Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 Minning: Sr. Valdimar J. Eylands dr. theol. Winnipeg Fæddur 3. mars 1901 Dáinn 11. aprfl 1983 Kveðja frá ís- lensku kirkjunni Þegar séra Valdimar J. Eylands er horfinn af sjónarsviðinu, er margs að minnast úr langri ævi og merkum starfsferli þessa góða kennimanns íslendinga austan hafs og vestan. Tvítugur að aldri hleypti Valdi- mar heimdraganum og settist að í Vesturheimi. Fæddur var hann í Víðidal í Húnavatnssýslu 3. mars 1901. Úr sárri fátækt braust hann áfram til mennta í hinum nýja heimi. Hann var gæddur miklum viljastyrk og góðum gáfum. Vestra lauk hann skólagöngu sinni og valdi sér ævistarf eins og hugur hans hneigðist til. Séra Valdimar var um langan aldur í fylkingarbrjósti í kirkju- og þjóðræknismálum Vestur- fslendinga. Um tímabil var hann í senn forseti kirkjufélagsins og Þjóðræknisfélagsins, enda sam- einaði hann í ríkum mæli megin- þætti í lífsbaráttu Vestur-íslend- inga, þjóðrækni og trúrækni. Þann dýra arf tók hann með sér að heiman úr Víðidal til Vestur- heims. Valdimar skrifaði fræðirit um ameríska og vestur-íslenska kirkjusögu, æviminningar sínar, predikanir og hugvekjur. Hann ritaði og talaði fagurt og kjarnyrt mál. Oft brá fyrir glettni í ræðu hans og riti, er kryddaði stíl hans og frásögn. — Þótt Valdimar ætti lengst af heima fjarri ættlandi sínu, var hann ætíð íslendingur í eðlisfari og hugsun. Mér er nær að halda, að hann hafi alla tíð hugsað á íslensku. Það sannaðist á hon- um, að „römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“. Séra Valdimar var prestur þjóð- kirkjunnar, er hann þjónaði Út- skálaprestakalli 1947—1948 í skiptum við séra Eirík Brynjólfs- son er þá fór vestur og gegndi prestsstörfum hjá 1. lútherska söfnuðinum í Winnipeg. Oft kom séra Valdimar í heimsókn til ís- lands, og auðfundið var, að hér átti hann „heima". íslendingur vildi hann vera. Fyrir hina kirkju- legu þjónustu og störf að þjóð- ræknismálum sýndi Háskóli ís- lands honum þá verðskulduðu við- urkenningu að sæma hann nafn- bót heiðursdoktors árið 1977. A útfarardegi séra Valdimars J. Eylands hverfa margir á vit minn- inga vestur yfir Atlantsála og koma í anda að líkkistu góðs vin- ar. íslenska kirkjan flytur honum alúðarþökk. Einn skærasti geisl- inn í minningunni er tryggð hans við kirkju og þjóð heima á gamla Fróni. Pétur Sigurgeirsson Þann 11. apríl sl. lést 1 sjúkra- húsi í Winnipeg séra Valdimar J. Eylands, dr. theol. Með honum er genginn einn af fremstu leiðtogum meðal landa okkar í Vesturheimi. Hann var fæddur í Laufási í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu 3. mars 1901. Foreldrar hans voru Sigurlaug Þorsteinsdóttir, ættuð frá Stóruhlíð í sömu sveit, og Jón Daníelsson, sem fæddur var að Lækjamóti í Víðidal. Voru ættir séra Vaidimars húnvetnskar. Tíu ára gamall missti hann móður sína, en síðari kona föður hans, Helga Bjarnadóttir, gekk honum í móðurstað og reyndist honum mjög vel. í Víðidal ólst Valdimar upp við þau kjör sem börnum voru almennt búin í upp- hafi aldarinnar. Hann naut tak- markaðrar farskólakennslu í bernsku en þráði snemma að kom- ast til mennta, því að honum var ósýnt um búskap og búpening eins og hann sjálfur skýrði frá. Árið 1913 stofnaði Ásgeir Magnússon frá Ægissíðu Alþýðu- skóla Húnvetninga á Hvamms- tanga. Þar stundaði Valdimar nám í tvo vetur og minntist hann þess skóla ætíð með mikilli þökk. Gagnfræðaprófi lauk Valdimar frá Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri vorið 1919 og síðan stundaði hann nám í Menntaskólanum í Reykjavík í tæpa tvo vetur, en þá var faðir hans látinn og engin fjárráð lengur til frekara náms. Þá greip hann til þess ráðs að halda vestur um haf og til Winni- peg kom hann 12. janúar 1922. Þar þekkti hann fáa, en eftir að hafa stundað ýmis störf um skeið komst hann til náms og braut- skráðist guðfræðingur frá The Lutheran Theological Seminary í St. Paul, Minnesota, þann 1. júní 1925. Síðar lauk hann BA-prófi frá öðrum skóla. Þann 24. júní 1925 vígðist hann f Selkirk í Manitoba og gerðist síð- an prestur í bænum Upham í Norður-Dakota. Þar kynntist hann fyrri konu sinni. Hún hét Þórunn Lilja og voru foreldrar hennar Guðrún og Guðbjartur Jónsson, norðlensk að ætt. Lilja var kennari. Þau voru gefin saman í hjónaband 27. des. 1925. Lilja reyndist manni sínum traustur lífsförunautur og tók virkan þátt í störfum hans og áhugamálum. Gestrisni þeirra hjóna og hjálp- fýsi var frábær og munu margir minnast þeirra með miklu