Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinssqn. Matthías Johannessen, Styrmir Caunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýslngar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 15 kr. eintakiö. Atvinnuleysisvofan komin á kreik Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið hafa vakið upp atvinnuleysisvofuna og hún æðir nú um landið allt. Eins og málum er komið í 100% verðbólguvitleysu er þess ekki að vænta að auðvelt verði að kveða þennan draug niður og áður en á honum verður sigrast að þessu sinni eiga margir eftir að verða illi- lega fyrir barðinu á honum. Tölur frá ráðuneyti Svavars Gestssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins, félagsmálaráðu- neytinu, sýna, að í mars voru 1400 manns á atvinnuleys- isskrá dag hvern, hefur at- vinnuleysingjum þar með fjölgað um 130% miðað við mars 1982. Fjöldi atvinnu- lausra var mestur á höfuð- borgarsvæðinu. Ásóknin í bætur frá At- vinnuleysistryggi ngasj óði staðfestir þessa fjölgun at- vinnulausra. Fram hefur kom- ið að á fyrstu þremur mánuð- um þessa árs hefur sjóðurinn varið jafnhárri upphæð til at- vinnuleysisbóta og allt árið í fyrra. Þetta er alvarleg stað- reynd en hitt er þó enn alvar- legra að núverandi ríkisstjórn skilur þannig við, að ekki er fyrirsjáanlegur neinn bati sem treysti undirstöður atvinnu- lífsins. Þvert á móti hafa þeir ráðið mestu um „atvinnumál" í þessari ríkisstjórn sem vilja leggja stein í götu skynsam- legra aðgerða. Stefna Álþýðu- bandalgsins í orku- og stór- iðjumálum undir forystu Hjörleifs Guttormssonar er hrein atvinnuleysisstefna. Fum og fát Steingríms Her- mannssonar í málefnum sjáv- arútvegsins hefur leitt til þess að ráðherrann sá sér þann kost vænstan að stofna með lántöku í útlöndum opinberan kosningasjóð til að fleyta nokkrum fyrirtækjum í sjáv- arútvegi fram yfir kjördag. En ráðherrarnir í ríkisstjórninni hugsa ekki lengra en til 23. apríl að þessu sinni eins og öll- um er ljóst. Svavar Gestsson, félags- málaráðherra, hefur axlað þá pólitísku ábyrgð að fylgjast með atvinnustiginu og gera ríkisstjórninni aðvart ef „hætta sé á atvinnuleysi", eins og hlutverk félagsmálaráð- herra er skilgreint í stjórnar- sáttmálanum, „til þess að unnt væri í tæka tíð að gera nauð- synlegar ráðstafanir með ákvörðunum ríkisstjórnarinn- ar og samkomulagi við aðra aðila" eins og einnig segir í stjórnarsáttmálanum. Hvað hefur Svavar Gestsson aðhafst í þessu efni? Svar: ekkert. Hann þorir það ekki af því að hann vill ekki hrófla við atvinnuleysisvofunni fyrir kosningar. Kjósendur verða að gera sér grein fyrir því hvert stefnir í atvinnumálum fyrir tilstilli þessarar ríkisstjórnar, þar sem formaður Alþýðubanda- lagsins ber á því sérstaka ábyrgð að hringja neyðarbjöll- unum ef í óefni horfir. Þessum bjöllum hefur Svavar Gests- son þó ekki látið hringja því að hann er hræddur um að vakna sjálfur af værum ráðherra- blundi. Atvinnuleysisvofan fer sínu fram þótt Svavar sofi. Æskýlos á enn erindi IÞjóðleikhúsinu er verið að sýna þríleikinn óresteiu eftir Æskýlos í snilldarþýð- ingu Helga Hálfdanarsonar og undir metnaðarfullri leik- stjórn Sveins Einarssonar. Þetta leikrit um mannlega grimmd og örlög á erindi til okkar nútímamanna þótt það hafi verið ritað fyrir um 2500 árum. Boðskapur þess um stríð og frið er mun áhrifa- meiri en allt tal friðarhreyf- inganna. Verðbólgnum stjórn- málamönnum í kosningaskapi væri hollt að hafa hugfast að hraklegt hrun er hegning þess glæps að belgjast af hroka og ágirnd alls umfram verðleik í nægtabúri, svo að vitnað sé í Óresteiu, en Almenna bókafé- lagið gaf leikritið út í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins. Æskýlos færir sögu sína og boðskap í þann búning að leik- ritið stenst kröfur nútímans á öld hraða og spennu. Margir okkar bestu leikara sýna af- burða hæfni í þessu mikla verki og er á engan hallað þó í þeirri andrá sé Helga Bach- mann í hlutverki Klítemn- estru, drottningar, nefnd. Að hlýða á hina snjöllu framsögn leikaranna, hinna yngri ekki síður en hinna eldri, á hljóm- fögru máli Helga Hálfdanar- sonar er reynsla sem hæfir þessu aldagamla meistara- verki. Eins og líklega mátti vænta þegar óviðjafnanlegur skáldskapur er fluttur þjóð- inni í fögrum búningi er að- sókn að óresteiu í öfugu hlut- falli við það hve verkið er stórbrotið. Nú hefur leikritið verið sýnt aðeins 9 sinnum og næsta sýning á