Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 Einar Örn í Mýnesi - Sjötíu ára er í dag Einar Örn Björnsson í Mýnesi. Einar fæddist að Stóra-Sandfelli í Skriðdal á Héraði, annað barn foreldra sinna, Björns Antoníussonar bónda og konu hans Guðrúnar Einarsdóttur. Eins og lesendum Morgunblaðs- ins er kunnugt hefur blaðið oft birt greinar Einars, sem flestar fjalla um tvö áhugamál hans, stöðu íslands í samstarfi vest- rænna þjóða og atvinnumálin og þá fyrst og fremst nýtingu orku- linda landsins til að tryggja undir- stöðu velmegunar landsmanna. Greinar Einars hafa vakið mikla athygli enda skrifaðar á kjarn- miklu og fögru máli og bera vitni mikilli þekkingu og innsæi í ís- lensk stjórnmál og góðri yfirsýn yfir alþjóðapólitíkina. Sannfær- ingarkrafturinn spillir heldur ekki greinum Einars, enda skrifaðar af manni talsverðrar lífsreynslu og skaphita. Undirritaður hefur því oft hér í Reykjavík verið spurður hvaða maður hann væri, þessi Einar í Mýnesi. Um Ieið og Einari eru sendar heillaóskir á þessum tíma- mótum skal ég hér með gera til- raun til að svara þessari spurn- ingu í sem stystu máli. Foreldrar Einars fluttu þegar hann var átta ára frá Stóra- Sandfelli að Mýnesi í Eiða- Þinghá. í Eiðahreppi, sem og ann- ars staðar á Austurlandi naut Björn trausts þeirra, sem af hon- um höfðu kynni og var m.a. kjör- inn oddviti hreppsnefndar og sýslunefndarmaður. Björn lést ár- ið 1930 og stóð þá Guðrún ein eftir með sex börn, eina stúlku 19 ára og fimm drengi, en af þeim var Einar elstur, 17 ára. Björn hafði Björnsson - sjötugur haft Mýnes á leigu og voru horfur á að fjölskyldan myndi leysast upp, en með aðstoð góðra manna tókst að forða því. Keyptu þau jörðina, fengu lán í bönkum fyrir öllu kaupverðinu því ekki var mik- ið um lausafé í Mýnesi fremur en á flestum öðrum sveitabæjum landsins á þeim árum. Árið sem heimilisfaðirinn í Mýnesi lést var fyrsta ár heims- kreppunnar miklu og liggur í aug- um uppi að ekkjan og börn hennar hafa orðið að leggja sig fram til að sjá heimilum farþorða næstu árin á meðan börnin voru að vaxa úr grasi. Þessi saga fékk þó góðan endi og börn ekkjunnar í Mýnesi uxu fljótt og urðu öll duglegt ágætisfólk. A þessum árum hóf Einar þátttöku í félagsmálum; var kjörinn í stjórn Samvirkjafélags Eiðaþinghár og var formaður þess um tíma. Snemma var Einar kjör- inn í hreppsnefnd og átti sæti í henni í tvo áratugi, einnig gekk hann í Kommúnistaflokk Islands um tvítugt, en svo vel tókst til að flokkur þessi var lagður niður fyrri hluta árs 1939, og losnaði Einar þar með við þau einu flokkspólitísku bönd sem honum hafa haldið á löngum ferli í félags- málum og pólitík. Einar fékk góða þjálfun í því að gera grein fyrir viðhorfi sínu til hinna ýmsu mála á fundum þegar hann starfaði í ungmennafélaginu og í hrepps- nefnd og fljótt varð hann frægur, eða réttara sagt alræmdur, um gervallt Austurland fyrir kynngi- magnaðar skamma ræður sem hann flutti á fundum og þá helst þegar virðulegir ráðherrar og alþingismenn voru mættir til að messa yfir fylgismönnum sínum. Vopn Einars í átökum þessum voru málef-naþekking, mikill lest- ur sígildra íslenskra bókmennta og óvenju næm tilfinning fyrir málinu og það má bæta því við um ræðumennsku hans, að ýmsir voru seinir til að fyrirgefa Einari dembur þessar yfir pólitísk