Morgunblaðið - 15.04.1983, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.04.1983, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 Vilhjálmur Bergsson með eitt verkanna á sýningunni. Vilhjálmur Bergsson opnar sýningu á Kjarvalsstöðum List í þágu ljóðs og persónusköpunar VILHJÁLMUR Bergsson opnar sýningu á verkum sínum að Kjar- valsstöðum á morgun, laugardag. Sýningin ber yfirskriftina „Lífrsn- ar víddir“, en þar verða sýndar 65 myndir. Vilhjálmur Bergsson er fædd- ur í Grindavík fyrir 35 árum rúmum. Hann nam myndlist m.a. í Kaupmannahöfn og Frakklandi á árunum 1958 til 1962. Sýning Vilhjálms að Kjar- valsstöðum er tíunda einkasýn- ingin hans, þar af hefur hann haldið þrjár einkasýningar á verkum sýnum í útlöndum. Að auki hefur hann tekið þátt i hátt í 20 samsýningum. Vilhjálmur á verk í mörgum söfnum hér heima og erlendis. Sýningin að Kjarvalsstöðum stendur yfir til 1. maí næstkom- andi. — eftir Þorvarð Helgason í LESBÓK Morgunblaðsins frá 26. mars 1983 birtist grein eftir Jón Óskar sem nefnist „Hvaðan fær draugurinn kraft sinn?" Ágæt grein, prýðis innlegg í umræðu sem daufheyrst er við á hinum æðri stöðum. Samt er í grein þessari ein fullyrðing sem mér og fleirum þykir ekki standast. Undir lok greinarinnar minnist Jón Öskar á leikara og annarlegan hreim í röddum þeirra og nefn- ir þar Lárus heitinn Pálsson sem dæmi og nokkrum línum ofar Óskar Halldórsson sem dæmi um hið gagnstæða. Um smekk er þarflaust að deila — en hér kemur meira til, Jón óskar heyrir annarlegan hreim, útlendan — sem í við- komandi tilfelli hlýtur að vera danskur því Lárus Pálsson lærði í Danmörku — í flutningi Lárusar Pálssonar. Ég sem þetta bréf skrifa og fjöldinn allur af öðru fólki sem nýtur góðs flutnings á góðum texta hefur aldrei heyrt dansk- an eða annan óíslenskan hreim í lestri eða leik Lárusar Páls- sonar. Hins ber að gæta að lík- legt er að meðferð hans hafi stundum hljómað ókunnuglega í eyrum — en ekki af því hún væri óíslensk heldur af því flutningurinn var af svo mikl- um gæðum. Lárus Pálsson var vel mennt- aður leikari, að vísu í öðru landi þar sem tal og beiting raddar eru önnur en hér, hann hefur því þurft að læra margt sem honum nýttist ekki hér heima — nema sem afstaða til við- fangsefnisins, þ.e. að fullnægja kröfunni um skýrt, hljómandi fallegt tal. En auðvitað lærði hann margt sem honum nýttist: að sveigja tjáningartæki sín, þar á meðal röddina og talið undir hlutverkið, láta blæ ljóðs, texta, persónu hljóma skýrlega í flutningi sínum. í listrænum flutningi minnist ég þess ekki að hann segði nokkurn tíma orð hljómsins vegna, nei, líkaminn, röddin, sálarkrafturinn voru virkjuð í þágu persónusköpun- arinnar eða ljóðsins sem hann fór með og úr varð fögur heild — hafi einhverjum fundist það annarlegt þá þeir um það. Lánis Pálsson Það er rétt sem Jón óskar segir að flutningur málsins í fjölmiðlum er oft illþolanlegur — en hann verður ekki bættur með því að reyna að sverta liðna meistara í flutningi tung- unnar. Ég veit dæmi þess að ungt leiklistarfólk situr frá sér numið við viðtækin þegar flutt er útvarpsleikrit sem Lárus Pálsson leikur í. Óskar Halldórsson sem Jón Óskar hælir var nemandi Lár- usar Pálssonar og honum fannst allt hrós sem hann hlaut í raun bera meistara sínum. Með þökk fyrir birtinguna. Fokker-flugvél í vandræðum: Aurbleyta gerði öryggisrofa óvirka „ÞAÐ sem þarna hefur að öllum Ifk- indum gerst er að bleyta og óhrein- indi hafa komist í míkrórofa í hjóla- stellinu, sennilega í lendingu og flugtaki á Egilsstöðum,“ sagði Skúli Jón Sigurðarson hjá loftferðaeftirlit- inu er hann var spurður hvað valdið hefði því að snúa varð Fokker- flugvél Flugleiða til Keflavíkur fyrir hugsanlega nauðlendingu, þar sem Ijósmerki í flugstjórnarklefanum gáfu til kynna að neflijól