sunnudag ver- ið auglýst sem hin síðasta. Æskýlos á erindi til mun fleiri íslendinga nú á tímum þegar ljóðrænn skáldskapur á undir högg að sækja vegna hrakandi smekks. Mynd: ólafur K. Magnússon. Myndin er tekin á kórstjórnarnámskeidi Svisslendingsins Willi Gohl í húsakynnum Tónlistarskólans. Tónleikar í Hamrahlíðarskóla í kvöld: Flutt Sígaunaljód Brahms undir stjórn Svisslendings KÓR Hamrahlfðarskólans og þátt- takendur á námskeiði í kórstjórn á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík undir leiðsögn Svisslendingsins Willi Cohl, munu koma fram á tónleikum f Hamrahlíðarskólanum f kvöld kl. 20.30. Hamrahlíðarkórinn flytur Sf- gaunaljóð Brahms undir stjórn Willi Gohls, en kórinn hefur ásamt stjórn- anda sínum, Þorgerði Ingólfsdóttur, unnið að undirbúningi verksins síð- ustu tvo mánuði. A tónleikunum verða einnig flutt lög frá ýmsum tím- um, sem þátttakendur f kórstjórnar- namskeiðinu syngja og stjórna. Willi Gohl, sem er talinn standa mjög framarlega í kórstjórnar- kennslu, kom hingað til lands í vik- unni og ræddi blaðamaður Mbl. við hann í gær. Gohl var fyrst spurður um tilgang komu sinnar hingað. „Segja má að ég hafi komið til ís- lands vegna tveggja verkefna. Annars vegar að æfa og stjórna kór Hamrahlfðarskólans, en ég hef áður unnið með kórnum erlendis, og hins vegar að leiðbeina 35 manns á námskeiði um kórstjórn, sem Tónlistarskóli Reykjavfkur gengst fyrir.“ — Hvernig var tilhögun nám- skeiðsins? „Það hófst sl. mánudag og stóð yfir frá kl. 10—17 daglega fram að tónleikunum f kvöld. Ég hóf nám- skeiðið á nokkurs konar leikfimi í þeim tilgangi að þátttakendur fengju tilfinningu fyrir æfingar- aðstöðunni. Sfðan var tekið til við raddþjálfun og æfingu á þeim verkum sem flutt verða á tónleik- unum. Hér er um að ræða stutt lög frá ýmsum tímum, sem sungin eru á fjölda tungumála, s.s. latfnu, ungversku, hebresku og þýsku. En þátttakendurnir á námskeiðinu lögðu sig mjög fram og hér er margt hæfileikafólk. — Hvaða hæfileikum þarf kór- stjóri að vera gæddur? „Hann verður að hafa mikinn persónuleika, enda er það ómiss- andi hæfileiki f flestum listgrein- um. Frá stjórnandanum verður að koma frumkvæði og andleg upp- ljómun sem smitar út frá sér.“ — Telurðu að íslendingar séu söngelsk þjóð? „Já, tvímælalaust. Hér er söng- listin iðkuð með mjög alþýðlegum hætti. íslendingar eru lausir við þá algengu fordóma að aðeins þeir sem skara framúr eigi að syngja. Að mínum dómi er sönglistin dæmi um ákveðin lffsþægindi; f nútímaþjóðfélagi þar sem frftím- inn vex sífellt getur fólk í æ ríkari mæli stundað sönglistina; og má segja að það sé nokkurs konar mót- vægi gegn ofurvaldi sjónvarpsins. Hér á landi tel ég að þetta sé ákaf- lega jákvætt sökum þess að þjóðin er svo einangruð. M.ö.o. greiðir ástundun sönglistar fyrir eðli- legum samskiptum fólks," sagði Willi Gohl að lokum. Franska forsetafrúin á frumsýningu Útlagans París, 14. aprfl. Frá Klínu Pálmadóttur blaóamanni Morgunblaðsins. OPINBER heimsókn forseta ísiands hélt áfram í gær, en kvöldið áður hafði Dani- elle Mitterrand forsetafrú óvænt heiðrað íslenzku sýninguna á Útlaganum meö nærveru sinni. Og hún var einnig í smá- boði á eftir utan dagskrár með listafólki heima hjá Frederick Mitterrand. Var for- seta íslands þar meðal annars færð terta í tilefni af 53 ára afmæli hennar, sem byrjaði um miðnætti, en þetta var allt utan dagskrárinnar. Versalahöll Glæsilegar hallir Versala og garðar- nir miklu voru ramminn um forseta- heimsóknina frá íslandi um morgunin. Þar eru öll tré orðin fagurgræn á þess- um árstíma. Forseti og fylgdarlið eyddu þar morgninum. í fylgdarliðinu eru auk forseta íslands ráðuneytisstjóri Ingvi Ingvason og frú, Ólafur Egilsson sendi- herra og frú, Halldór Reynisson forseta- ritari og frú, en ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra er farinn heim. í kvöld mun forseti sjá frumsýningu á nýjum nýtísku ballett í óperunni í boði Jack Langes menningarmálaráðherra og heilsa upp á ballettfólkið í fyrra hléi en þiggja veitingar í bókasafni óperunn- ar í síðara hléi. Á morgun er dagur Bretagne þar sem á rætur sameiginleg saga Frakka og ís- lendinga, og þar sem Islendingar í Paimpol erum ekki við, heldur þeir, eins og forseti íslands orðaði það í dag. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kemur í óperuna í gærkveldi. Slmamynd AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.