Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 84. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Olíueldar á Persaflóa Á meöfylgjandi símamynd frá AP má sjá tvo íranska olíusérfrsAinga virða fyrir sér logandi olíulindina við Nowrus. Þetta er lindin umdeilda sem dælir 7.000 tii 10.000 tunnum af hráolíu beint í sjóinn þessa dagana eftir að sprengjuárás fraka hafði skemmt leiðslur. Það eru nokkrar vikur síðan og nú er áætlað að 200.000 tunnur af olíu séu á floti á Persaflóa. Mikið hefur verið rætt um hvað til bragðs skuli taka, en allt saman strandað á stríði írana og íraka. írakar hafa til þessa neitað að beina byssum sínum annað meðan viðgerö fer fram, síðast í gær, og reyndar hafa þeir lofað því að halda áfram árásum á olíuvinnslusvæði írana. Geysilega harðir bardagar voru um miðbik víglínunnar í gær og báðir aöilar lýstu miklum landvinningum sínum og stórkostlegu mannfalli andstæðingsins. Samkvæmt fregnum féllu milli 1.500 og 2.000 manns í hvoru liði. Sovéskur hernaðarsérfræðingur: „Þurfum ekki Kúbu til að geta skot- ið á Bandarfkin“ Moskvu, 14. aprfl. AP. YURI B. Lebedev, hernaðarráðgjan af- vopnunarviðræðunefndar Sovétrikj- anna, sagði í samtali við fréttamenn f gær, að Sovétmenn hefðu ekkert með það að gera að koma fyrir meðaldræg- um eldflaugum á Kúbu. Þessi ummæli þykja forvitnileg, þvf Sovétríkin hafa hvað eftir annað að undanfdrnu hótað Bandaríkjamönnum að land þeirra verði gert að meginskotmarki ef úr verður að hinum tæplega 600 meðal- drægu eldflaugum verði komið fyrir í Vestur-Evrópu eins og til stendur á þessu ári. Vangaveltur um hvernig Sovét- menn myndu í reynd framkvæma slíkt, hafa verið miklar og sérfræð- ingar hafa talið líklegt að f orðum Sovétmanna fælist að þeir hefðu augastað á Kúbu. Lebedev sagði um þetta: „Við höfum ekkert við Kúbu að gera, tæknin hefur gert okkur kleift að geta komið fyrir fullkomn- um vopnum allt að 1000 kílómetrum frá bandariskri grund, en engu að síður notað þau sömu vopn á Banda- ríkin ef þörf krefur." Hann bætti einnig við, að allar þær afvopnunar- tillögur sem Ronald Reagan og ráð- gjafalið hans hefur lagt fram séu með öllu ónothæfar og einungis til þess að búa bandarfska alþýðu undir vaxandi möguleika á kjarnorku- stríði. Fréttamenn spurðu Lebedev um álit hans á þeim hugmyndum Reag- ans að koma fyrir kjarnorkuvarn- arstöðvum í geimnum. Hann svar- aði: „Sú hugmynd er sú fáránlegasta af þeim öllum. Þetta myndi aldrei heppnast, því ef til strlðs kæmi myndi þvílíku magni kjarnorkueld- flauga vera skotið, að varnarstöðv- arnar gætu aldrei séð fyrir þeim öll- um.“ Útlagaleiðtogar Samstöðu: Hvetja mikilla Varsjá, 14. aprfl, AP. VERKALÝÐS- og andspyrnuleið- togar sem fara huldu höfði í Pól- landi hvöttu í gær alla Pólverja til að efna til mikilla mótmælahalda um allt Pólland 1. maí næstkom- andi, degi verkalýðsins, og er þetta í fyrsta skiptið síðan í nóvember að til leiðtoganna heyrist. Þá hvöttu þeir einnig til aðgerða 1. maí, nú ítrekuðu þeir hvatninguna, með mun meiri festu en fyrr. Fréttamenn náðu tali af Lech Walesa leiðtoga Samstöðu eftir að tilkynningin hafði verið gefin út, en hann er undir ströngu eft- irliti yfirvalda. Hann sagðist ekki geta hvatt fólk til þátttöku. Hann hitti neðanjarðarfélaga sina á fundi um síðustu helgi, en setti ekki nafn sitt á sameigin- legt stefnuskjal fyrir komandi aðgerðir. 