Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 13 • * * í M Stefnuskrá kvennalistans: Vilja endurmat á störfum kvenna ENDURMAT á störfum kvenna og stórfelldar úrbætur í dagheimilamálum eru m.a. þau mál sem kvennalistinn hyggst setja á oddinn ef flokkurinn kemst inn á þing í alþingiskosningunum 23. aprfl nk. Þetta kom fram á fréttamannafundi á dögunum þar sem stefnuskrá kvennalistans var kynnt. Þar segir m.a. að koma skuli á 6 mánaða fæðingarorlofi, fullorð- insfræðslu og endurmenntun sem auðveldi konum að komast inn á vinnumarkaðinn. Á fundinum sem fulltrúar kvennalistans í Reykja- vík og á Reykjanesi sátu, kom einnig fram sú skrafa að sameig- inleg reynsla og verðmætamat kvenna verði metið til jafns við karla sem „stefnumótandi afl í samfélaginu". Ennfremur leggur kvennalistinn áherslu á þann rétt kvenna að vera metnar á eigin for- sendum til jafns við karla, en legg- ur til hliðar hugmyndir um jafn- rétti sem felur í sér rétt kvenna til að vera eins og karlar. Þá var þeim sjónarmiðum komið á fram- færi að annað verðmætamat og önnur forgangsröð skuli höfð til hliðsjónar við mörkun efnahags- stefnu þjóðarinnar en hafa tíðkast fram til þessa. T.a.m. hafnar kvennalistinn stóriðju og vill efla smá- og endurvinnsluiðnað, en fylgir stefnu hinnar hagsýnu hús- móður, sem felur í sér að íslend- ingar geti í sem ríkustum mæli lifað á sinni eigin framleiðslu. Þó sagði Guðrún Jónsdóttir borgar- fulltrúi að ekki væri raunhæft að draga úr innflutningi við núver- andi aðstæður enda myndi mark- aðsstaða þjóðarinnar versna til muna við það. Ennfremur leggur kvennalistinn áherslu á náttúru- vernd í stefnuskránni, og að vinnutími verði styttur án kjara- skerðingar. Afstaða kvennalistans til utanríkismála er sú að íslensk stjórnvöld skuli mótmæla vígbún- aði bæði heima fyrir og á alþjóða- vettvangi. f stefnuskránni segir ennfremur: „Við viljum strangt eftirlit með starfsemi erlends hers hér á landi og draga úr umsvifum hans meðan hann er hér. Við vilj- um að ísland verði efnahagslega óháð veru erlends hers hér á landi og íslensk stjórnvöld skýri undan- bragðalaust frá framkvæmdum og herbúnaði Bandaríkjahers hér.“ Þar kemur einnig fram að kvenna- listinn styður friðar- og mann- réttindahreyfingar hvar sem er í heiminum. Myndin er tekin á blaðamannafundi Kvennalistans. Þau Gunnar G. Schram og Krintjana Milla Thorsteinsson, frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi komu í heimsókn í mötuneytið í félagsheimilinu í Kópavogi í gær. Verðbólga og vinstri stjórn: vilja ekki trúa því að svona framkoma getur aldrei leitt til kjarabóta ... Það getur ekki VERÐBÓLGAN stefnir í 100% samkvæmt útreikningi Seðlabanka íslands og í 105% miðað við bygg- ingarvísitölu. Hún var um 60% þegar ríkisstjórnin settist að völd- um í febrúar 1980 og síðan hefur hún fylgt „niðurtalningarstefnu" Framsóknarflokksins. f júní 1982 sagði Steingrímur Hermannsson, formaður framsóknar, í samtali við Tímann, að hann teldi ekki útilok- að að ná verðbólgunni niður í 35% á því ári. Hún varð 61% en átti að vera undir 10% samkvæmt fyrir- heiti stjórnarsáttmálans. 13. ágúst 1982 birti Helgar- pósturinn viðtal við Steingrím Hermannsson, sem sagði meðal annars: „Maður segir oft við sjálfan sig sem svo, að þetta þýði ekkert, leyfum þeim bara að sullast áfram í 70—80% verð- bólgu — sem hlýtur að leiða til stöðvunar. Þá uppskerum við ef- laust hrun verðbólgunnar um leið.