldin. En í Breið- firðingabúð var reksturinn allt annar og reyndist erfitt að sam- ræma þessa tvenns konar starf- semi. Við höfðum matsölu í hádeg- inu, en á kvöldin voru böll á staðn- um og þurfti þá að hafa matinn í veitingasalnum uppi. Út af fyrir sig voru böllinn skemmtileg og margir góðir skemmtikraftar hjá okkur, Ellý Vilhjálms söng, Orionkvartettinn var þar o.s.frv. En okkur fannst þetta ekki vera okkar fag. Svo við keyptum Gilda- skálann hf. af Ragnari Þórðarsyni og félögum hans. Þar hafði verið komið upp skemmtilegri innrétt- ingu og var þetta mjög vinsæll veitingastaður í Aðalstræði." — Friðsteinn var líka mikið í félagsmálum fyrir sína stétt á þessum árum, var það ekki? „Jú, jú, hann var í stjórn Mat- sveina- og veitingaþjónafélagsins og í Sambandi veitinga- og gisti- húsaeigenda. Veitingasambandið var stofnað 1945 og hann var þar fyrsti formaður. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á félagsmálum veit- ingamanna og starfaði þar mikið." — Svo þú varst orðin æði kunn- ug veitingahúsarekstrinum, þegar þú tókst að þér Hótel Búðir, Lóa? Hver voru tildrög þess? „Það varð að samkomulagi milli nokkurra snæfellskra athafna- manna, að mynda hlutafélag til að geta haldið hótelinurekstrinum áfram, en þeir settu þau skilyrði að við tækjum að okkur rekstur- inn. Þá hafði Félag Snæfellinga og Hnappdæla reynt að halda þar uppi gistihúsarekstri, en gekk ekki nógu vel. Ég fór því vestur sumar- ið 1955, og datt ekki í hug að ég þyrfti að vera þar svona mikið sjálf. En það varð þó svo, að ég var risna Lóa rak hótelið á Búðum frá 1955 til 1971. Hér tekur hún á móti gestum í hóteldyrunum, einsog hún var vön að gera. á Búðum öll sumur til 1970. Þá var bóndi minn orðinn svo veikur að ég komst ekki vestur, enda dó hann árið eftir. Þá seldi ég.“ Yndislegir dagar a Búðum Talið berst að dvölinni og hótel- inu á Búðum. „Hótelið var jafnan opnað á vorin og fyrstu gestir þá gjarnan hópar náttúruvísinda- manna, því á Snæfellsnesi má finna dæmi um allt það sem ís- lenzk náttúra hefur upp á að bjóða, og síðan var hótelið rekið fram í september. Brátt tók sama fólkið að koma ár eftir ár,“ segir Lóa. „Orlofskonur af Snæfellsnesi voru hjá okkur á hverju hausti frá 1964. Og ýmsir hópar komu og þinguðu þarna, bæði vísindamenn og aðrir. Sumarið 1970 sendi Kod- ak heilt lið á Snæfellsnes með rit- urum, ljósmyndurum og alls kon- ar fagfólki, sem bjó hjá okkur. Þeir voru að undirbúa eitt af þess- um frægu listrænu almanökum sínum og bjuggu til æfintýri um afann og drenginn hans, sem þeir mynduðu á Snæfellsnesi. Komu meira að segja árið áður til að undirbúa myndatökuna. Gunnar Hannesson ljósmyndari kom líka oft til okkar og tók mikið af mynd- um á Snæfellsnesi, sem víða hafa birst sem kunnugt er.“ — Og hvað um listamennina Kjarval, Júlíönu og Halldór Lax- ness? „Kjarval var lengi í tjaldi vestur á Stapa og borðaði hjá okkur. Einnig borðaði hann hjá okkur á Vega og var góður kunningi okkar. Hann færði okkur málverkið þarna á veggnum. Hann kom á fimmtugsafmæli Friðsteins með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.