Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983
5
Svar til Leifs
Sveinssonar
Morgunblaðinu hefur borist
til birtingar eftirfarandi bréf frá
Póst- og símamálstofnun.
Með skírskotun til bréfs yð-
ar, dags. 11. mars sl, varðandi
85% afslátt á skrefagjaldi og
stofngjaldi kosningasíma
stjórnmálaflokkanna, skal eft-
irfarandi upplýst:
— Á síðastliðnu ári, 2. mars,
tilkynnti samgönguráðu-
neytið póst- og símamála-
stjóra að ákveðið hafi verið
að veita afslátt af skrefa-
gjaldi og stofngjaldi kosn-
ingasíma er nemi um 85%
af nefndum gjöldum venju-
legs síma í sambandi við
sveitarstjórnarkosningar í
maí 1982.
— í sambandi við Alþingis-
kosningar sem í hönd fara
hafa stjórnvöld ákveðið að
kosningasímar verði gjald-
færðir samkvæmt sömu
reglu og 1982.
— í þessu efni hefur stofnun-
in farið eftir gjaldskrár-
ákvörðun stjórnvalda.
— Þessi stofnun telur sig ekki
geta veitt upplýsingar um
símaviðskipti eða síma-
notkun einstakra símnot-
enda, nema með þeirra
leyfi. Hins vegar er hverj-
um og einum í lófa lagið að
spyrjast fyrir um þessi at-
riði hjá hlutaðeigandi not-
endum.
— Ýmis gjaldskráratriði geta,
útaf fyrir sig, verið umdeil-
anleg og er hér umrætt til-
vik ekkert einsdæmi. í
þessu sambandi mætti me-
ðal annars benda á að
dagblöðin njóta sérstaks
50% afsláttar á burðar-
gjaldi fyrir innrituð blöð
og tímarit.
Að endingu bið ég velvirð-
ingar á síðbúnu svari, en ég er
nýkominn úr sumarleyfi er-
lendis frá.
Jón Skúlason,
póst- og símamálastjóri.
Hádegisfundur um húsnæðismál:
Eign fyrir alla
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík,
Heimdallur, Hvöt, Óðinn og Vörður,
munu halda almennan hádegisfund
um húsnæðismál, laugardaginn 16.
aprfl nk. frá kl. 12.00-14.00 í Val-
höll við Háaleitisbraut.
Fundur þessi er hinn þriðji og
síðasti hádegisfunda sem haldnir
hafa verið nú fyrir kosningar, um
mál, sem Sjálfstæðisflokkurinn
leggur mikla áherslu á í komandi
kosningum.
Á þessum fundi verða frum-
mælendur fjórir, þ.e. Pétur Blön-
dal, tryggingastærðfræðingur og
þrír af frambjóðendum flokksins í
Reykjavík, Geir Hallgrímsson,
Bessí Jóhannsdóttir og Esther
Guðmundsdóttir. Að loknum ræð-
um frummælenda gefst fundar-
mönnum tækifæri til að bera fram
fyrirspurnir.
Fundarstjóri verður Hulda
Valtýsdóttir, borgarfulltrúi.
Á boðstólum verður léttur há-
degisverður á vægu verði fyrir
fundargesti. { kjallara Valhallar
verða teiknimyndir sýndar fyrir
börn fundargesta og barnagæsla.
Leiðrétting
MEINLEG villa slæddist inn f frétt
Mbl. við vinnslu blaðsins í gærkveidi,
og varð villan til þess að merking
setningar breyttist. Fréttin sem um
ræðir segir frá fundi vestfirskra
sjálfstæðismanna með Geir Hall-
grímssyni, en inn f næst síðustu máls-
grein fréttarinnar bættist orðið
„ekki“.
Segir þar að Geir teldi sig ekki
vera að segja að hann teldi ríkis-
stjórn allra flokka ekki vænlegustu
leiðina, en því orði er ofaukið. Rétt
hlóðar setningin svona: Með þess-
um orðum kvaðst Geir ekki vera að
segja að hann teldi ríkisstjórn allra
flokka vænlegustu leiðina að kosn-
ingum loknum, og sér væri ljóst
eftir að hafa tvívegis reynt að
skapa samstöðu um þjóðstjórn, að
meiri þjóðarvoði þyrfti að vera yf-
irvofandi en sá sem nú væri, til að
slíkt mætti takast.
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á þessum mistökum.
Gripinn með
hass í sokknum
MAÐUR var gripinn á Keflavfkur-
flugvelli á þriðjudag með 136 grömm
af hassi, samkvæmt upplýsingum
sem Mbl. fékk hjá ffkniefnadeild
lögreglunnar.
Var maðurinn að koma frá
Kaupmannahöfn, en hann hefur
áður komið við sögu lögreglunnar.
Hassið fannst við líkamsleit, en
maðurinn hafði falið efnið í
sokknum.
Nú fer hver aö veröa síðastur aö sjá skemmtun ársins.
Þaö er mál mánna aö rokkhátiöin í Broadway sé einhver besta skemmtun í þessum anda
sem haldin hefur veriö hérlendis. Viö höfum nu ákveðið aö halda rokkhátíöina enn einu
sinni í kVÖId í Broadway kl. 20.00.
Um 2ja tíma stanslaust stuö meö:
Harald G. Haralds, Guöbergi Auðunssyni,
Þorsteini Eggertssyni, Astrid Jenssen, Berta
Möller, Önnu Vilhjálms, Mjöll Hólm, Sigurdór
Sigurdórssyni, Garöari Guömundssyni, Stetáni
Jónssyni, Einari Júlíussyni, Siguröi Johnny og
Ómari Ragnarssyni. Hver man ekki eftir þessum
kempum?
Stórhljómsveit Björgvins Halldórsson-
ar leikur rokktónlist
Hljómsveitina skipa:
Björn Thoroddsen, Hjörtur Howser, Rafn Jóns-
son, Pétur Hjaltested, Haraldur Þorsteinsson,
Rúnar Georgsson og Þorleifur Gíslason.
SÆMI OG DIDDA ROKKA.
SYRPUSTJÓRARNIR
ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG
PÁLL ÞORSTEINSSON KYNNA.
GÍSLI SVEINN DUSTAR RYKIÐ AF
GÖMLU ROKKPLÖTUNUM.
Matseöill
Rjómalöguð rósinkálsúpa
lnnbakaðir sjávarréttir
i smjördeigi
Verð 300, aðgangseyrir 150.
Boröhald hefst kl. 20. Pantið miöa tímanlega
Aðgangseyrir kr. 150.
Miöasala er í Broadway í dag kl. 9—5.