Morgunblaðið - 13.03.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983
svarnasti óvinur Marx. Bakunin
var leiðtogi Alþjóðabandalags lýð-
ræðissinnaðra sósíalista og Marx
taldi það keppinaut Alþjóðasam-
bandsins. Marx kallaði stefnuskrá
Bakunins „þreytulegt orðagjálfur
um alkunn sannindi og hugsunar-
laust þvaður". Þegar Bakunin
gerðist félagi í Alþjóðasamband-
inu rúmaði það ekki báða þessa
skapmiklu hæfileikamenn og
Marx ákvað að losa sig við hann.
Aðferðirnar, sem Marx beitti í
þessu skyni, voru forkastanlegar.
Hann lýsti því yfir að Bakunin
hefði dregið sér fé, sem hefði átt
að nota til áróðursmála, þótt eng-
inn fótur væri fyrir þessari ásök-
un. Margar aðrar ásakanir voru
settar fram og upp úr sauð eftir
upplausn Parísar-kommúnunnar
1871, í kjölfar ófriðar Frakka og
Prússa.
Leyst upp
Þing Alþjóðasambandsins var
haldið í Haag og aðsetur stjórnar
þess flutt frá Lundúnum til New
York. En skömmu síðar iagði
hreyfingin upp laupana og 1876
var Alþjóðasambandið formlega
leyst upp á þingi þess í Fíladelfíu.
Vegna hinna tilhæfulausu ásak-
ana á hendur Bakunin var Marx
nánast ærulaus í augum sósíal-
istahreyfingarinnar. Hann sneri
sér aftur að vísindastörfum og
reyndi að senda frá sér annað og
þriðja bindi „Das Kapital", en
lauk aldrei verkinu. Kapítalism-
inn hafði ekki þróazt eins og hann
ætlaði og ýmislegt benti til þess að
hann óttaðist að kenningar sínar
stæðust ekki. Sá ótti var m.a. af-
leiðing sálrænnar spennu og veik-
inda. Fjárhagsáhyggjur bættu
ekki úr skák, en Engels kom hon-
um til hjálpar.
Þegar Engels spurði Marx eitt
sinn hve mikið fé hann þyrfti til
að greiða skuldir sínar, svaraði
Marx í bréfi: „Einstök góðvild þin
snertir mig djúpt. Konan mín og
ég höfum farið yfir reikningana í
sameiningu og við komumst að þvi
að skuldin er miklu meiri en mig
grunaði, 210 pund (þar af 75 pund
sem við skuldum veðlánaranum og
í vexti).“
Engels tókst að koma lagi á
fjárhaginn og settist að í nágrenni
við þau. Þegar faðir Engels lézt
tryggði hann Marx fastar árstekj-
ur. Hjálp hans var ómetanleg.
Áætlað hefur verið að fjárhags-
aðstoð hans hafi numið 100.000
pundum að nútímaverðgildi — 3
milljónum nýkróna.
Frá því 1873 þjáðist Marx af
slæmum höfuðverk og lifrarmein-
semdin tók sig upp aftur. Með
hjálp Engels fór hann í heilsukúra
til Karlsbad 1874, 1875 og 1876 og
þótt hann hresstist í hvert skipti
var það skammvinnur bati, heilsu
hans hrakaði aftur og hún versn-
aði með hverju árinu sem leið.
Hrun Alþjóðasambandsins var
mikið áfall, „Das Kapital" hafði
ekki náð eins mikilli útbreiðslu og
hann hafði vonað og hreyfing sósí-
aldemókrata var stofnuð í Þýzka-
landi án þess að hann væri hafður
með í ráðum, enda hafði hann snú-
ið baki við ættjörðinni mörgum
árum áður. Sú ákvörðun hafði
valdið því að hann hafði lítil áhrif
á þróunina í Þýzkalandi.
Síðan veiktist kona hans, og hún
andaðist þegar hann var sjálfur
sárþjáður af lungnakvefi og
brjósthimnubólgu. Marx tók
dauða konu sinnar svo nærri sér,
að vinur hans sagði: „Hann er líka
dáinn." Tveimur árum síðar lézt
eftirlætisdóttir hans, „Jennichen",
og þremur mánuðum síðar,
14.marz 1883, andaðist Marx sjálf-
ur, án þess að hafa samið erfða-
skrá og ríkisfangslaus.
Aðeins Engels, sex vinir hans og
um 10 aðrir fylgdu honum til graf-
ar í Highgate-kirkjugarði, þar
sem Engels sagði yfir moldum
hans: „Mesti hugsuður samtimans
er hættur að hugsa." Engels lézt
1895 og arfleiddi börn Marx að öll-
um eignum sínum.
GH tók saman.
31
PASKA-
TILBOÐ
i.oJL',—► 3.300
Útvarp meö lang- og miöbylgju og fimm faststillingar. Segulbandstæki
sem spilar báöum megin.
Þetta tæki er þrautreynt viö erfiðustu aöstæöur um allt land.
Breidd 178 mm
Hæð 62 mm
Dýpt 160 mm
Nýjar og traustar
þjónustuhafnir
Með góðri samvinnu við DFDS
bjóðum við ódýran og
skjótan flutning til og frá
írlandi um Kaup-
mannahöfn. Nú eru
þjónustuhafnir Eim-
skips í Dublin og
Belfast.
Umboðsmaður Dublin:
DFDS SCAN - LINE LTD
72/80 North Wall Quay
Dublin 1
Símar: 742219/740670/726811
Telex: 31076
Umboðsmaður Belfast:
DFDS SCAN - LINE LTD
9 Weelington Place
Belfast BT1 6GA
Sími: 22467
Telex: 747905
*
Alla leið f rá fiiandí með
EIMSKIP
síml 27100
ijj
o
It