átrún- aðargoð þeirra. Árið 1940 gekk Einar að eiga Laufeyju Guðjónsdóttur, gáfaða og vel menntaða stúlku, sem starf- aði þá sem kennari i Vestmanna- eyjum, en var fædd og uppalin í Eiðaþinghá. Þau eignuðust sjö börn, eina stúlku og sex drengi. Fyrir tveimur árum urðu þau fyrir þeirri þungbæru sorg að missa son sinn, Hjörleif, i flugslysi. Hjörleif- ur var yngsta barnið og auga- steinn þeirra hjóna. Hjörleifur var góðum gáfum gæddur og mik- ið mannsefni og voru því miklar vonir við hann bundnar. Áður en félagsmálavafstri Ein- ars lauk hafði hann m.a. unnið það afrek að hafa forustu um að bændur í Eiðaþinghá hófu mjólk- ursölu til Seyðisfjarðar. Andstaða gegn uppátæki þessu var sterk, en Einar, ódeigur að vanda, hélt sínu striki og styrkti þar með undir- stöðu landbúnaðarins á Héraði. Þegar synir Mýneshjónanna uxu úr grasi tóku þeir við bú- 3 milljónir lesta af loðnu við landið — segir Gfsli Jóhannesson, skipstjóri á Jóni Finnssyni RE „ÉG FULLYRÐI það og það ber flestum saman um, sem eru vanir vertíðarmenn, að það eru að minnsta kosti 3 milljónir lesta af loðnu á mið- unum frá Hvalbak og norður á Breiðafjörð. Flestir, sem til þekkja eru sammála þessu. Fiskifræðingar telja hrygningarstofninn aðeins 200.000 til 300.000 lestir og líklega trúa þeir ekki öðru fyrr en þeir fá loðnuna í bólið til sfn,“ sagði Gfsli Jóhannesson, skipstjóri á Jóni Finnssyni RE 506, er Morgunblaðið arvertíðinni. „Okkur finnst full ástæða til þess að fiskifræðingar fylgist einnig með hrygningu loðnunnar. Það er ekki nóg að vera fimm vik- ur á sjó í upphafi vertíðar, en ná aðeins 6 til 7 góðum leitardögum vegna veðurs. Það hlýtur að koma lítið út úr svoleiðis leit. Þá sögðu þeir einnig, að engin von væri á loðnugöngum að vestan, en kunn- ugir menn hafa sagt mér, að tvær sterkar göngur hafi komið inn á Víkurálinn og styður það meðal annars fullyrðingar okkar um þetta mikla magn af loðnu. Þá er það ljóst, að loðnan hrygnir nokkru utar en áður og þar þéttist hún við botninn. Þegar togararnir koma svo á svæðið, hræra þeir upp í klakinu og hlýtur það að hafa mikil áhrif á gang þess. Þá er okkur einnig kunnugt um það að netabátar fyrir vestan hafa fengið klak upp með drekanum eftir sól- arhrings lögn. Með því að halda svona áfram í þessum málum sé ég ekki betur en við fljótum að feigðarósi. Þá er það eitt málið enn. Þorsk- urinn virðist vera að hverfa og er líklegasta skýringin á því, að hann hafi horfið út um lensportið á tog- urunum. Verði haldið áfram á þessari braut þurfum við varla að vænta þess að sjá þorsk í aflanum eftir 5 til 6 ár. Ég legg eindregið til að menn minnki ekki möskvann í 6 tommur eins og var leyft um mánaðamótin. Ég vil minna á það að maður fékk upp í 180 fiska í tonni, þegar möskvinn var 7,5 tommur, en nú eru menn að fá 350 til 400 fiska í tonni í 6 tommu möskva. Það verður til þess að fiskur, sem er að koma í fyrsta sinn til hrygningar, ánetjast mun frekar en ella. Þetta kalla þeir fiskvernd! Ég man ekki eftir eins lélegri vertíð í þau 30 ár, síðan ég byrjaði á þessu og eins og horfir nú fer þetta ekki nema á einn veg, það verður búið eftir 5 til 6 ár. Hvað varðar loðnustofninn skora ég á yfirvöld að eftirlit með loðnugöng- um verði tekið fastari tökum en verið hefur og tekið verði meira tillit til vanda sjómanna en nú er gert,“ sagði Gísli. innti hann eftir gangi mála á vetr- Kirkjur á landsbyggðinni Messur á sunnudag BÍLDUDALSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Guð- sþjónusta kl 14 sunnudag. Nk. þriðjudagskvöld Biblíulestur á prestsetrinu. Sr. Dalla Þórðar- dóttir. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa á sunnudaginn kl. 14.00. Organisti David Knowles. Sóknarprestur. HVAMMSTANGAKIRKJA: Messa á sunnudag kl. 14. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðni Þór ölafsson. KELDNAKIRKJA á Rangárvöll- um: Fermingarguðsþjónusta kl. 14 á sunnudag. Sr. Stefán Lár- usson. KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Fermingarguðsþjónusta í Ár- bæjarkirkju á sunnudag kl. 14. Biblíulestur á prestsetrinu nk. mánudagskvöld kl. 21 með sr. Agnesi Sigurðardóttur. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Guðspjall dagsins: Jóh. 10: Ég er góði hiröir- inn. SELFOSSKIRKJA: Messa á sunnudaginn kl. 14. Sóknar- prestur. SEYÐISFJ ARÐARKIRK J A: Kirkjuskóli á morgun, laugard- ag, kl. 11. Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 11. Organisti Sigurbjörg Helgadóttir. Sumardagurinn fyrsti: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kirkjuskóla slitið. Sr. Magnús Björnsson. SIGLIJFJ A RÐARKIRKJ A: Á morgun, laugardag, „opið hús“ í safnaðarheimilinu á vegum fé- lagsmálaráðs frá kl. 15. Rennt á könnuna. Guðsþjónusta á sunnu- daginn kl. 14. Organisti Robert Cummins. Sr. Vigfús Þór Árna- son. skapnum í Mýnesi og Einar sneri sér að öðrum verkefnum, lengst af á Seyðisfirði þar sem hann starf- aði hjá Síldarverksmiðjunum, Kaupfélaginu og Ólafi M. ólafs- syni útgerðarmanni. Hann fór til sjós tvisvar, í seinna skiptið, þegar hann var 58 ára, fór hann sem matsveinn á mb. Hannesi Haf- stein og stóð sig með prýði. En þjóðmálin hafa ætíð verið ofarlega í huga Einars. Hann þurfti hvorki að lesa Marshall né Keynes til að sjá að kjarabætur er auðveldara að framkvæma ef þjóðarkakan er stækkuð með uppbyggingu öflugra atvinnufyrirtækja. Hann hafði sjálfur tekið þátt í að efla búskap- inn í Mýnesi með því að stækka húsin og túnið til að geta aukið bústofninn og bætt afkomu fjöl- skyldunnar. Fyrstu túnslétturnar unnu Björn í Mýnesi og synir hans með spaða og reku, sem eru sein- leg vinnubrögð, miðað við það sem nútíma bóndinn gerir vélvæddur. Einar er því fylgjandi nýjungum í atvinnuháttum og hefur sjaldan verið jafn upptendraður og þegar hann komst á snoðir um að fræð- ingar Orkustofnunar væru farnir að rannsaka orkumöguleika Aust- urlands. Einar skrifaði án tafar grein í Morgunblaðið um þennan draum sem verkfræðingar nefndu langstærsta drauminn (stytt LSD) eða rjómann af rjómanum af orkumöguleikum íslands. Einar var vissulega langt á undan öllum öðrum að fá áhuga á þessu máli, en smám saman hafa fleiri bæst í hópinn og í dag er fjölda Austfirð- inga ljóst, að til þess að hægt verði að ná öðrum landshlutum í fjöl- breyttum atvinnutækifærum, verður eitthvað að gerast í fjórð- ungnum, sem skapar grundvöll fyrir slíkum breytingum og að orkan sé augljós möguleiki til að koma breytingum af stað. Nú þegar Einar hefur fyllt sjöunda áratuginn er hann löngu hættur að flytja þrumuræður yfir Austfirðingum og að þrasa um pólitik, en leggur áherslu á að allir góðir íslendingar, hvar i flokki sem þeir