vélarinnar hefði ekki komið niður til fulls og læstst. Fokker-flugvélin var i lækkun til Akureyrar frá Reykjavík þegar ljósmerki gáfu til kynna að ekki væri allt með felldu í nefhjóla- stellinu. Var flugvélinni snúið við til Keflavikur fyrir hugsanlega nauðlendingu þar og almanna- varnakerfi Keflavikurflugvallar sett í gang, eins og venja er þegar atvik af þessu tagi verða. Flugvélin hringsólaði yfir Keflavíkurflugvelli meðan reynt var að koma lagi á hlutina, en þeg- ar hún var síðan um það bil að lenda sýndu aðvörunarljós að nefhjólið væri læst, og var þá hætt við lendingu og haldið til Reykja- víkur, en þá voru bremsuskilyrði á flugbrautunum þar orðin 'of léleg vegna snjókomu, og var þvi snúið til Keflavíkur á ný og lent þar. Flugstjóri var Sverrir Þórólfsson f og flugmaður Ólafur Frostason. „Flugvöllurinn á Egilsstöðum var eitt drullusvað, aðstæður buðu þessari hættu heim. Því miður hefur það oft gerst áður að óhrein- indi og bleyta komast í öryggisrof- ana og valda þessari röskun. Ot- búnaðurinn i nefhjólinu er svolítið viðkvæmur fyrir þessu. En sem betur fer var aldrei nein hætta á ferðum," sagði Skúli Jón. Skúli Jón sagði að flugvélinni hefði verið flogið til Reykjavíkur i gærmorgun með hjólin niðri og ekkert hefði komið fram við skoð- un er benti til annars en að bleyta og óhreinindi hefðu komist í rof- ana. Skíðagöngudagur á Skagaströnd SkAgaströnd, 3. aprfl. FÖSTUDAGINN langa gekkst umf. Fram á Skagaströnd fyrir skíðagöngudegi. Um tvær gönguleiðir var að velja. Sú lengri var um 8 km löng en sú styttri var um 3 km löng. Þátttaka i göngunni var allgóð þrátt fyrir óhagstætt veður. Á miðri gönguleiðinni hafði verið komið upp bækistöð og þar fengu allir þátttakendur heitt kakó og meðlæti. Áhugi á skíðagöngu sem fjölskyldu- trimmi hefur aukist mjög á síðustu tveim árum hér á Skagaströnd og ekki dregur lofsvert framtak umf. Fram úr áhuganum. Að göngunni lok- inni minnti formaður Fram, Lárus Ægir Guðmundsson, göngumenn á að skrá sig sem þátttakendur í skíðalands- keppni Norðurlandanna sem nú stendur yfir. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞOROARSON HDL Til sölu og sýnis auk annarra eigna: Steinhús í Vesturborginni á ræktaöri lóð í Skjólunum. Grunnfl. um 100 fm meö 4ra herb. ibúö á aöalhaeö, hæöinnl fylglr ris meö þremur herb. ásamt snyrtlngu og geymslu. í kjallara er 2ja herb. séríbúö m.m. Bilskúr fylgir. Teikningar á akrifstofunni. Nánari uppi. aöeins þar. Þurfum aö útvega m.a. Einbýlishúa í borginni á einni hæö. Raöhús eöa einbýlishús í borginni. Sérhæö í Hlíöum, Heimum eöa Vesturbæ. 2ja—3ja, 4ra og 5 herb. íbúö ( borginni og nágr. Miklar útborganir, margir fjársterkir kaupendur. Ný söluskrá heimsend Ný söluskrá alla daga. ALMENNA FflSTE IGHASAl AW LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Hraunbær 3ja herb. 90 fm fb. á 1. hæö. Bein sala. Verö 1100 þús. Spóahólar 3ja herb. 90 fm íb. á 3ju hæö. Stórar suöur svalir. Laus 1. okt. Akv. sala. Bergstaöastræti 4ra herb. 90 fm íb. í sérlega vel tilhöföu húsl. Sér inng. Ákv. sala. Laus. ca. 15. júlí. Verö 1,2 millj. Seljabraut 4ra—5 herb. 117 fm íb. á 1. hæð. Þvottaherb. í íb. Eignln fæst eingöngu í skiptum f. 2ja herb. íb. Verö 1300—1350 þús. Skipasund 115 fm hæö í þríbýlishúsi. Stór bílskúr. Nýtt litaö gler í gluggum. Góö eign. Verö 1750—1800 þús. Hulduland 135 fm íb. á 2. hæö í enda. 4 góð svefnherb., þvottur inn af eldhúsi. Bílskúr. Verö 2,2 millj. Einkasala. Álfhólsvegur 160 fm parhús ásamt innb. bílskúr. Skilast tilb. aö utan en fokhelt ástand að innan. Útihurö og gler komlö. Stál á þak. Verö 1600 þús. Höfum kaupendur aö öllum geröum og stæröum fasteigna. Johann Daviösson. simi 34619. Agúst Guðmundsson, sími 41102 Helgi H Jonsson. viöskiptafræöingur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.