þakk- læti. Frú Lilja lést 14. júní 1977. Börn þeirra eru fjögur: Jón, lækn- ir í Norður-Dakota, Dolores, g. Lawler, búsett í New York, Elín Helga, g. Oakley, búsett á Gimli, Manitoba, og Lilja, g. Day, búsett í Ontario, Kanada. Séra Valdimar þjónaði ýmsum söfnuðum næstu árin, m.a. vestur á Kyrrahafsströnd, en sumarið 1938 var hann kjörinn prestur fyrstu lútersku kirkjunnar í Winnipeg og þar starfaði hann í þrjátíu ár við sívaxandi virðingu og vinsældir. Árið 1947 hafði hann skipti á störfum við séra Eirík Brynjólfsson á Útskálum og þjón- uðu þeir prestaköllum hvors ann- ars árlangt. Þegar séra Valdimar lét af störfum í Winnipeg gerðist hann prestur safnaða bæði í Kanada og Bandaríkjunum, en þann 4. ágúst 1978 kvæntist hann öðru sinni eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Bjarnason Goodridge. Hún var kennari í Winnipeg og starfaði hér á íslandi um skeið. Bjuggu þau hjón í Winnipeg alla tíð síðan. Frú Ingibjörg var manni sínum hin styrkasta stoð hin síð- ustu æviár hans, og eigi síst í veik- indum hans, er ágerðust og ollu dauða hans á St. Boniface-sjúkra- húsinu í Winnipeg, þann 11. apríl sl. Séra Valdimar J. Eylands gegndi margvíslegum trúnaðar- + GERT TAGE MADSEN andaöist í Vistheimilinu Víöinesi, mánudaglnn þ. 11. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu, þriðjudaglnn þ. 19. apríl kl. 10.30. F.h. vina og kunningja á jslandi, Jón Vigfússon, Víóinesi. t Unnusti minn, sonur okkar, bróöir og mágur, BJÖRN FOSSDAL HAFSTEINSSON, Hólabraut 10, Skagaströnd, lést í Landspítalanum 13. apríl. Rósa Björg Högnadóttir, Svanbjörg Jósefsson, Gfsli Jósefsson, Matthildur Hafsteinsdóttir, Hinrik Magnússon, Sœvar Hafsteinsson, Hólmfríöur Einarsdóttir, Ingi Hafsteinsson. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og systir, ÞORBJÖRG FRIÐRIKSDÓTTIR, hjúkrunarkennari, Stigahlíö 37, lést í Landspítalanum aö kvöldi 12. apríl. Sigurður Kr. Árnason, Siguröur Páll Sigurðsson, Þórhallur Sigurösson, Árni Þór Sigurósson, Steinar Sigurösson, Friðrik Sigurósson, Margrét H. Eydal, Ásta Friöriksdóttir. + Systir okkar, HELGA SAMÚELSDÓTTIR frá fsafirði, andaöist á Elliheimilinu Grund 4. apríl. Jaröarförin hefur fariö fram. Sigrfóur Samúelsdóttir, Haraldur Samúelsson. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og sonur, JÓHANNES SÆMUNDSSON, íþróttakennari vió Menntaskólann í Reykjavfk, veröur jarösunginn frá Landakotsklrkju, þriöjudaginn 19. aprfl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þelm sem vlldu minn- ast hans er bent á Krabbameinsfélag fslands. Margrét G. Thorlacius, Margrét G. Thorlacius, Guöni Thorlacius Jóhannesson, Sssmundur Patrskur Jóhannesson, Jóhannes Ólafur Jóhannesson, Sigurveig Guömundsdóttir, Sæmundur Jóhannesson. + Útför móöur minnar, SIGRÍÐAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR frá Söndum, Akranesi, Skólavegi 3, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 16. apríl kl. 2. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krlstniboöiö. Sigurbjörn Tómasson, Guörún Halldórsdóttir, Siguröur S. Sigurbjörnsson, Pálma Breiöfjörö, Þorvaldur Þ. Sigurbjörnsson, Halldóra Konráósdóttir, Konráó B. Þorvaldsson. + Fóstri minn og frændi okkar, KRISTÓBERT KRISTÓBERTSSON frá Súöavfk, veröur jarösunginn frá Súöavíkurkirkju kl. 14.00, laugardaginn 16. apríl. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Súöavíkurkirkju. Fyrir hönd ættingja, Trausti Sigurlaugsson og Lydia Sigurlaugsdóttir. + Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför HAFLIÐA JÓNSSONAR frá Sunnuhvoli, Grindavfk, til heimilis Leifsgötu 23, Reykjavfk. Anna Guömundsdóttir, Guömundur Garöar Hafliðason, Sigrfður Ágústsdóttir, Kristjana Ragnarsdóttir, Stefán Guómundsson, Guðmundur Ragnarsson, Sigrföur Jóhannesdóttir, Ragnar A. Ragnarsson, Sigurlaug Helgadóttir, Sveinjón Ragnarsson, Valdfs Hansdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför mannslns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SVEINS GUOMUNDSSONAR, Ásgaröi 3, Neskaupstaó. Guöveig Ragnarsdóttir, Ragna Sveinsdóttir, Guömundur Sveinsson, Ásta Jóhannsdóttir, Magni Björn Sveinsson, Dagný Gunnarsdóttír og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vináttu vlö andlát og útför mannslns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, SVEINS GUDMUNDSSONAR, Ásgarói 3, Neakaupstaö. Guðveig Ragnarsdóttir, Ragna Sveinsdóttir, Guömundur Sveinsson, Ásta Jóhannsdóttir, Magni Björn Sveinsson, Dagný Gunnarsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.