“ — Hrynur þá allt? „Já. Þá hrynur allt. En menn hrynur allt“ gert það. Ég hef vitaskuld mikla samúð með þeim sem hafa lægstu launin, sex til sjö þúsund krónur á mánuði. Það lifir ekki nokkur maður á því, það er alveg ljóst. Ég hef hvað eftir annað sagt, og segi enn, að við verðum að finna einhverja leið til að hækka þau laun. Niðurstaðan hefur hins vegar alltaf orðið sú, að hækkanirnar hafa gengið upp í gegnum kerfið og þá fá þeir launahæstu flestar krónur ... “ 21. ágúst 1982 gerði ríkis- stjórnin síðustu efnahagsráð- stafanir sínar og setti bráða- birgðalög sem Steingrímur Her- mannsson og framsóknarmenn studdu af hörku. Allar tillögur ríkisstjórnarinnar samkvæmt þessum lögum náðu fram að ganga nema hugmynd Stein- gríms Hermannssonar um ráð- stöfun á „gengishagnaði" af óseldri skreið. Hinn 1. mars sl. hækkuðu laun Steingríms og annarra ráðherra um átta þús- und krónur vegna verðbóta. „Já - Þá þróun, lágmarkslaun og afkomu- tryggingu, til að verja kjör launa- fólks. Rjúfa verður samtryggingu ábyrgðarleysis, sem birtist í bak- reikningum á ríkið og gera sér- hvern aðila ábyrgan fyrir eigin ákvörðunum. { húsnæðismálum viljum við að bankakerfinu verði þegar gert að veita viðbótarlán til langs tima (20 ára), vegna íbúða- kaupa, en síðan verði húsnæðis- lánakerfinu útvegað fjármagn í samræmi við tillögur Alþýðu- flokksins um hækkun lána i 80% af íbúðarverði. Jafnframt viljum við koma á kaup-leigu-fyrirkomu- lagi við íbúðaöflun." Sú hugmynd Alþýðuflokksins að afnema visitölukerfið hefur ekki vakið miklar umræður. Trúa menn því ekki að flokkurinn muni standa við það loforð að kosning- um loknum? Kratar vilja að i stað vísitölukerfisins, það er verðbóta á laun, komi það sem þeir nefna „lífskjaratryggingu" — það á að verja „afkomu heimilanna" með því sem þeir kalla „fjölskyldu- tryggingu" og þar að auki á að taka upp „afkomutryggingu" fyrir þá sem við lökust kjör búa og skal hún greidd launafólki „sem ekki nær tilteknum lágmarkslaunum". í áramótagrein í Alþýðublaðinu 31. desember komst Kjartan Jó- hannsson meðal annars svo að orði um nýja stefnu flokksins: „I fyrsta lagi að tekin verði upp ný vísitala, sem mælir rétta afkomu heimilanna, en í þvf fælist trygg- ing launafólks fyrir því að hætt verði að spila á vísitöluna eins og nú er gert.“ Nú hefur Alþýðu- flokkurinn sem sagt horfið frá þessu og vill afnema vísitölukerfið með samningi um launaþróun, lágmarkslaun og lífskjaratrygg- ingu. Með þessu eru í raun boðuð stórfelldari afskipti ríkisvaldsins af kjaramálum en hingað til hafa tíðkast. Fyrir tilstuðlan ríkisins á að gjörbreyta launakerfinu og hugmyndirnar verða ekki skildar á annan veg en þann að ríkissjóð- ur taki að sér með nýju trygg- ingakerfi að ábyrgjast afkomu þeirra sem ná ekki lágmarkslaun- um. Alþýðuflokkurinn segir ekki f stefnuskrá sinni við hvaða tölur eigi að miða í þessu dæmi. f „samstarfsgrundvelli" sinum nálgast Alþýðubandalagið þessa hugmynd Alþýðuflokksins, því að þar er einnig minnst á „afkomu- tryggingu" og hún er eitt af „stikkorðunum" í kosningastefnu Álþýðubandalagsins. I bæklingi Alþýðuflokksins „Betri leiðir bjóðast" er ekki minnst einu orði á utanríkismál. í fyrrgreindu kosningabréfi segir Kjartan Jóhannsson hins vegar: 1 „Fyrirkomulag öryggismála á Is- i landi telur flokkurinn að hafi tryggt okkur frið og óhyggilegt sé að breyta því einhliða. Alþýðu- flokkurinn leggur jafnframt áherslu á nauðsyn gagnkvæmrar afvopnunar og styður viðleitni friðarhreyfinga í þeim efnum.