Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL1983 19 Scarsdale-kúrinn vekur mikla athygli Yfir 2,000 eintök seldust á fyrstu tveimur dögunum Viðbrögö manna við Scarsdale-megrunarkúrnum létu ekki á sér standa eftir að grein um kúrinn birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Bókin kom út til dreifingar á mánudaginn og á tveimur fyrstu dögunum seldist hún í yfir 2.000 eintökum á höfuðborgarsvæðinu einu. Að sögn Guðlaugs Bergmann, sem hefur verið helsti hvatamaður þess að kynna kúrinn fyrir landsmönnum, eru þetta betri viðbrögð en menn höfðu búist við svona í upphafi, en jafnframt ánægjuleg tíðindi því kúrinn væri vissulega mann- bætandi og stórt skref í átt til heilbrigðara mataræðis meðal íslendinga. Guðlaugur kvaðst vilja koma á framfæri ákveðnum ábendingum til fólks, sem nú væri að taka til við kúrinn eða ætluði að gera það, því það væru nokkur atriði sem betra væri að passa sig á, til að tryggja góðan árangur. „I fyrsta lagi þarf algjöra breytingu á hugsunarhætti varð- andi mataræði," sagði Guðlaugur. „Kúrinn veldur því að menn fara að hugsa öðruvísu um þessi mál en áður og það er reyndar mjög nauðsynlegt fyrir alla, hvort sem þeir eru feitir eða grannir. Menn sem lifa í nútímaþjóðfélagi lifa við allt aðrar aðstæður en áður var og þótt feitmeti og annað þessháttar hafi þótt gott og gilt í gamla daga, gildir það ekki nú í dag. Nútímamaðurinn brennir miklu minna en menn gerðu hér áður fyrr og í dag er vitneskja um hvað mataræðið skiptir miklu máli fyrir heilsuna, miklu meiri en áður var og eykst með hverju ári. Kúrinn kennir okkur rétt mataræði og á því ekkert síður erindi til þeirra sem ekki eru holdmiklir. Við íslendingar þurf- um nauðsynlega að breyta matar- æði okkar. Við erum að drepa okkur á vitlausu mataræði. í annan stað við ég benda fólki á, þegar það fer í Scarsdale-kúr- inn, að byrja á, að lesa fimmta kaflann í bókinni á bls. 35 og einn- ig grundvallarreglurnar á bls. 29. Spekingurinn Konfúsíus sagði eitt sinn: „Allir eta en fáir þekkja bragð", en Scarsdale-kúrinn legg- ur áherslu á þann skilning að fólki þyki góður matur og höfund- ur þessarar bókar finnst mjög eðlilegt að fólk sleppi fram af sér beislinu við ýmis sérstök tæki- færi, svo sem hátíðir, afmæli, frí og þess háttar, en fylgist með kjörþyngd sinni og taki strax til við kúrinn ef það fer tvö kíló yfir. Flestir sem eru feitir, eiga það sameiginlegt að háma í sig mat- inn fljjott og borða mat á kvöldin. Scarsdale-kúrinn leggur áherslu á að tyggja matinn vel og njóta hvers bita og yfirhlaða ekki mag- ann. Einnig er lögð áhersla á að sleppa ekki neinni máltíð sem upp er gefin, miðað við að geta borðað hana seinna. Þá er líka mjög áríð- andi að breyta ekki máltíðum milli daga eða borða eitthvað í staðinn fyrir það sem upp er gef- ið. Á þessu brenna sig flestir og minni árangur verður þá. Margir hræðast það að úrvalið af matnum sé mjög lítið og fá- brotið, sem má borða bæði í Scarsdale-kúrnum og „Haltu þér grönnum alla ævi“-kúrnum, en það er óþarfi að óttast það. Þeim sém eru búnir að klára 15 daga Félagar á Gufubaðstofu Jónasar á Kvisthaganum. Nokkrir úr þessum hópi hafa tekið sig saman og faríð í Scarsdale-kúrinn. Scarsdale-kúrinn er bent á að lesa kafla 6 á bls. 51—61, því þar fást öll svör við hvað þú átt að gera næst og þá sést einnig að það sem má borða er geysilega fjölbreytt. Meðan á 15 daga Scarsdale- kúrnum stendur, má fólk skipta yfir í hvaða annan kúr sem er í bókinni, (sælkerakúrinn, græn- metiskúrinn, sparnaðarkúrinn og alþjóðlega kúrinn), en passa að nota fæði sama dags í hvaða kúr sem notaður er. Þó má geta þess, að þetta ber ekki eins góðan ár- angur eins og að halda sig við 15 daga kúrinn. Islendingar eru mjög óvanir að borða grænmeti, sem er geysilega áríðandi í allri fæðu og Scarsdale leggur mikla áherslu á það. Þar sem ekki má nota ýmsar sósur út á grænmetið vil ég benda fólki á að það má nota vínedik út á græn- metið sem til eru ýmsar bragðteg- undir af í verslunum. Ef flett er úþp á blaðsíðu 101—103 má finna nokkrar uppskriftir af kryddlegi sem kjöt er lagt í og bragðbætir mikið. Scarsdale-kúrinn er meðmælt- ur alhliða hreyfingu og hvers kon- ar sporti, en vill vara fólk við að ailt of mikið er gert úr brennslu hitaeininga við slíkar hreyfingar, en það má sjá í lista á bls. 176—178. Einnig vil ég benda fólki á að lesa vel kafla 12 og 13, en þeir eru mjög veigamiklir til alhliða skilnings á Scarsdale- kúrnum. Margt fleira gagnlegt er í bókinni og má þar m.a. nefna læknisfræðilegan viðbæti um hina ýmsu sjúkdóma. Það má kannski bæta því við, að fjórir veitingastaðir hér í Reykjavík bjóða nú upp á fjölbreytt Scarsdale-fæði, en það eru Brauðbær, Naustið, Rán og Torf- an. Þess má geta til gamans að nokkrir félagar, sem hittast oft í elstu gufubaðstofu landsins, hjá Jónasi Halldórssyni á Kvisthag- anum, hafa ákveðið að taka sig saman og fara í Scarsdale-kúrinn í hálfan mánuð og byrjuðu þeir á mánudaginn var. Sameiginleg vigt þeirra var yfir eitt tonn og verður nákvæmlega fylgst með árangri þeirra og vigt þeirra mæld nú um helgina. Þessi menn eru auk mín, Henrik Thorarensen, gjaldkeri, Kristján Stefánsson, kjötiðnaðarmaður, Halldór Jóns- son, verkfræðingur, Þóroddur Stefánsson, verslunamaður, Ólaf- ur B. Ólafsson, útgerðarmaður, Árni Vilmundarson, deildarstjóri, Sigurður Kr. Runólfsson, iðnaðar- maður, Hinrik Thorarensen, kaupmaður, Svanur Jóhannsson, sjómaður, Yngvi Högnason, iðn- aðarmaður, Jónas Halldórsson, nuddari, Þorlákur Pétursson, try'ggingasölumaður og svo nokkrir enn sem ekki vilja láta nafns síns getið,“ sagði Guðlaugur að lokum. sem allir hafa beðið eftir byrjaði í morgun. Úr og skartgripir á frábæru verði. VALDIMAR AUSTURSTRÆTI22 SIM117650

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.