1 fyrradag sagðist hann hins vegar styðja aðgerðirnar. Walesa sagði í gær: „Þeir sem skrifuðu á skjalið eru stuðn- ingsmenn þess. En þið megið ekki halda að ég sé að afneita baráttunni, þið verðið að skilja hvers vegna ég get ekki annað en sýnst hlutlaus." Walesa var handtekinn á heimili sínu í fyrradag eins og fram kom í fréttum. Var hann spurður í þaula í tæpar fimm klukkustundir um leynifundinn með verkalýðsleiðtogunum áður en honum var sleppt. 1 gær var eiginkona hans, Danuta, einnig Pólverja til umfangs- mótmæla þann 1. maí tekinn í yfirheyrslur. Henni var svo sleppt eftir hálfa þriðju klukkustund. Sagði hún að lög- reglan hefði reynt að veiða upp úr sér hvar eiginmaðurinn hefði hitt útlagana og hvað hefði farið þeim í milli. Orðsendingin í gær var undir- rituð af fimm helstu leiðtogum verkalýðs- og andspyrnuhreyf- inganna og hvatti hún ekki ein- ungis til mótmæla 1. maí, heldur einnig hljóðlátum mótmælum 3. mai, á þjóðhátíðardegi Póllands. Þá hvatti orðsendingin stuðn- ingsmenn Samstöðu um allt Pól- land að skipuleggja daginn sem best með dreifibréfum og veggspjöldum, auk þess sem skorað var á alla Pólverja að hunsa öll opinber hátíðarhöld. Nýtt tæki veitir löm- uöum mátt London, 14. aprfl. AP. BREZK kona, Jan Burgess að nafni, sem verið hefur lömuð fyrir neðan mitti, stóð á fætur í gær og gekk um með aðstoð nýs rafeinda- tækis, sem kann að vekja nýja von margra þeirra er skaddast hafa á mænu. „Það er algerlega ný reynsla fyrir mig að finna í raun og veru fyrir fótum mínum, en það gerist, þegar ég kveiki á tækinu," var haft eftir Jan, sem er búsett í Wales, og hún bætti við: „Þetta þýðir, að ég veit hvar fætur mínir eru þegar ég stend upp, í stað þess áður að þurfa að geta mér þess til hvar þeir væru.“ Frú Burgess, sem er fyrrver- andi fimleikakona, missti mátt í fótum, þegar hún hryggbrotnaði í slysi fyrir 14 árum. Frétta- mönnum var í gær sýnt tæki það, sem smíðað hefur verið fyrir hana, og hvernig hún beitir því. Kvaðst hún hafa byrjað að æfa sig í að nota það sl. september. 1 janúar gat hún staðið upprétt og í febrúar tók hún fyrstu skrefin. Hún þarf þó enn að styðja sig við eitthvað, þegar hún gengur. Göngutækið er knúið rafhlöð- um, sem komið er fyrir við mitti Jan Burgess. Tækið sendir síðan rafmagnsbylgjur eftir þráðum niður eftir fótum hennar. Þegar hún kveikir á tækinu, kalla rafmagnsbylgjumar fram vöðvahreyfingar, sem fá fæturna til þess að hreyfa sig með eðli legu göngulagi. Kafbátar í sænska skerjagarðinum: Gerðu tilraunir með fjarstýrða dvergkafbáta Stokkhólmi, 14. aprfl. AP. SÆNSKA dagblaðið Dagens Nyheter greindi frá þvi í gær, að allt benti til þess að sovéskir kafbátar hefðu gert tilraunir með ómannaða, fjarstýrða dvergkafbáta í Hors-flóanum og vfðar í sænska skerjagarðinum síðastliðið haust, en þá fór fram mikil kafbátaleit á vegum sænska hersins. Var sú leit án árangurs, en taliö er að kafbátarnir hafi frekar verið tveir eða þrír, en ekki færri en einn. Sænska blaðið segir upplýsingar sínar fengnar úr óbirtri skýrslu þingnefndar sem skipuð var til að rannsaka málið. Skýrslan verður birt opinberlega síðar í þessum mánuði. Skýrslan er sögð þrískipt og fjallar að mestu leyti um eltinga- leikinn við kafbátana og öryggis- mál. En í henni kemur emnig tram niðurstaðan um dvergbátana og áhyggjur af að óvinakafbátar skuli geta notað slík tæki við jafn við- kvæmar og hættulegar aðstæður. Þessir dvergbátar sáust aldrei, en sjóherinn sænski komst fljótt að því, í hinum 15 daga eltingaleik, að það var við fleira í flóanum að eiga en hefðbundna kafbáta. Þyrla leitar að austur-evrópskum kafbáti 1 sænska skerjagarðinum á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.