Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 LjÓ8m.: Kristján Einarsson. Frá hinum fjölmenna kappræðufundi ungra sjálfstæðismanna og ungra alþýðubandalagsmanna í gærkveldi. Næsta holskefla skellur yfir 1. júní — sagði Gunnar Thoroddsen í gærkvöldi „ÞAÐ, sem við blasir í verðbólgu- og verðlagsmálum, er svo alvarlegt, að ekki verður við unað,“ sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráð- hcrra á fundi í Sjálfstæöisfélagi Hóla- og Fellahverfis í gærkvöldi. Ráðherrann sagði, að næsta hol- skefla myndi skella yfir 1. júní nk. og engin ríkisstjórn gæti látið hana ganga yfir. „Eg hef að undanförnu undir- búið ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir þessa holskeflu," sagði Gunnar Thoroddsen. Þá sagði forsætisráðherra, að formaður Sjálfstæðisflokksins hefði viðhaft „ákaflega alvarleg ummæli" á fundi á Isafirði um lánstraust þjóðarinnar erlendis og af þeim sökum hefði hann óskað eftir skýrslu frá Seðlabankanum um þau mál. Stúdentaráð Háskólans: Nýi meirihlutinn hræðslubandalag — segir fráfarandi formaður Stúdentaráðs Stefna Alþýðubandalagsins: Einkennin eru þjóð- arremba og fordómar — sagði Geir H. Haarde á fjölmennum kappræðufundi í Sigtúni „Alþýðubandalagið er flokkur pólitískra lýðskrumara og kamel- Ijóna, sem skiptir um lit eftir því hvort það er í stjórn eða stjórnar- andstöðu," sagði Geir H. Haarde, formaður SUS, meðal annars á fjöl- mennum kappræöufundi sem Sam- band ungra sjálfstæðismanna og Æskulýðsfylking Alþýðubandalags- ins efndu til í Sigtúni í gærkveldi. Auk Geirs töluðu af hálfu SUS Bessí Jóhannsdóttir og Inga Jóna Þórð- ardóttir. Ræðumenn Æskulýðsfylk- ingarinnar voru Margrét Björnsdótt- STJÓRN Jarðborana ríkis og Reykja- víkurborgar hefur tilkynnt eigendum fyrirtækisins, að nú innan tíðar Ijúki þeim verkefnum sem jarðborinn Dofri hefur verið pantaður í á þessu ári. Útlit sé því fyrir að borinn verði verkefna- laus það sem eftir er ársins, en afborg- anir og vextir af Dofra á árinu 1983 nema milli 6 og 7 milljónum króna, að því er Jakob Gíslason, fyrrverandi orkumálastjóri og formaður stjórnar Jarðborana ríkis og Reykjavíkurborgar sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gærkveldi. Sagði Jakob stjórn fyrirtækisins hafa tilkynnt eig- endum þess þetta í bréfi fyrir skömmu, eða fulltrúum þeirra öllu heldur, Hjör- leifi Guttormssyni iðnaðarráðherra og Davíð Oddssyni borgarstjóra. Jakob Gíslason sagði vandamálið vera það, að Hitaveita Reykjavíkur hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að leggja í frekari framkvæmdir á árinu, vegna þess að ekki hafi fengist nauðsynlegar hækkanir á gjaldskrá fyrirtækisins. Væri þetta slæmt ástand því næg og brýn verkefni væru fyrir hendi hjá Hitaveitunni, svo sem á Nesjavöllum í Grafningi. Þar væru hitavatnssvæði sem ættu að taka við af núverandi orkulindum Hitaveitunnar, og brýnt að gera þar frekari kannanir og boranir. Borinn Dofri, sem getur borað niður á 2.000 metra dýpi, er f eigu Jarðborana ríkis og Reykjavíkur- borgar, sem fyrr segir. Fyrirtækið eiga þessir aðilar til helminga. Ekki er enn búið að greiða kaupverð bors- ins, og koma milli 6 og 7 milljónir króna til greiðslu á þessu ári, þar ir, Álfheiður Ingadóttir og Stein- grímur J. Sigfússon. Fundurinn var hinn fjörugasti og mjög fjölmennur, og tóku fund- argestir virkan þátt í fundinum með frammíköllum og stuðningi við „sína menn“, en almennar um- ræður voru ekki leyfðar. Hver frambjóðandi flutti þrjár ræður, og var ræðutími hvers 7 mínútur í fyrstu umferð og síðan tvisvar sinnum fimm mínútur. Komu ræðumenn víða við í ræðum sín- um, rætt var um álmálið, verð- sem skammur greiðslutími var á tækinu. Hefði borinn getað haldið áfram verkefnum í ár hefðu komið inn tekjur til að greiða þetta. Nú væri ekki annað fyrirsjáanlegt, sagði Jakob Gíslason, en að útvega lánsfé, væntanlega erlendis, nema eigend- urnir vildu sjálfir leggja fram fé, til dæmis með því að auka á þann hátt eigið fé sitt í Dofra. „Best væri á hinn bóginn að borinn fengi þau verkefni sem nú er orðið aðkallandi að inna af hendi,“ sagði Jakob að lok- um. bólguna, þátttöku Alþýðubanda- lagsins í ríkisstjórnum á síðasta áratug, „leiftursóknina" og margt fleira en fundarefnið var: „And- stæðar leiðir í íslenskum stjórn- málum." Fundarstjórar voru Árni