“ í kosningastefnuskrá sinni tek- ur Alþýðuflokkurinn ekki beinlín- is afstöðu í stóriðjumálum, en seg- ir: „Orka landsins verði nýtt til atvinnuuppbyggingar í samræmi við markaðsmöguleika." Þessi setning verður vart skilin á annan veg en þann, að flokkurinn vilji í senn að tryggður sé markaður fyrir nýtingu orku innanlands og utan, ef svo má að orði komast, og þar með útiloki hann ekki sölu á orku til stóriðjufyrirtækja sem að einhverju eða öllu leyti séu í eigu erlendra aðila. Alþýðuflokkurinn vill að Fram- kvæmdastofnun ríkisins verði lögð niður. Hann vill afnema tekju- skatt ríkisins af almennum launa- tekjum í áföngum, koma á virðis- aukaskatti í stað söluskatts og ' taka upp staðgreiðslukerfi skatta auk þess sem stofnaður verði skattadómstóll og skatteftirlit hert. Þá segir: „Ráðist verði gegn óráðsíu og sukki í opinberum rekstri og komið á sérstöku eftir- litsráði til að sækja slík mál. Þing- menn sitji ekki i bankaráðum og sjóðsstjórnum.“ Ekki er nánari grein gerð fyrir „eftirlitsráðinu" gegn óráðsiu og sukki i opinberum rekstri. Og ber þessi klausa úr stefnuskránni nokkur merki þess að með henni sé verið að bregðast við málflutningi Vilmundar Gylfasonar. Væri vissulega æski- legt að stjórnmálaflokkar rök- styddu yfirlýsingar sinar um sukk og óráðsíu með dæmum, svo að kjósendur vissu hvar stjórnmála- menn teldu helst nauðsynlegt að auka aðhald, en samkvæmt hefð- bundnum skilningi á hlutverki þingmanna eiga þeir einmitt að mynda það „eftirlitsráð" með framkvæmdavaldinu og opinber- um rekstri sem spornar gegn sukki og óráðsíu. Til þess að þing- menn hætti að sitja í bankaráðum og sjóðsstjórnum þarf ekki annað en hugarfarsbreytingu þing- manna, því að þeir kjósa einmitt menn til setu i þessum ráðum og stjórnum. Alþýðuflokkurinn segir ekkert um það í kosningastefnu sinni með hverjum hann vilji helst starfa að kosningum loknum. Ummæli Kjartans Jóhannssonar flokks- formanns um það efni í greinum hans, bæði hér í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu um síðustu áramót, voru túlkuð á þann veg að hugur hans stefndi til vinstri stjórnar. í raun er einnig erfitt að gera sér í hugarlund að Sjálfstæðisflokkur- inn sé til þess búinn að fylgja þeirri ríkisafskiptastefnu í launa- málum sem Alþýðuflokkurinn boðar með afnámi vísitölukerfis- ins og gerð „samnings um launa- þróun“ að frumkvæði ríkisvalds- ins. í áramótagrein í Alþýðublað- inu 31. desember 1982 sagði Kjart- an Jóhannsson: „Við þurfum að fá róttæka, samhenta og ábyrga ríkisstjórn, sem hefur einbeitni og þolgæði til þess að stöðva núverandi vitleysu, stokka upp ýmsa grundvallarþætti efnahagsmála og snúa sér af al- vöru að nauðsynlegum kerfis- breytingum. Við höfum ekki efni á því að nota ómælda starfskrafta í eilíft þjark um ekkert." Kratar nota yfirleitt ekki orðið „róttækur" þegar þeir tala um Sjálfstæðisflokkinn, enda vilja vinstri menn eigna sér það orð jafnt hér á landi sem erlendis. En eru líkur á því að Alþýðuflokkur- inn og Alþýðubandalagið nái sam- an um afnám vísitölukerfisins og að taka í þess stað upp „lífskjara- tryggingu” ríkisins? I launamál- um leggur Alþýðubandalagið meg- ináherslu á „afkomutryggingu, kjarajöfriun, styttingu vinnutím- ans, 40 vinnustundir á viku nægi til lífsframfæris". Er ekki unnt að ná þessum markmiðum með „lífskjaratryggingu" ríkisins?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.