standa, eigi að standa saman um nauðsynlegar aðgerðir i innanlandsmálum og að við eigum að halda reisn okkar út á við með stefnufestu og ábyrgri samvinnu við lýðræðisþjóðirnar. Vonandi á hann enn eftir að senda okkur nokkrar áminningar um þjóðmál- in í Morgunblaðinu. Góð visa er sjaldan of oft kveðin. Á mínu heimili hefur Einar ætíð verið mikill aufúsugestur. Við eldhúsborð okkar á Egilsstöð- um voru innlend málefni og heimsmálin rædd þegar hann bar að garði. Er upp var staðið var orðið bjartara yifir lífinu og tilver- unni; það var til lausn á öllum vanda. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Einari, og þó sérstaklega hans góðu konu og sonum þeirra, fyrir börnin okkar, sem dvöldu í Mýnesi á sumrum. Öll eiga þau bjartar minningar um þessa sumardaga og fjölskyldan í Mý- nesi á mikil ítök i þeim. Við Ragnheiður og börnin flytj- um Einari sjötugum innilegar árnaðaróskir, honum og fjölskyld- unum í Mýnesi bestu óskir um bjarta framtíð. Páll Halldórsson í önnum stjórnmálabaráttunn- ar gefst ekki tími sem skyldi að setja saman kveðju til míns gamla vinar, Einars í Mýnesi. Kynni okkar hófust í kosningabaráttu í Austurlandskjördæmi vorið 1963 og hefur ekki borið skugga á þau síðan. Við höfum marga fjöruna saman sopið, þótt löngum hafi verið vík milli vina. Margt hefur á góma borið hvort heldur var á Valhúsahæð eða í baðstofunni við Skólavörðustíg. Á þessum tímamótum sendi ég honum og hans mínar bestu ham- ingjuóskir og lofa ítarlegra ávarpi á áttræðisafmælinu. Sverrir Hermannsson. Laxdal á reynslusiglingu. MorgunblaðiA/ Ólafur Bernóduason. Skagaströnd: Skipasmíðastöðin afhendir nýjan bát ÞANN 11. febrúar síðast liðinn var 15 tonna bát geflð nafn í Skipa- smíðastöð Guðmundar Lárussonar hf. á Skagaströnd. Ung stúlka, Sig- urbjörg Guðmundsdóttir, gaf bátn- um nafnið Laxdal. Báturinn ber einkennisstaflna NS 110 og er keyptur til Seyðisfjarðar af Finn- boga Finnbogasyni. Að nafngjöfinni lokinni hélt séra Pétur Þ. Ingjaldsson fyrr- verandi sóknarprestur, ræðu, bað fyrir skipinu og blessaði það. Einnig talaði sveitarstjórinn við þetta tækifæri og sagði frá því að sú breyting hefði orðið á rekstri stöðvarinnar að Höfða- hreppur hefði gerst 50% hlut- hafi í fyrirtækinu. Einnig kom fram í máli hans að brátt verður hafist handa við að byggja drátt- arbraut í tengslum við stöðina. Áætlað er að þar verði hæg að taka upp allt að 100 tonna báta og möguleikar eru á stækkun væntanlegrar dráttarbrautar þannig að unnt verði að taka upp allt að 180 tonna bátum. Að lokinni ræðu sveitarstjór- ans talaði Guðmundur Lárusson framkvæmdastjóri stöðvarinnar og gaf hann biblíu í bátinn eins og gert hefur verið við þá 20 báta af þessari stærðargráðu sem frá stöðinni hafa farið til þessa. Vegna slæmrar stöðu Fisk- veiðisjóðs hefur stöðin ekki fengið nauðsynlega fyrirgreiðslu þar í nokkur ár. Hefur þetta staðið stöðinni verulega fyrir þrifum en þar hefur þá verið gripið til annarra verkefna svo sem sundlaugasmíða, smíði á sýruþolnum olíutönkum, bíl- skúrum í einingum og .margs annars sem til skamms tíma hefði þótt ótrúlegt að framleitt væri úr plasti. Auk báta að svip- aðri stærð og Laxdal framleiðir Skipasmíðastöðin vatnabáta sem ekki er hægt að sökkva og trillur af ýmsum gerðum,— ÓB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.