Sigfússon frá SUS og ólafur ólafsson frá Æskulýðsfylking- unni. Smáskjálfti við Kröflu JARÐSKJÁLFTA varð vart við Kröflu í fyrrinótt, aðfaranótt fimmtudags, að því er Ármann Pétursson á skjálftavaktinni í Mývatnssveit tjáði blaðamanni Morgunblaðsins í gærkveldi. Ármann sagði starfsmenn við Kröflu hafa orðið skjálft- ans vara síðari hluta nætur, hann hefði verið vægur, um tvö stig á Richter, og teldist varla til tíðinda. Skjálftar væru ekki alveg óþekktir á þessum slóðum, þó þeir væru sjaldgæfari en var um hríð. Ármann kvað vísindamenn þó ekki vilja lýsa því yfir að Kröflueldum væri lokið, eng- inn virtist þora að kveða upp- úr með það. „ÞETTA er nokkurs konar hræðslu- bandalag," sagði Gunnar Jóhann Birg- isson fráfarandi formaður Stúdenta- ráðs lláskóla íslands í samtali við Mbl. er hann var spurður álits á nýjum meirihluta { Stúdentaráði sem sam- þykktur hefur verið. Þar hafa „um- bótasinnar“ og „vinstrimenn" myndað meirihluta, en Vaka — félag lýðræðis- sinna er í andstöðu. Gunnar Jóhann kvað „umbóta- sinna“ ætla að reyna að auka fylgi Guömundur Einarsson UNGMENNIN er létust í bflslysinu í Ölfusi í fyrradag hétu Sigríður Steinunn Ingimundardóttir og Guð- mundur Einarsson. Sigríður Stein- unn var til heimilis á Syðra-Hóli í Vestur-Eyjafjallahreppi í Rangár- vallasýslu, en þangað var hún nýfiutt frá Selfossi. Hún var tvítug að aldri, og lætur eftir sig unnusta. Guð- mundur var 18 ára, til heimilis á Skálholtsbraut 5, Þorlákshöfn. Þá var í fólksbifreiðinni 15 ára stúlka, sitt með þessu móti, fylgi sem þeir hafi stöðugt verið að tapa, og vilji þeir fórna hagsmunum stúdenta fyrir ímyndaða hagsmuni félags sins. Formaður „Félags umbótasinna“ sagði á hinn bóginn í samtali við Morgunblaðið, að hann vonaðist til að samstarfið yrði farsælt og stúd- entum til góðs, en samstarfið við Vökumenn hefði farið versnandi eft- ir því sem á það leið. Sigríður Steinunn Ingimundardóttir sem liggur stórslösuð á sjúkrahúsi í Reykjavík. Unga fólkið var á leið til Þor- lákshafnar er sjysið varð, hafði ekið veginn út Ólfus frá Hvera- gerði. Vöruflutningabifreiðin var á hinn bóginn að koma frá Þor- lákshöfn, og skullu bifreiðirnar saman á gatnamótum Þorláks- hafnarvegar og ölfusvegar. öku- maður vörubifreiðarinnar slapp ómeiddur. Daufleg og þreytandi bið — segir Halldór Almarsson skipstjóri á Suðurlandi um margumtalaðan saltfisktúr til Portúgals „ÞETTA var í sjálfu sér ósköp venjuleg ferð, nema það að hún var nokkuð löng og við erum heldur ekki vanir að koma með sama farminn heim og við fórum með út. Þetta er í fyrsta sinn, sem við erum sendir heim með fisk vegna orma. Túrinn hófst á ströndinni 2. eða 3. marz. Við vorum síðan komnir til Bilbao á Spáni um 14. og til Aveiro 18. Uppskipun hófst svo 21. og var stöðvuð strax um kvöldið. Síðan tók við biðin langa þar til ákveðið var að taka fiskinn aftur um borð. Það var ekki fyrr en 5. apríl, sem ákveðið var að lesta þetta aftur og heim komum við þann 14. Það fór því rétt um hálfur mánuður í túrinn,“ sagði Halldór Almarsson, skipstjóri á Suðurlandi, sem kom heim með saltfiskfarminn frá Portúgal, í samtali við Morgunblaðið. „Við komum bara á þessa einu höfn, Aveiro, í Portúgal og á fyrsta degi var skipað upp rúm- um 400 lestum. Þeir sögðu, að ekkert yrði skipað upp daginn eftir vegna galla í fiski og yrði að bíða frekari fyrirmæla frá fs- landi. Það vildi hins vegar svo vel til að það voru tveir menn á leið- inni frá SÍF og komu þeir daginn eftir. Ákvörðun um hvað gera skyldi var svo ekki tekin fyrr en um hálfum mánuði seinna. Biðin var heldur þreytandi en tíminn nýttist þó vel í viðhald og ýmis- legt þess háttar, en það má öllu ofgera. Mannskapurinn var far- inn að þreytast á þessu, það var ekkert annað að sjá í portúgalska sjónvarpinu en Dallas og menn fara væntanlega að fá sig full- sadda af því. Þetta er aðeins 17.000 manna bær og lítið við að vera, en menn skruppu þó í bæ- inn, fóru í bíó og þess háttar. Svo komu páskarnir líka inn í þetta, en þeir eru mikil hátíð þar í landi. Sá tími var heldur dauflegur og nánast ekkert aftnað að gera en að skoða þá viðra dýrlingana sína,“ sagði Halldór. Gufubor Reykjavíkurborgar og ríkis: Ekkert fé til í afborganir lána Bílslysið í Ölfusi: Nöfn þeirra er létust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.